Morgunblaðið - 21.09.1996, Page 32
32 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
HA UKUR
GUÐJÓNSSON
+ Haukur Guð-
jónsson fæddist
í Þórkötlustaða-
hverfi í Grindavík
hinn 29. október
1927. Hann lést
hinn 12. september
siðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Guðjón Jóns-
son og Guðbjörg
Pétursdóttir frá
Höfn í Grindavík.
s- ,Haukur var elstur
'"'s fimm barna þeirra.
Hin eru: Guðmund-
ur, Pétur, Jón Elli
og Guðbjörg.
Haukur gekk að eiga Agnesi
Árnadóttur hinn 27.10. 1956.
Eignuðust þau fjögur börn sam-
an. Þau eru: 1) Árni B., f. 27.6.
1956, í sambúð með Hólmfríði
Georgsdóttur og á
hún fjögur börn. 2)
Guðjón, f. 30.1.
1958, kvæntur
Þórnýju Harðar-
dóttur og eiga þau
tvö börn. 3) Pétur
R., f. 18.9. 1959,
kvæntur Dórótheu
Jónsdóttur og eiga
þau þrjú börn. 4)
Bryndís, f. 31.1.
1961, gift Skúla E.
Harðarsyni og eiga
þau tvær dætur.
Fyrir átti Agnes
dótturina Guðrúnu
Helgu Pálsdóttur, f. 14.1. 1953,
og á hún einn son.
Utför Hauks Guðjónssonar
fer fram frá Grindavíkurkirkju
í dag og hefst athöfnin klukkan
11.
Okkur langar að minnast Hauks
Guðjónssonar tengdaföður okkar í
örfáum orðum og þakka honum
fyrir þau ár sem við fengum að
eiga með honum. Haukur Guðjóns-
son var fæddur í Þórkötlustaða-
hverfi í Grindavík. Hann bjó í einu
af þremur hiísum sem stóðu í Nes-
inu og var kallað Höfn. Þegar
Haukur var um 16 ára fluttist fjöl-
skyldan í Járngerðisstaðahverfið
og var húsið flutt úr Nesinu og
stendur það við Túngötu 7 í Grinda-
vík.
Haukur fór ungur til sjós og var
skipstjóri á nokkrum skipum en
lengst var hann á Má GK-55 sem
hann stjórnaði í 24 ár, og reyndist
hann farsæll skipstjóri. Varð hann
svo að láta af sjómennskunni vegna
Veikinda. Eftir það fór hann að
vinna í landi. Tók hann að sér vél-
stjórn í Hraðfrystihúsi Grindavíkur
hf. og vann þar þangað til það
hætti rekstri. Að þeim tíma loknum
vann hann í nokkurn tíma hjá Neta-
gerðinni Möskva í Grindavík.
Hinn 18. mars 1992 missir
Haukur eiginkonu sína Agnesi
Árnadóttur, aðeins 64 ára að aldri.
Var það honum og allri fjölskyld-
unni mikill missir. Haukur og Ag-
nes keyptu lítinn sumarbústað við
Þingvallavatn sumarið 1991 ásamt
dóttur sinni Bryndísi og Skúla
tengdasyni sínum. Bryndís, Skúli
og dætur voru búin að útbúa Iitla
paradís á Þingvöllum ásamt Hauki.
Nú þegar hans nýtur ekki lengur
við mun þessi paradís standa sem
minning um Hauk og verk hans
þar. Áhugi Hauks á sumarbústaðn-
um, endurbætum og gróðursetn-
ingu var mjög mikill og hjálpaði
það honum mikið eftir missi eigin-
konu sinnar.
Haukur og Skúli tengdasonur
hans áttu þar margar góðar stund-
ir og voru með ýmis framtíðar-
áform um gróðurinn og uppbygg-
ingu á bústaðnum og svæðinu í
kring. Margar voru ferðirnar þar
sem þeir fóru uppí bústað jafnt á
sumri sem vetri þó ekki væri til
annars en líta eftir að allt væri í
lagi, því eldmóður Hauks var eink-
t
AUÐUR SNORRADÓTTIR,
Langholtsvegi 178,
lést á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn fimmtudaginn 19. september.
Útför auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Tómas H. Ragnarsson,
Brynjar Tómasson,
Berglind Ósk Tómasdóttir,
Birgir Örn Tómasson.
t
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi
og langafi,
BRYNJÓLFUR GUÐJÓN ÁRSÆLSSON,
Hraunbæ 103,
Reykjavík,
lést 19. september.
