Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg JÓN og Elíeser við vélina sem þeir munu fljúga til Korsíku. Eitt lengsta flug einkaflugmanns hefst í dag A lítilli flugvél til Korsíku JÓN M. Haraldsson, 19 ára einkafiugmaður, leggur í dag af stað í eitt lengsta flug sem einkafiugmaður hefur farið á lítilli eins hreyfils flugvél frá Islandi. Flogið verður héðan til Korsíku en það eru um 4.000 km. Flogið verður frá Reykjavík um Hornafjörð, Hebridseyjar, Lúxemborg og til Korsíku, sem er skammt undan vesturströnd Ítalíu. Norðurleiðin er sú sama nema hvað komið verður við í Köln í stað Lúxemborgar. Gert er ráð fyrir að sjálft flugið taki 24-26 stundir á fjórum dögum en að ferðin í heild taki um sex til sjö daga, þar sem ráðgert er að dvelja í tvo daga á Kor- síku. Elíeser til aðstoðar Elíeser Jónsson, gamalreynd- ur flugsljóri, verður Jóni til aðstoðar í leiðangrinum. Flogið verður á Aerospatiale Socata TB20 Trinidad flugvél og rúm- ar hún fimm farþega. Hún er mjög hraðfleyg, nær um 350 km hámarkshraða á klukkustund. Vélin kom til landsins í byrjun maí sl. og hafði þá verið flogið í 20 klst. á vegum framleiðand- ans. „Ferðin leggst mjög vel í mig,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið í gær. „Eg hlakka til að takast á við þetta verk- efni. Eg er búinn að hugsa um ferð sem þessa í mörg ár og setti niður punkt í ákveðnum radíus á stað sem ég hafði aldr- ei komið til áður og niðurstaðan var Korsíka." Undirbúningur fyrir ferðina hófst í júní og fólst hann meðal annars í að finna hentugustu leiðina með tilliti til flughæðar en mikil umferð er í háloftunum á þessari leið. Sneitt verður hjá Ölpunum, þar sem vélin er ekki búin jafnþrýstibúnaði. Davíð Oddsson um læknadeiluna Læknum boðnar sömu kjarabæt- ur o g öðrum FORSÆTISRAÐHERRA segir að ríkið hafi boðið heilsugæslulæknum að bæta kjör þeirra með sama hætti og annarra launþega og aðferð heilsugæslulækna við kjarabaráttu sé ekki samkvæmt lögum. Nú er komið á annan mánuð síðan heilsugæslulæknar sögðu upp störf- um hjá ríkinu og hafa samningavið- ræður undir stjórn ríkissáttasemjara engan árangur borið. Þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra var spurð- ur hvort ríkisstjórnin yrði ekki með einhvetjum hætti að beita sér fyrir lausn þessarar deilu, svaraði hann að ríkið væri að reyna að tryggja sínum eigendum þjónustu, þ.e.a.s. fólkinu í landinu. „Það var ekki ríkið sem sagði [heilsugæslulæknunum] upp, þetta fólk sagði upp sjálft, það er vanda- málið. Það er ákveðin aðferð í ís- ienskum lögum sem tekur til þess með hvaða hætti á að sinna kjara- baráttu. Þessi leið sem læknarnir völdu er ekki ein af þeim sem lögin ákveða,“ sagði Davíð. Davíð sagði að í öllum þeim plögg- um, sem stjórnvöld hefðu fengið frá heilsugæslulæknum, hefði hvergi verið minnst á kjarasamning heldur hefðu önnur atriði sögð vera ástæða uppsagnanna. í þeim málum hefði verið unnið en lítið væri gert með það þrátt fyrir 5 mánaða vinnu. „En svo eru menn gengnir út af sínum vinnustað eftir 12 daga um- ræðu um kjaramál. Þetta nær auð- vitað ekki nokkurri átt,“ sagði Davíð. Hann sagði að ríkið hefði lýst sig samþykkt því að bæta