Morgunblaðið - 21.09.1996, Page 39

Morgunblaðið - 21.09.1996, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 39 Námskeið um umönnun dauðvona Núverandi viðfangsefni ísienskra hjúkrunarfræðinga erlendis Hjúkrunar- störf Kennsla Nám Heima- vinnandi Annað ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla íslands stendur fyrir nám- skeiði um umönnun dauðvona föstudaginn 27. september í sam- starfi við norræna nefnd sem undir- býr ráðstefnu um umönnun við ævilok. Sú ráðstefna verður haldin í Reykjavík í júní 1977. Námskeiðið er ætlað öllum heil- brigðis- og félagsstéttum og verður sérstök áhersla lögð á öldrunar- lækningar og hlutverk heilsugæslu, ennfremur verður fjallað um ein- kennameðferð og mikilvægi vonar- innar í umönnun dauðvona. Gesta- fyrirlesarar verða frá Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, og flytja þeir | sín erindi á dönsku og sænsku. Ennfremur verða íslenskir fyrirles- arar sem starfa að málefnum dauð- vona. Umsjón með námskeiðinu hefur Valgerður Sigurðardóttir, krabbameinslæknir. Dagskrá fyrirlestra verður sem hér segir: Einkennameðferð, öndun- arerfiðleikar Sigurður Arnason, | Morgun- stundir jafnaðar- manna | MORGUNSTUNDIR jafnaðar- I manna hefjast í dag, laugardaginn 21. september, kl. 10-12 í Borgar- ' byggð og á Akureyri. Þær verða haldnar víða um land á laugardags- morgnum næstu þrjá mánuði. Hér er um að ræða pólitískar samræður yfir kaffibolla þar sem þingmenn, sveitarstjórnarmenn, fólk úr verkalýðsfélögum og áhuga- , menn um stjórnmál koma saman til þess að ræða samstarf jafnaðar- I manna og annað það sem efst er á i baugi. Morgunstundirnar eru í ! knöppu samræðuformi og er ætlast til líflegra skoðanaskipta, segir í frétt frá jafnaðarmönnum. Morgunstund jafnaðannanna á Akureyri er í Deiglunni frá kl. 10-12 á laugardag og er hún í boði Lýðveldisklúbbsins sem staðið hefur fyrir umræðu um stjórnmál. Þingmennirnir Jón Baldvin Hanni- balsson, Rannveig Guðmunsdóttir 1 og Svanfríður Jónasdóttir eru gest- ir í Morgunstundinni auk þess sem nokkrir heimamenn hafa verið sér- staklega beðnir um að leggja orð í belg. Einar Karl Haraldsson, sem stýr- ir verkefninu Samstarf jafnaðar- manna fyrir hönd Þingflokks jafn- aðarmanna, er gestur Morgun- stundarinnar í Deiglunni. Morgunstund jafnaðarmanna í Borgarbyggð verður í Hyrnunni við Borgarfjarðarbrú kl. 10-12 á laug- ardag. Gestir í Morgunstundinni í Borgarbyggð verða þau Ágúst Ein- arsson, Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, Gísli S. Einarsson og Guð- mundur Árni Stefánsson. Sveitar- stjórnarmenn Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags í Borgarbyggð, þeir Sigurður Már Einarsson og Jenni R. Olason, munu greina frá nýrri stöðu sveitarstjórnarmála þar. Þá hafa fleiri Vestlendingar verið sér- staklega beðnir um að leggja sitt til mála. Sýningu Árna Rúnars lýkur MÁLVERKASÝNINGU Árna Rún- arsí Listhúsi 39, Strandgötu 39, Hafnarfirði, lýkur á mánudaginn. Á sýningunni eru olíumálverk á striga. Sýningin