Útförin auglýst síöar.
Brynjólfur Þór Brynjólfsson, Ragnheiður Jónsdóttir,
Guðrún Brynjólfsdóttir, Jón Ágúst Brynjólfsson,
Brynjólfur Guðjón Brynjólfsson, Ragnar Þór Magnússon.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda-
móðir og amma,
ARNDÍS M. ÞÓRÐARDÓTTIR,
Granaskjóli 34,
sem andaðist 12. september, verður
jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn
24. september kl. 13.30.
Baldur Sveinsson,
Þórunn B. Baldursdóttir, Magnús Óskarsson,
Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir,
Baldur Örn Magnússon.
MINNIIMGAR
ar mikill og gaf hann ekkert eftir
sér yngri mönnum. Sér Skúli hér
á eftir tengdaföður sínum og ekki
hvað síst mjög góðum vini. Pétur
sonur Hauks og Dóra tengdadóttir
hans eiga sumarbústað á sama
svæði aðeins spölkorn frá og var
mikið ráðgert um uppbyggingu
ttjáræktar, því Haukur átti mikinn
og fallegan garð heima hjá sér í
Grindavík þannig að hann gat miðl-
að upplýsingum til okkar sem höfð-
um ekki þessa þekkingu og reynslu
á garðrækt. Haukur var líka órag-
ur að nota ýmsar aðferðir við gróð-
ursetningu á trjám. Hann var mik-
ið fyrir að keyra um og alltaf var
hann boðinn og búinn að keyra
okkur ef við þurftum á að halda.
Haukur fór mikið út í Nes þar
sem hann var alinn upp. Tók hann
þá oft hressilega göngu enda er
þama gott útsýni yfir sjóinn og
hafði Haukur gott auga fyrir því
sem í fjörunni leyndist. Einnig var
gott útsýni úr Nesinu yfir sjóinn
þar sem hann fylgdist oft með son-
unum Árna og Guðjóni þegar þeir
voru úti á trillunni sinni. Haukur
var alltaf boðinn og búinn til að
aðstoða þá og grípa inn í ef á þyrfti
að halda í sambandi við útgerðina
enda var þeirra samstarf mjög gott
og oft leitað til hans með ráðlegg-
ingar. Árni sonur Hauks býr á efri
hæð hússins á Staðarhrauni 2 í
Grindavík ásamt fjölskyldu sinni.
Mikið öryggi var fyrir Hauk að
vita af þeim uppi eftir missi eigin-
konu sinnar, enda var vel litið til
með honum af þeim og samgangur
mikill milli hæða. Því verður erfitt
á næstunni á Staðarhrauninu því
tómarúmið er mikið.
Haukur var kistulagður hinn 18.
september 1996 á 37. afmælisdegi
sonar síns Péturs og 17 ára afmæl-
isdegi Agnesar dóttur Péturs. Bíl-
prófíð þreytt sama dag hjá þeirri
ungu stúlku, mjög tilfinningaríkur
dagur.
Haukur var mjög góður afí barn-
anna. Oft var leitað til hans á leið
til og frá skóla og þá voru hjólin
oft geymd á stéttinni meðan á
skólatíma stóð, og ekki má gleyma
að alltaf átti afi eitthvað til að
stinga að þeim þegar þau komu
við á Staðarhrauninu. Afabörnin
munu sárt sakna hans því nú er
enginn afi þar lengur.
Við tengdabörn Hauks Guðjóns-
sonar kveðjum hann nú með sökn-
uði og þökkum honum fyrir allt sem
hann gerði fyrir okkur og umhyggj-
una sem hann bar fyrir okkur. Biðj-
um við Guð að styrkja þig á nýju
tilverustigi. Blessuð sé minning þín.
Við kveðjum Hauk með þessum
sálmi.
Þessi dagur nú úti er,
en náttar tíð að höndum fer.
Guð minn góður, ég gef mig þér,
gættu nú enn í nótt að mér.
Veittu mér, Drottinn, værð og ró,
vek mig á réttum tíma þó.
Líkaminn sofi sætt sem ber,
sálin og andinn vaki í þér.
(S. Jónsson frá Presthólum.)
Skúli, Dóra,
Þórný og Fríða.