kjör læknanna með þeim hætti sem það hefði bætt kjör annarra launþega sinna. „Eg býst við að þjóðin telji það vera þokkalegt útspil því það eru þau kjör sem hún hefur fengið,“ sagði Davíð. ímyndun I grein í Degi-Tímanum nýlega fullyrðir Svavar Gestsson, þingmað- ur Alþýðubandalags, að Davíð Odds- son hafi alltaf verið á móti heilsu- gæslunni í Reykjavík. Og ríkisstjórn- in vilji ekki semja við lækna vegna þess að ef læknadeilan haldi áfram muni heilsugæslan í Reykjavík hrynja og einkarekstur taki við. Þeg- ar þetta var borið undir Davíð sagði hann að það þyrfti mjög sterkt, en ekki fijótt, ímyndunarafl til að kom- ast að slíkri niðurstöðu. Nýr fjárfestingarbanki Hluti á markað? DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að svo geti farið að einhver hluti nýs fjárfestingarbanka verði settur á einkamarkað strax við stofnun bankans ef af verður. Um er að ræða undirbúning að sameiningu þriggja fjárfestingar- lánasjóða í eigu ríkisins, Fiskveiða- sjóðs, Iðnlánasjóðs og Iðnþróunar- sjóðs í einn fjárfestingarbanka. Davíð sagði að í áætlunum hefði í upphafi verið gert ráð fyrir því að nýi bankinn yrði í ríkiseigu til að byija með. Allar líkur bentu til þess að bankinn yrði síðan settur á mark- að. Davíð sagði aðspurður að út af fyrir sig væri ekki þörf á að slíkur fjárfestingarbanki yrði yfirleitt í eigu ríkisins en í fyrstu hugsun hefði verið gert ráð fyrir því á meðan bankinn væri að fóta sig. „Ég geri ráð fyrir því að tiltölu- lega fljótlega myndi því verða breytt. En þetta mál er ekki útrætt og það má vel vera að einhver hluti bank- ans verði strax í upphafi settur á einkamarkað; það er þó ekki afráð- ið,“ sagði Davíð. Mikil reiði innan Alþýðubandalagsins vegna ráðningar Einars Karls Haraldssonar „Yinnubrögðin stuðla ekki að samvinnu við aðra“ Ráðning Einars Karls Haraldssonar til Þingflokks jafnaðarmanna hefur vakið mikla reiði innan Alþýðubandalagsins. Er litið svo á að Einar eigi að „stunda mannaveiðar“ í Alþýðubandalaginu. í grein Omars Friðrikssonar kemur fram að alvarlegir brestir eru að koma fram í samskiptum stjómarandstöðuflokkanna. Alþýðubandaiagsmenn ræddu þær breytingar sem verða á Alþingi við sameiningu þingflokka Alþýðu- flokks og Þjóðvaka á þingflokks- fundi í gær og um óvænta ráðningu Einars Karls Haraldssonar, fyrrv. framkvæmdastjóra flokksins, til starfa fyrir hinn nýja þingflokk. Voru höfð uppi hörð orð um viðskiln- að Einars Karls og vinnubrögð for- ystu Alþýðuflokksins og íjóðvaka, skv. heimildum blaðsins. Alþýðubandalagsmenn búa sig undir hugsanleg átök við þingflokk jafnaðarmanna um kosningu í emb- ætti og nefndir þingsins þegar Al- þingi kemur saman í næsta mánuði. „Ef þeir ætla að gerast frekir og neyta aflsmunar munum við leita eftir þéttara samstarfi við Kvenna- listann og setja þeim stólinn fyrir dyrnar,“ sagði einn af þingmönnum flokksins. „Ég trúi því ekki að Einar Karl vinni þannig að hann ráðist að ein- staklingum í Alþýðubandalaginu. Það sjá það allir að þessi vinnubrögð hins nýja þingflokks eru ekki besta leiðin til að stuðla að samvinnu við aðra þingflokka. Ég óttast að þetta geti haft þveröfug áhrif. Ekki vegna þess að