Morgunblaðið - 06.09.1996, Side 15

Morgunblaðið - 06.09.1996, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 6. SEFTEMBER 1996 15 Frakkland Skatta- lækkanir framundan París. Reutcr. ALAIN Juppé, forsætisráðherra Frakklands, vonast til að geta leitt land sitt út úr efnahagsstöðnun og bágu atvinnuástandi með áætlunum um að lækka tekjuskatt á næstu fímm árum. Samstarfsmenn ráðherr- ans upplýstu þetta í gær. Frá því stjórn Juppés tók við emb- ætti í maí á síðasta ári, hafa skatt- tekjur ríkissjóðs hækkað um sem nemur 120 milljörðum franka, um 1560 milljörðum króna. Francois Leotard, formaður UDF, sem er minni flokkurinn í stjórnarsamstarfi hægrimanna, sagði eftir fund með Juppé í gær, að skattalækkanir væru áætlaðar, sem myndu lækka skatt- byrðina um sem næmi 75 milljörðum franka á næstu 5 árum. Mikið er í húfí fyrir ríkisstjórnina að lægja óánægju, sem kraumar sér- staklega meðal verkalýðsfélaga. -----♦ 4------ Hagvöxtur eykst í Þýzka- landi Bonn. Reuter. HAGVÖXTUR í Þýzkalandi tók meiri kipp til hins betra á öðrum ársfjórð- ungi í ár en gert hafði verið ráð fyr- ir, samkvæmt hagtölum sem birtar voru í gær. Nokkrum skugga á þessa jákvæðu þróun vörpuðu þó nýjustu atvinnuleysistöiur. Verg þjóðarframleiðsla á mann jókst um 1,5 af hundraði frá fyrsta ársfjórðungi og um 1,2% frá sama tímabili í fyrra. Atvinnulausum fjölg- aði um 14.000 í mánuðinum, sem færði heildartölu atvinnulausra í rétt tæpar fjórar milljónir, eða 10,3 af hundraði atvinnufærra manna. Myndir víxluðust ÞAU mistök urðu við vinnslu við- skiptablaðs í gær að tvær myndir af nýjum útibússtjórum Landsbank- ans víxluðust, þeim Ægi Einarssyni Hafberg og Friðgeiri Magna Bald- urssyni. Myndirnar af þeim tveimur birtast því hér að nýju ásamt viðeig- andi texta um leið og beðist er vel- virðingar á þessu. • FRIÐGEIR Magni Baldursson hefur verið ráðinn útibússtóri Landsbanka ís- lands í Grindavík frá 1. september 1996. Hann er fæddur 30. maí 1954 og tók BS gráðu í rekstrar- hagfræði við há- skólann í Stokk- hólmi 1990 og hefur starfað sem sérfræðingur i fyrirtækjavið- skiptum Landsbankans frá 1. mars sama ár. Eiginkona Friðgeirs er Björg Pétursdóttir mannvirkja- jarðfræðingur og kennari við MR. Þau eiga fimm börn. • ÆGIR Einarsson Hafberg, við- skiptafræðingur, hefur verið ráðinn útibússtjóri Landsbanka ís- lands í Þorláks- höfn frá 1. októ- ber 1996. Hann er fæddur 24. janúar 1951 og var starfsmaður Iðnaðarbanka íslands árin 1976-1980 og hefur síðan verið sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Onund- arfjarðar á Flateyri. Eiginkona Ægis er Margrét Thorarensen og eiga þau tvö börn. Ægir Friðgeir Magni Fækkun norrænna og þýskra ferðamanna ERLENDUM ferðamönnum frá hin- um Norðurlöndunum og Þýskalandi hefur fækkað en Hollendingum og Frökkum fjölgaði fyrstu átta mánuði ársins. Ferðamönnum sem komu til landsins í ágúst fjölgaði um 11% frá sama tímabili í fyrra. Fyrstu átta mánuði ársins hefur ferðamönnum Qölgað um 7,2% frá fyrra ári. Magnús Oddsson, ferðamálastjóri, segir að það valdi áhyggjum að eng- in fjölgun er á ferðamönnum frá hinum Norðuriöndunum og Þýska- landi. „Helmingurinn af ferðamönn- um sem hingað hafa komið undanf- arin ár eru frá þessum svæðum og þeir hafa skilað meiru en helming teknanna. Því verðum við að skoða ástæðurnar fyrir þessari breytingu sem geta verið ýmsar, s.s. veðurfar á sölusvæðum og verra efnahags- ástand í Þýskalandi í ár. Aftur á móti ber að fagna fjölgun ferða- manna frá öðrum svæðum sem ger- ir heildaraukninguna nálægt því sem menn höfðu reiknað með. Enn er beðið upplýsinga um tekjur af þess- um gestum sem skiptir höfuðmáli.