Morgunblaðið - 21.09.1996, Page 52

Morgunblaðið - 21.09.1996, Page 52
4 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Tónlistarsalur rís í Kópavogi FYRSTI salurinn hér á landi sem hannaður er sérstaklega með tónlist- arflutning í huga mun rísa í Kópavogi. Fyrirhugað er að framkvæmdir hefjist á vordögum 1997 og Gunnar Birgisson bæjarfulltrúi bindur vonir við að verkinu verði lokið fyrir alda- mót. Verður salur þessi, sem taka mun um 300 áhorfendur í sæti, hluti af nýrri menningarmiðstöð sem ætl- aður er staður í námunda við Gerðar- safn. Miðstöð þessi verður reist í tveimur áföngum. I fyrri áfanganum verða tónlistarsalurinn og húsnæði fyrir Tónlistarskóla Kópavogs byggð en í hinum síðari náttúrufræðistofa og r^i#»:asafn bæjarins. Aætlaður kostn- aður við fyrri áfangann er 250-300 Nýtt lífeyriskerfi ríkisstarfsmanna Greitt verði af öllum launum STARFSHÓPUR á vegum fjármála- ráðherra, stefnir að því að leggja fram tillögur í frumvarpsformi um nýskipan í lífeyrismálum opinberra starfsmanna í næsta mánuði. Samkvæmt þeim grunnatriðum sem unnið er út frá í starfi hópsins er stefnt að því að frá og með næstu áramótum verði núverandi lífeyris- kerfi lokað og nýir starfsmenn sem koma til starfa hjá ríkinu fái lífeyris- réttindi samkvæmt nýja kerfínu. Jafnframt verði núverandi starfs- mönnum ríkisins gefinn kostur á að færa sig yfir í nýja kerfið telji þeir hag sínum betur borgið með þeim hætti. ' ™*®Gert er ráð fyrir því að í hinu nýja lífeyriskerfi opinberra starfs- manna verði greitt af öllum launum, en ekki dagvinnulaunum eins og nú er hjá opinberum starfsmönnum. Reiknað er með að nýr lífeyrissjóður verði ekki stofnaður í kringum hið nýja kerfi heldur verði um fjárhags- lega sjálfstæða deild að ræða innan Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. ■ Stefntað/14 milljónir króna en 130-140 milljónir króna við þann síðari. Arkitektar hússins eru Jakob Líndal og Kristján Ásgeirsson. Jónas Ingimundarson, tónlistar- ráðunautur Kópavogskaupstaðar, segir ákvörðun bæjarstjórnar glæsi- legt framtak, sem fagna beri af al- hug. Hann segir hér um að ræða a.m.k. jafn stór tíðindi fyrir menn- ingarlíf í landinu og þegar ákvörðun var tekin um byggingu Borgarleik- hússins og enn stærri fyrir tónlistar- lífið. Þetta hús muni svara brýnni þörf, en tekur fram, að það muni ekki leysa vanda Sinfóníuhljóm- sveitarinnar. ■ Blað brotið/cl6 Morgunblaðið/Golli Borgnesing- ar fagna SKALL AGRÍMUR frá Borgar- nesi tryggði sér sæti í 1. deild karla í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu félagsins er það lagði Völsung að velli, 4:2, á Húsavík í gær. Fögnuður leikmanna liðs- ins var ósvikinn að leikslokum eins og þessi mynd ber með sér. ■ Stórstund/Cl Seljabrekka í Mosfellsdal Aliminkur ráfar inn í íbúðarhús ALIMINKUR ráfaði inn í íbúð- arhúsið á Seljabrekku í Mos- fellsdal í vikunni. Anna Olsen, 21 ára sænsk vinnukona á bæn- um, rak minkinn út og Guðni Bjarnason minkabani aflífaði hann skömmu síðar. Guðni hefur banað 56 minkum í hreppnum frá því í janúar. Alls banaði hann 19 minkum allt árið í fyrra. Guðjón Bjarnason, ábúandi á Seljabrekku, sagðist hafa borað um 13 sm stórt gat á íbúðarhúsið fyrir vatnslögn inn í sólhýsi. Inn um gatið, í gegnum þvottahúsið og inn á gang hefði minkurinn farið. Vinnukonan vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hún sá minkinn enda hafði hún Stuðningi veitt viðtaka KRÖFTUGIR haustvindar höfðu dregið sig í hlé þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra veitti höggmyndinni Stuðningi, á horni Túngötu og Garðastrætis í Reykjavík, formlega viðtöku á föstudagsmorgun. Höggmyndin er gjöf Letta til íslendinga í þakklætisskyni fyrir stuðning íslendinga við sjálfstæðisbaráttu Lettlands. Andris Skela, forsæt- isráðherra Lettlands, afhenti verkið. Stuðningur er eftir lettneska myndhöggvarann Paul Jaunz- ens. Listaverkið er úr granít, 1,80 sm á hæð og 2 metrar á breidd. Hlutabréf í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar 6,5 faldast í verði á einu ári HLUTABRÉF í Hraðfrystihúsi