Morgunblaðið - 21.09.1996, Síða 8

Morgunblaðið - 21.09.1996, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hjartaskurðaðgerðir á börnum Góð reynsla af aðgerðum hérlendis ÍSLENZK börn með alvarlega meðfædda hjartagalla hafa á síð- astliðnum 30 árum gengizt undir hjartaskurðaðgerðir erlendis. Það var fyrst á árinu 1990, sem fram- kvæmd var aðgerð á kornabarni hérlendis, sem ella hefði þurft að fara til aðgerðar erlendis. Aðgerð- ir vegna hjartagalla hafa þó verið gerðar hér stopuit allt frá árinu 1977. Á tímabilinu 1990-1995 voru 26 börn og unglingar á aldr- inum frá þremur dögum til 18 ára skorin upp vegna hjartagalla á Landspítalanum. Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði Læknablaðsins, og full- yrða höfundar greinarinnar, Gunniaugur Sigfússon, Hróðmar Heigason og Bjarni Torfason, að árangurinn sé góður af hériendu aðgerðunum og fyllilega sam- bærilegur við það sem gerist er- lendis. Á undanförnum árum hafa átt sér stað stórstígar framfarir í meðferð á meðfæddum hjartagöli- um hjá börnum. Horfur barna með algengar tegundir hjartagalla eru nú góðar og viðunandi árangur skurðaðgerða hefur náðst við leið- réttingu flestra meðfæddra hjarta- galla. „Þessar framfarir má meðal annars rekja til bættrar greiningar á hjartagöllum, þróunar nýrrar skurðaðgerðartækni og framfara í gjörgæzlumeðferð eftir aðgerð,“ segir í greininni. Hérlendis fæðast árlega um 30-40 börn með hjartagalla. Af þeim er gert ráð fyrir að 20-25 þarfnist hjartaskurðaðgerðar. Flestar þessar aðgerðir á nú, að mati höfundanna, að vera hægt að framkvæma hérlendis, en sum- ar séu þó það flóknar, að þær verði varla gerðar nema á fáum sérhæfðum stofnunum erlendis. Höfundarnir álykta að lokum: „Líkur benda til að hagkvæmni starfsemi af þessu tagi sé mikil hér á landi og að slík starfsemi auki öryggi íslenzkra barna með meðfædda hjartagalla.“ Ríkið seldi eignir fyrir 155 milljón- ir 1995 RÍKISSJÓÐUR aflaði rúmlega 155 milljóna króna með sölu eigna á seinasta ári samanborið við 139 millj. kr. vegna eignasölu á árinu 1994. Ríkið seldi ýmsar fasteignir fyrir 86 millj. kr. og sala eignar- hluta í fyrirtækjum skilaði ríkis- sjóði 53 millj. kr., samkvæmt ríkis- reikningi fyrir árið 1995. Stærsta einstaka salan á sein- asta ári var sala hlutabréfa í Lyfjaverslun íslands hf. sem skil- aði ríkissjóði 51 millj. kr. á árinu. Skrifstofuhúsnæði sendiráðsins í Washington var selt fyrir 31,7 millj. kr. og sala Tinda á Kjalar- nesi skilaði 10,7 miilj. kr. í ríkis- sjóð. Þá seldi ríkið nokkra dýra- iæknisbústaði og aðrar íbúðar- eignir skv. ríkisreikningi ársins fyrir lægri upphæðir. SÍF opnar verksmiðju í Jonzac Þorsteinn Pálsson ræddi við Juppé ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra átti í gær fund með Alain Juppé, forsætisráðherra Frakklands, sem jafnframt er borgarstjóri Bordeaux. Tilefnið var opnun verksmiðju Sölusambands íslenskra sjávarafurða í Jonzac skammt utan Bordeaux. Verksmiðjan verður formlega opnuð í dag en hún hefur verið endurbyggð af SÍF. „Ég átti stuttan fund með að- stoðarborgarstjóra Bordeaux og Alain Juppé forsætisráðherra sem er borgarstjóri hér í Bordeaux. Það voru mjög ánægjuleg samtöl sem við áttum og þeir sýndu mikinn áhuga á þessari samvinnu og því sem Islendingar eru að gera hér,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að fundurinn með Juppé hefði komið óvænt upp og þeir hefðu fyrst og fremst rætt um verkefni SÍF í Frakklandi. Einnig ræddu þeir almennt um samskipti íslands og Frakklands. „Það er mjög áhugavert þegar fyrirtæki eins og SÍF fjárfesta hér í fullkominni verksmiðju og vinna fisk sem keyptur er, ekki aðeins frá íslandi, heldur hvaðanæva að. Þannig styrkir fyrirtækið stöðu íslands í heimsverslun með físk. Það er mjög áhugavert þegar okk- ar fyrirtæki sýna slíkt frum- kvæði,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að gömui hefð væri fyrir fiskvinnslu á þessum slóðum og Alain Juppé hefði verið mjög umhugað um að efla fískvinnslu þar. Rarnablað á afmæli Æskan síung í eina öld Karl Helgason Barnablaðið Æskan hefur bráðum verið gefið út í heiia öld. Utgefandi hefur alla tíð verið Stórstúka íslands og kom fyrsta blaðið út 5. október 1897. Kápa þess hangir á vegg inni á skrif- stofu Karls Helgasonar, núverandi ritstjóra. Þar segir í ávarpi Sig- urðar Júlíusar Jóhannes- sonar, fyrsta ritstjóra Æskunnar og síðar læknis og skálds í Kanada: „Sendum vér svo fyrsta blað Æskunnar með bestu kveðjum til allra barna og innilegri ósk um að það geti orðið þeim til góðs og gamans.