Morgunblaðið - 21.09.1996, Síða 36

Morgunblaðið - 21.09.1996, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRIPS llmsjðn Arnðr G. Ragnarsson Kraftur að færast í vetrarstarfið á Suðurnesjum FYRSTA mót Bridsfélags Suðumesja á vetrinum hefst nk. mánudag. Þetta er árleg keppni, Butler-tvímenningur. Segja má að það sé nokkurt rang- nefni að kalla þetta tvímenning því reiknað er út meðalskor fyrir hvert spil og þeir sem eru yfiri meðalskor fá plús, hinir mínus. Áætlað er í skipulagi að spila 3 kvöld en ef þátt- taka verður mikii verður að spila 4 kvöld. Spilamennskan hefst kl. 19.45 og eru þátttakendur beðnir um að mæta kl. 19.30. Skráning í mótið er hafin hjá stjórn félagsins. Spilaður var eins kvölds tvímenn- ingur sl. mánudag og spiluðu 20 pör. Eldri spilarar félagsins settu svip sinn á kvöldið, en þeir Einar Júlíusson og Gunnar Siguijónsson unnu A/V-riðilinn með miklum glæsibrag, hlutu 279 stig en meðal- skor var 216. Næstu pör í A/V: RandverRaparss.-GuðjónS.Jensen 261 Sigurður Albertss. - Jóhann Benediktss. 247 Efstu pör í N/S: Karl Karlsson - Gunnlaugur Sævarsson 250 Dagur Ingimundars. - Birkir Jónsson 234 Ingimar Sumarliðason - Ævar Jónasson 232 Spiluð voru 27 spil - þijú spil milli para. Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 16. september var spilaður eins kvölds tölvureiknaður Howell-tvímenningur. 14 pör spiluðu 26 spil og meðalskor var 156. Efstu pör voru: Ámi Þorvaldsson - Sævar Magnússon 189 DröfnGuðmundsd,- Ásgeir Ásbjömsson 181 Halldór Einarss. - Gunnlaugur Óskarss. 177 Andrés Þórarinsson - Halldór Þórólfsson 171 Mánudaginn 23. september verð- ur spilaður eins kvölds tvímenning- ur. Minnt er á að 2 bestu kvöldin af 3 fyrstu eins kvölds tvímenningum félagsins gilda til sérstakra heildar- verðlauna. Mánudaginn 30. september verð- ur spilaður eins kvölds tvímenning- ur. Minnt er á að 2 bestu kvöldin af 3 fyrstu eins kvölds tvímenningum félagsins gilda til sérstakra heildar- verðlauna. Mánudaginn 30. september hefst minningarmót um Þórarin Andrews- son og Kristmund Þorsteinsson. Spil- aður verður barómeter tvímenningur. Bridsfélag Hafnarfjarðar spilar á mánudagskvöldum í félagsmálum Haukahússins með innkeyrslu frá Flatahrauni. Spilamennska hefst kl. 19.30. Keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríksson. Vetrar-mitchell Vetrar-mitchell hófst sl. föstudag. Spilaður verður Mitchell annað hvert kvöid í vetur og Monrad Barómeter hin kvöldin, alltaf eins kvölds keppn- ir. Einnig verður boðið upp á mið- næturútslátt eftir að tvímenningnum lýkur um kl. 23.00. Umsjónarmenn verða hinir eldhressu Sveinn Rúnar og Matthías Gísli. ^^^^HAPPnUÆT 1 1 ^ Vinningaskrá 19. útdráttur 19. Scpt. 1996 Bifreiðarvmningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 78903 Ferðavinningar Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 10073 | 38495 42397 69801 Ferðavinningar Kr. 50.000 Kr. 100.0 00 (tvöfaldur) 7602 11475 23605 25826 29037 42304 9516 15320 23854 27141 