Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÉG vil Camillu, ég vil krúnunna, ég vil Camillu, ég vil . . . Nýtt 164 herbergja hótel við Borgartún A að vera helmingi ódýr- ara en sambærileg hótel BORGARTÚN 32, sem hýsa mun hið nýja Hótel Heklu. í APRÍL á næsta ári verður opnað nýtt 164 herbergja hótel við Borg- artún 32 í Reykjavík. Þetta er ný- bygging sem reist er á sama stað og skemmtistaðurinn Klúbburinn stóð áður. Ætlunin er að bjóða gistingu á helmingi lægra verði en á öðrum sambærilegum hótelum á Íslandi. Hótel Hekla á það að heita og verð- ur hið fimmta í keðju svokallaðra Lykilhótela. Framkvæmdastjóri þeirra er Jón Ragnarsson, en hann á hótelin ásamt fjölskyidu sinni. Jón segir að lægra verð skýrist af því að herbergi á hótelinu verði minni en venja er hér á landi, en þó með öllum þægindum. Hann tel- ur að með þessu fyrirkomulagi verði unnt að ná til ferðamanna sem annars kæmu ekki til íslands vegna þess hve verðlag er hátt. Lykilhótel leigja húsið af eignar- haldsfélagi. Upprunalega var húsið byggt undir skrifstofur og verslanir en hefur staðið autt síðan byggingu lauk. Alls munu framkvæmdir við að breyta því í hótel kosta um 380 milljónir króna. Jón hefur verið viðloðandi rekstur Hótels Valhallar frá árinu 1963 ásamt fjölskyldu sinni. Árið 1989 keyptu þau Hótel Örk í Hveragerði og hafa síðan bætt við rekstri Hót- els Norðurlands á Akureyri. Síðast- liðin tvö ár hafa þau einnig séð um rekstur á Hótel Garði. Breytt form á þingsetningu undirbúið Stefnuræða forsætisráð- herra á þingsetningardegi FORSÆTISNEFND Alþingis hefur samþykkt tiliögur um breytingar á þingsetningu sem gera meðal ann- ars ráð fyrir því að forsætisráðherra flytji stefnuræðu sína á þingsetning- arfundinum. Þingflokkar hafa til- lögumar nú til meðferðar. Ólafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, segir að tillögurnar miði meðal annars að því að setja ákveðn- ari blæ á þingsetningarathöfnina sjálfa. Lagt væri til að forsætisráð- herra flytti stefnuræðu sína eftir að forsetar Alþingis hafa verið kjörnir á þingsetningarfundinum 1. október. Umræður um stefnuræð- una verði síðan kvöldið eftir og þeim útvarpað og sjónvarpað að venju. Tillögurnar gera einnig ráð fyrir að útvarpsumræðurnar verði styttri og líflegri en verið hefur. Ræðu- tíminn verði 10 mínútur í fyrstu umferð fyrir ræðumenn annarra flokka en Sjálfstæðisflokks þar sem forsætisráðherra hafi þegar nýtt ræðutíma flokks síns með stefnu- ræðunni sjálfri. En forsætisráð- herra hafi rétt til að veita 2 mín- útna langt andsvar einu sinni við hverri ræðu og ræðumaðurinn fái jafnlangan tíma til svara. Þá verði ræðutíminn í annarri og þriðju umferð 5 mínútur á hvern flokk. „Þessi tillaga er sett fram í þeirri von og raunar vissu að þetta muni koma okkur út úr klemmunni sem við höfum verið í með umræðuna um stefnuræðuna. Sú umræða hefur verið of löng og ég hef ekki trú á að það sé mikið hlustað á hana,“ sagði Ólafur. Þingflokkar hafa fengið tillögum- ar til meðferðar en Ólafur sagði að þessar breytingar yrðu ekki gerðar nema breið samstaða næðist um þær milli þingflokkanna þar sem um væri að ræða afbrigði frá þingsköp- um. Námskeið fyrir reykvískar athafnakonur Styrkja konur sem stjórnendur á nýjan hátt Hulda Ólafsdóttir AVEGUM Reykja- víkurborgar er að byija námskeið fyrir reykvískar athafna- konur sem hafa áhuga á að hrinda eigin viðskipta- hugmynd í framkvæmd. Hulda Ólafsdóttir átti hug- myndina að námskeiðinu „Brautargengi - frá hug- mynd til veruleika". - Hver varð kveikjan að námskeiðinu? „Þessi hugmynd kvikn- aði í framhaldi af sam- starfi mínu við Hansínu B. Einarsdóttur fram- kvæmdastjóra, en hún hef- ur unnið mikið að atvinnu- sköpun kvenna, ekki síst á landsbyggðinni. Hún á því mikið í hugmyndinni sem einnig er byggð á reynslu frá landsbyggðinni og erlendri reynslu af svipuðum verkefnum. Borgin var að leita