er opin frá kl. 12-18 í dag, laugardag, sunnudag frá kl. 14-18 og á mánudaginn kl. 10-18. krabbameinslæknir; „Pallativ medicin och omsorg inom geriatrin" Arne Sjöberg, öldrunarlæknir, Lénssjúkrahúsinu í Kalmar í Sví- þjóð; Einkennameðferð hjúkrun, mæði, þreyta, Gunnlaug Guð- mundsdóttir og Nanna Friðriksdótt- ir, hjúkrunarfræðingur, Landspít- ala; „Háb“, séra Christian Juul Busch, sjúkrahúsprestur við Rík- isspítalann í Kaupmannahöfn; „Halsocentralens roll vid várd i liv- ets slut“, Carl-Erik Vænerberg, skurð- og heilsugæslulæknir Finn- landi; Verkjameðferð, hlutverk fé- lagsráðgjafa. Bárbel Schmid, fé- lagsráðgjafi, Endurhæfingar- og æfingadeild Landspítala og loks Einkennameðferð, ógleði, Valgerð- ur Sigurðardóttir, krabbameins- læknir, Krabbameinsfélagi Íslands. Upplýsingar og skráning í símum 525 4923 og 525 4924, myndsíma 525 4080 og tölvupósti endurm.r- hi.hi.is Gestafyrirlesar- ar frá Munchen NORRÆNA þjóðfræðastofnunin í Turku í Finnlandi hefur sent hingað til lands tvo gestafyrirlesara frá háskólanum í Múnchen, prófessor dr. Klaus Roth og dr. Juliana Roth. Þau munu dvelja hér dagana 21.-25. september nk. á vegum Árnastofnunar og félagsvísinda- deildar og heimspekideildar Há- skóla íslands, og flytja tvo opinbera fyrirlestra á mánudag og þriðjudag. Klaus Roth er Þjóðveiji og hefur skrifað mikið um ballöður af þýsk- um og enskum málsvæðum. Hin síðari ár hefur hann einkum stund- að rannsóknir á alþýðumenningu í Búlgaríu og birt um þær fjölda greina í bókum og tímaritum. Klaus flytur fyrirlestur sinn mánudaginn 23. september kl. 17.15 í stofu 101 í Odda og nefnist hann: „History Lessons in the Streets. On Fairgro- und singing in Bulgaria" (með myndbandi til skýringar). Juliana Roth er búlgörsk að upp- runa og hefur fengist við rannsókn- ir á menningar- og hugmyndasögu í Suðaustur Evrópu, nútímavæð- ingu og alþýðumenningu. Hún hef- ur skrifað mikið um þjóðfræði í Búlgaríu í aiþjóðleg tímarit. Juliana heldur sinn fyrsta fyrirlestur í stofu 101 í Lögbergi, þriðjudaginn 24. september kl. 17.15, og nefnist hann: „Can East Meet West? European Intercultural Communi- cation Problems after the „End of Systems““. Báðir fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku og eru allir velkomnir með- an húsrúm leyfir. Hundatísku- sýning HALDIN verður hundatískusýning í húsakynnum Dýraríkisins Grens- ásvegi sunnudaginn 22. september. Þar munu 8 mismunandi tegund- ir hunda sýna tísku- og skjólfatnað fyrir hunda frá Ítalíu. Fatalínan sem sýnd verður er frá ítalska fyrir- tækinu Dog Line sem hefur getið sér gott orð fyrir einstaklega vand- að efnisval og hágæða framleiðslu. Hundategundirnar sem koma fram eru Boxer, Weimaraner, Papillon, Miniature Pinscher, Labrador, Silki Terrier, íslenskur og Poodle. í tilefni sýningarinnar verða kynningar og kynningarafsláttur á hundamat frá Select Balance, Kibble’s Bits og Gravy Train. Allar vörur fyrir hunda verða með 15% afslætti. Húsið opnar kl. 12. 