Morgunblaðið - 21.09.1996, Síða 26

Morgunblaðið - 21.09.1996, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPl'EMBER 1996 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HAGSMUNIR HEIM- SKAUTSRÍKIS STOFNUN Norðurskautsráðsins, sem fram fór í Kanada í fyrradag, er íslenzkum hagsmunum tvímælalaust til fram- dráttar. íslendingar eiga nánast allt sitt undir því að spornað verði gegn mengun hafanna, viðkvæmt umhverfi norðurhjarans verndað eins og kostur er og sjálfbær og ábyrg nýting auðlinda hafsins tryggð, en þetta þrennt er á meðal mikilvægustu mark- miða hins nýstofnaða ráðs. Með aðild að Norðurskautsráðinu fjölgar líka tækifærum ís- lands til að koma sjónarmiðum sínum og hagsmunamálum á framfæri við tvö af voldugustu ríkjum heims, Bandaríkin og Rússland. Miklu máli skiptir að samstarfið á vettvangi Norður- skautsráðsins geti orðið uppspretta frumkvæðis og hugmynda, sem aðildarríkin geta síðan í sameiningu barizt fyrir á víðtæk- ari alþjóðavettvangi. Alþjóðlegir samningar, til dæmis um höml- ur gegn loftmengun og mengun úthafsins, eru nauðsynlegir til þess að vernda megi umhverfi norðurhjarans. Norðurskautsráðið mun ekki ræða hernaðarþátt varnar- og öryggismála. Ekki er til dæmis sennilegt að á vettvangi þess verði rætt um vígbúnað Rússa á heimskautssvæðunum, sem ennþá er gífurlegur. Hins vegar er hægt að ræða þar um leiðir til að gera notkun kjarnorku öruggari og draga úr hættunni á umhverfisslysum af hennar völdum. Samstarf heimskautsríkj- anna í svæðisbundnum samtökum er sömuleiðis líklegt til að draga úr spennu, skapa traust, efla gagnkvæm samskipti og stuðla þannig að auknu öryggi. KENNSLA í JÓNSHÚSI UNDANFARIN ár hefur íslenskukennsla fyrir íslensk skóla- börn, búsett í Kaupmannahöfn, farið fram í Jónshúsi. Kennslan er í boði danskra stjórnvalda, sem jafnframt bjóða aðstöðu fyrir hana í grunnskóla í borginni. Um nokkurt skeið hafa íslendingar hins vegar frekar valið þann kost, líkt og fleiri þjóðir, að nýta eigin aðstöðu fyrir kennsluna. Fyrir skömmu var ákveðið að úthýsa kennslunni úr Jónshúsi og hefur það valdið töfum á því að kennslan geti hafist. Þetta kemur nokkuð furðulega fyrir sjónir og hefur vakið reiði meðal foreldra íslenskra barna í Danmörku. Vissulega stendur yfir endurskipulagning á rekstri Jónshúss en ýmis önnur starfsemi í tengslum við félagsstarf íslendinga er enn starfrækt þar. Þeg- ar þetta mál var borið undir Róbert Trausta Árnason sendi- herra sagðist hann ekki kannast við að íslensk stjórnvöld hefðu skuldbundið sig til að útvega húsnæði fyrir íslenskukennslu á vegum danskra stjórnvalda. Það kann að vera rétt en breytir ekki þeirri staðreynd að ákvörðunin um að úthýsa íslenskukennslunni var óþörf og van- hugsuð. Þrátt fyrir að deilur hafi staðið um starfsemina í Jóns- húsi er óþarfi að láta það bitna á móðurmálskennslu barnanna. Vart er hægt að hugsa sér betri og táknrænni stað en Jónshús til að rækta þekkingu íslenskra barna erlendis á móðurmálinu né heldur betri nýtingu á þessu húsnæði í eigu íslenska ríkis- ins. Eins og fram kemur í Morgunblaðinu í dag hefur nú verið ákveðið að íslenzkukennsla hefjist aftur í Jónshúsi og ber að fagna því. ERLING BLÖNDAL BENGTSSON LJÓMI HEFUR leikið um nafn sellósnillingsins Erlings Blön- dals Bengtssons í hugum íslendinga allt frá því