Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Tommi og Jenni BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: Iauga@mbl.is Athyglisverður knatt- spyrnuleikur framundan Frá Tómasi Jónssyni: YFIRLÝSING fyrirliða ÍBV í Morg- unblaðinu þriðjudaginn 27.8. hefur vakið mikla athygli í röðum knatt- spyrnuáhugamanna. Þar segir Hlynur Stefánsson orðrétt á síðu 4B: „Nú verða Eyjamenn að halda með Skagamönnum það sem eftir er af íslandsmótinu, því ef ÍA verð- ur íslandsmeistari kemst ÍBV í Evrópukeppni bikarhafa". Þessi yfirlýsing fyrirliðans, sem væntanlega er gefin fyrir hönd leik- manna liðsins og þeirra sem að lið- inu standa, gerir væntanlegan leik ÍBV og ÍA, sem fyrirhugaður er í Vestmannaeyjum í 17. og næst síð- ustu umferð íslandsmótsins þann 21. september nk., afar áhugaverð- an fyrir alla knattspyrnuáhuga- menn. Þetta er í fyrsta skipti, sem mig rekur minni til, að fram fer leikur í 1. deild karla þar sem leikmenn beggja liða, og þeir sem að þeim standa, halda með öðru liðinu. Sam- hljóma kór Vestmannaeyinga og aðkominna Skagamanna á eftir að hljóma um Heimaey: „Áfram Skagamenn" og fleira í þeim dúr. Mjög líklegt er að Vestmannaeying- ar skilji hvítu liðshúfurnar sínar eftir heima þegar á völlinn verður farið og leiti jafnvel að einhveiju gulu í fataskápnum. Ef helstu keppinautar Skaga- manna ná að tapa 2 stigum til við- bótar áður en að þessum leik kem- ur og ÍA heldur sínu striki, geta allir fallist í faðma í Eyjum og sam- fagnað, ÍA íslandsmeistaratitlinum og sigri í leiknum og Eyjamenn Evrópusætinu og tapi í leiknum. Athugandi er fyrir stuðlastjóra íslenskra getrauna og Lengjunnar að þetta er fyrsti leikurinn á Lengj- unni þar sem allir halda með öðru liðinu, líka leikmenn beggja liða og hljótum við því að sjá netstuðul á sigur ÍBV í leiknum sem einungis gæti orðið að veruleika fyrir algera slysni, gegn vilja leikmanna beggja liða. Við þá sem ætla sér að sjá þenn- an eftirtektarverða leik segi ég: „Góða skemmtun!" TÓMAS JÓNSSON, Dvergabakka 24, Reykjavík. Hvað er dans? Frá Unni Arngrímsdóttur: NÚ ERU danskennarar að dusta rykið af dansskónum og dansskól- arnir að hefja starfsemi sína. Það sem fram fer í dansskólum borgar- innar er mikið og gott starf sem er þroskandi kennsla fyrir alla, þar sem áhersla er lögð á markvissa kennslu í hagnýtum dönsum. Frá alda öðli hefur maðurinn dansað. Frumdansinn er frá villimanninum sem dansaði eftir trumbuslætti fyr- ir og eftir veiðiferðir og enn aðrir dýrkuðu guði sína með hreyfingum og dansi. Börn eiga að læra að dans. Það er eðli barnsins að þurfa að hreyfa sig og tjá sig og allir þurfa útrás í einhverri mynd undir seiðandi tón- list. Mín skoðun er sú að þeir sem fara á mis við tónlistar- eða dans- nám missa af miklu hvað varðar innri tilfinningu og tjáningu. Eitt er alveg á hreinu og marg- sannað að sá sem kann að hlusta og tjá sig í dansi eftir ákveðnum reglum er betur settur í þjóðfélag- inu hvað varðar öryggi í framkomu og er sterkari á svellinu varðandi freistingar á vímuefnum. Foreldrar, ég skora á ykkur að hvetja börnin að fara í dansskóla þar sem faglærðir danskennarar byggja upp kennsluna miðað við þroska barnsins. Þetta er fyrir- byggjandi nám sem skilar sér fyrr eða síðar þegar freistingar verða á veginum. Danskunnátta kemur fram í ýmsum myndum hvað varðar feg- urð, innri þörf og snertingu. Börn verða miklu frjálsari og öruggari í allri umgengni við aðra og kemur danskennslan þeim til góða um alla framtíð. Hvetjum börnin okkar í dans strax í dag. Foreldrar, komið með börnunum ykkar og lærið að dansa með þeim. Góð og skemmtileg fjölskyldu- skemmtun. UNNUR ARNGRÍMSDÓTTIR, danskennari. Hvað skal segja? 5 Væri rétt að segja: Þeim líst vel á hvort annað? Rétt væri: Þeim list vel hvoru á annað. Tveim(ur) mönnum líst vel hvorum á annan. Þrem(ur) mönnum líst vel hverjum á annan. Tveim(ur) konum líst vel hvorri á aðra. Þrem(ur) konum líst vel hverri á aðra. Tveim(ur) börnum líst vel hvoru á annað. Þrem(ur) börnum líst vel hveiju á annað. Mörgu fólki líst vel hveiju á annað. Næst verða fleiri dæmi um notkun fornafna. Hæ, fiskur! Látt’ana ekki gabba Þegiðu, Magga... Hún er að reyna Fiskar hlaupa ekki, Magga... þig! Það er öngull á endanum á að ná þér! Hlauptu á meðan þú Hundar busla! þessari línu! getur! Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.