1. sýn- ing er frá kl. 13—14 og 2. sýning frá kl. 15-16. íslenskir hjúkr- unarfræðingar erlendis VEGNA mistaka birtist ekki með- fylgjandi súlurit með frétt um ís- lenska hjúkrunarfræðinga erlendis sem birtist í Morgublaðinu í gær. Könnun sem birtist í Tímariti hjúkrunarfræðinga var gerð fyrri hluta þess árs og náði til 158 félags- manna í Félagi íslenskra hjúkrunar- fræðinga sem búsettir eru erlendis. Þar af voru 154 konur og fjórir karlmenn. Svarhlutfall var 75% eða 118 manns. Tilgreina mátti fleiri en eina ástæðu fyrir brottflutningn- um og sýnir súluritið viðfangsefni íslenskra hjúkrunarfræðinga er- lendis. Tíu fing’ur með Englaspil í Æv- intýra-Kring- lunni BRÚÐULEIKHÚSIÐ 10 fingur verður með sýninguna Englaspil í Ævintýra-Kringlunni í dag, laugar- daginn 21. september. Þessi sýning verður hvern laugardag út septem- ber. Þetta er sýning um púka sem vill verða góður og engil sem kann ekki að fljúga. Krakkarnir taka virkan þátt í sýningunni og fá að aðstoðað brúðurnar á ýmsan hátt. Það er Helga Arnalds sem á veg og vanda af þessari sýningu en hún samdi leikritið, hannaði brúðurnar og stjórnar þeim. Ása Hlín Svavars- dóttir er leikstjóri. Sýningin hefst kl. 14.30 og er um 40 mínútur í flutningi. Miðaverð er 500 kr. og er þá barnagæsla innifalin. Nú fer haustið að ganga í garð og er ætlunin að leiksýningar verði á hveijum laugardegi í vetur. í október verður Furðuleikhúsið með sýningar á leikritinu Mjallhvít og dvergarnir sjö og í nóvember verða líklega fleiri brúðuleiksýningar. Ævintýra-Kringlan er barna- gæsla og listasmiðja fyrir börn á aldrinum 2-8 ára. Hún er staðsett á 3. hæð í Kringlunni og þar geta viðskiptavinir Kringlunnar skilið börnin eftir á meðan þeir versla. Götuhlaup í Hafnarfirði GÖTUHLAUP FH, Búnaðarbankans og Vina Hafnarfjarðar fer fram við Suðurbæjarlaugina í Hafnarfirði laugardaginnn 21. september kl. 13. Skráning fer fram við Suðurbæj- arlaugina frá kl. 11-12.30. Keppnisflokkar og vegalengdir; 10 ára og yngir 600 m, 11-14 ára 1.300 m, 15-18 ára 3 km, 19-34 ára 5 km, 35 ára og eldri 5 km. Tímataka. Þátttökugjald er 500 kr. fyrir 19 ára og eldri og 300 kr. fyr- ir 18 ára og yngri. Allir keppendur fá frítt í sund að hlaupi loknu. Þá verða sérverðlaun í einstökum flokk- um. Hafnarfjarðarbær og Búnaðar- bankinn í Hafnarfirði styrkja hlaupið. Söfnun til styrktar Kolbrúnu Sverrisdóttur SKIPSTJÓRA- og stýrimannafé- lagið Bylgjan á ísafirði hefur tek- ist á hendur að standa fyrir söfnun til styrktar Kolbrúnu Sverrisdóttur vegna hins sviplega sjóslyss er Æsa ÍS fórst á Arnarfirði og með henni Hörður Bjarnason, sambýl- ismaður Kolbrúnar, og Sverrir Sig- urðsson faðir hennar. Fyrir þá sem vilja styrkja þessa söfnun er hægt að leggja inn á bók nr. 2222 í Landsbankanum á Isafirði sem merkt er v/Kolbrún Sverrisdóttir. Aðrir bankar og sparisjóðir veita styrkjum viðtöku og koma þeim áleiðis. Gönguferð um Engey 4 HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð um Engey sunnudaginn 22. september, sem er haustjafndægur. Mæting