Morgunblaðið - 24.09.1996, Side 1

Morgunblaðið - 24.09.1996, Side 1
96 SIÐUR B/C 217.TBL.84.ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Mikil átök brjótast út í Pakistan Bhutto segir um samsæri að ræða Islamabad, Karachi. Reuter. ÁTÖK brutust út að nýju í Pakistan í gær eftir að vopnaðir menn réðust inn í mosku súnní-múslima og drápu 21 mann sem þar var á bæn. í kjöl- farið myrtu súnní-múslimar einn af leiðtogum shíta-múslima í hefndar- skyni. Þá skaut lögregla að stuðningsmönnum bróður Benazir Bhutto forsætisráðherra, sem myrtur var fyrir helgi. Bhutto segir morðið sam- særi gegn fjölskyidu þeirra. Herlið var kallað til að stilla til friðar við moskuna í borginni Mult- an þar sem morðin voru framin, en auk hinna látnu særðust fjölmargir. Var sett á útgöngubann en reiður múgur hlýddi því engu, barðist við lögreglu og réðst inn í hverfi shíta- múslima. Súnní- og shíta-múslimar hafa háð blóðuga baráttu um nokk- urra ára skeið en um 15% Pakist- ana eru shítar en meirihluti lands- manna súnní-múslimar. Bhutto ber lof á bróðurinn Átökin í Multan urðu á sama tíma og lögreglan átti í átökum við stuðn- ingsmenn Murtaza Bhutto í Lark- ana, heimabæ systur hans, forsætis- ráðherrans. Fullyrtu stuðningsmenn hans í gær að lögregla hefði myrt Murtaza Bhutto og ellefu stuðnings- menn hans en lögregla segist hafa skotið á þá í sjálfsvörn. Benazir Bhutto lýsti því yfir í gær að morðið á bróður hennar væri samsæri gegn Bhutto-fjöl- skyldunni. Systkinin skildu að skiptum fyrir nokkrum árum er bróðir hennar klauf sig út úr Þjóðar- flokknum sem systir hans fer fyrir og stofnaði eigin flokk. Fór Benaz- ir fögrum orðum um bróður sinn. „Við völdum ólíka leið en sama blóð rann í æðum okkar,“ sagði hún og lýsti Murtaza sem miklum baráttu- manni fyrir lýðræði. Fjármálaráðherrar ESB Refsað fyrir fjárlagahalla Frankfurt. Reuter. THEO Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, sagðist í gær vera ánægður með það rammasam- komulag um aukið aðhald í ríkis- íjármálum er náðist á fundi fjár- málaráðherra ESB um helgina. Fjármálaráðherrar og seðla- bankastjórar ESB-ríkjanna kom- ust á fundi í Dublin að samkomu- lagi um að fjárlagahalli í þeim ríkjum, sem hyggja á þátttöku í hinum efnahagslega og peninga- lega samruna Evrópu (EMU), megi ekki fara yfir þrjú prósent. Fari fjárlagahalli fram úr þessu marki verður viðkomandi ríki beitt refsiaðgerðum. Einungis er um rammasam- komulag að ræða og munu vinnu- hópar vinna að frekari útfærslu þess á næstu mánuðum. Þetta samkomulag er talið vera sigur fyrir Þjóðveija sem hafa lagt ríka áherslu á að ekki verði hvikað frá ýtrustu kröfum í pen- ingamálum í tengslum við EMU. Greinir á um „sektina“ Sérfræðingar á ijármálamörk- uðum Evrópu sögðu niðurstöðu fundarins benda til að Evrópu- sambandinu væri alvara með EMU-áformin en mikilvægt væri að refsiaðgerðir gegn brotlegum ríkjum yrðu ekki einungis til málamynda. Þjóðveijar hafa lagt til að ríki verði látin greiða sekt er nemur 0,25% af vergri þjóðarframleiðslu fyrir hvert prósent sem flárlög fara yfir mörkin. Framkvæmda- stjórnin leggur hins vegar til að sektin nemi 0,1-0,2% af vergri þjóðarframleiðslu. Reuter ÖRYGGISVÖRÐUR gægist út um hliðgrindurnar við sjúkrahúsið í Moskvu þar sem Jeltsín er til rannsóknar. Læknar segja nú, að forsetinn sé svo heilsuveill, að