Morgunblaðið - 21.09.1996, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 IflKII MORGUNBLAÐIÐ
VII\U M
LU 111
LjúðHst
stanga-
ve/di-
mannsins
Hvernig læra menn að veiða lax á
aðeins fimm mínútum? Mel Krieger er að
vísu frábær leiðbeinandi, en líklega var
til of mikils mælst að hann kenndi listina
á svo skömmum tíma. Sveinn Guðjdnsson
lærði þó heilmikið á þeim stutta tíma
sem þeir voru saman, ásamt Pálma
Gunnarssyni, í Laxá í Kjós.
Mel Krieger er líka ástríðufullur
veiðimaður, en kannski _með dálítið
öðrum hætti en Pálmi. „Eg hef verið
veiðimaður síðan ég man eftir mér,
en þó fínnst mér að líf mitt sem
veiðimaður hafí ekki byi'jað fyrr en
ég var 35 ára, fyrir 32 árum, þegar
ég byrjaði í fluguveiðinni. Flugu-
veiðin er hin æðsta list veiðimennsk-
unnar, ljóðlist stangaveiðimanns-
ins,“ segir Rrieger og er farinn að
nálgast félaga sinn í hástemmdum
yfírlýsingum. Hann kinkar kolli í
áttina til Pálma, sem er þegar kom-
inn út í á, og segir með sannfæring-
arkrafti í röddinni: „Pálmi er fanta-
góður veiðimaður."
Mel Rrieger dregur heimatilbúna
steinslöngu upp úr pússi sínu. „Peg-
ar maður verður þreyttur á veiðun-
um er ágæt tilbreyting að slöngva
steinum." Hann kastar í áttina að
Pálma og steinninn lendir með
skvampi í ánni rétt hjá. Veiðimaður-
inn kippist við og skimar í kringum
sig með ósvikinn veiðiglampa i aug-
um. ,,Pálmi er alvarlegur veiðimað-
ur. Eg er að reyna að kenna honum
að taka veiðarnar ekki alveg svona
alvarlega," segii' Rrieger hlæjandi.
VEIÐIMENNSRAN liggur í
frumeðli mannsins. Pálmi
Gunnarsson gengur reyndar
svo langt að fullyrða að hún sé ein af
sterkustu hvötum mannsins. „Eg
gleymi því ekki þegar ég kom með
fyrstu silungana heim í eldhús til
mömmu austur á Vopnafirði," segir
hann. „Stoltinu yfír því að hafa
dregið björg í bú og ánægjunni af
því að borða eitthvað sem ég hafði
veitt sjálfur. Það var þetta sem vakti
upp veiðidelluna í mér,“ segir Pálmi,
sem hefur stundað veiðar allar göt-
ur síðan.
Það eru þó ekki nema sex ár síðan
hann kveðst hafa lært að kasta rétt.
Það var þegar hann sá myndband
með kasttækni Mels Kriegers. Þessi
geðþekki Kaliforníubúi varð því á
vissan hátt örlagavaldur í lífí Pálma
Gunnarssonar. „Hann leggur
áherslu á átakslausa kasttækni og
eftir að hafa tileinkað sér hana
hættir þetta að vera puð. Állt verður
svo miklu auðveldara og það liggur
við að lífið og tilveran fái annan
svip,“ segir Pálmi og brosir við til-
hugsunina, enda þekktur fyrir að
taka veiðimennskuna af ástríðu.
✓ I F LUGUV EIÐI
MEÐ MEL KRIEGER •
PÁLMI þreytir sjóbirtinginn og Mel Krieger fylgist með.
Eitt að ve/da,
annaé) að drepa
Mel Krieger rekur stofnun í
heimalandi sínu þar sem kennd eru
undirstöðuatriði fluguveiðinnar.
Sem slíkur er hann þekktur maðui'
og eftir hann liggja bækur og mynd-
bönd á þessu sviði. „Við leggjum
áherslu á kasttæknina, því hún er
undirstaðan. Við kennum meðal ann-
ars leiðsögumönnum að kenna fólki
að kasta. Það eru sorglega mörg
dæmi um að fólk sé að eyða tíma og
fjármunum í laxveiðiám, en hefur
ekki vald á kasttækninni. Úr þessu
viljum við bæta.“
Og það eru fleiri úrbætur í veiði-
mennskunni sem Krieger hefur
brennandi áhuga á. Það er til dæmis
varðandi hugarfar og viðhorf manna
til veiðinnar. „Það er eitt að veiða
físk og annað að drepa hann. Sumir
veiðimenn eru eins og minkurinn,
sem drepur allan þann físk sem hann
kemst í, en étur svo ekki nema einn.
Þetta er rangt. Töfrar veiðimennsk-
unnar felast ekki í því að landa sem
flestum fiskum og drepa þá. Töfr-
arnir felast í því að vera með línuna í
hendinni og ekkert nema lauflétta
fluguna á hinum endanum og svo
glímunni við að fá fiskinn til að
táka.“
Pálmi tekur undir þetta sjónar-
mið: „Það er stórkostleg tilfinning að
leggja pínulitla þurrflugu út í vatnið,
meðal þúsunda lifandi, og fá fískinn
til að taka þína flugu, en ekki hinar.“
Ki'ieger kveðst yfírleitt sleppa
Er barnið á mótþróaskeiðinu?
GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR FJALLAR UM FURÐUR SÁLARLÍFSINS
Spurning: Dóttir mín, sem er
eins og hálfs árs, er farin að naga
á sér neglurnar. Er eitthvað sem
ég get gert til að fá hana til að
hætta þessu? Annað sem mig
langar til að fá svar við: Hún virð-
ist stundum gera í því, eins og til
að kanna mín viðbrögð, að kasta
ýmsum hlutum, svo sem bókum, í
gólfið. Hvemig á ég að bregðast
við þessu? Þá finnst mér eins og
hana skorti einbeitingu. Hún veð-
ur úr einu í annað. Er það
kannski einkennandi fyrir börn á
þessum aldri?
Svar: Þegar spurt er um hegðun-
areinkenni hjá barni og viðbrögð
við þeim, eins og hér er gert, er
oftast nauðsynlegt fyrir sálfræð-
inginn að spyrja til baka til þess
að fá gleggri mynd og helst að sjá
bamið. Þegar þess er ekki kostur
hljóta svör við spumingunum að
verða mjög almenns eðlis og
koma að takmörkuðu gagni fyrir
foreldrana.
í fyrsta lagi hefur spyrjandi
áhyggjur af því að dóttirin sé far-
in að naga neglur. Naglanag er
mjög algengt hjá börnum og ung-
lingum, en þó ekki íyrr en eftir
fjögurra ára aldur. Það þykir
bera vott um spennu og kvíða, en
á seinni áram hafa læknar og sál-
fræðingar gert minna úr þessu
einkenni en áður og látið það af-
skiptalaust, nema að ummjög
slæm dæmi sé að ræða. I banda-
rískri rannsókn á bömum og ung-
lingum 5-18 ára gömlum reyndust
um 40% naga neglur. I íslenskri
rannsókn, sem gerð var á geð-
heilsu bama 5-15 ára, sem gerð
var á 7. áratugnum, var naglanag
á meðal algengustu einkenna.
Það er því allt að því normal að
naga neglur á vissum aldri og oft-
ast hættir naglanagið án þess að
nokkuð sé gert.
Það er hins vegar mjög sjald-
gæft að kvartað sé yfír því að
mjög ung börn, eins og í þessu
tilviki, nagi neglur. Fremur að
þau sjúgi fingur. Spyrjandi lýsir
því að bamið skorti einbeitingu
og vaði úr einu í annað. Virðist
sem barnið muni vera nokkuð
órólegt, með örar hreyfingar og
mikið á ferðinni, hugsanlega með
það sem stundum er kallað
handæði. Gæti verið að
„naglanagið" sé hluti af þessum
hreyfióróa barnsins? Vissulega
era mörg börn á þessum aldri
mikil fyrir sér og þurfa jafnvel
sérstaka pössun svo að þau fari
sér ekki að voða. Þetta batnar
venjulega með aldrinum, en ef
það gerist ekki gæti barnið verið
haldið ofvirkni og sjálfsagt að
leita sérfræðiálits.
Einnig lýsir spyrjandi því
hvernig barnið reynir að ögra
honum, grýta hlutum, og virðist
kanna viðbrögð. Aldurinn frá 1-
3ja ára hefur verið nefndur mót-
þróaskeið. Þá er barnið að vakna
til vitundar um sjálft sig og fer að
prófa sig gagnvart öðmm. Það
hefur lært að segja nei og það
uppgötvar fljótt hvemig það get-
ur stjómað fólkinu í kringum sig,
sérstaklega mömmu, með hegðun
sinni. Þetta er eðlilegt þroska-
ferli. Stór þáttur í þessu er at-
hyglisþörfin og það er greinilegt
að telpan í þessu dæmi er að kalla
á athygli. Óll böm þarfnast at-
hygli, sum meiri athygli en önnur.
Ef þeim tekst ekki að leiða að sér
athygli með því að vera þæg og
góð, þá reyna þau neikvæðu leið-
ina, að gera eitthvað af sér. Og
venjulega er hún óbrigðul. Ef
telpan væri nýbúin að eignast
systkini leggðist afbýðisemin ofan
á og magnaði athyglisþörfina. Þá
þyrfti hún að deila athyglinni með
öðrum og yrði að beita enn
áhrifaríkari aðferðum til þess að
fá sinn skerf.
Neikvæð athygli, sem kemur
fram í skömmum og refsingum,
er betri en engin athygli. Mikil-
vægt er að foreldri skilji hvað
býr á bak við þessa hegðun. Ef
barnið finnur að foreldrarnir
skilja hvað það er að segja þeim
með háttalagi sínu er mikið unnið
og barnið hefur reyndar með því
einu fengið þörf sinni að miklu
leyti fullnægt. Foreldrar sem
skilja orsakirnar fyrir hegðun
barnsins hjálpa því líka oftast,
beint eða óbeint, venjulega með
því að beina athyglisviðleitni þess
inn á heppilegri brautir. Vara-
samt er að barninu takist sífellt
að ná athygli á neikvæðan eða
óheppilegan hátt og þótt barnið
setji fram kröfur sínar á þann
hátt er mikilvægt að foreldrarnir
uppfylli þessa þörf á jákvæðan
hátt, með því að veita umbun,
verðlauna eða hrósa fyrir hið já-
kvæða í fari barnsins án þess þó
að refsa fyrir hið neikvæða. Um-
önnun foreldranna, tilfinninga-
legt atlæti og sem mestar sam-
vistir við barnið skapar því nauð-
synlega öryggiskennd og er
hornsteinn að þroska barns og
heilsu, jafn mikilvægt og matur
og drykkur.
•Lesendur Morgunblaðsins geta spurt
sálfræðinginn um það sem þeim liggur
á hjnrtn. Tekið er á móti spurningum á
virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í
síma 569 1100 og bréfum eða símbréf-
um merkt: Vikulok, Fax 5691222.