hann hélt fyrstu tónleika sína hér á landi í Gamla Bíói í maí 1946, þá að- eins fjórtán ára að aldri. Þá hélt hann einnig tónleika í fæðing- arbæ móður sinnar, ísafirði. Það mun hann einnig gera nú í heim- sókn sinni hálfri öld síðar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum tíma og íslenzkt tónlistarlíf tekið stórstígum framförum frá því sem var er Eriing Blöndal lék hér í fámenninu skömmu eftir heimsstyijöldina. íslendingum hefur alltaf þótt þeir eiga nokkuð í honum vegna ætternis hans og hafa vonað, að hann bæri hróður íslands út um hinn stóra heim. Undir þeim vænting- um hefur hann svo sannarlega staðið og hann hefur sýnt íslandi mikla ræktarsemi alla tíð, m.a. með fjölmörgum tónleikaferðum hingað. Snemma komu í ljós óvenjulegir tónlistarhæfileikar Erlings Blön- dals og hélt hann fyrstu tónleika sína í Kaupmannahöfn aðeins fjögurra ára, en í Danmörku er hann fæddur og uppalinn. I nóvem- ber næstkomandi eru sextíu ár liðin frá þeim atburði. Eftir fyrstu tónleika hans í Reykjavík birtist í Morgunblaðinu umsögn eftir dr. Heinz Edelstein, sem var einn þeirra erlendu tónlistarmanna, sem hingað fluttu og áttu ríkan þátt í að leggja grunn að víð- tækri tónlistarkennslu og tónlistarstarfi hér á landi. Þar sagði hann m.a.: „Hér er ekki lengur á ferðinni neinn drengur, heldur listamað- ur, sem er eins og bergnuminn af tónanna ríki ..." Erling Blöndal Bengtsson hefur frá ungum aldri verið meðal þeirra fremstu í tónanna ríki og Islendingar þakka honum sam- fylgdina í hálfa öld. Viðræðunefnd ÍSÍ og Óí vegna hugsanlegrar sameiningar hefur lokið störfum Iþróttaþing eftir fimm vikur ræður úrslitum Eggert Magnússon, for- maður viðræðunefndar íþróttasambands íslands og Ólympíunefndar ís- lands vegna hugsanlegr- ar sameiningar, lagði nefndina niður í vikunni. Steinþór Guðbjartsson hefur fylgst með samein- ingarmálinu og ræddi við Eggert um stöðuna. HEILDARSKIPULAG ÍÞRÓTTAHREYFINGARINNAR Iþróttasamband íslands * * ISI Ungmenna- félag Islands UMFÍ S AMEINING íþróttasambands |slands og Ólympíunefndar íslands hefur verið á dagskrá í íþróttahreyfingunni undan- farin fjögur ár en innan skamms verð- ur hreyfingin að taka afstöðu til máls- ins. Eggert telur að sameiningarmálið sé í réttum faivegi hjá sérsamböndun- um, héraðssamböndunum og íþrótta- bandalögunum og hefur því lagt nefndina niður. Hún var skipuð í kjöl- far íþróttaþings fyrir tveimur árum og hefur lagt fram drög að lögum „nýrra“ samtaka en þau verða tekin fyrir á íþróttaþingi sem verður á Akra- nesi 26. og 27. október og á aðal- fundi Óí, sem verður væntanlega í janúar á næsta ári. Verði fyrirliggj- andi tillaga felld á íþróttaþingi er málið á byijunarreit á ný og get- ur fyrst komið aftur til afgreiðslu að fjórum árum liðnum. Verði hún samþykkt á þinginu þarf líka samþykki á aðal- fundi Ólympíunefndar en það yrði nánast forms- atriði ef þetta yrði niður- staðan á Akranesi enda nánast um sömu fulltrúa að ræða. Undiralda Mikil undiralda hefur verið í íslensku íþrótta- hreyfingunni vegna hugsanlegrar sameining- ar og hefur ríkjandi ástand skemmt fyrir hreyfíngunni, jafnt inn á við sem út á við. Óeining- in hefur verið æ sýnilegri á nýliðnum dögum og vikum og sagði Eggert við Morgunblaðið að tími væri kominn til að róa öldurnar með því að taka loka- ákvörðun