Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 31 Um vegagerð á í MORGUNBLAÐ- INU 23. ágúst ber Jón Baldur Þorbjörnsson (JBÞ) fram nokkrar spurningar um vega- gerð á Kili og óskar eftir svörum við þeim á opinberum vett- vangi. Mér er bæði ljúft og skylt að leitast við að svara spurning- um JBÞ og bið Morg- unblaðið að birta svör- in. Áður en spurning- unum er svarað beint, er rétt að fara nokkr- um orðum um vega- kerfi landsins. Þjóð- vegir skiptast í fjóra flokka, stofn- vegi, tengivegi, safnvegi og lands- vegi. Fyrstu þrír flokkarnir taka til þeirra vega, sem tengja saman öll byggð ból á landinu. Helstu vegir landsins teljast til fyrsta flokksins, stofnvega. Undanfarin mörg ár hefur mest áhersla verið lögð á framkvæmdir á stofnvegum. Er þeim þó enn mjög áfátt víða um land og þörf fyrir fjármagn mjög mikil. Sama er að segja um tengivegi og safnvegi. Undir fjórða flokkinn, lands- vegi, falla þá aðrir vegir en þeir sem tengjast beint byggðinni. Stundum eru þessir vegir kenndir við ferðamennsku. Vegir þessir eru mjög breytilegir, allt frá því að vera torleiði, sem einungis er fært torfærubifreiðum, upp í það að vera allgóðir malarvegir eins og norðurhluti Kjalvegar. Jafnvel finnast þar einnig stuttir kaflar með bundnu slitlagi og svo er víð- ar. Hjá Vegagerðinni er sú skoðun ríkjandi, að gerð og gæði landsvega eigi að vera breytileg, háð því hvert hlutverk þeim er ætlað. Hafin er vinna við flokkun landsvega með tilliti til þessa. Þessi flokk- un verður felld að því hálendisskipulagi, sem nú er í vinnslu. Landsvegir teljast alls um 2.000 km og er meirihlutinn á há- lendinu. Til að annast rekstur þeirra, viðhald og endurbætur svo og nýbyggingar, aðrar en brúagerð er veitt 60-70 mkr. á ári. Sú upp- hæð veitir ekki mikið svigrúm fyr- ir nýbyggingar, heldur er fyrst og fremst reynt að halda í horfinu og síðan þróa vegina til framfara með minni háttar lagfæringum. Helstu nýbyggingar, sem fjármagnaðar eru af Vegagerðinni, tengjast brúabyggingum og ræsagerð. Aðr- ar nýbyggingar hafa verið fjár- magnaðar af öðrum aðilum, eink- um Landsvirkjun. Ef hin mikla fjárþörf byggða- veganna er höfð í huga, er ekki líklegt að verulegir fjármunir renni úr vegasjóði til landsvega í náinni framtíð. Framkvæmdir munu því væntanlega í verulegum mæli ráð- ast af þörfum virkjanaaðila. Vega- gerðin mun áfram kosta kapps um góða samvinnu við Landsvirkjun og leita leiða til að þeirra fram- kvæmdir þjóni hagsmunum sem flestra. Hún mun áfram brúa ár Vegakerfið, gerð þess og gæði, segir Helgi Hallgrímsson, er hluti skipulags sem tekur mið af landnýtingu. og ráða bót á öðrum hindrunum á vegum, þannig að þeir þjóni því hlutverki, sem þeim verður ætlað í skipulagi hálendisins. 1. JBÞ spyr fyrst um ástæður vegabóta á Kili og hveijir eigi þar helst hagsmuna að gæta. Vegagerð í hefðbundnum skiln- ingi á norðanverðum Kili hófst að marki, þegar virkjun Blöndu kom til, og ijármagnaði Landsvirkjun vegagerðina. Undirbúningur að virkjunum krefst allgóðs vegasam- bands og þær verða ekki byggðar af skynsamlegu viti nema með vegatengingum, sem hafa fullan burð og eru færar að kalla árið um kring. Landsvirkjun á því mik- illa hagsmuna að gæta, en fleiri aðilar koma þó við sögu varðandi umbætur á Kjalvegi. Má þar nefna ýmsa aðila í ferðaþjónustu, Skíða- skólann í Kerlingafjöllum og svo umráðamenn landa og afrétta. Í framhaldi af vegagerð Landsvirkj- unar byggði Vegagerðin brú á Seyðisá og tengdi hana með nýjum vegi. Er það í samræmi við þá skoðun hennar, að Kjalvegur eigi að vera fær vel búnum fólksbifreið- um. 2. JBÞ spyr næst um umhverfis- Helgi Hallgrímsson Kili mat vegna framkvæmda og aðild Skipulags ríkisins að áætluðum framkvæmdum á Kili. Lög um mat á umhverfisáhrif- um vegna mannvirkjagerðar, sem ætla má að hafi áhrif á umhverfi sitt, tóku gildi í maí 1994. Vega- gerð er meðal þeirra fram- kvæmda, sem háðar eru