Eskiijarðar hf. hækkuðu um 5% á fimmtudag þegar fyrirtækið birti upplýsingar um afkomu sína fyrstu átta mánuði ársins. Þá kom fram að endanlegur hagnaður fyrirtækis- ins á tímabilinu nam alls um 315 milljónum króna, en hagnaður fyrir skatta nam 395 milljónum. Var gengi hlutabréfa 2,39 í lok sl. árs, en hefur hækkað ört á þessu ári og var 8,40 í viðskiptum á fimmtu- dag. Sem dæmi um ávinning hluthafa félagsins má nefna að bréf að nafn- virði 1 milljón króna voru að mark- aðsvirði 2,6 milljónir í september á sl. ári. Sami hluthafi var orðinn eigandi 2 milljóna króna að nafn- virði í október eftir jöfnun sem var að markaðsvirði 4,7 milljónir í jan- úar. Eftir síðustu viðskipti nemur markaðsvirði þessarar hlutabréfa- eignar um 16,8 milljónum. Mark- aðsvirði bréfanna hefur þannig 6,5- faldast á einu ári. ■ Bréfin hafa/14 aldrei sé mink áður. Hún rak dýrið því einfaldlega út. Minkurgerír usla ífuglalífi Eftir að Anna hafði rekið minkinn út var Guðni Bjarnason, minkabani á Hraðastöðum, kall- aður til og banaði hann minknum með löglegum hætti, þ.e. skaut dýrið með minkabyssu, úti í bíl- skúr við Seljabrekku skömmu síðar. Guðni hefur haft í nægu að snúast því alls hefur hann banað 56 minkum í hreppnum frá því í janúar sl. Má til samanburð- ar taka fram að hann banaði 19 minkum allt árið i fyrra. Guðni taldi að ástæðurnar fyrir fjölgun minksins væru aðallega Morgunblaðið/Arni Sæberg Sjávarút- vegssýningu lýkur í dag MIKIL aðsókn hefur verið að ís- lenzku sjávarútvegssýningunni þá þijá daga, sem hún hefur staðið. 2.000 gestir komu fyrsta daginn, 3.000 á fimmtudag og mun fleiri á föstudag. Almenn ánægja er meðal sýnenda og hafa nokkur fyrirtæki gert stóra sölusamninga á sýningunni. Meðal annars seldi Eltak brettaflutnings- kerfi að verðmæti 8 til 10 milljónir króna í nýtt frystihús Síldarvinnsl- unnar í Neskaupstað fyrir milli- göngu Verkfræðistofunnar MEKA og Istaks, sem er aðalverktaki við byggingu hússins. Þá hafði fyrirtæk- ið Friðrik A. Jónsson selt tæki um borð í tvö skip í gær. Sú breyting hefur nú orðið frá fyrri sýningum að þessi stendur að- eins í fjóra daga, en sýningardagar á hinum íjórum sýningunum voru fimm. Síðasti sýningardagur er í dag, laugardag, og er hún opin frá 10 til 18. Morgunblaðið/Guðný Halldórsdóttir GUÐNI með minkinn. tvær. Annars vegar mætti ætla að minkur slyppi úr Dalsbúinu í Helgadal, aðeins 4 til 5 km frá Seljabrekku, og hins vegar hlyti að hafa áhrif að minka- og refa- eyðingu hefði verið hætt í Kjalar- neshreppi, næsta hreppi, í vor. Guðni sagði afar slæmt hversu algengt væri orðið að minkur gengi laus. Hann nefndi í því sambandi að minkur gerði mik- inn usla í fuglalífi og hreinsaði fisk úr ám og lækjum. Síðast en ekki síst væri auðvitað afar slæmt að fá mink inn í íbúðarhús eins og gerst hefði á Seljabrekku. Hann sagði að ljós litur um- rædds minks segði til um að um alinn minkhefði verið að ræða. Minkurinn væri fullorðin læða og gera mætti ráð fyrir að hún hefði komið upp 4 til 5 yrðlingum næsta vor. Guðni er á tímakaupi við störf sín og fær því til viðbótar 1.200 kr. frá hreppnum fyrir hvert minkaskott. Minknum sjálfum er hins vegar eytt í Sorpu. Viðræðu- nefnd ISI og Óí lögð niður EGGERT Magnússon, formaður yiðræðunefndar íþróttasambands íslands og Ólympíunefndar íslands vegna hugsanlegrar sameiningar þeirra, telur að sameiningarmálið sé í réttum farvegi hjá sérsambönd- unum, héraðssamböndunum og íþróttabandalögunum og hefur því lagt nefndina niður. Eggert tilkynnti nefndarmönnum, framkvæmdastjórn ÍSÍ og fram- kvæmdastjórn Óí ákvörðun sína skriflega og gerði framkvæmda- stjóm ISÍ ekki athugasemd við gang mála en stjórn ÓI hefur ekki fjallað um ákvörðun formannsins. Nefndin var skipuð í kjölfar íþróttaþings fyrir tveimur árum og hefur lagt fram drög að lögum „nýrra“ samtaka en þau verða tek- in fyrir á íþróttaþingi sem verður á Akranesi 26. og 27. október og á aðalfundi Óí, sem verður væntan- lega í janúar á næsta ári. ■ íþróttaþing/26 ÞREFALDUR 1. vinningur NT4.0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.