Morgunblaðið - 21.09.1996, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 21.09.1996, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 35 MARÍA MA GNÚSDÓTTIR + María Magnúsdóttir fædd- ist í Hrútsholti í Eyjahreppi á Snæfellsnesi 25. febrúar 1918. Hún Iést á Landspítalanum hinn 12. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Foss- vogskirkju 20. september. Við sjáumst bara þegar við sjáumst næst, vorum við vanar að segja ég’og hún Maja mín þegar við kvöddumst þessi síðastliðin tíu ár sem ég hefi búið erlendis og komið til Islands. Ég ætlaði ekki heim í sumar en ákvað á síðustu stundu að drífa mig er systir mín eignaðist frumburð sinn nokkrum vikum fyrir tímann. Ég veit nú að ég átti líka að kveðja hana Maju mína í síðasta skipti. Heilsa ungu lífi, kveðja aldrað líf. Hún Maja mín kom inn í líf mitt þegar ég var tæplega tvítug. Hún var tengdamóðir mín í nokkur ár, síðan ein af vinkonum mínum. Hennar einfalda, rólega og nýtna líf hafði góð áhrif á mig. Pappír var strokinn, plastpokar þvegnir, mylsna var spöruð. Hún var til fyrir- myndar. Þegar börnin mín voru lítil kom ég oft eldsnemma í morgunkaffi til Maju. Hún var ein af þessum skemmtilegu morgunhönum. Búin að fara í laugina, komin með nauð- synlegustu rúllurnar í hárið og oft með ijúkandi pönnukökur. Börnin mín hjöluðu og skriðu um gólfin hennar og iðulega var ég leyst út með dýrindis hosum sem hún hafði pijónað úr marglitum afgöngum. Síðustu árin var hún oft döpur yfir hvað sjónin var farin að gefa sig, hætt að pijóna, gat lítið lesið og erfitt að horfa á sjónvarpið. „En gleraugun tek ég ekki af mér, þau eru hluti af mér.“ Læknirinn hafði sagt að þau gerðu lítið gagn. Seint í ágúst á fallegum morgni kom ég í síðasta skipti til Maju minnar. Ég hringdi á undan mér til að athuga hvort hún væri komin úr lauginni, sem var hennar ær og kýr allan ársins hring. Hún svaraði með glettnum þjósti: „Ég má ekk- ert vera að því að tala við þig, því ég er að baka pönnukökur handa þér. .. ertu ekki að koma?“ Ég kom um níu og hún tók á móti mér með svuntu og nýbakaðar pönnsur. Við höfðum sama háttinn á og venjulega, ég smurði mitt ban- anabrauð, útbjó te og borðaði pönnukökur. Borðaði óvenju marg- ar í þetta skipti, stóð alveg á blístri, svo hjálpuðumst við að við uppvask- ið. Hún sýndi mér í myndaskúffuna sína. Þar voru myndir af börnum og barnabörnum sem hún var mikið stolt af. Þar sem ég kem ekki svo oft heim var oft komið nýtt barn í skúffuna sem hún varð að sýna mér. Síðan hallaði Maja sér í sóf- ann, ég settist við höfðalagið henn- ar og við spjölluðum vitt og breitt. í þetta skipti spurði ég hana hvað hún héldi að gerðist eftir dauð- ann. „Ekkert," svaraði hún. „Ég fer bara til hennar Önnu minnar." Anna var einkadóttir hennar sem hún missti fyrir nokkrum árum og saknaði mikið. Mikið á ég eftir að sakna okkar morgunstunda og ekki að fá að heyra „Guð á grasi“ þegar hún verður hissa. En núna er hún kom- in til hennar Önnu sinnar og þar er örugglega fagnaðarfundur. Sonum hennar, barnabömum og fjölskyldum þeirra sendi ég mínar samúðarkveðjur. Far þú með friði, Maja mín. Við sjáumst bara þegar við sjáumst næst. Sigrún Sigurðardóttir. EGGERT HANNESSON + Eggert Hannesson fæddist í Hafnarfirði 22. janúar 1944. Hann lést 14. september síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 