Það var erfitt að trúa því þegar
okkur barst sú fregn að pabbi hefði
orðið bráðkvaddur á sínum venju-
lega morgunrúnti úti í Nesi, því sem
hann dáði svo mjög, enda uppalinn
þar. Það voru ófáar ferðirnar sem
hann fór þangað, bæði til að ganga
um sér til heilsubótar, horfa á sjó-
inn og fýlgjast með okkur bræðrum,
þegar við vorum að draga grá-
sleppunetin. Hann fylgdist grannt
með okkur, hringdi oft í okkur til
að spyrja um fiskiríið, og alltaf var
hann mættur á bryggjuna þegar
við komum í land, og hjálpaði til
við löndun, enda áhuginn mikill.
Hans verður sárt saknað þar. Hann
var alltaf tilbúinn að aðstoða okkur
við allt sem viðkom trillunni.
Pabbi var hörkuduglegur til
vinnu, við allt sem hann tók sér
fyrir hendur, og hlífði sér í engu,
þó heilsan væri ekki alltaf upp á
það besta hin síðari ár. Hann festi
kaup á sumarbústað fyrir nokkrum
árum við Þingvallavatn ásamt
Bryndísi dóttur sinni og manni
hennar Skúla. Hann hafði mikið
dálæti á þeim stað og naut sín vel
þar við uppbyggingu og gróðursetn-
ingu. Höfðu þau nýverið fest kaup
á landi við hliðina á bústaðnum, þar
sem hann hugðist rækta upp, enda
var hann alltaf mikill garðyrkju-
maður. Skúli tengdasonur hans var
honum eins og sonur, og mikill
kærleikur var með þeim.
Það verður erfitt að hugsa sér
veru þar án hans, en eflaust svífur
andi hans þar yfir vötnum.
Að lokum vil ég þakka honum
fyrir þann hlýhug og móttökur sem
hann sýndi minni sambýliskonu og
hennar fjölskyldu, þegar þau fluttu
að Staðarhrauni 2 á haustmánuðum
1992. Hann var alltaf tilbúinn að
aðstoða við allt sem hann var beð-
inn um. Ég vil þakka pabba fyrir
öll árin sem við áttum samleið, nú
þegar hann hverfur á annað tilveru-
stig, þar sem mamma og aðrir ætt-
menn munu taka vel á móti honum.
Hinsta kveðja.
Hans sonur
Árni B. Hauksson.
Við viljum minnast þín, elsku
afi, með fáeinum orðum. Það er
mjög erfitt að sætta sig við það og
trúa því að þú sért farinn frá okk-
ur. Þetta gerðist mjög skyndilega.
Við áttum alls ekki von á að þú
færir svona fljótt. Við munum ávallt
geyma allar þær góðu stundir sem
við áttum saman. En við eigum
eftir að sakna þess að geta ekki
komið til þín og heimsótt þig. Því
þú gast alltaf glatt okkur og gefið
okkur eitthvert góðgæti. Það var
alltaf gaman að koma og hjálpa þér
í garðinum því amma bakaði alltaf
pönnukökur handa okkur. Þú varst
alltaf til í að koma með okkur og
sýna okkur Nesið þar sem þú bjóst
þegar þú varst lítill, og rúnta með
okkur hingað og þangað. Það var
gaman að fá að koma með þér,
afi, upp í sumarbústað því þú hafð-
ir svo gaman af að sýna okkur
hvað þú varst að gera.
Það verður mjög erfitt að eiga
enga ömmu og afa til að heim-
sækja á Staðarhraunið. Þú munt
lifa í minningu okkar alla tíð. En
nú ertu kominn til ömmu og við
vitum að þér líður vel hjá henni.
Við munum aldrei gleyma hvað þú
varst góður og frábær afi.
Blessuð sé minning þín.
Þín barnabörn.
HREIÐAR
JÓNSSON
+ Hreiðar Jóns-
son fæddist í
Bollakoti í Fljóts-
hlíð 19. janúar 1918.
Hann lést á Selfossi
14. september síð-
astliðinn. Foreldar
Hreiðars voru hjón-
in Jón Björnsson,
bóndi í Bollakoti, og
kona hans, Arndís
Hreiðarsdóttir.
