Morgunblaðið - 21.09.1996, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 31
AÐSEIVIDAR GREIIMAR
Þankabrot um verð-
launaljóð o g prósa
A LISTAHATIÐ
’96 var meðal annars
efnt til ljóðasam-
keppni og bárust 525
ljóð frá um 200 ljóð-
skáldum. Meira barst
af hefðbundnum
ljóðum en dómnefnd-
in átti von á en meiri-
hlutinn var þó undir
svokölluðum „fijáls-
um háttum“. Síðan
var gefin út ljóða-
bókin „Blánótt" með
ca. 10% af afrakstr-
inum. Vissulega
ánægjulegt, ef ljóð-
skáldin eru í vaxandi
mæli farin að hagnýta sér ljóð-
stafi og rím!
Menningararfleifð okkar í ljóða-
gerð hefir allt frá lýðveldisstofnun
oftar en ekki verið eitthvað, sem
helst þurfti að misþyrma rækilega
til að vera nútímalegur og vekja
athygli.
A hátíðastundum er engu að
síður ávallt í ræðu og riti rætt um
varðveislu þjóðlegrar menningar,
ræktun bókmenntaarfsins o.s.frv.
í tilefni alþingishátíðar 1930
var efnt til ljóðasamkeppni sem
bar ríkulegan ávöxt í glæsilegum
Guðmundur
Guðmundarson
ljóðum. Tónskáldin
heilluðust og sömdu
fögur lög. Uppskeran
var og verður ávallt
meðal dýrgripa þjóðar-
innar. Og sagan end-
urtók sig við lýðveldis-
stofnun 1944. Síðan
hefir verið býsna hljótt
um hátíðaljóðasam-
keppni þar til nú.
Þegar framan-
greindar sigurgöngur í
Ijóðum og tónum eru
hafðar í huga ásamt
tækifærisljóðum af
ýmsu tilefni, þá kemur
1. verðlauna-ljóðið
„Blánótt“ nokkuð á óvart. Þetta
er bálkur „myndríkur og marg-
ræður“ eftir heimspekinginn og
ljóðskáldið Gunnar Harðarson.
Blánótt. Hugleiðing
„Út í fínmalað kaffið/bættirðu
kardimommum/og settir í eirlitaða
ketilinn/hinkraðir þangað til vatn-
ið fór aftur að sjóða/helltir í smá-
bollana freyðandi vökvanum. /Og
í dauflýstri stofunni/sveif kliður-
inn líkt og reykur,/ leið út um
opinn gluggann, út á götu/þar sem
léttklæddir skuggar flöktu á mild-
Helgi Hálfdanarson
Lágt sýrustig
NÝLEGA birtist í einu Reykjavík-
urblaðanna grein, sem bar fyrir-
sögnina „Auknar gáfur tengdar
við lágt sýrustig í heilanum".
Þetta var ágæt grein, fróðleg og
vel skrifuð. Að þvi einu varð fund-
ið, að i þessari fyrirsögn hefði
ekki átt að standa „lágt sýrustig"
heldur „hátt sýrustig", enda kem-
ur það fram í greininni, að með
orðinu „sýrustig“ er átt við pH-
stigann, svo sem er föst málvenja
í fræðunum þeim arna. í greininni
segir: „Lífeðlisfræðingurinn ...
komst að því að þvi basískari sem
efnasamböndin í heilaberkinum
reyndust, þeim mun greindari var
viðkomandi einstaklingur, ..og
vísar það til hækkandi sýrustigs.
Sama dag birtist í sama blaði
önnur grein, sem bar yfir þvera
síðu fyrirsögnina „Magasýrustigið
hærra í Bandaríkjunum". En af
greininni var ljóst, að þar hefði
átt að standa „lægra“ í stað
„hærra".
Nú er það svo, að ekkert er
eðlilegra en að þarna verði rugl-
ingur á, enda hafa þess orðið
dæmi hvað eftir annað í blaða-
skrifum. Blessaður pH-stiginn er
sem sé þannig hugsaður, að á
honum mælist „sýrustigið“ þeim
mun lægra sem hið mælda efni
er súrara.
Það liggur í augum uppi, hvað
þessi málnotkun er andkannaleg,
því svo er að sjá sem mæling sýni
þeim mun fleiri mælieiningar sem
minna er af því sem mælt er.
Fyrir nokkrum árum benti und-
irritaður á það í greinarkorni í
Morgunblaðinu, að mjög væri
ruglazt á þessu, sem vonlegt væri,
og eðlilegt að orðanotkun af þessu
tagi hneykslaði málkennd manna.