20. september. Þú barst með þér sólskin og svalandi blæ, það sáu víst flestir er komu á þinn bæ. Þó harmandi væru og hryggir í lund þá hressti og nærði þín samverustund. Með ástkærri þökk fyrir umliðna tíð, örugga vináttu og orðin þín blíð. Við kveðjum þig vinur sem fórst okkur frá og framar á jarðríki megum ei sjá. (Ágúst Jónsson) Er sárasta sorg okknr mætir og söknuður huga vorn grætir, þá líður sem leifur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H.) Elskulegur vinur er látinn. Hann fékk lausn frá þessu lífi og langvar- andi heilsuleysi og með örfáum orð- um langar mig að minnast hans. Það var vorið 1957 að leiðir okkar fyrst lágu saman í kaupavinnu í Fló- anum. Fljótt tókst með okkur mikil vinátta sem haldist hefur alla tíð síð- an. Óli var mjög lífsglaður og hvers manns hugljúfi, ég man aldrei eftir honum í leiðu skapi og alltaf sá hann það spaugilega í fari hvers og eins. Hann var sérstaklega barngóður og natinn við dýr, hafði yndi af hest- um og vann sér það til að fara langa leið eftir hestunum, þegar hann átti að sækja kýrnar, þó þær væru mun nær en hestamir. Óli var tónlistarmaður mikill, spil- aði á harmoníku og hafði gaman af söng. Söng hann með karlakórnum Þröstum í Hafnarfírði. Þrettán ára gamall spilaði hann í fímmtíu ára afmæli húsbónda okkar allt kvöldið og hélt uppi miklu fjöri. Ég held að uppáhaldslagið hans þá stundina hafí verið „Eyjan hvíta“ og það kenndi hann mér að spila á nikkuna sina. Þannig var að húsmóðir okkar var þýsk og gat ekki sagt Eggert, svo við kölluðum hann Ola og gerum enn. Föstudagskvöldið 16. ágúst sl. skruppum við hjónin að Laugarvatni að heimsækja þau Þóreyju og Óla á nýja sumardvalarstaðinn þeirra. Það fór vel um þau þar, Óli hafði orð á því hvað honum liði vel, hann hafi ekki verið svona hress í langan tíma. Þetta var yndisleg stund sem við áttum þarna saman, við höfum átt margar góðar stundir saman í gegn- um árin og ber að þakka þær af heilum hug. Þórey mín, þér og börnunum, tengdabörnunum og litlu ömmu- og afastelpunum þínum, sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðar- kveðjur. Kæri vinur, hafðu þökk fyrir allar okkar stundir og Guð geymi þig á nýja staðnum. Guðbjörg. Elskulegur frændi okkar, Eggert Ó.F. Hannesson, er farinn, farinn til móts við sína. Eggert var prent- ari að mennt og starfaði við þá iðn í hinum ýmsu prentsmiðjum. Árið 1983 gerðist hann framkvæmda- stjóri og aðaleigandi Prentverks Borgarness hf. + Þorgeir Jónsson fæddist á Möðruvöllum í Kjós 12. ág- úst 1921. Hann lést í Reykjavík 24. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Reynivalla- kirkju 31. ágúst. Mig langar að minnast afa míns í örfáum orðum. Mig langar að þakka fyrir þann tíma sem ég fékk að dvelja á sumrin hjá honum, ömmu og Jonna i æsku. Mér finnst ég hafa haft mjög gott af því að hafa fengið að alast upp í sveitinni í kringum dýrin í náttúrunni. Ég man hvað ég var stoltur er afi hringdi og bað mig að koma og hjálpa sér um sumarið. Ég var ein- ungis tíu ára gamall og þótti mér það ansi spennandi. Að fá að keyra dráttarvélarnar og fara á hestbak var eitt það skemmtilegasta sem maður fékk að gera á þessum tíma. Við vorum mörg frændsystkinin sem dvöldum í sveitinni og var margt brallað. Óhætt er að segja að við Jón Þorgeir frændi