Morgunblaðið - 21.09.1996, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
h
VIÐSKIPTI
Í
Mikill vöxtur í út-
flutningi hugbúnaðar
Flutt út
fyrir
tæpan
milljarð
ÁÆTLAÐ er að útflutningsverð-
mæti íslensks hugbúnaðar hafi
numið um 800-1.000 milljónum
króna á síðasta ári. Þessi útflutn-
ingsgrein hefur vaxið hratt á örfá-
um árum, en útflutningsverðmæti
hugbúnaðar nam einungis um 4
milljónum á árinu 1991. íslensk
fyrirtæki hafa haslað sér völl víða
um heim og á mismunandi sviðum
t.d. með vírusleitarbúnað, bókhald-
skerfi og stýrikerfi fyrir sjávarút-
veg.
Að_ sögn Þórarins _Stefánssonar
hjá Útflutningsráði Islands liggja
nú fyrir staðfestar upplýsingar um
útflutning á hugbúnaði á síðasta
ári fyrir um 600 milljónir króna.
Hins vegar vantar upplýsingar frá
nokkrum aðilum sem vitað er að
hafa náð talsverðum árangri á
þessu sviði. „Það er óhætt að áætla
að útflutningurinn hafi verið á bil-
inu 800-1.000 milljónir," sagði Þór-
arinn.
Sérstök könnun á útflutningi
hugbúnaðar var gerð nýlega í
tengslum við útgáfu sérstaks upp-
lýsingarits um íslensk tölvu- og
hugbúnaðarfyrirtæki „Directory
for information and communication
Technology". Við skráningu í ritið
var óskað eftir upplýsingum frá
fyrirtækjunum um veltu og útflutn-
ing. Að þessari útgáfu standa auk
Útflutningsráðs, Aflvaki hf., Rann-
sóknarþjónusta Háskólans, Pjár-
festingarskrifstofa íslands, Samtök
iðnaðarins og Samtök hugbúnaðar-
fyrirtækja.
Góður vöxtur á þessu ári
Varðandi útflutning hugbúnaðar
á þessu ári sagði Þórarinn að eng-
ar tölur væru fyrirliggjandi ennþá,
en vitað væri að vöxturinn hefði
verið mjög góður. Búið væri að
senda út fyrirspurnir til fyrirtækj-
anna og yrði væntanlega greint frá
áætluðum útflutningi hugbúnaðar
á þessu ári á morgunverðarfundi
ráðsins sem haldinn verður á
þriðjudag.
Á fundinum verður einkum fjall-
að um þátttöku í hugbúnaðarsýn-
ingunni Cebit í Þýskalandi. Sjö
íslensk hugbúnaðarfyrirtæki tóku
þátt í Cebit-sýningunni í fyrsta
skipti á sl. ári í sérstökum þjóðar-
bás sem var skipulagður af Út-
flutningsráði. Fyrirtækin nutu
jafnframt styrks frá Iðnlánasjóði
vegna þátttökunnar. Fundur Út-
flutningsráðs verður haldinn á
Hótel Sögu þriðjudaginn 24. sept-
ember kl. 8.
Mikil ávöxtun hjá hluthöfum í Hraðfrystihúsi EskiQarðar hf.
Hraðfrystihús Eskifjarðar hf.
Gengi hlutabréfa frá l.sept. 1995 til 19.sept. 1996
1. okt. 1. des.
1995
1. feb. 1. apr. 1. jún. 1. ág. 19. sept.
1996
Bréfin hafa
6,5-faldast í
verði á einu ári
l
HLUTABRÉF í Hraðfrystihúsi Eski-
ijarðar hf. hækkuðu um 5% á
fimmtudag þegar fyrirtækið birti
upplýsingar um afkomu sína fyrstu
átta mánuði ársins. Þá kom fram
að endanlegur hagnaður fyrirtækis-
ins á tímabilinu nam alls um 315
milljónum króna, en hagnaður fyrir
skatta nam 395 milljónum. Veltufé
frá rekstri nam 422 milljónum. Á
sama tímabili í fyrra nam heildar-
hagnaðurinn um 205 milljónum.