er við Hafnarhúsið kl. 16. Þaðan verður gengið til skips. Áætl- að er að koma til baka um kl. 19. Allir eru velkomnir. Réttað í Þór- kötlustaðar- hreppi RÉTTAÐ verður í Grindavík í Þór- kötlustaðarhreppi í dag, laugardag- inn 21. september. Réttirnar hefjast kl. 14 og verður margt til skemmtunar. Grindvíkingar ; eiga von á fjölda fólks þar sem þetta I eru einu réttimar sem haldnar eru á j Suðurnesjum. LEIÐRÉTT Höggmyndin Torso afhjúpuð LITIL frétt birtist í Morgunblaðinu miðvikudaginn 18. september sl. af afhjúpun á listaverki í höggmynda- garði Sólheima í Grímsnesi. í fyrir- sögn fréttarinnar birtist meinleg villa þar sem höggmyndin var sögð eftir „Torso“. Hið rétta er að höggmyndir sem hafa höfuð og bol án útlima bera alþjóðlegt heiti sem er torso. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirð- ingar á þessum mistökíim. Höggmyndina sem frú Hildur Jackson afhjúpaði á Sólheimum á dögunum gerði Marteinn Guðmunds- son árið 1943 af yngri dóttur sinni, Steinunni Marteinsdóttur. Steinunn sagði í samtali við Mbl. að faðir sinn hefði aldrei kallað verkið annað en „Torso“ en ekki skírt það sérstak- lega. FASTEIGNA fpi MARKAÐURINN ehf ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540. 552-1700. FAX 562-0540 % SERHÆÐ VIÐ TÓMASARHAGA. 5 herb. 131 fm góð efri sérhæð. íbúðin skiptist í þrjár glæsilegar saml. stofur, 2 svefnherb., eldhús, baðherb. og gestasnyrtingu. Stórar suður- svalir. Sjávarsýn. I kjallara eru sérþvottaherb. og geymslur. 23 fm bíl- skúr. íbúðin getur losnað fljótlega. SMÁRAFLÖT GBÆ. 156 fm einb. auk 35 fm bílskúrs. húsið þarfnast ýmissa lagfæringa. Laust strax. LEIFSGATA. Parhús sem er kj. og tvær hæðir 205 fm. 36 fm bílsk. Möguleiki á séríb. í kj. Þrjár stofur og 5 herb. Áhv. byggsj./húsbr. 6.8 millj. Verð 12,5 millj. FROSTAFOLD BYGGSJ. Góð 85 fm íb. á 2. hæð í litlu fjölb. Frábært útsýni. Stutt í alla þjónustu. Þvottaherb. í íb. Verð 8,3 millj. Áhv. 5,2 millj. byggsj. ÁLFTALAND. Mjög góð 136 fm íb. á tveimur hæðum. Parket. Innr. og skápar frá JP. Marmari á baðherb. 4 svefnherb. Tvennar svalir. Arinn í risi. BREIÐVANGUR HF. Góð efri sérhæð 140 fm. Forstofuherb. með sér wc. Saml. borð- og setustofa með stórum suðursvölum. 3 svefnherb. í svefnálmu. 26 fm bílskúr. 70 fm rými í kjallara, ýmsir nýtingarmöguleikar. SKAFTAHLÍÐ. 104 fm íb. i kjallara sem skiptist í saml. skiptanlegar stofur og 1 herb. Sérinngangur og hiti. Verð 6 millj. Ekkert áhv. Laus strax. Lyklar á skrifstofu. BÆJARGIL GB. % Einbýli á tveimur hæðum 212 fm. Vandaðar innréttingar og gólfefni. 5 svefnherb. 36 fm bílskúr. Áhv. 9 millj. byggs./húsbr. VINNUSTOFA ÓSKAST. Leitum að 150-250 fm hentugu húsnæði fyrir listamann. Húsnæðið þarf að vera á 1. eða 2. hæð með góðri aðkomu og góðri lofthæð í vistlegu umhverfi. Æskileg staðsetning Reykjavík eða Kópavogur. Opið í dag, laugardag, frá kl. 11-14. FASTEIGNAMARKAÐURINN ehf •ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540Z J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.