reyndum oft mjög á þolrifín í afa með prakk- arastrikum okkar. Afí var þó alltaf góður við okkur og fyrirgaf okkur hveija vitleysuna á fætur annarri. Hann var oft áhyggjufullur er ég og Jón Þorgeir vorum á traktorun- um því honum fannst við keyra heldur hratt og talaði oft um að við ferðuðumst í loftköstum. Óhætt er að segja að hann hafi fylgst vel Þegar maður ætlar að fara að rifja upp kynni sín við Eggert kemur helst upp í hugann hversu mikill barnakarl hann var, ávallt hress og kátur. Hann tók alltaf mikinn þátt í leikjum okkar barnanna og vart mátti milli sjá hver hafði meira gam- an af ærslunum og látunum, hann eða við krakkarnir. Á mannamótum var hann hrókur alls fagnaðar, glens og grín virtust vera hans sérgrein. Elsku Þórey, Böðvar, Rúrí og Heiða, missir ykkar er mikill og vilj- um við systur votta ykkur og fjöl- skyldum ykkar okkar dýpstu samúð. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr, en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson) Sigríður Þóra og Guðbjörg. með okkur krökkunum því það var alveg sama hvað við gerðum, alltaf virtist hann vita af því. Afi var alltaf mjög þakklátur ef maður rétti honum hjálparhönd. Mér er sérstaklega minnisstætt er ég kom eitt haustið, u.þ.b. 18-19 ára gamall, til að hjálpa honum að hirða eitt tún sem þá var eftir. Það var á virkum degi og bjóst afí ekki við neinni hjálp þann daginn. Er heyið var komið í hlöðu og komið var að kveðjustund var afí sérstak- lega þakklátur. Það var alltaf mjög gaman er mikjð var um að vera í sveitinni og sem flest systkini pabba voru í heimsókn. Bærinn stóð alltaf opinn fyrir öllum og var afí hinn ánægð- asti þó fjöldinn væri mikill. Afí var sérlega laginn við dýrin og sérstak- lega hafði hann gaman af hestum og kindum. Dýrin voru mjög hænd að honum og fannst mér oft með ólíkindum hve vel þau hlýddu hon- um. Hann kallaði t.d. á kindurnar og hestana með sérstökum hætti og komu þau þá til hans að vörmu spori. Afí átti orðið mjög erfítt nú í lokin vegna veikinda sinna og er hann nú kominn á stað þar sem honum líður vel. Mig langar að votta elsku ömmu, Jonna, ættingj- um mínum og vinum, mína dýpstu samúð. Guð veri með ykkur. Ingimundur Kárason. ÞORGEIR JÓNSSON OLAFUR ÁSMUNDSSON Ás- 4" Ólafur 1 mundsson fæddist á Tindstöð- um á Kjalarnesi hinn 18. september 1909. Hann lést í Reykjavík 12. sept- ember síðastiiðinn og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 20. septem- ber. Það var bjart yfir honum afa þegar ég kom heim upp úr há- deginu einn síðsumar- daginn núna í ágúst. Mamma og pabbi höfðu nefnilega stungið upp á því að við athuguðum hvort við fengjum ekki fisk á færið ef við færum dálitla stund upp í Hvamm- svík. Öllum þótti þetta góð hug- mynd. Við fórum í veiðiferðina og það er mér ákaflega mikils virði að hafa fengið að eyða þessum eftir- miðdegi með afa. Þarna við víkina var afí í essinu sínu, með flugustöngina í annarri hendi og stafinn í hinni, í regngall- anum úti í guðsgrænni náttúrunni, umvafinn sínum ógleymanlega virðuleika. Virðuleika sem hafði ekki dofnað þótt árin væru orðin svona mörg. Fyrir mér var afi alltaf eins, alveg frá því ég man fyrst eftir honum. Ég bar mikla virðingu fyrir honum, fyrst og fremst vegna einhverrar ólýsanlegrar yfírvegunar og hversu hann var sjálfum sér samkvæmur frá