í málinu á íþróttaþinginu í næsta mánuði. „Allir framsýnir menn í íþrótta- hreyfingunni sjá mikla hagræðingu í því að hafa eitt sameinað, sterkt afl á toppnum, sem sameinar okkur og getur sótt á ríkisvaldið og hagsmuna- aðila sem við þurfum að sækja að undir einu merki, undir einni for- ystu,“ sagði Eggert. „Sameining þýð- ir aukna samræmingu og sparnað eins og reynslan sýnir í nágrannalöndun- um. Við erum lítið þjóðfélag með fáa iðkendur á alþjóða vísu og höfum hvorki efni á að dreifa kröftum né fjármunum í margar áttir. Ef ekki kemur til sameiningar fjar- lægjast ÍSÍ og Óí enn frek- ar en nú er, annars vegar ólympísku sérsamböndin sem stjórna Óí og hins veg- ar héraðssamböndin og íþróttabandalögin sem hafa yfirburða- vægi hjá ÍSÍ.“ Á undanförnum árum hafa margir, sem láta sig málið varða utan sem innan íþróttahreyfíngarinnar, lagt áherslu á mikilvægi þess að hreyfing- in komi fram sem ein sterk heild með Hérabs- sambönd (19) I Olympíu pefnd Islands * * 01 22 17 Sérsambönd (22) I Iþróttabandalög l m íþrótta- og ungmennafélög (um 350) I Deildir félaganna (um 270) Eggert Magnússon einni stjórn. UMFÍ hafn- aði sameiningu við ÍSl 1992 en í kjölfar íþrótta- þings sama ár var skipuð milliþinganefnd sem skil- aði áliti varðandi hpgsan- iega sameiningu ÍSÍ og ÓI á íþróttaþingi 1994. Tillögunum var vísað til fyrrnefndrar viðræðu- nefndar, sem skipuð var fjórum fulltrúum frá ÍSÍ og jafnmörgum frá Óí. I nefndinni voru Eggert, Magnús Oddsson, Haf- steinn Pálsson og Gunnar Guðmundsson frá ÍSÍ en Júlíus Hafstein, Ari Berg- mann Einarsson, Sigurð- Rétt spor fyrir íþrótta- hreyfinguna ur Einarsson og Margrét Bjarnadóttir frá Óí. Lengi vel komst nefndin lítt áleiðis, en þáttaskil urðu í vor þegar Eggeit lagði fram tillögur varðandi drög að lögum fyrir Ólympíu- og Iþróttasam- band íslands, en hann samdi þær með dyggri aðstoð Ara Bergmanns Einars- sonar, ritara Óí, sem er sérfræðingur í ólympíumálum. Vinnuhópur var skip- aður til að fara yfír drögin og hann kallaði fulltrúa héraðssambanda, íþróttabandalaga og sérsambanda til ráðgjafar. Um miðjan ágúst funduðu formenn sérsambanda um málið og ríkti einhugur um sameiningu. „Skila- boðin eru skýr; að ÍSÍ og Öí samein- ist og það sem allra fyrst,“ sagði Helgi S. Haraldsson, formaður Ftjáls- íþróttasambandsins, við Morgunblaðið 16. ágúst. „Þessi fundur er stór sigur fyrir íþróttahreyfinguna í landinu og ________ eitt stærsta framfaraskrefið sem menn hafa stigið.“ Þess má geta að formenn sér- sambandanna undirrituðu yfírlýsingu um stuðning við 1 1 sameiningu í vor sem leið og í desember 1993 en nokkur íþrótta- bandalög hafa samþykkt ámóta álykt- anir. Kynningu vantar Juan Antonio Samaranch, forseti Alþjóða ólympíunefndarinnar, IOC, Þrískipt hreyfing ÍÞRÓTTASAMBAND íslands er æðsti aðili frjálsrar íþrótta- starfsemi í landinu, heildarsam- tök 22 sérsambanda, 19 héraðs- sambanda og níu íþróttabanda- laga. I héraðssamböndum og íþróttabandalögum eru um 350 íþrótta- og ungmennafélög með samtals um 270 íþróttadeildum. í framkvæmdastjórn ÍSÍ eru níu manns sem eru líka í sambands- stjórn ásamt formönnum hér- aðssambanda og sérsambanda. Héraðssamböndin eru jafn- framt flest í Ungmennafélagi íslands. ÍSÍ er stjórnað af íþróttaþingi, sem er á tveggja ára fresti, sambandsstjórn, sem er æðsti