“ Dagsferðir erlendra ferðamanna hingað til lands eru ekki lengur tald- ar með í komutölum en voru það á síðasta ári. Erlendir ferðamenn í janúar - ágúst 1996 Breyt. frá 1. Þýskaland 29.795 19,0 ■2,2% 2. Bandaríkin 22.247 14,2 +8,5% 3.Danmörk 16.357 10,4 ■2,0% 4. Bretland 15.852 10,1 +33,8% 5. Svíþjóð 14.102 9,0 +1,3% 6ÉNoregur 10.792 6,9 +7,5% 7. Frakkland 9.726 6,2 +15,7% 8. Holland 5.941 3,8 +26,6% 9. Finnland 3.089 2,0 ■6,0% 10. Japan 1.907 1,2 ■4,1% Önnur 27.106 17,3 +10,4% Samtals 156.914 1 00,0 Komur erlendra ferðamanna til landsins frá 1986 200 þús. — —-- 140 120 100 86 87 BÉg búta tölvuna upp og sé: StartingWindows '95“ „Ég lóda af sidínum" „Ég skoða fólderana á desktoppmmf „Ég kveiki á módeminu og skoða ímeilinn“ „Ég starta prógramminu og opna dokkjúmentin" „Ég kötta, kópera og peista inn í vördprósessorinn" „Ég nota körsorinn til að velja fontinn“ „Ég bólda áhersluatriðin og dílíta öpperkeisunum“ „Égnotaspredshít" „Égvel settíngs" „Ég formattera diskettuna" „Ég seiva felinn áður en ég kvitta" „Ég vel print“ „Ég dobbúlklikka með músinni á takkaná' „Égopnadatabeisinn" „Ef tölvan krassar þarf ég að ríbúta" „Ég skrolla gluggunum “ „Ég nota tommumerki f") - alltaf uppi“ „Égexitaíprógramminu“ „Ég nota Ísl-ENSKU á PC-tölvuna mína...“ ■* „Ég rsesi tölvuna og sé: Macintosh heilsar“ „Ég hleð inn af geisladiskinum11 *- „Ég skoða möppumar á skjáborðinu“ ■> „Ég kveiki á mótaldinu og skoða tölvupóstinri' > „Ég ræsi forritið og opna skjölin“ > „Ég klippi, afrita og lími inn í ritvinnsluna" > „Ég nota bendilinn til að velja leturgerðiná' ♦ „Ég feitletra áhersluatriðin og eyði hástöfúnum" ■*■ „Ég nota töflureikni" > „Égveluppsetningar“ ■* „Ég forsníð diskinn" > „Ég vista skjalið áður en ég hætti“ > „Égvelprenta“ „Ég tvísmelli með músinni á hnappana“ -* „Égopnagagnagrunninn“ ■* „Ef tölvan frýs þarf ég að endurræsa hana“ -* „Égskrunagluggunum11 -* „Ég nota gæsalappir, („ “) fyrst niðri - svo uppi“ -* „Éghættiíforritinu“ -* „Eg nota ISLENSKU á Macintosh-tölvuna mína...“ Allt frá árinu 1984 heíur verið unnið ötullega að íslenskun kerfishugbúnaðar Macintosh-tölvanna og að auki hefur verið hægt að fá hugbúnað í þær á íslensku. Þess vegna hefur fjöldi íslendinga alist upp við að nota tölvu með íslensku vinnuumhverfi. Kröfuna um að læra á tölvur með íslensku stýrikerfi og hugbúnaði ætti ekki að þurfa að ræða. Foreldrar og uppalendur vita hversu mikilvægt það er að halda réttu íslensku máli að bömum. ftess vegna er það ekki aðeins réttlát krafa, heldur sjálfsögð mannréttindi íslendinga að nota íslensku í öllu grunnskólanámi sínu. I Macintosh-tölvumar má fá ritvinnsluforrit, gagnagrunn, töfiureikni, kennsluhugbúnað ogýmislegt annað, sem að sjálfsögðu er allt á íslensku. Apple-umboðið Skipholti 21,105 Reykjavlk, slmi: 511 5111 Heimasiöa: http://www.apple.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.