Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 21 LISTIR Sjónþing Brynhildar Þorgeirsdóttur Nýjar bækur SJÓNÞING Menningamiðstöðvar- innar Gerðubergs hefjast aftur að loknu sumarhléi á sunnudaginn, 8. september kl. 14. Þá mun skúlptúristinn og glerlistakonan Brynhildur Þorgeirsdóttir ræða um myndlist sína og sitja fyrir svörum. Á Sjónþingi Brynhildar gefst fólki kostur á að kynnast konunni á vakvið verkin, viðhorfum henn- ar, áhrifavöldum og lífshlaupi, seg- ir í kynningu. Jafnframt því sem sýndar verða litskyggnur úr ævi og störfum Brynhildar munu Auður Ólafsdóttir list- fræðingur og Svava Björns- dóttir skúlptúr- isti beina til hennar spurn- Brynhildur ingum. Þorgeirsdóttir Sjónþingi Brynhildar verður fylgt úr hlaði með tveimur sýning- um. Á fyrstu og annari hæð Menn- ingamiðstöðvarinnar Gerðubergs gefur að líta sýnishorn af ýmsu því sem hún hefur tekið sér fyrir hendur í gegnum tíðina. Eftir að. pallborðsumræðum lýkur verður opnuð sýning á nýjum verkum eft- ir hana á Sjónarhóli, Hverfisgötu 12, sem hlotið hefur heitið „Port- rett“. • ÚT ERU komnar bækurnar Líf- færaheiti (Nomina Anatomica), Vefjafræðiheiti (Nomina Histo- logica) og Fósturfræðiheiti (Nomina Embryologica). Bækurn- ar geyma nýjar íslenskar þýðingar á alþjóðlega orðaforðanum í líf- færafræði, vefjafræði og fóstur- fræði, en einnig fylgja tvær orða- skrár í stafrófsröð, annars vegar latnesk-íslensk og hins vegar ís- lensk-latnesk. „Orðasöfnin eiga erindi til heil- brigðisstétta og nema í heilbrigðis- vísindum, svo og allra þeirra sem vilja fjalla um þessi fræði á ís- lensku,“ segir í kynningu. Þýðingin er unnin af starfshópi á vegum Orðanefndar læknafélag- anna, en ritstjóri er Magnús Snæ- dal. I starfshópnum hafa setið læknarnir Orn Bjarnason, Jó- hann Heiðar Jóhannsson, Eyjólf- urÞ. Haraldsson og Guðjón S. Jóhannesson. Heimskringian, Háskólafor- lag Máls og menningar, gefur ritin útísamvinnu við Orðabók- arsjóð læknafélaganna. Erling- ur Páll Ingvarsson gerði kápur og um prentvinnslu sá Prent- smiðjan Grafík hf. Líffæraheiti, 480 bls., verðkr. 4.950. Vefja- fræðiheiti, 201 bls., verð kr. 3.950. Fósturfræðiheiti, 218 bls., verð kr. 3.950. LANGUR LAUGARDAGUR SMOHIJIFUR é æSnssfifie tMsfisnrfil í igMg Innanhúss- og skólaskór Indoor Forza Nr. 28 til 36 verö 1.990 Nr. 37 til 46 verð 2.490 Puma körfuboltaskór svartir meö púða Nr. 32 til 40 verð 3.990 Nr. 41 til 47 verð 4.990 Harsar npMNr af RNrittaskfra i útsölu • Glansbuxur með röndum • Barnastærðir verð 1.990 • Fullorðinsstærðir verð 2.490 • Smellubuxur í öllum stærðum Síðustu útsöludagar • íþróttagallar • útivistarjakkar • skór • bómullar- fatnaður • töskur o.fl. o.fl. SPORTVÖRUVERSLUNIN SPARTA LauðavúBl 49 • 101 RevkJavik • simi 5512024 Guðsteins Eyjólfssonar? Laugavegi 34, sími 551-4301 Þýsku ullarflauelsbuxurnar komnar ásamt miklu úrvali af peysum. Gæðavara á góðu verói. Full búð af glæsilegum haust og vetrarfatnaði á börn og fullorðna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.