framkvæmdaaðilinn milli íþróttaþinga, og fram- kvæmdastjórn. í Ólympíunefnd íslands, sem kosin er áfjögurra ára fresti, er forseti ÍSÍ, einn fulltrúi frá hverju sérsambandi fyrir íþrótt- ir sem eru á leikskrá Ölympíu- Ieika eða geta verið (samtals 17 fulltrúar frá jafnmörgum sér- samböndum) og þrír fulltrúar tilnefndir af ÍSI fyrir þær ólympíuíþróttir sem sambandið er sérsamband fyrir. Loks eru fjórir fulltrúar kosnir óbund- inni kosningu á aðalfundi og er núverandi formaður einn þeirra. A næsta aðalfundi skulu tveir í þessum hópi koma úr röðum íþróttamanna sem tekið hafa þátt í Ólympíuleikum. Samtals eru 25 manns í nefnd- inni og þar af sjö í fram- kvæmdanefnd. sagði við Morgunblaðið fyrir liðlega ári að sameiningin væri alfarið mál íslendinga „og við hjá IOC munum ekki skipta okkur af því hvernig þið takið á þessu máli. Þið verðið að velja það form sem þið teljið best fyrir land ykkar.“ I samtölum við íþróttaforystu- menn víða um land kom fram að þrátt fyrir að málið hafí verið lengi í umræð- unni hafa margir ekki áttað sig al- mennilega á því um hvað það snýst. Eggert sagði að ástæðan væri fyrst og fremst sú að tillögumar hefðu ekki verið kynntar nægilega vel innan héraðssambandanna og íþróttabanda- laganna. „Málið er stórt og viðamikið og menn þurfa tíma til að setja sig inn í það því hafa ber í huga að um framtíð íslenskrar íþróttahreyfingar er að ræða. Ég fundaði með ýmsum formönnum stærstu héraðssambanda og íþróttabandalaga í sumar og þeir voru einhuga um að stefna bæri að sameiningu, en fyrst þyrfti að fín- pússa tillögurnar svo að sátt næðist um þær. Frá því tillögurnar voru fyrst lagðar fram hefur verið ljóst að þær tækju breytingum fram að íþrótta- þingi. Þær voru sendar. út í þeim til- gangi, að menn gætu gert athuga- semdir til að hægt væri að móta heii- steyptar tillögur sem allir gætu sætt sig við. Samkvæmt ólympíusáttmálan- um verða sérsamböndin að hafa meiri- hluta á þingi og því var vitað að ná þyrfti samkomulagi um breytingu á vægi þeirra hjá okkur. Sáttatillagan gengur líka út á það, rétt eins og farið var að í Noregi, en framkvæmda- stjóri Alþjóða ólympíunefndarinnar gerir fastlega ráð fyrir að IOC sam- þykki undanþágu hjá okkur um jafnt vægi ólympíusérsambanda og annarra á þingi eins og gert er ráð fyrir í drög- unum með því skilyrði að öll ólymp- ísku sérsamböndin séu sammála um slíkt fyrirkomulag. Að öðru leyti höf- um við ólympíusáttmálann í heiðri en óþarfí er að bera hveija tillögu undir Alþjóða ólympíunefndina heldur verð- um við fyrst að koma okkur saman um heiisteypt frumvarp og leggja það síðan fram. Við megum aldrei gleyma því að við erum sjálfstæð þjóð með sjálfstæða íþróttahreyfíngu og viljum ekki láta fjarstýra okkur frá útlönd- um. Þó IOC sé stór og sterk samtök viljum við halda reisn og sjálfstæði. Á því er skilningur en forseti Evrópu- sambands ólympíunefnda ráðlagði okkur í sumar að hætta öllum stríðs- rekstri og einbeita okkur að verkefn- inu. Þrátt fyrir jafnt vægi á íþróttaþingi í framtíðinni, verði tillagan samþykkt, ráða héraðssamböndin og íþrótta- bandalögin sérsamböndunum áfram ef þau vilja. Því þurfa þau aldrei að ■ óttast að missa meirihlutavald á þing- um „nýrra“ samtaka. Þau geta alfarið ráðið samsetningu stjórna í sérsam- böndum og gott dæmi er það sem gerðist í stjórn Fimleikasambandsins í liðnum mánuði. Fresta átti þingi en félögin mótmæltu, grasrótin tók sig til og hafði úrslitaáhrif, bæði hvað varðaði þinghaldið og stjómarkjör.