Systkini hans voru
sjö: Halla, látin, var
verkakona í Reykja-
vík; Júlíus, látinn,
var trésmiður í
Reykjavík, var
kvæntur Rannveigu Guðjóns-
dóttur; Helgi var bóndi í Bolla-
koti en dvelst nú á Kirkjuhvoli
á Hvolsvelli; Ragnar var bóndi
í Bollakoti, dvelst einnig á
Kirkjuhvoli, var kvæntur Þor-
björgu Björnsdóttur, látin; Þor-
björn, var bóndi á Grjótá í
Fljótshlíð, kvæntur Helgu
Sveinsdóttur, látin,
hann dvelst nú einnig
á Kirkjuhvoli; Sigur-
laug, húsmóðir í
Reykjavík, gift
Hannesi Ágústssyni;
Þórunn húsmóðir í
Hafnarfirði, gift
Sigurgeiri Guð-
mundssyni vélsljóra.
Árið 1979 kvæntist
Hreiðar Guðrúnu
Ernu Sæmundsdótt-
ur. Foreldrar henn-
ar voru Sæmundur
Bjarnason, látinn, og
kona hans, Kristín
Grímsdóttir. Guðrún
var áður gift Lúðvík Friðrik
Jónssyni, d. 1976, og átti með
honum átta börn. Þau eru: Lo-
vísa Kristín, Erna, Guðmundur
Rúnar, Ægir, Jón, Grímur, Sæ-
unn og Sólveig Friðrikka.
Útför Hreiðars fer fram frá
Hlíðarendakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 16.
Einn þér sóma og æru gaf
sá alla hluti styður,
þínum Ijómar aupm af
yndi.blíða og friður.
(Guðm. Torfason.)
Hreiðar var í foreldrahúsum til
fimmtán ára aldurs þegar hann fór
sem vinnumaður í Árkvörn til Páls
Sigurðssonar bónda og konu hans,
Höllu Jónsdóttir. Hreiðar fór á
nokkrar vertíðir til Vestmannaeyja.
Þegar Páll hætti búskap árið 1963
tók Hreiðar við búinu. Gekk Hreiðar
yngstu systur minni, Sólveigu, strax
í föður stað, enda barngóður með
eindæmum og tók maður eftir því
hvað börn hændust að honum. Árið
1989 hættu þau búskap og fluttu
að Smáratúni 8 á Selfossi. Þar kunnu
þau vel við sig, enda hesthús og
smiðja í skúr á lóðinni. Smíðaði
Hreiðar skeifur í smiðjunni eins og
hann hafði gert fyrir austan, hafði
hann yndi af hestum og hross var
hann með fyrsta veturinn í Smárat-
úninu.
Hreiðar hafði mjög gaman af söng
og söng hann með kirkjukór Fljóts-
hlíðar alla tíð og einnig með kór
eldri borgara á Selfossi eftir að hann
flutti á Selfoss. Þegar ég hugsa til
Hreiðars þá kemur ávallt í huga
minn kolaofninn í kjallaranum þar
sem brenndar voru spýtur sem til
féllu, dagblöð og allt rusl sem brenn-
anlegt var, rauk þá oft mikið úr
strompinum.
Hreiðar og mamma ferðuðust
nokkuð og sérstaka ánægju höfðu
þau af bændaferðunum, þar sem þau
kynntust mörgu ágætis fólki. Mikið
hafði Hreiðar gaman af því þegar
hann fór í siglingu með Gunnari
mági mínum á Stokksey ÁR, er þeir
gengu um stræti stórborga og sá
Hreiðar þar ýmislegt sem hann hafði
aldrei augum litið.
Hreiðar hélt alltaf tryggð við sína
heimasveit, Fljótshiíðina, og fór oft
austur í Hlíð. í dag fer hann í sína
síðustu ferð austur í Fljótshlíð sem
hann hafði svo sterkar taugar til.
Kæri Hreiðar, við þökkum þér
samfylgdina og þá hlýju sem þú
barst til okkar alla tíð og þá birtu
sem þú gafst börnunum okkar. Elsku
mamma, megi Guð styrkja þig í sorg
þinni. Öðrum aðstandendum sendum
við samúðarkveðjur.
Vort er líf í herrans hönd,
hvar sem endar dagatal;
að láni hafa allir önd,
„unpr má, en gamall skal“.
(Séra Þorlákur Þórarinsson.)
Ægir, Ásgerður og börn.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski-
legt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra
ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár.
Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru
einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má
greinar til blaðsins á netfang þess
Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar
þar um má lesa á heimasíðum. Það eru
vinsamleg tilmæli að lengd greina fari
ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu-
bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.