36717 79232 Húsbúnaðarvinnin Kr. 10.000 Kr. 20.C gar 60 (tvöfaldur 799 10328 21548 32525 42792 51806 65045 71941 1519 10543 22327 33540 43122 52307 65150 72297 1540 11887 22387 34412 43270 52468 65684 72299 1745 12121 22631 35230 43740 52563 65782 72469 1884 12147 23513 35895 43854 52812 65933 72863 2010 12238 23775 37176 44031 53199 66288 73161 2794 12286 24089 37296 44765 53924 66295 73377 3428 12944 24810 37363 45020 54170 66739 73449 3785 13460 25060 37682 45192 54337 67200 73699 4191 13618 25145 37697 45420 54590 67690 73924 4383 14022 25312 37816 45725 55720 68159 73933 4532 14686 25314 37878 45776 56108 68182 74047 4944 14781 25583 37936 46060 56279 68430 75216 6270 15288 25723 38073 47182 56719 68678 75856 6594 15864 26492 38223 47656 56759 68728 76093 7518 15899 26722 38288 48247 57270 68810 76145 7768 16971 27785 38514 48327 58172 68909 76294 7782 17733 28512 38564 48396 58245 69181 76363 8742 18031 28575 38731 48415 58728 69198 76444 8798 18164 28780 39139 48433 59785 69242 76499 8887 18323 29086 39288 48775 59854 69764 77344 8981 18349 29298 40844 49179 61457 69799 78454 8998 18376 29565 40946 49244 61548 70028 78496 9188 18687 30371 41045 49384 62704 70069 79304 9477 19331 30734 41146 49765 62996 70359 79474 9611 19526 30842 41352 50299 63224 70799 79704 9751 20521 31076 41521 50772 63744 70812 79861 9825 20726 31355 41539 51278 64070 71486 79959 10055 21073 32158 42022 51302 64293 71665 10241 21483 32398 42294 51704 64656 71706 Hcimasíða i Intemeti: http//www.itn.is/das/ Ólympíuskákmótið í Armeníu Tap fyrir Eistlend- ingnm í 5. umferð Jerevan, Armeníu. Morgunblaðið. ÍSLAND beið ósigur gegn Eistlandi í fimmtu umferð Olympíuskákmóts- ins í Armeníu, hlaut 1,5 vinninga gegn 2,5. Margeir Pétursson hafði hvítt gegn Ehlvest á efsta borði en missti fljótlega frumkvæðið og átti í vök að veijast upp frá því. Þrátt fyrir annálaða seiglu sína í erfiðum stöð- um dugði hún ekki í þetta sinn og Ehlvest sigraði eftir langa og stranga skák. Þetta var fyrsta og hingað til eina skákin sem íslend- ingur hefur tapað á mótinu því öðr- um skákum lauk með jafntefli. Jó- hann Hjartarson hafði svart gegn Oll, Hannes Hlífar hvítt gegn Ryt- sjagov og Þröstur Þórhallsson svart gegn Sjukin. Hannes Hlífar mun hafa verið kominn með vonda stöðu á tímabili en skákir Jóhanns og Þrastar voru tíðindalitlar. Eistlendingar eru nokkuð sterk skákþjóð og þeir Ehlvest og Oll eru báðir geysiöflugir stórmeistarar með vel yfír 2.600 Elo-stig, en aðr- ir eistneskir skákmenn standa þeim tvímenningum nokkuð langt að baki. Rússar í efsta sæti Rússland hrifsaði til sín efsta sætið á mótinu með því að sigra Kína, 2,5-1,5. Kasparov heims- meistari var ekki með að þessu sinni svo Vladimir Kramnik var á efsta borði Rússa. Hann stóð um tíma höllum fæti gegn stórmeistaranum Ye Jiangchuan en hélt jafntefli. Jafntefli sömdu einnig þeir Svidler og Xu og Bareev og Wang en á fjórða borði sigraði Rublevski Peng. Rússar hafa nú 15 