Það skiptir máli, að hægt sé um
að ræða á þann hátt sem almenn-
ingi getur þótt eðlilegur, en að
sjálfsögðu án þess brotið sé gegn
því sem tíðkast í fræðunum. Þess
gerist æ brýnni þörf í þjóðfélagi
sívaxandi iðnvæðingar, enda þótt
fræðimenn geti sem bezt komizt
af með það sem venjan hefur helg-
að.
Svo kynni að virðast sem ekki
þyrfti annað en að hafa hér á
hausavíxl, kalla sýrustigið basa-
stig, og væri þá öllu réttlæti full-
nægt. Svo einfalt er málið ekki.
Orðið „sýrustig" á sér erlenda
samsvörun og staða þess er sterk-
ari en svo, að við því verði hrófl-
að. En í Morgunblaðsgrein þeirri,
sem hér var getið, segir svo:
„Hins vegar mætti einnig hafa
hér annan hátt á, þegar svo ber
undir, svo að einhverju öðru orði
yrði við komið, og þá notuð mæli-
tala, sem fengist af réttu hlutfalli
mælieininga og magns. Auðvitað
yrði sú mælitala að vera í sam-
ræmi við pH-stigann og fást
hveiju sinni án reiknings að heitið
gæti. Lægi þá beint við að leggja
neikvæða logrann af mólstyrk
hítroxíl-jóna til grundvallar. Ekki
mætti það þó vera nema óbeinlín-
is, og nota þyrfti aðra stærðar-
gráðu en tölur pH-stigans, til þess
að ekki yrði þar ruglingur á.
(Næsta stærðargráða fyrir ofan
yrði hæfíleg.) Einföld og þægilega
glögg lausn væri, að mælitalan
fylgdi pH-stiganum öfugum á
þann hátt, að pH=7 samsvaraði
tölunni 100. Sé pH-gildi lægra en
7 (í súrum vökva), samsvaraði það
hærri tölu en 100; en pH-gildi
hærra en 7 (í bösuðum vökva)
samsvaraði lægri tölu en 100. Sé
tala þessi kölluð t.d. „súrtala" (St),
yrði hún hveiju sinni:
St = (-log [OH']+3)xlO
en það jafngildir:
St = (17-pH)xlO
Með þeim hætti fengi hlutlaus
vökvi St=100; vökvi með pH=5
fengi St =(17-5)xl0 = 120; og
vökvi með pH=9,3 fengi á sama
hátt St = 77.
Eða, svo dæmi séu tekin: hreint
vatn hefði St = 100; en 0,1 M
saltsýra hefði St = 160.
Þannig yrði súrinn í hvaða
vökva sem væri, tilgreindur svo
sem venja er til um mælingar, að
mælitalan verður þeim mun hærri
sem meira er af því sem mælt er,
en ekki öfugt.
Tillaga þessi er hér með ítrekuð
til athugunar, ef ekki til gamans,
þá í alvöru.
Kynslóðabilið og
ruglingurinn, segir
Guðmundur Guð-
mundarson, er orð-
inn hrikalegur í svo-
kallaðri ljóðagerð.
um veggjum/og hlátrar og vélhjól
brutu upp samhljóma torgsins.
/Með sykurhúðuðum kökum/sýnd-
irðu okkur landsvæði andstæðra
fylkinga/útskýrðir staðhætti og
aðstæður/ hvernig þorpin breytt-
ust í Iínur/ Talaðir við okkur um
kvöldið allt með leiftur í aug-
um/við gný af fjarlægum þrum-
um/...“
Þetta er aðeins upphaf bálksins,
16 fyrstu af 131 ljóðlínu. Greina-
stærð Morgunblaðsins leyfír ekki
lengri tilvitnun.
Þeir ritdómar, sem ég hef séð
ásamt ummælum dómnefndar eru
hástemmt lof. Skyldu tónskáldin
vera andvaka af innblæstri og
löngun til að túlka textann í tón-
um?
Hér á í hlut hámenntaður og
óumdeildur gáfumaður. Því miður
verð ég að viðurkenna að mér
finnst „Blánótt. Hugleiðing“ ekki
vera ljóð heldur laust mál, prósi í
mislöngum línum. Það er löngu
tímabært að fram fari aðgreining
á ljóðum, bundnu máli og prósan-
um, sem er óbundið mál, skáld-
sagnamál, andstætt ljóðmáli.
Þessu ættu dómnefndir vissulega
að gera sér grein fyrir, þegar ljóða-
samkeppni er háð.