“ „Þetta hefur verið keppikefli allra ritstjóra síðan - að blaðið sé bæði þroskandi og til gamans fyrir les- endur,“ segir Karl þegar hann er tekinn tali í tilefni af þeim tíma- mótum sem eru í aðsigi. Hver hefur þróunin verið á þessum hartnær hundrað árum? „Efnið hefur smám saman tek- ið miklum breytingum. Þetta var lítill ijórblöðungur til að bytja með, en fljótlega var farið að nota liti í blaðið. Síðan hefur þeirri stefnu verið fylgt að beita jafnan bestu tækni sem völ er á við prent- vinnsluna. Áður fyrr var Æskan kölluð barnablað með myndum. Þá var börnum mikið nýnæmi að því að sjá prentaðar myndir og mikið snerist um að birta myndir og skýringartexta með. Efnið í biað- inu var aðallega framhaldssögur, stuttar frásagnir og ljóð og samdi Sigurður sjálfur ljóð og sögur auk þess að þýða í blaðið. Sagna og ljóða gætir ennþá í blaðinu, enda hefur alltaf verið reynt að hafa það sem fjölbreytt- ast. Framhaldssögur hafa þó ekki verið undanfarið. Blaðið kemur út níu sinnum á ári og eflaust þætti mörgum biðin löng eftir framhaldi. Við erum þó með teiknimyndasögur sem fram- haldsefni." Hefur samkeppnin harðnað? „Breytingarnar hafa verið miklar og fjöldamargt er komið til sögunnar sem kallar á athygli barna og unglinga. Æskan og ABC, eins og blaðið heitir núna, er eina íslenska blaðið sem höfðar bæði til barna og unglinga og er því lesið af þorra grunnskóla- nema. Við stöndum vel að vígi því að foreldrar gera sér grein fyrir hve mikilvægt er að örva lestraráhuga barna sinna með áskrift að eigin blaði. Um árin hafa jafnan verið gef- in út tvö eða fleiri barnablöð. Síð- ast var Æskan í samkeppni við ABC, sem var fyrst gefið út árið 1979. Árið 1994 var okkur hins vegar boðið það til kaups og frá ársbyijun 1995 hefur þetta verið eitt og sama blaðið og nefnst Æskan og ABC.“ Hvað er vinsælasta efnið í blað- inu? „Við könnuðum fyrir tveimur árum hvað lesendum þætti um efni blaðsins. Þá kom í ljós að teiknimyndasagan um Evu og Adam var vinsælust og það virð- ist ljóst af bréfum að svo er enn. Viðtöl við þekkt fólk, teikni- myndasagan um Bert, þrautir og skrýtlur koma þétt á eftir og þátt- ur sem við nefnum í mörgum ► Karl Helgason fæddist 30. nóvember 1946 og útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akur- eyri 1966. Hann lauk lögfræði- prófi við Háskóla Islands 1972. Þá starfaði hann sem fulltrúi hjá sýslumanninum í Húnavatnssýslu í 5 ár, fluttist svo suður og var fulltrúi hjá Áfengisvarnaráði í önnur 5 ár. Árið 1982 hóf hann störf hjá Æskunni og hefur verið ritstjóri og annast útgáfu bóka frá 1985. Fyrstu fjögur árin ritstýrði Eðvarð Ingólfs- son blaðinu með honum. Eftir Karl hafa komið út þijár barnabækur. Sagan „I pokahorninu" hlaut Islensku barnabókaverðlaunin. Hann er kvæntiir Sigur- borgu Bragadóttur kennara og eiga þau þrjú börn. myndum. Þar birtum við myndir af ýmsu þekktu fólki frá barns- aldri. Þátturinn Heilsuefling í umsjón Magnúsar Schevings var mjög vinsæll í þessari könnun að ógleymdum Æskuvandanum og Æskupóstinum.“ Ertu ekki búinn að telja upp allt efni blaðsins? „Nei, efni blaðsins er fjölbreytt- ara en svo. í sjötta tölublaðinu sem kom út í byijun þessa mánað- ar eru t.d. viðtöl við Kristínu Rós Hákonardóttur ólympíumeistara og heimsmeistara í sundi í flokki fatlaðra, unga íslandsmeistara í dansi og stúlku sem dvelst með ijolskyldu sinni í Flórída og fékk hetjuverðlaun í skólan- um sínum. Einnig er sagt frá Damon Albarn í Blur og Jarvis Cocker í Pulp. Fáið þið góð viðbrögð frá les- endum? „Við fáum mjög mörg lesendabréf þar sem beðið er um veggmyndir, frásagnir af þekktu fóiki eða ýmiskonar upplýsingar. Ég er ein- mitt að ganga frá póstinum og þar langar m.a. unga stúlku tii að vita hvað þurfi til að verða geimfari, norðlensk stúika lýsir ástarenglunum sínum þremur og Ungfrú hryssa og Ungfrú kanína segjast vera miklir dýravinir og óska eftir meira efni í þeim dúr.“ Verður mikið um pomp og prakt á aldarafmælinu? „Það stendur mikið til. Við verðum áreiðanlega með viðburði allt árið sem ná hámarki í veg- legri afmælishátíð." Keppikefli að blaðið sé þroskandiog til gamans

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.