vinninga en Kínveijar koma næstir með 14,5. Síðan koma þijár þjóðir með 14 vinninga, A-sveit Armena sem vann Kazakstan 3-1, Spánveijar sem unnu Svía 2,5-1,5 og Englendingar sem unnu Hollendinga með sama mun. Á efsta borði í viðureign Spán- veija og Sviss sömdu Shirov og Andersson um jafntefli en Illescas Cordoba vann Akesson á öðru borði. Jafntefli var einnig gert á tveimur neðstu borðunum. Enski stórmeistarinn Matthew Sadler vann hollenska kollega sinn, Friso Nijboer, á fjórða borði og réð sú skák úrslitum með Hollendingum og Englendingum því aðrar skákir urðu jafntefli. Eftir að Margeir Pétursson tapaði í gær eru Eng- lendingar nú eina þjóðin sem ekki hefur tapað einni einustu skák. Portúgalir halda áfram að koma á óvart, nú gerðu þeir jafntefli 2-2 gegn geysisterkri sveit Úkraínu og hvíldu þó eina stórmeistara sinn í þessari umferð. Alþjóðameistarinn Damaso vann stórmeistarann Mal- anjuk og titillausi skákmaðurinn Ribeiro vann stórmeistararann No- vikov. Báður eru Úkraínumennirnir mjög stigaháir en stigin hjálpuðu þeim ekki í þetta sinn. A efsta borði Úkraínu vann Ivantsjuk snaggara- legan sigur og Romanishin vann á því þriðja, og björguðu því sem bjargað varð fyrir Ukraníumenn. Meðal annarra úrslita má nefna að Frakkland vann Moldovu 3-1 og vann hinn 13 ára Etienne Bac- rot sína skák. Hinn 13 ára snáðinn á mótinu, Levon Aronian, sem tefl- ir með B-liði Armeníu vann líka sína skák í gær, heimamönnum til mikillar gleði. Aronian tefldi við írskan skákmann og vann B-lið Armena nauman sigur. Bosníu- menn unnu Slóvena 3-1, Króatar lögðu Dani 3-1 og Usbekar burst- uðu Chile-menn, andstæðinga ís- lendinga í 4. umferð, 3,5-0,5. Júgó- slavar unnu Finna 3-1, en Norð- menn unnu góðan sigur á sterku liði Víetnama 3-1. Ungveijar unnu Tékka 2V2-IV2 og Kúbumenn og Georgíumenn skildu jafnir. í kvennamótinu hafa Kínveijar og Úkraínumenn forystu, Georgía er í 3ja sæti og síðan koma Víetnam og Rúmenía. Lögregla í Armani-fötum Mikil ánægja ríkir meðal þátttak- enda með aðstæður á skákstað og flestallt sem lýtur að skipulagningu mótsins og aðbúnaði. Nokkur magakveisa hefur gert vart við sig í íslenska liðinu en þó ekki þannig að til vandræða horfi. Áhorfendur eru fjölmargir í hverri umferð og eru á öllum aldri og af báðum kynj- um. Öryggisgæsla er mikil en afar kurteisleg og bæði einkennisklædd- ir og óeinkennisklæddir lögreglu- menn á hveiju strái. Athygli hefur vakið hversu vel klæddir lögreglumennirnir eru. Al- mennt virðast Armenar hafa gaman af því að ganga vel til fara en lög- reglumennirnir bera þó af, því hver einasti þeirra er í fínustu Ármani- jakkafötum eða hvað þau heita þessi fínu merki, í silkiskyrtum og með silkibindi. Vera má að þar sé komin skýringin á því hversu glæp- ir eru fátíðir í Armeníu; lögreglu- mennirnir fái einfaldlega svo gott kaup að það borgi sig frekar fýrir unga menn að ganga í lögregluliðið en glæpaflokk. Forsetakosningar verða í Arme- níu á sunnudag en órói virðist eng- inn