Satt að segja grunar mig að
andleg meltingarfæri margra ljóð-
elskra íslendinga eigi erfítt með
að kyngja, hvað þá melta þessar
hugleiðingar sem ljóð. Þótt snjallar
hugdettur séu á víð og dreif í þess-
um mikla bálki, þá er augljóst að
kynslóðabilið og ruglingurinn er
orðinn hrikalegur í svokallaðri
ljóðagerð.
Prósi
Prósinn er orðinn staðreynd,
sem á fullan rétt á sér sem prósi.
Prósaljóð er hinsvegar öfugmæli
nei, já eða óljóð. Með orðinu prósa-
ljóð er verið að reyna að keyra
um gamalgrónar lendur Ijóðagerð-
arinnar í einskonar afturábak gír.
Nudda sér utan í ljóðlistina. Orðið
prósi segir allt sem segja þarf.
Háskólinn hikar ekki við að lof-
syngja allskonar prósahugdettur
og vangaveltur sem ljóð. Hann
ætti vissulega að vera í forystu-
hlútverki og greina þarna á milli.
Lofa ljóðhefðinni og prósanum að
þróast, án þess að stofna til hjóna-
bands á fölskum forsendum.
„Ungu skáldin hafa það mikil-
væga hlutverk, að flytja arfínn
milli kynslóða.“ Þetta er orðrétt
eftir þeim mæta manni Þórði
Helgasyni, lektor, sem átti verð-
launaljóð nr. 2, sem er snjöll son-
netta. Hann hefur líka gaman af
„afturábak gírnum“ og eru því
einnig 2 prósar eftir hann í Blánótt.
Fífldirfska
Það nálgast að sjálfsögðu fífl-
dirfsku hjá leikmanni að efast um
að arfinum sé til skila haldið í 1.
verðlaunaljóðinu. Þar er við dóm-
nefndina að sakast, ekki skáldið.
Við vitum flest að til þess að
yrkja ljóð, sem standa undir nafni
þurfa menn að vera gæddir skáld-
gáfu, aga og yfirvegun. Ég hef
áður vakið á því athygli að ýmsir
styrkþegar meðal ljóðskálda eru
taldir „sjení“, þótt afurðirnar séu
aðallega prósi sem sárafáir nenna
að lesa. Jafnframt telja þeir sig
hina einu sönnu bjargvætti ís-
lenskrar ljóðmenningar.
Þjóðin hefir mikið dálæti á ljóð-
um og einnig lausavísum. Hagyrð-
ingar eru í hávegum hafðir um
land allt og þegar þeir leiða saman
hesta sína er jafnan húsfyllir og
mikil hrifning.
Skólar
Barna- og unglingaskólarnir
hafa miklu hlutverki að gegna
gagnvart ljóðlistinni. Um þessar
mundir er að hefjast nýtt skólaár.
Það er vægast sagt furðulegt að
enn skuli vera notast við falsaðar
kennslubækur og rit um bók-
menntir og mannkynssögu.
Það er einnig afleitt að fræðsla
um ljóðagerð skuli vera flókin og
leiðinleg í stað þess að kennarinn
leiði bömin við hönd sér, lesi með
þeim ljóð þjóðskáldanna og
skemmtilegar vísur og útskýri um
leið mikilvægi ljóðstafa og ríms.
Því miður eru dæmi þess að
kennarar skapi sér vinsældir hjj
börnunum með því að láta þau
sleppa við að læra utan að ljóð.
Mikilvægt er að hagnýta
kennslu til að vekja áhuga og að-
dáun barna og unglinga á ljóða-
gerð í stað þess að láta þau halda
að hér sé um einhverja galdra-
formúlu að ræða.
Með von um að íslensk ljóð-
menning blómstri um ókomin ár!
Höfundur er framkvæmdasijóri.
Tabita tilbúnar
gardínulengjur
145x225 cm / 2 í pk. f
1.975,j
Sefyr 25 lampi
og Zirkon 37 skermur
2.645,-
Backdun dúnsængl
og koddi
5.450:
Ginia
felligardína
80x160 cm
2.970,-
Gunita tilbúnar
gardínulengjur
145x225 cm / 2 í pk.
7.375,-
Tabita
sængurverasett
100% bómull
1.975.-
#1/.-
mmm
Rajgrás rúmteppi
180x280 cm
Vefnaöarvörudagsr í IKEA
Urval efna hefur oft verið gott en
aldrei sem nú. Ásdís Jóelsdóttir
textilhönnuður veröur til ráðgjafar um efnis-
kaup, hugmyndir og saumaskap á gardínum,
himnasængum, dúkum, púðum o.fl. í dag,
laugardag milli 13 og 17.
1
fyrir allti snjalla
Holtagöróum viö Holtaveg / Póstkröfusími 800 6850