umhverf- ismati og eru landsvegir þar ekki undanskildir. Samkvæmt lögun- um má ekki leggja vegi í nýrri veglínu nema að undangengnu mati. Fyrir gildistöku laganna fór mat á umhverfisáhrifum ekki fram, en hér eftir mun nýbygging vega á Kili verða metin áður en hefja má framkvæmdir. Skipu- lagsstjóri ríkisins annast fram- kvæmd laganna um mat á um- hverfisáhrifum undir yfirstjórn umhverfisráðherra. Skipulagsleg meðferð framkvæmda á hálendinu hefur oft verið losaraleg enda stjórnskipuleg staða þess ekki skýr. Nú er þó unnið að svæðis- skipulagi fyrir miðhálendið, þar sem m.a. verður farið í saumana á vegamálum svæðisins. Sérstök nefnd á vegum umhverfisráðu- neytis vinnur það verk og er til- lagna að vænta síðar í haust. 3. í þriðja lagi spyr JBÞ hvort leitað hafi verið álits almennings á vegaframkvæmdum á Kili. Ég hygg að almennt megi svara spurningunni neitandi. Með hinum nýju lögum um mat á umhverfis- áhrifum er þó tryggt, að breyting verður á. Almenningur skal eiga greiðan aðgang að málsgögnum við matið. Þá mun skipulagsvinna sú, sem áður var nefnd, gefa áhugamönnum um hálendið tæki- færi til að skoða þær hugmyndir, sem settar verða fram um nýtingu þess, og koma athugasemdum á framfæri. 4. Fjórða spurning JBÞ lýtur að því, hvort yfírstjóm vegamála muni bíða eftir niðurstöðum úr könnun á væntingum erlendra ferðamanna til hálendis íslands áður en ráðist verður í frekari vegagerð á hálendinu. Vegagerðin mun skoða niður- stöður umræddrar könnunar, enda tekur hún þátt í fjármögnun henn- ar. Vonandi þarf ekki að bíða neitt sérstaklega eftir henni. í mínum huga skiptir þó mestu máli, að skipulag hálendisins og áætlanir um nýtingu þess taki mið af hinum ýmsu hagsmunum, sem þar koma til, m.a. ferðamennsku af margvís- legu tagi, náttúruvernd, orkufram- leiðslu og flutningi orku, beitaraf- notum o.fl. Vegakerfið, gerð þess og gæði, er einn hluti þessa skipu- lags og hlýtur að taka mið af land- nýtingu þess. Mikilvægt er, að sæmileg sátt náist um þetta skipu- lag. 5. Síðasta spurning JBÞ hljóðar svo: Verður hægt að skilgreina Kjöl sem hluta af hálendi íslands, ef þvert yfir hann verður lagður vegur fyrir hraðfara umferð. Að minni hyggju er svarið já. Uppbyggður vegur með hraðfara umferð hefur áhrif á næsta ná- grenni sitt, en þau áhrif deyja furðufljótt út þegar frá dregur veginum. í þessu tilliti má líta til Möðrudalsöræfa, þar sem mikil víðerni eru á báðar hendur og veg- farendur njóta þeirra með vissum hætti frá hringveginum. Enn rík- ari upplifun fæst með því að víkja frá veginum, og ekki þarf að fara nema snertispöl til að vegurinn sé horfinn og víðáttan ríki ein. Höfundur er vegamálastjóri. ÞÞ &CO ÞAKVIÐGERÐAHEFNI Rutland þéttir, bætir og kætir þegar að þakið fer að leka Á ÞÖK - VEfifil - GÓLF Rutland er einn heisti framleiðandi þakviðgerðarefna í Bandaríkjunum CORTIHfi Veldu rétta efnið - veldu Rutland! ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SÍMI553 8640/568 6100 Þ. ÞORGRÍMSSON &CO \! 533-1000 f/ Er maginn vandamál? Silicol er náttúrulegt bætiefni ; sem vinnur gegn óþægindum í ! maga og styrkir bandvefi i líkamans og bein. Silicol verkar gegn brjótsviða, nábít, vægum magasærindum, vindgangi, uppþembu og bæði niðurgangi og harðlífi. Silicol hentar öllum! Silicol hjálpar Vinsælasta heilsuefnið i Þýskalandi, Sviþjóð og Bretlandi! Silitol er Itrcin nótlúruafurð ón hliðorvcrkono. Barnadansar, standard og suður-amerískir dansar, Mambó, tjútt gömlu dansarnir Kántrýdansar Macarena DANSSKOU Jóns Féturs ogKöru Umboðsadili fyrir hina fráboeru Supadance dansskó Opið hús fimmtudaginn 5. sept. kl. 18-21. Starfsemi vetrarins kynnt Fjölskylduafsláttur • Systkinaafsláttui Við bjóðum upp í Innritun í síntum 553 6645 og 568 5045 alla daga kl. 12-19. Skírteini afhent í Bolholti 6 mánudaginn 9.sept. kl. 16-22. Kennsla hefst 10. september

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.