við munum taka hlutina óstinnt upp heldur vegna þess að þegar á að vinna að einhveiju sameiginlega þá er betra að taka sameiginlega ákvörðun um það en að stilla mönn- um upp við vegg. Ég held að ýmsir upplifi það þannig," segir Svavar Gestsson, þingflokksformaður Al- þýðubandalagsins. Einar Karl var framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins og þingflokks- ins en sagði starfi sínu lausu í febrúar sl. vegna ágreinings við Margréti Frímannsdóttur, form- ann flokksins. Hann ætlar þó að vera áfram flokksfélagi í Alþýðu- bandalaginu. Einar var á launaskrá til 1. september og var við störf fram á sl. þriðjudag að sögn alþýðubandalagsmanna. A miðvikudag tilkynntu Jón Baldvin Hannibalsson og Jóhanna Sigurðar- dóttir Margréti um sameiningu þing- flokkanna og að Einar Karl hefði verið ráðinn til starfa fyrir hinn nýja þingflokk. Þetta kom forystu- mönnum Alþýðubandalagsins í opna skjöldu. „Fáheyrður atburður" „Það gilda ýmis óskráð siðalögmál á bak við tjöldin á milli stjórnmála- manna og flokka. Þarna er farið út fyrir þann ramma og þetta er fá- heyrður atburður í samskiptum stjórnmálasamtaka," sagði einn af þingmönnum Alþýðubandalagsins og bætti því við að reyndari stjórn- málamenn væru alveg gáttaðir á forystumönnum Alþýðuflokksins, því þarna væri farið yfir mörkin í heiðarlegum samskiptum. Einar Karl segist hafa sagt starfi framkvæmdastjóra lausu í febrúar með sex mánaða uppsagnarfresti. Síðari hluta uppsagnartímans hafi hann lítið komið nálægt málum í æðstu forystu Alþýðu- bandalagsins, „og þess vegna vissi ég lítið hvað Margrét og Svavar væru að hugsa, ef þau voru þá mikið að hugsa,“ segir hann. Einar Karl sagði að Alþýðubandalagið starfaði fyrir opn- um tjöldum og byggi sér vitanlega ekki yfir neinum leyndarmálum. „Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi sem þingflokkur jafnaðarmanna gerir samning við og flokksaðild mín hef- ur ekkert komið til umræðu þar. Verkefnið er skilgreint í erindisbréf- inu. Önnur tengsl hef ég ekki. Verk- efnið er fyrst og fremst hugmynda- vinna og grasrótarstarf og er alls ekki á þinglegum vettvangi," sagði Einar Karl en hann mun ekki sitja þingflokksfundi hins nýja þing- flokks. Stórt vandamál fyrir Birtingu-Framsýn Einar Karl er félagi í hinu samein- aða alþýðubandalagsfélagi Birtingu- Framsýn en þar stendur nú stjórnar- kjör fyrir dyrum og hefur verið rætt um að hann sæktist eftir kjöri. Sjálf- ur segir hann það óvíst enda sé nú komin upp ný staða. Gísli Gunnarsson, einn af for- svarsmönnum Birtingar á undan- gengnum árum, telur að ráðning Einars Karls til þingflokks jafnað- armanna sé fyrst og fremst stórt vandamál fyrir Birtingu-Framsýn, miklu fremur en fyrir Alþýðubandalagið sjálft. „Það rær enginn á tveimur bátum samtím- is. Ég tel að Einar Karl hafi farið yfir landa- mærin. Hversu mikið sem ég vil hafa Einar Karl í mínum röðum verð ég að líta svo á að hann hafi brotið þau lág- markslandamæri sem hver flokkur þarf að hafa. Mér þykir það leitt," segir Gísli. „Það rær eng- inn á tveimur bátum sam- tímis“ Búa sig undir átök við kosn- ingu í þing- nefndir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.