Morgunblaðið - 21.09.1996, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 13
Morgunblaðið/Sturla P. Sturluson
GUÐMUNDUR A. Guðnason, Gróa Guðnadóttir, Hlöðver Kjartansson og Sveinbjörg Hermannsdótt-
ir við lónið í Botni. Kransinn og jarðgangamunninn í baksýn.
Blómakransi fleytt til minn-
ingar um horfna laxveiði
Suðureyri - Níu systkini ættuð úr
Botni í Súgandafirði stóðu fyrir
allsérstæðri uppákomu á lóninu í
botni Súgandafjarðar sama dag
og jarðgöngin undir Botns- og
Breiðadalsheiði voru opnuð. Við
athöfn var veglegum blómakransi
fleytt út á lónið til minningar um
horfna laxa og laxarækt í Botnsá
og Botnslóni.
Hlöðver Kjartansson, lögfræð-
ingur, var einn þeirra sem sá um
kransafleytinguna og sagði hann
það enga tiiviljun að þessi dagur
hafi orðið fyrir valinu til kransa-
fleytingar því orsaka þess að
Botnsá og Botnslón séu nú alger-
lega lífvana megi rekja til upp-
hafs jarðgangagerðarinnar í
Botnsdal.
Bæði gleði og sorg
„Við gleðjumst og fögnum inni-
lega opnun jarðganganna eins og
aðrir hér á svæðinu, en erum jafn-
framt hrygg og ieið yfir þeirri
eyðileggingu sem unnin var á 30
ára laxaræktunarstarfi systkin-
anna í Botni og afkomenda þeirra.
Forsaga málsins er sú að börn
Albertínu og Guðna úr Botni
ásamt fjölskyldum þeirra höfðu í
þrjátíu ár unnið að ræktun árinn-
ar og lónsins í Botni og lagt í það
mikla vinnu og erfiði.
Sumar eftir sumar hafa þau
systkinin sem ekki eru búsett á
Suðureyri komið vestur í gamla
bæinn í Botni, sem nú er notaður
sem sumarhús, og unnið sameig-
inlega að uppbyggingu ræktun-
arstarfsins í ánni og lóninu enda
um mikið áhuga- og hugsjóna-
starf að ræða. Það var svo 4. sept-
ember 1991 þegar áin og lónið
voru full af laxi sem ósköpin
dundu yfir. Undirverktaki sem
vann við jarðgangamunnann í
Botnsdal ruddi þá út í ána miklu
magni af aur, leðju, torfi og
grjóti. Afleiðingarnar voru
hörmulegar því laxinn drapst að
hluta til á svæðinu og flaut upp,
en annar forðaði sér. A þeim fjór-
um árum sem siðan eru liðin hef-
ur enginn lax gengið á svæðið
enda botn árinnar og Iónsins að
stórum hluta þakinn leir.
Ekki bætt tilfinningalegt tjón
„Vegagerðin hefur með sem-
ingi fallist á ábyrgðarþátt sinn
vegna þessa tjóns sem orðið er í
ánni og lóninu og hefur greitt
fyrir það einhverjar bætur. Hún
hefur hins vegar ekki viljað taka
neitt tillit til þess mikla tilfinn-
ingalega tjóns sem búið er að
valda þeim er að uppbyggingu
laxaræktarinnar stóðu. „Hér áður
fyrr var það á hverju vori stór
hópur ættarinnar sem beið þess
með óþreyju að komast vestur í
laxaræktina. Þá var iðandi mann-
líf í gamla bænum í Botni og bros
á hverri vör. Nú finnst þessu sama
fólki lítið í að sækja hér fyrir
vestan og þeir fáu sem enn koma
vestur af gömlum vana horfa nú
með söknuði yfir leirugar og líf-
vana tjarnirnar og ylja sér við
minninguna um gljáfagran laxinn
stökkvandi í lóninu í kvöldkyrrð-
inni. Það er þessara gömlu góðu
daga sem við erum að minnast
með því að fleyta kransi á Iónið,“
sagði Hlöðver Kjartansson að lok-
um.
Fjölmenni
við útför
Ásólfs
Pálssonar
Eystra-Geldingaholti - Útför
Asólfs Pálssonar, bónda á Asólfs-
stöðum í Þjórsárdal, var gerð frá
Stóra-Núpskirkju laugardaginn 14.
september að viðstöddu fjölmenni.
Sóknarpresturinn, sr. Axel Árna-
son, flutti ritningarorð og jarðsöng.
Sr. Sigfinnur Þorleifsson flutti minn-
ingarræðu en hann var sóknai-prest-
ur hér um áratug. Þá sat Ásólfur
reyndar í sóknarnefnd. Söngfélag
Stóra-Núpskirkju söng og organisti
var Þorbjörg Jóhannsdóttir, en Ásólf-
ur söng í kirkjukórnum í áratugi,
enda söngmaður góður og hafði yndi
af söng. Frændi Ásólfs, Stefán Guð-
mundsson frá Ásum, og kona hans,
Katrín Sigurðardóttir, sungu ein-
söng.