vegna þess og allt ganga fýrir sig með eðlilegum hætti. Ovíst er um úrslit en þó þykir Levon Ter- Petrosjan, núverandi forseti, líkleg- asti sigurvegarinn. Helsti keppi- nautur hans er Vasgen Manukian, frambjóðandi nokkurra stjórnar- andstöðuflokka, en frambjóðandi kommúnista, Sergei Badalian, mun hafa lítið fylgi. Júdít Polgar heillum horfin gegn Kínverjum SKÁK Jcrcvan, Armcníu ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ Ólympíuskákmótið fer fram í Armeníu dagana 15. september til 2. október. UNGVERSKA skákdrottningin Júdít Polgar teflir á 1. borði fyrir Ungveija á ólympíuskákmótinu í Jerevan, eins og hún gerði í Moskvu fyrir tveimur árum. Ung- verska sveitin er sú þriðja sterk- asta á mótinu, og þess vegna vek- ur það mikla athygli, að kona skuli tefja á fyrsta borði sveitarinnar. í þriðju umferð tefldu Ungveijar við Kínveija, sem eru nr. 30 í styrk- leikaröðinni. Þeir síðarnefndu unnu óvæntan stórsigur, 3-1, og átti Júdít Polgar sinn stóra þátt í þeim úrslitum, því að hún tapaði sinni skák illa. Hvítt: J. Polgar Svart: Ye Spánski leikurinn 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - Be7 6. Hel - b5 7. Bb3 - d6 8. c3 - 0-0 9. d3 - Skákdrottningin reynir að koma andstæðingi sínum á óvart með rólegri taflmennsku. Venjulega er leikið hér 9. h3, en eftir það á svartur um ýmsar leiðir að velja, t.d. 9. - Ra5, 9. - Rb8, 9. - Rd7 og 9. — h6. 9. - Ra5 10. Bc2 - c5 11. Rbd2 - Rc6 12. Rfl------h6 13. a4 - Be6 14. Re3 - Hc8 15. De2 - He8 16. axb5 — axb5 Það er ekki auðvelt að finna góðan leik fyrir hvitan, því að svartur hefur þegar leyst öll vandamál sín í byijuninni og stendur síst lakar. Spurningin er, hvort hvitur verði ekki að taka lífinu með ró og leika 17. h3 ásamt Rf3-h2-g4. 17. c4?! - Með þessum vafasama leik gefur hvítur eftir d4-reitinn og gefur svörtum að auki sókn á hálfopinni b-línu gegn peðinu á b2. 17. — bxc4 18. dxc4 — Rh7 19. Rd5 - Bg5 20. Rxg5 - Rxg5 21. Be3 - Hb8 22. h4 - Rh7 23. Ba4 - Bd7 24. g3 - Rf6 25. Hadl?? - Júdít hefur teflt skákina ráðleysis- lega til þessa, en nú leikur hún illa af sér. Líklega hefði verið best að veijast með 25. Rxf6+ — Dxf6 26. Bxc6 — Bxc6 27. f3 o.s.frv. 25. - Rd4! 26. Bxd4 - Bxa4 27. Hal - Eftir 27. Rxf6+ — Dxf6 28. Hal — exd4 29. Hxa4 — Hb3! 30. Hdl - Dg6! hrynur hvíta staðan. 27. — Rxd5! 28. Bxc5 — Eða 28. Hxa4 - Rb6 og svartur vinnur mann. 28. — dxc5 29. exd5 — Hb4 og hvítur gafst upp. Bragi Kristjánsson ■ SAMBAND ung-ra sjálf- stæðismanna verður með undir- búningsfund fyrir Landsfund Sjálf- stæðisflokksins í félagsheimilinu Seltjarnarnesi við Suðurströnd laugardaginn 21. september nk. Dagskráin hefst með setningar- ræðu formanns SUS, Guðlaugs Þórs Þórðarson. Framsögur flytja: frelsisvísitala, Guðlaugur Þór Þórðarson; jafnréttismál, Ásdís Halla Bragadóttir; húsnæðismál, Magnús Arni Skúlason; skatta- mál, Áslaug Magnúsdóttir; og kjördæmamál, Birgir Ármanns- son. Júdít Polgar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.