allra ieiða til að hafa áhrif á atvinnuástandið í borginni. Þá var m.a. skoðuð sérstaða kvenna á atvinnuleysis- skrá en þær eru yfirleitt lengur á skrá en karlar. Því var ákveð- ið fjölga atvinnutækifærum kvenna, ekki með skammtíma- lausnum, heldur gera eitthvað varanlegt. Markmiðið með nám- skeiðinu er að styrkja konur sem stjórnendur, auka þekkingu og ábyrgð þeirra í fyrirtækjaum- hverfi, fjölga störfum í borginni og treysta þau sem fyrir eru. Einhverra hluta vegna eiga kon- ur erfiðara uppdráttar í við- skiptalífinu, þær eru yfirleitt ekki tilbúnar til að taka mikla áhættu í viðskiptum ásamt því að konur virðast fá minni fyrir- greiðslu í bankakerfinu en karl- ar.“ - Hvert er fyrirkomulag nám- skeiðsins? „Námskeiðið tekur tvö ár og hefst í október nk. en umsóknar- fresturinn rennur út 20. septem- ber. Fyrra árið hittist hópurinn vikulega eftir hádegi á miðviku- dögum. Gert er ráð fyrir 27 fund- um á fyrsta ári sem lýkur i júní 1997. Seinna árið er gert ráð fyrir 8 mánaðarlegum fundum og lýkur námskeiðinu í apríl 1998. Fyrra árið verður meginá- herslan á fyrirlestra um rekstur og stjórnun fyrirtækja, verk- efnavinnu og fyrirtækjaheim- sóknir. Skoðuð verða vandamál sem koma upp í daglegum rekstri og viðskiptum, þau skil- greind og leitað lausna. Seinna árið vinna þátttakend- ur að framkvæmd eig- in viðskiptahugmynd- ar undir handleiðslu ráðgjafa hjá Atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkurborgar. Á mánaðar- legu fundunum geta þátttakend- urnir borið saman bækur sínar og ýmsar stofnanir og félaga- samtök sem þjóna atvinnulífinu verða heimsótt.“ - Er námskeiðið opið öllum konum? „Skilyrði fyrir þátttöku er að hafa vel útfærða hugmynd að atvinnuskapandi verkefni eða stunda atvinnuskapandi rekstur. Hugmyndin eða reksturinn þurfa að falla að markmiðum nám- skeiðsins því námskeiðið er ekki ►Hulcla Ólafsdóttir er 43 ára. Hún varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1973 og útskrifaðist sem sjúkra- þjálfari frá sjúkraþjálfunarhá- skóla í Bergen í Noregi 1980. Hulda hefur starfað sem sjúkraþjálfari hjá Vinnueftir- liti ríkisins frá 1988 en áður var hún sjúkraþjálfari á Borg- arspítalanum og Droplaugar- stöðum. Hulda er varaborgar- fulltrúi fyrir R-listann og situr í atvinnumálanefnd, fræðslu- ráði og sljórn Vinnuskóla Reykjavíkur. Hún er gift Stef- áni Stefánssyni og eiga þau þijú börn. ætlað til hugmyndaleitar heldur til þess að vinna úr hugmyndum sem þátttakendur hafa. Töluverð vinna fylgir námskeiðinu og kon- urnar verða að vera tilbúnar til að geta eytt allt að 10 klukku- stundum á viku í verkefnið. Þátt- takendur verða að vera búsettir í Reykjavík eða stunda eigin at- vinnurekstur í borginni. Við reiknum með því að fá sterkar og reynslumiklar konur í gegnum námskeiðið sem eiga eftir að auka atvinnutækifæri í borginni. „Brautargengi - frá hugmynd til veruleika" er tilraunaverkefni og mjög mikilvægt að fá reynslu í gegnum þessar konur um hver eru helstu vandamál íslenskra kvenna sem eru að byggja upp fyrirtæki og reyna þá að læra af því og hvernig Reykjavíkur- borg getur komið til móts við þær.“ - Hvert eiga áhugasamar konur að snúa sér? „Þær konur sem hafa áhuga á að sækja um þátttöku í nám- skeiðinu, „Brautar- gengi - frá hugmynd til veruleilca“, geta nálgast umsóknar- eyðublöð á skrifstofu Atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkur- borgar í Aðalstræti 6. Guðbjörg Pétursdóttir hjá Iðntæknistofn- un er verkefnisstjóri námskeiðs- ins. og hún veitir allar nánari upplýsingar ásamt Ingibjörgu Tómasdóttur, ráðgjafa á At- vinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkurborgar. Þátttöku- gjaldið er 35 þúsund krónur sem greiðist við skráningu. Ráðgjöf, kennsla, námsgögn, matur og kaffi eru innifalin í gjaldinu." Eiga erfiðara uppdráttar í viðskiptum I í ) I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.