Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ PÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 13 .. .. Morgunblaðið/Arnór TVO málverkanna, sem þeir bræður Gunnar Örn og Davíð Eyrbekk gáfu Gerðaskóla við skólasetninguna. Gerðaskóli settur Fékk 11 málverk að gjöf Garði - Gerðaskóli var settur sl. þriðjudag í samkomuhúsinu að samankomnu miklu fjölmenni. Um 240 nemendur verða í skól- anum í vetur en starfsmenn og kennarar eru 25. Við skólasetninguna nú gáfu bræðurnir Gunnar Örn Gunn- arsson og Davíð Eyrbekk skól- anum 11 málverk eftir hinn fyrrnefnda til minningar um ömmu sína Guðmundu Eggerts- dóttur eða Mundu í Höfn eins og hún var gjarnan kölluð, en þeir bræður ólust einmitt upp þjá ömmu sinni og hafa þeir bræður haldið mikilli tryggð við Garðinn síðan þrátt fyrir að þeir hafi ekki búið í bænum. Málverkin hafa nú þegar verið hengd upp í eldri hluta skólans en þau eru máluð á árunum 1993 og 1996 og eru mörg þeirra sérlega falleg að mati heimamanna. Skólastjóri Gerðaskóla er Jón Ögmundsson. Framhaldsskólinn á Húsavík settur Iðnnám þarf að efla samhliða stúdentsmenntun Húsavík - Framhaldsskólinn á Húsavík var settur við hátíð- lega athöfn 30. ágúst og verða nemendur hans í vetur 180, þar af 63 nýnemar, sem er óvenju stór hópur. Skólameistarinn, Guðmund- ur Birkir Þorkelsson, sagði að á komandi önn yrðu engar sér- greinar í iðnnámi kenndar vegna þess hve fáir velja slíkt nám. Hann benti nemendum á þá miklu möguleika sem áfangaskólar bjóða til að ljúka samhliða starfsnámi og stúd- entsprófi af bóknámsbraut og hvatti þá eindregið til að fara þá braut í námi sínu við skól- ann. í samtali við blaðamann lagði skólameistari þunga áherslu á að nú væri ekki hægt að ganga lengra í niður- skurði til menntamála. Hann taldi að ráðamenn nýttu sér samanburð við útlönd þegar það hentaði þeim en ef borið væri sam- an hlutfall framlags til menntamála á fjárlögum hér á landi við nálæg lönd þá sæist best hvílíkur regin- munur væri á afstöðu til mennta okkur í óhag. „Þessum árásum á menntunina í landinu verður að linna,“ sagði skólameistari að lokum og lagði áherslu á orð sin. Við skólasetninguna var vigt nýtt Morgunblaðið/Silli ÚTILISTAVERKIÐ Vorkoma eftir listamanninn Grím Marinó Stein- dórsson. útilistaverk eftir Grím Marinó Steindórsson. Verkið er úr steini og járni og nefnir listamaðurinn það Vorkomu. Því hefur verið valinn staður fyrir sunnan skólahúsið, gegnt anddyri þess og nýtur það sín vel bæði frá skólanum og götunni sem skólinn stendur við. Það er mál manna að vel hafi til tekst um valið á verkinu og það muni verða bæjar- prýði í þessum fallega bæ sem Hú- svíkingar eru mjög stoltir af. NÓATÚN Peking ond með kínvepsknm pönnukökum og Hoisin sósu FUGLAVQSLA pakkinn 360 gr. AndabPinga í appelsínusósu pakkinn dSn nn holoa folkúnalæpi 595.* 'únaleggip tokg. naikunavængir éÍQllS*1* Verslanir Nóatúns eru opnartil kl. 21, öll kvöld NÓATÚIN NÓATÚN117 • ROFABÆ 39 • LAUGAVEG1116 • HAMRABORG 14 KÓP. • FURUBORG 3, KÓP. • ÞVERHOLTI 6, MOS. • JL-HÚSIVESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.