“ Stuðningur ÍBR mikilvægur Um liðna helgi hófst kynning á drögunum hjá héraðssamböndum og íþróttabandalögum, þar sem jákvætt hefur verið tekið í málið, og verða þau til nánari skoðunar næstu --------- daga. I vikubyijun hélt for- maður íþróttabandalags Reykjavíkur fund með for- mönnum hverfafélaganna í borginni og afhenti þeim öll gögn varðandi málið. Tillögumar voru ræddar en menn komust ekki að ákveðinni niðurstöðu og voru á báðum áttum varðandi sameiningu á fyrir- liggjandi forsendum. Svo virðist sem menn eigi erfitt með að gera upp hug sinn, jafnvel menn sem hafa lýst yfír stuðningi við sameiningu eða tekið afstöðu gegn henni. Kenna margir um miklu pappírsflóði um málið úr öllum áttum, sem geri ekki annað en rugla menn í ríminu. Hræðsluáróður frá báðum hliðum hefur aukið á óöryggið sem og sú staðreynd að margir hlutað- eigandi hafa ekki enn séð tillögurnar þótt þeir tjái sig um málið. Eggert sagði eðlilegt að menn gæfu sér tíma til að fara vel yfír tillögurnar áður en þeir tækju ákvörðun. „Eðlileg hræðsla og ótti koma alltaf upp þegar um meiri háttar breytingar er að ræða. Ég er líka jafnsannfærður um og hef upplifað það sjálfur að með kynningu, með því að skýra fyrir mönnum hvað við erum að gera, er hægt að breyta hræðslunni í þá sannfæringu að þetta sé rétt spor fyrir íþróttahreyfinguna í landinu.“ Þrigjgja manna nefnd var skipuð á fundi IBR til að fara yfír tillögurnar sem og nýtt innlegg Tryggva Geirs- sonar, formanns Knattspyrnufélags- ins Þróttar í Reykjavík, sem vill m.a. leggja ÍSÍ niður, og koma með ábend- ingar á öðrum fundi eftir helgi. „Við- ræðunefndin hefur haft náið samband við forráðamenn ÍBR allan tímann enda er stuðningur sambandsins nauðsynlegur til að málið nái fram að ganga,“ sagði Eggert. „Ég er sann- færður um þann stuðning þegar þess- ir ágætu menn hafa kynnt sér út á hvað tillögurnar ganga án þess að staldra um of við einstaka þætti sem má endurskoða og breyta fram að ársþinginu. Margir ágætir punktar eru í hugmyndum Tryggva sem vert er að skoða eftir sameiningu en annað er óframkvæmanlegt enda eru þetta fyrst og fremst ábendingar en ekki heilsteyptar tillögur. Ég er sannfærð- ur um að forráðamenn Reykjavíkurfé- laganna, sem eru framsýnir og fram- sæknir forystumenn, sjá nauðsyn þess að þetta framfaraspor verði stigið þegar þeir setja sig betur inn í málið.“ Togstreita Skipun viðræðunefndarinnar var síðasta von til að ná sáttum í hreyfing- unni á þessari öld, þar sem íþróttaþing er á tveggja ára fresti og aðalfundur Ólympíunefndar á fjögurra ára fresti, næst í ársbyijun 1997. Sem fyrr sagði gekk nefndarstarfið lengi vel hægt fyrir sig og hafa sameiningarsinnar kennt fulltrúum Ólympíunefndar í við- ræðunefndinni, að Ara frátöldum, um að vilja tefja málið. Því til staðfesting- ar er bent á að fulltrúi Skíðasam- bandsins í framkvæmdastjórn Ólympiunefndar sem jafnframt var í viðræðunefndinni, er á öndverðum meiði í málinu við stjórn SKÍ og ný- kjörinn formaður Fimleikasambands- ins sá ástæðu til að árétta við fulltrúa sambandsins í Ólympíunefnd, sem einnig var í viðræðunefndinni, að við- komandi mætti ekki