Morgunblaðið - 21.09.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 21. 3EPTEMBER 1996 21
Sænsk umræða um viðskipti og siðferði
Ofurlaun for-
stjóra gagnrýnd
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
LAUN sænskra forstjóra hafa verið
mjög til umræðu í Svíþjóð vegna
ummæla Maritu Ulvskog mennta-
málaráðherra í útvarpsviðtali fyrir
skömmu. Þar talaði Ulvskog um
græðgi og svínarí, sem gerði vart
við sig víða í þjóðfélaginu, því ofur-
laun í viðskiptalífinu hefðu slæm
áhrif annars staðar í þjóðfélaginu.
Sem dæmi tók hún að Hákan Mo-
gren, framkvæmdastjóri lyfjafyrir-
tækisins Astra, hefði fengið tvær
milljónir sænskra króna í bónus, ofan
á átta milljón króna árslaun sín, svo
árlaun hans voru um 100 milljónir
íslenskra króna. Af þessum spannst
umræða, sem jafnvel Göran Persson
forsætisráðherra hefur komið að.
Laun hans eru innan við tíu prósent
af kaupi Mogrens.
Mogren þótti Ulvskog ganga gegn
grundvallarreglum, sem gilda ættu
fyrir ábyrga ráðherra, en á móti
ásakaði hún hann um að vera með
hótanir, um skort á siðferði og sið-
ferðisblindu og sagði slæmt siðferði
viðskiptalífsins skemma út frá sér.
Mogren bendir á að forstjóralaun í
sænskum stórfyrirtækjum miðist við
alþjóðafyrirtæki. Með lægri launum
yrði erfitt að laða að hæfa menn.
Þeir sem samsinna Mogren segja
laun viðskiptaiífsins haga sér eftir
markaðnum. Andmælendur hans
segja að ef forstjórarnir eigi að fá
há laun til að vera sambærilegir er-
lendum forstjórum ættu til dæmis
verkamenn Volvo að fá sömu laun
og verkamenn General Motors.
Launin fari ekki eftir markaðnum
heldur eftir hvað einstakir forstjórar
geti spennt bogann hátt og nær
væri að launa ríflega þá sem stunda
rannsóknir í fyrirtækjunum og leggja
þar með grunninn að velgengni
þeirra.
í kjölfar þessara umræðna fór
Mogren til Bandaríkjanna til að
kynna sænskt atvinnulíf. Þar notaði
hann tækifærið og hnýtti í sænsku
stjórnina fyrir þekkingarleysi á að-
stæðum sænskra stórfyrirtækja eins
og Astra, sem starfaði um alian heim
en væri metið heima fyrir á þröngum
mælikvarða. Þessu reiddist Persson
forsætisráðherra, því þeir sem
kynntu sænskt atvinnulíf erlendis
ættu ekki að vinna gegn því. Þó
hann hafi áður haft á orði að brenni-
merkja ætti Svía sem töluðu illa um
land sitt erlendis, vildi hann ekki
brennimerkja Mogren, en lýsti van-
þóknun á orðum hans. Um laun
Mogrens vildi hann ekki tjá sig, en
samsinnti málflutningi Ulvskogs.
Undanfama mánuði hefur komið
hvert málið á eftir öðru upp í Svíð-
þjóð þar sem ýmsir embættismenn
og stjórnmálamenn hafa makað
krókinn með því að láta ríkið eða
bæjarfélög greiða óhóflega risnu eða
kostnað. Margir þeirra eru úr röðum
flokks forsætisráðherra, Jafnaðar-
mannaflokknum. Með ummælum
sínum var Ulvskog að skella hluta
af skuldinni á viðskiptalífið, því ofur-
laun yfírmanna þar og vafasamt sið-
ferði hefði smitað út frá sér yfír í
aðra geira. Undanfarin misseri hefur
Svíum einnig orðið tíðrætt um háar
greiðslur forstjóra, sem láta af störf-
um, svo áhugi á kaupum og kjörum
„toppanna“ er landlægur í Svíþjóð
sem stendur.
OPERA
EFTIR |On ASGEI RSSOn
■ BEST SOTTA ATRIÐIÐ A LISTAHÁtÍÐ
„Sýningin á Galdra-Lofti ií íslensku óperunni er
fágætur listviöburöur."
„Jón Ásgeirsson er heilsteypt tónskáld, sjálfum
sér samkvæmur og þorir að semja tónlist sem
hljómar vel i eyrum.“
Þ.P., Mbl.
„Frammistaða Þorgeirs Andréssonar í hlutverki
Lofts telst til tíðinda."
F.T.St., DV
Niöurstaöa: Sýning sem telst til stórviðburða í
íslensku listalífi. Höfundurinn Jón Ásgeirsson
hefur unnið þrekvirki og öll vinna aðstandenda er
þeim til mikils sóma.
A.B., Abl.
Laugardaginn 21. sept. kl. 21:00
Laugardaginn 28. sept. kl. 20:00
♦ m ♦
AÐEinS TVÆ R SYnmcAR
mÍÐOSALA OPin DAGL. 15-19 SÍmÍ 551-1475 ÍSLENSKA ÓPERAN
-vertu viðbúinm vinninyi
Fáðuþérmiða fyrir kl. 20.20 i kvöld
FULLKOMIN AFERÐ FARÐANS
FRÁ KANEBO VEITIR ÞÉR
^ EINSTAKA VELLÍÐAN.
Kaneho
Art through Technology
Japanskar snyrtivörur