Þessi hagstæða afkoma hefur
þrýst mjög upp verði hlutabréfa fyr-
irtækisins. Hefur markaðsverð bréf-
anna nú 6,5-faldast á einu ári. Gengi
þeirra var 2,6 í viðskiptum fyrir réttu
ári síðan. í október var ákveðið að
tvöfalda hlutafé félagsins með út-
gáfu jöfnunarbréfa, en það hafði lít-
il áhrif á gengi þeirra. Á virkum
hlutabréfamarkaði leiðir slík útgáfa
jöfnunarhlutabréfa að öllu jöfnu til
lækkunar á gengi þeirra. Var geng-
ið 2,39 í lok sl. árs, en hefur hækk-
að ört á þessu ári og var 8,40 í við-
skiptum á fimmtudag.
Sem dæmi um ávinning hluthafa
félagsins má nefna að bréf að nafn-
virði 1 milljón króna voru að mark-
aðsvirði 2,6 milljónir í september á
sl. ári. Sami hluthafi var orðinn eig-
andi 2 milljóna króna að nafnvirði
í október eftir jöfnun sem var að
markaðsvirði 4,7 milljónir í janúar.
Eftir síðustu viðskipti nemur mark-
aðsvirði þessarar hlutabréfaeignar
um 16,8 milljónum. Markaðsvirði
bréfanna hefur þannig 6,5-faldast á
einu ári.
\
\
Starfshópur fjármálaráðherra vinnur að nýskipan lífeyrisréttinda ríkisstarfsmanna
Stefntað því að frumvarp
verði tilbúið í október
l
í
I
STARFSHÓPUR á vegum Ijár-
málaráðherra, sem í eiga sæti full-
trúar ráðuneytisins og samtaka
opinberra starfsmanna, stefnir að
því að leggja fram tillögur í frum-
varpsformi um nýskipan í lífeyris-
málum opinberra starfsmanna í
næsta mánuði. Jafnframt hefur
starfshópurinn sett sér ákveðin
meginatriði að vinna út frá i starfi
sínu, þar sem meðal annars er geng-
ið út frá því að heildarverðmæti
réttinda verði sambærilegt í nýju
lífeyriskerfi og því kerfi sem nú er
við lýði.
Samkvæmt þeim grunnatriðum
sem unnið er út frá í starfi hópsins
er stefnt að því að frá og með
næstu áramótum verði núverandi
lífeyriskerfi lokað og nýir starfs-
menn sem koma til starfa hjá ríkinu
fái lífeyrisréttindi samkvæmt nýja
kerfinu. Jafnframt verði'núverandi
starfsmönnum ríkisins gefinn kost-
ur á að færa sig yfir í nýja kerfið
telji þeir hag sínum betur borgið
með þeim hætti.
Gert er ráð fyrir því að í hinu
nýja lífeyriskerfi opinberra starfs-
manna verði greitt af öllum launum,
en ekki dagvinnulaunum eins og
nú er hjá opinberum starfsmönnum.
Reiknað er með að nýr lífeyrissjóð-
ur verði ekki stofnaður í kringum
hið nýja kerfi heldur verði um fjár-
hagslega sjálfstæða deild að ræða
innan Lífeyrissjóðs starfsmanna
ríkisins.
Aukin ellilífeyrisréttur
Þá er gert ráð fyrir að heildar-
verðmæti réttinda í nýja kerfinu
verði sambærileg við það sem ríkis-
starfsmenn hafa áunnið sér sam-
kvæmt því kerfi sem gilt hefur.
Hins vegar verði innan kerfisins um
að ræða tilhliðrun frá maka- og
örorkulífeyrisrétti yfir í rétt til elli-
lífeyris, þannig að fyrrnefndu rétt-
indin minnki en ellilífeyrisréttindi
aukist að sama skapi.
Eins og kunnugt er ollu tillögur
um breytingar á lögum um Lífeyris-
sjóð opinberra starfsmanna miklum
deilum síðastliðinn vetur og voru
teknar til baka í kjölfar eindreginna
mótmæla opinberra starfsmanna.