skuldbinda sam- bandið fjárhagslega eða málefnalega án samráðs við formann og stjórn. „Nefndin hefur að mörgu leyti unnið gott starf en ég hefði kosið að hvorki Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, né Júlíus Hafstein, formaður Óí, hefði verið í nefndinni,“ sagði Eggert. „Forseti ÍSÍ ákvað að standa utan við nefndina en formaður Óí var í henni og tafði oft málið með því að koma sífellt með athugasemdir sem betra hefði verið að leggja fram þegar heilsteyptari til- lögur lágu fyrir. Vinnan hefði gengið betur hefði hann gert það en ákveðin öfl innan Ólympíunefndarinnar vildu ekki þoka málinu áfram.“ Reyndar var haft eftir formanni Óí í Morgunblaðinu fyrir mánuði að allir væru sammála um að sameinast svo framarlega sem Ólympíusáttmálinn yrði haldinn í hvívetna en samt sem áður hafa verið háværar raddir um að óeining ríkti fyrst og fremst vegna þess að forseti ISÍ og formaður Óí væru ekki sammála um stjórnunar- leiðir - hvorugur vildi vera undir hin- um kominn. Þeir hafa aldrei viljað svara þessu beint. Ellert hefur aldrei farið leynt með skoðun sína varðandi mikilvægi sameiningar og Júlíus hefur ---------- sagst vera henni fylgjandi að vissum skilyrðum upp- fylltum. Eggert sagðist alla tíð hafa lagt á það áherslu að menn mættu ekki taka efn- islegar ákvarðanir í málinu út frá hagsmunum einstakra forystumanna í hreyfíngunni. „Aldrei má blanda saman valdabaráttu og persónulegum hagsmunum einstakra íþróttaforystu- manna við slíkt framfaramál sem hér um ræðir.“ Tími til kominn að róa öldurnar TRYGGINGAR ÖLL íslensku tryggingafélögln eru að undirbúa endurskoðun á iðgjaldaskrám bílatrygginga Lækkun iðgjalda kynnt eftir helgi Tryggingafélöffln eru nú að undirbúa viðbrögð sín við nýju FÍB-Tryggingu Ibex Motor Polici- es at Lloyd’s, en hún felur í sér lægri iðgjöld bílatiygginga en hjá öðrum félögum. Búist er að íslensku tryggingafélögin lækki hjá sér iðgjöldin í kjölfarið. Egill Ólafsson kynnti sér átökin á tryggingamarkaðinum. MIKILL titringur er á ís- lenska tryggingamark- aðinum eftir að breska tryggingafélagið Ibex Motor Policies at Lloyd’s hóf að selja FÍB-Tryggingu. Öll íslensku tryggingafélögin eru að undirbúa endurskoðun á iðgjaldaskrám bíla- trygginga og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ætla sum þeirra að tilkynna um lækkun iðgjalda strax eftir helgina. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfí fyrir tryggingafélögin. Heildarið- gjöld í bílatryggingum hér á landi eru rúmir 5,5 milljarðar. Bókfærð iðgjöld allra tryggingafélaga á ís- landi, Viðlagatrygging Íslands þar með talin, eru 13,5 milljarðar. Fé- lögin hafa nú þegar tapað við- skiptavinum til Ibex og ljóst er að þau geta ekki beðið lengi með að bregðast við FÍB-Tryggingu. Talsmenn Ibex á Islandi gefa hvorki fjölmiðlum né samkeppn- isaðilum upplýsingar um verðskrá FÍB-Tryggingar. Verð á trygging- unni er mismunandi og m.a. er horft á aldur ökumanns, hvar hann á heima, hvaða gerðar bíllinn er og hve mikinn bónus viðkomandi hefur. Ungt fólk greiðir há iðgjöld Það er þó ljóst að Ibex er að bjóða ökumönnum, sem eru eldri en 25 ára, umtalsvert betri kjör en íslensku tryggingafélögin gera. Ungir ökumenn þurfa hins vegar að greiða svipað eða hærra verð fyrir FÍB-Tryggingu en tryggingu hjá íslensku tryggingafélögunum. Sem