Að jarðarför lokinni var erfi-
drykkja í félagsheimilinu Árnesi. 011
var athöfnin einkar hátíðleg og hlý-
leg og í anda Ásólfs. Það fór ekki
framhjá þeim er viðstaddir voru að
hér var kvaddur einstakur maður.
Ásólfur á Ásólfsstöðum var bjartsýnn
hugsjónamaður, afar vinsæll og er
sárt saknað af öllum þeim er hann
þekktu.
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
ANNA Margrét Sigurðardóttir, lyfjafræðingur, ásamt eigin-
manni sínum Gunnþóri Ingvasyni.
Nýr apótekari tekur
við á Seyðisfírði
Seyðisfirði - Nýr apótekari hefur
nú tekið við rekstri Apóteks Aust-
urlands.
Nýi apótekarinn heitir Anna
Margrét Sigurðardóttir og er lylQa-
fræðingur að mennt. Hún útskrif-
aðist úr Háskóla íslands árið 1992.
Að loknu náminu starfaði hún hjá
Háskóla íslands en síðan hjá
Omega Farma.
Anna er kvænt Gunnþóri Ingva-
syni og eiga þau tvö börn.
Bæjarbúar buðu nýju íbúana
velkomna með miklu blómahafi.
Að sögn Önnu er engra sérstakra
breytinga að vænta í rekstrinum.
Áfram verður leitast við að veita
bæjarbúum góða þjónustu eins og
fráfarandi apótekari Þorgils Bald-
ursson hefur gert fram að þessu.
Hundmða
þúsunda
rúmmetra
berghmn
Egilsstöðum - Berghrun hefur
orðið í svokallaðri Gripdeild rétt
fyrir utan Ós í Hjaltastaðaþing-
há. Ekki er vitað með vissu hve-
nær hrundi en menn urðu þess
ekki varir fyrr en nýverið. Talið
er að hrunið hafi í kjölfar rign-
inga um verslunarmannahelgi en
það eru einu stórrigningarnar
sem hafa verið á Austurlandi í
sumar.
Morgunblaðið/Þórhallur Þorsteinsson
Kolapo
Spennandi markaðstorg allar helgar
Q Lcdarflíkar ú 500 kr stk
k 1200 leðurflíkur seldar á einstöku verði
Ungmennahreyfmg Rauða Krossins býður þessa helgi upp á 1200 notaðar
leður- og skinnflíkur á aðeins 500 kr. stk. !!! Jakkar, buxur, vesti, kápur.
frakkar, húfur, pils, kjólar o.fl. o.fl. Allt á að seljas
Q Fazreyjar-Vestmannaeyjar
I ■ Færeysk Knetti og reyktur Vestmanneyjalundi
Henry úr Vestmannaeyjum byrjaði síðustu helgi og sló í gegn með
frábærum matvælum sem hann vinnur sjálíúr. Þessa helgi býður hann upp
á færeysk Rnetti, steiktar fiskibollur, sólþurrkaðan saltfisk, fiskbökur,
reyktan Lunda og nýjar Lundabringur. Allt sannkallað sælgæti - og
Q Úrval af QÓðu saltkjöti
É ■ Hrossasaikjöt, dilkasaltkjöt og folaldasaltkjöt
Benni er með hrossasaltkjöt, dilkasaltkjöt og folaldasaltkjöt á úrvalsverði
um helgina. Einnig heimsfrægu hangilærin og áleggið góða. Hann er líka
með ostafyllta lambaframparta, gómsæta hangibögglana og úrval af annari
kjötvöru á sannkölluðu kolaportsverði.
Sprengitilbod á ýsuflökam
Kaupir eitt kg af ýsuflökumog færð annað ókeypis
Um helgina er boðið upp á ýsuflök á algjöru sprengitilboði (þú kaupir eitt
kg af ýsuflökum og færð annað ókeypis). Fiskbúðin okkar er líka með
kæsta og saltaða skötu, fiskibökur, fiskrétti, fiskborgara, glænýja stórlúðu,
nýja Rauðsprettu, glænýjan lax og mikið úrval af öðrum fiski.
IFA'PORTSINS
Opnar eftir aSra helgi
Frábœrt tœkifœrl
> til að selja nýja
vöru eða losa sig
við gamla
vörulagerinn!
STORKOSTLEG
ín.nns'S’cSD
RISAE PLUSYNílNG
VEROUR OPNUO
UM HELGINA
_
Athugið að
fyrirtœklð
Oravíddir
er með
sérstakan
aðgangseyri
að sýningu þessari.
KOLAPORTIÐ
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 11-17