Steingrímur Ari Arason, aðstoð-
armaður ijármálaráðherra, stýrir
starfi hópsins, en auk fulltrúa ríkis-
ins á Bandalag starfsmanna ríkis
og bæja fulltrúa í hópnum, sem og
Bandalag háskólamenntaðra ríkis-
starfsmanna og Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga. Verði ekki
samkomulag í starfshópnum er sá
möguleiki fyrir hendi að samið verði
um þessi mál í næstu kjarasamning-
um, þannig að ríkisstarfsmönnum
verði heimilt að borga í annan líf-
eyrissjóð en Lífeyrissjóð starfs-
manna ríkisins.
f
Vonir bundnar viðnýjan
yfirmann Olivetti
I
í
t
Opið hús
Vesturholt 16 - Hafnarfirði
Til sýnis laugardag og sunnudag frá kl. 13-17.Mjög
sárstakt og skemmtilegt einbýlishús.
Upplýsingar hjá Fjárfestingu fasteignasölu,
sími 562 4250 og 565 1148 hjá eiganda.
Mílanó. Reuter.
SKIPUN nýs yfirmanns Olivettis
hefur vakið vonir um endurskipu-
lagningu á fyrirtækinu, en sérfræð-
ingar benda á að mörgum spurning-
um um framtíð þess sé ósvarað.
Fyrirtækið hefur orðið fyrir nokkr-
um skakkaföllum undanfarinn hálf-
an mánuð og nú síðast hefur Franc-
esco Caio verið vikið úr stöðu aðal-
framkvæmdastjóra og Roberto Col-
aninno skipaður eftirmaður hans.
„Loksins er stjórnleysistímanum
Húsgögn, Ijós
og gjafavörur
lokið,“ sagði sérfræðingur
íMílanó.„Umrót síðustu vikna er að
baki. Ég tel ekki að málinu sé hér
með lokið, en erfiðasti kaflinn er
afstaðinn."
„Ef stjórn fyrirtækisins ræðir við
fjárfesta, helztu viðskiptavini og
samstarfsaðila og leggur fram skýra
meginstefnu ætti ekki að koma til
frekari vandræða," sagði ítalskur
sérfræðingur í London. „En fyrst
verður að binda enda á vangaveltur
um ijármálin og meginstefnuna,"
sagði hann.
á fyrri árshelmingi 1996, þegar það
var rekið með tapi upp á 440.2 millj-
arða líra eða 289 milljónir dollara.
Eftirlitsstofnun kauphallavið-
skipta, Consob, hefur krafizt svara
við 16 spurningum um meginstefn-
una, fjárhagsstöðuna og verðmæti
hlutabréfa. Fyrirtækið hefur forðazt
að svara spurningum, sem skipta
markaðinn mestu máli, meðal ann-
ars um núverandi skuldastöðu.
s
Rannsókn íIvrea
Hlutabréf hækka
CN
k-t
<j
fu
>
>-i
'3
Munið
brúðargjafalistann.
MÖRKINNI 3
Sf MI 588 0640 • FAX 588 0641
Léttis gætti í kauphöllum vegna
þess að mestu erfiðleikar Olivettis
að undanförnu væru að baki, að
minnsta kosti í bili. Hlutabréf í fyr-
irtækinu hækkuðu í verði, en skýr-
ingin var talin spákaupmennska
fremur en tiltrú á Colaninno.
Fyrstu viðbrögð við skipun Col-
aninnos og afsögn Caios báru vott
um gætni. Aðeins hálfur mánuður
er síðan Caio sigraði í valdabaráttu
í stjóm fyrirtækisins og Carlo De
Benedetti stjómarformaður sagði af
sér.
Olivetti hefur ekki komið slétt út
síðan 1990 og hafin er rannsókn
tveggja aðila á afkomu fyrirtækisins
Auk þess er hafin bráðabirgða-
rannsókn rannsóknardómara í Oli-
vetti-bænum Ivrea í málum Caio,
sem gegndi stöðu sinni í aðeins þijá
mánuði, De Benedetti og nýs stjórn-
arformanns, Antonio Tesone. Grun-
ur leikur á að fyrirtækið hafi gefið
út villandi yfirlýsingar um fjárhags-
stöðu sína.
Bent er á að þessi vandamál
hverfi ekki með skipun Colaninno,
sem er náinn bandamaður De
Benedetti og yfirmaður Sogefi,
verksmiðju sem framleiðir hiuti í
bifreiðar og er undir stjórn iðnfyrir-
tækis De Benedettis, CIR. „Ástand-
ið er enn óljóst og nýi maðurinn
og De Benedetti eru stofnar af
sama meiði,“ sagði verðbréfasali í
Mílanó.
I
l.
I
I.
!
4