dæmi má nefna að 17 ára ökumaður frá Reykjavík, sem á nýja Toyota Corolla 1300 bifreið og er með 10% bónus, þarf að greiða 125.746 krónur fyrir ábyrgðar- tryggingu hjá Ibex. Verðið á kaskó- tryggingu er 29.001. Þessi sami ökumaður þarf að greiða frá 82.000-106.000 krónur fyrir ábyrgðartryggingu hjá öðrum tryggingafélögum. Kaskótrygging félaganna kostar um 32.000- 42.000 krónur fyrir þennan unga bíleigenda. Sé sami einstaklingurinn hins vegar orðinn 40 ára og búinn að vinna sér inn 50% bónus þarf hann að greiða 36.002 fyrir ábyrgðar- tryggingu hjá Ibex og 17.887 fyrir kaskótryggingu. Tryggi þessi sami maður nýja bílinn sinn hjá íslensku tryggingafélögunum greiðir hann u.þ.b. 42.000-51.000 krónur fyrir ábyrgðartrygginguna og 16.000- 18.000 fyrir kaskótryggingu. Rétt er að taka fram að í þessum samanburði er ekki reiknað með 3.300 króna félagsgjaldi til FÍB og að íslensku tryggingafélögin veita viðskiptavinum sínum afslátt kaupi þeir fleiri en eina tryggingu. Ungir tengjast þriðjungi tjóna Eðlilega spyija margir hvers vegna svona gífurlega mikill munur er á iðgjöldum ungra og eldri ökumanna. Ástæðan er sú að ungir ökumenn lenda mun oftar í umferð- aróhöppun en þeir sem eldri eru og tjón sem þeir valda er einnig meira hjá þeim. Ökumenn á aldrinum 17-24 ára eiga aðild að um 20% allra umferð- aróhappa á Islandi og samkvæmt upplýsingum Sambands íslenskra tryggingafélaga valda þessi óhöpp um þriðjungi alls tjóns sem trygg- ingafélögin þurfa að bæta. Sjónar- mið tryggingafélaganna er að eðli- legt sé að þessir ungu ökuménn taki meiri þátt í að greiða þetta tjón en hinir eldri sem síður lenda í tjóni. Hver verða viðbrögðin? Ekki er ljóst hvernig trygg- ingafélögin bregðast við útspili Ibex. Segja má að þau hafi tvo kosti, annars vegar einfaldlega að lækka hjá sér iðgjöldin og hins vegar að breyta uppbyggingu gjaldskrárinnar þannig að sumir lækki en aðrir ekki. Þau gætu t.d. ákveðið að hækka iðgjöld hjá ung- um ökumönnum eða breyta gjald- svæðum. Þau gætu einnig aukið tengingu bifreiðatrygginga yið aðrar tryggingar þannig að afslátt- ur aukist ef tryggingapakkinn er stór. Til eru þeir sem telja að trygg- ingafélögin muni fara út á þá braut að láta þá sem eiga börn á tánings- aldri greiða hærra iðgjald. Ástæð- an er sú að ungir ökumenn aka gjarnan á bílum foreldra sinna og valda tjóni á þeim. Tjónatölur tryggingafélaganna sýna að óhöpp eru tíð hjá ungum ökumönnum, fækkar síðan og fjölgar aftur þeg- ar fólk kemst á miðjan aldur. Ástæðan er talin vera sú að margt ungt fólk lendir í óhöppum á bílum foreldra sinna. Vegna hárra ið- gjalda hafa yngri ökumenn einnig freistast til að skrá bíla sína á for- eldrana. Talsmenn tryggingafélaganna segja að Ibex sé með sölu FÍB- Tryggingar að fleyta rjómann ofan af íslenska tryggingamarkaðinum. Markmið þeirra sé að fá til sín bestu ökumennina en skilja hina eftir hjá hinum félögun- um. Gísli Maack vátrygg- ingamiðlari, sem selur FIB-Tryggingu, segir að þeim hafi verið falið að koma með tryggingu fyrir félagsmenn FIB. Hún sé því sniðin að þeirra þörfum. Hann bendir á að 98% félagsmanna FÍB sé eldri en 25 ára. Tjónatölur bendi ekki til þess að ástæða sé til að hafa iðgjöld ungra ökumanna lægri. Segja Ibex vera að fleyta rjómann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.