a-ö. Og eiginlega gleymdi maður því alltaf hversu háaldraður afi var orðinn því það var svo afskaplega fátt sem minnti mann á það. Hann var t.d. enn að galdra fram fagra hluti af rennibekknum í bílskúrnum, vökva garðinn, já, og til að mynda fara í veiðiferðir. Það eru mikil forréttindi að hafa fengið að kynnast afa og við sem það fengum erum öll margfalt rík- ari. Það sem afí skildi eftir sig og kenndi okkur mun heldur aldrei gleymast og því mun afi alltaf Iifa innra með okkur. Elsku amma, mamma, pabbi og þið öll hin. Það er gott að hafa komist til Islands til að kveðja afa með ykkur í hinsta sinn. Takk fyrir allt, elsku afí. Megirðu hvíla í friði. Jónína Auður. ' Ég vil byija á að þakka afa allt sem hann kenndi mér, allar samverustundirnar sem á kveðjustundu manni finnst að hefðu átt að vera miklu fleiri. Þær voru alltaf góðar og gefandi og allt fram á síðasta dag var hann tilbú- inn með góð ráð við hveiju því vandamáli sem borið var fyrir hann. Fyrir tæpum mánuði ég þurfti á ráðum hans og hjálp að halda í síð- asta sinn, þá vegna leks þak- glugga. Og það var ekki fyrr en hann var kominn hálfur upp í gegn- um gluggann og út á þak sem mér tókst að fá hann til að klifra niður aftur og breyta þessari dáð í ráð. Það voru svona uppákomur sem gerðu það að verkum að maður misreiknaði á stundum aldur hans og eðlilega þverrandi krafta jafn fullorðins manns. Konfúsíus lýsti göfugum manni á þann veg að honum væri umhug- að um að sjá skýrt, heyra greini- lega, vera vinsamlegur, virðulegur í framkomu, hófsamur í orðum og eldlegur í starfi. Sé hann í vafa láti hann sér annt um að afla sér upplýsinga og ef hann reiðist hug-" leiði hann eftirköstin. Afi var án nokkurs efa göfugur maður. Ég þakka þér enn og aftur, afi, göfgi þín á eftir að gagnast mér alla tíð. Helgi. SIGURÞÓR KRISTJÁNSSON + Sigurþór Kristjánsson mat- reiðslumaður fæddist í Hafnarfirði 13. febrúar 1962. Hann lést á heimili sínu 15. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaða- kirkju 20. september. Það er margs að minnast frá vin- áttu og samstarfi okkar Sigurþórs systursonar míns. Við vorum sam- skipa í mörg ár og ég minnist þess að alls staðar var Sigurþór með alla áhöfnina á sínu bandi, vegna stórkostlegrar matreiðslu og per- sónutöfra sinna. Mig skortir orð til að lýsa þessum dreng. Hann var hvers manns hugljúfi. Eins og kall- arnir voru vanir að segja: „Já, hann Siddi er besti kokkurinn.“ Ég man er veiðin var léleg, þá sagði hann við kallana, að þeir þyrftu nú að borða þótt ekki væri alltaf mokveiði. Það er ólýsanlega sárt að missa þennan góða dreng, en vegir guðs eru víst órannsakanlegir. Elsku Guðrún, Gunnar, Brynjar og Hlín, Sigrún, Kristján, Rósa, Kristjana, Fjóla, Reynir og Gunnar. Megi guð ávallt vera með ykkur og í þessari miklu sorg. Þú Ijós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn. í gegnum bárur, brim og voðasker, nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr, og engla þá, sem bam ég þekkti fyr. (M. Joch.) Gestur Sigurðsson. Frágangur afmælis- og minningargreina Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfín Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greina fari ekki yfir eina örk a-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 tölvuslög Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.