Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 25 Breskur háskólakór í Islandsferð CLARE College Chapel Choir. BRESKI háskólakórinn Clare Coll- ege Chapel Choir frá Cambridge í Englandi verður í heimsókn hér á Islandi um helgina. Kórinn hefur í þau 25 ár sem hann hefur starfað, hlotið fjölda viðurkenninga og er í dag talinn einn fremsti háskólakap- ellukór Breta. Stjórnandi kórsins er Timothy Brown. Hér á landi kemur kórinn fram á þrennum tónleikum. Laugardaginn 7. september syngur hann í Skálholtskirkju kl. 17, í Hall- grímskirkju heldur hann tónleika sunnudagskvöldið 8. september og eru þeir tónleikar í tengslum við tónleikaröðina „Sumarkvöld við org- elið“ og mánudaginn 9. september syngur kórinn í nýju kirkjunni í Reykholti og verða það fyrstu kór- tónleikarnir sem þar verða haldnir. í kynningu segir að á efnisskrá kórsins séu kirkjuleg verk og kenni þar ýmissa grasa. A tónleikunum í Skálholti og í Reykholti flytur kór- inn eingöngu kórverk án undirleiks. Annars vegar eru það verk frá end- urreisnar- og barokktímabilunum eftir höfunda eins og Palestrina, Gesualdo, Morley og Tallis og hins vegar bresk kórtóniist frá 19. og 20. öld eftir Stanford, Ramsey, Parry og V. Williams. í Hallgríms- kirkju flytur kórinn m.a. Festival Te Deum eftir Benjamin Britte, I was glad eftir C. Hubert Parry, Bach-mótettuna Komm, Jesu, komm og fjóra negrasálma úr A Child of our Time eftitr Michael Tippett. Organistinn Jonathan Brown leikur með kórnum á tónleik- unum í Hallgrímskirkju. Clare College Chapel Choir var stofnaður við háskólakapellu Clare College í Cambridge árið 1971. í kórnum eru að jafnaði 8 sópranar, íjórir altar, fjórir tenóar og sex bassar og eru söngvararnir allir nemendur við Clare College. Aðal- verkefni kórsins er að syngja í þrem- ur kórmessum á viku meðan háskól- inn starfar en auk kemur kórinn reglulega fram á tónleikum, bæði heima og erlendis auk þess sem hann tekur þátt í kórkvöldsöng á þriðju rás BBC. Kórinn hefur komið fram á fjölda tónlistarhátíða, t.d. Mozart-hátíð- inni í Cambridge 1991 og Handel- hátíðinni í Karlsruhe 1993, hefur farið í þrjár tónleikaferðir um Bandaríkin og heimsótti Rússland í september árið 1991. Söngur kórsins hefur verið hljóð- ritaður og þá sérstaklega af útgáfu- fyrirtækjunum Meridian og Gamut en einnig fyrir Harmonia Mundi og EMI. Fyrir jólin 1994 kom út jóla- diskurinn Hodie með söng kórsins en hann hlaut sérstaka viðurkenn- ingu tónlistartímaritsins Grammo- phone og á þessu ári er kominn út diskur með mótettum Palestrina og messu hans Assumpta est Maria. Þá eru fyrirliggjandi útgáfur á mót- ettum eftir Bach-fjölskylduna og upptaka á jólalögum fyrir hollenska ríkisútvarpið. á réuu vierði' Kr. 115.S0D Trusi Psntmm too 8 MB minni - l GB diskur 5 hraöa geislaspilari 16 bita 3D hljóðkort - 15 W hátalarar FM-stereo útvarpskort - Megapak 3 11 ....... “ ei pú haupir tfimti gemr canonBJC-2io HDÍÍIf] lilaprentarann á Iráhæru Uta-bleksprautuprentari 360 dpi upplausn Arkamatari fyrir i oo blöó n Glidlr aðelns el Heypt er löiuai Uiitu homa í MM Grand Prix 2 leikurinn er á tilboösverói: aðeins hr. 3.700 TfilHUKJÖR FAKflFEM 5 SIBII533 2323 FAH 533 2329 Mljir@ltt.lS - Ifiluutierslun helniillsins! - kjarni málsins! V k NOATUN Beint af lialfi- Lambakiirt at nýslátruöu, olrostð 1/1 og 1/2 skrokkar jStúSeg^Sott_ RÐEINS pp. kg. Verslanir Nóatúns eru opnartil kl. 21, öll kvöld NOATUN NÓATÚN117 • ROFABÆ 39 • LAUGAVEG1116 • HAMRABORG 14 KÓP. • FURUBORG 3, KÓP. ÞVERHOLTI 6, MOS. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT Á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.