hugsanlega verði því frestað í nokkra mánuði að gera á honum hjartauppskurð. Kommúnistar gera harða hríð að Rússlandsforseta Krefjast þess að Jeltsín seiri af sér Moskvu. Reuter. ^^mm^J LEIÐTOGAR rússneskra kommún- QlolrofSlir nin íirí hjartaáfa11- Læknirinn kvartaði ista gerðu í gær harða hríð að Borís OctlVdU U1 Ulll dU yfir því að forsetinn hefði ekki hvílst Jeltsín forseta og sögðu að hann yrði að segja af sér vegna heilsubrests. Þeir sökuðu forsetann og stuðnings- menn hans um að hafa villt um fyrir kjósendum með því að leyna hjartaá- falli sem hann er sagður hafa fengið skömmu fyrir kosningamar í júlí. Rússneski skurðlæknirinn Renat Aktsjúrín skýrði frá því um helgina að Jeltsín hefði að öllum líkindum fengið hjartaáfall skömmu fyrir síð- ari umferð forsetakosninganna 3. júlí og Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista, sagði þetta sýna að Jeltsín hefði villt um fyrir kjósendum. „Þetta jafngildir svikum. Kosning- arnar fóru ekki heiðarlega fram,“ sagði Zjúganov. Gennadí Seleznjov, forseti Dúm- unnar, neðri deildar rússneska þings- ins, sagði að Jeltsín ætti að segja hafa villt um fyrir kjósendum af sér ákvæðu læknar hans að skera hann ekki upp og segðu honum að hafa enn hægar um sig en hann hefur gert í sumar til að forðast of mikið álag. „Ástandið í Rússlandi er þannig að forsetinn getur ekki dreg- ið úr störfum sínurn," sagði Seleznjov. Aktsjúrín, sem talinn er líklegastur til að skera Jeltsín upp, sagði um helgina að læknarnir kynnu að fresta skurðaðgerðinni um alit að tvo mán- uði þar sem henni fylgdi meiri áhætta en talið var í fyrstu. Ennfremur væri hugsanlegt að hætt yrði við aðgerðina og forsetanum ráðlagt að forðast of mikið álag til að koma í veg fyrir nægilega að undanfömu, m.a. farið á veiðar í byijun mánaðarins. Óttast valdabaráttu Ummæli læknisins urðu til þess að verð rússneskra hlutabréfa lækk- aði um 3% í gær. Sérfræðingar í Moskvu sögðu að vestrænir fjárfest- ar hefðu áhyggjur af pólitísku óviss- unni og losuðu sig við hlutabréf frem- ur en að kaupa ný. Margir sérfræðingar í rússneskum stjórnmálum telja að atkvæðamiklir stjórnmálamenn í Kreml hafi þegar hafið baráttu um forsetaembættið á bak við tjöldin og hætta sé á að valdabaráttan lami stjórnkerfið með alvarlegum afleiðingum fyrir efna- hag landsins. ■ Gætu þurft að fresta/19 Stund milli stríða MEÐ vopnahléinu í Tsjetsjníju er lífið þar farið að hafa sinn vanagang, að minnsta kosti að sumu Ieyti. Fyrir nokkrum vik- um barðist hún Amina við rúss- neska hermenn en um helgina brá hún sér í brúðarkjól og gekk að eiga sinn heittelskaða. Fyrir athöfnina og meðan beðið var eftir mannsefninu sat hún fyrir ásamt nokkrum vopna- bræðra sinna. Rcuter Mikil mannekla í heilsugæslunni Ósló. Morgunblaðið. ERTU hjúkrunarfræðingur og hef- urðu áhuga á góðum launum? Þann- ig er spurt í Noregi um þessar mundir því að þar vantar 3.500 hjúkrunarfræðinga og annað heilsugæslufólk til starfa auk um 400 lækna. Er nú verið að leita að þessu fólki í útlandinu. Ted Hanisch hjá norsku vinnu- málaskrifstofunni hefur stjórnað leitinni og til að bytja með hefur hann beint henni að Svíþjóð, Finn- landi, Irlandi og Hollandi. Eins og fyrr segir vantar um 3.500 heilsugæslustarfsmenn í Nor- egi, þar af um 3.000 hjúkrunar- fræðinga, og talið er að innan skamms muni ekki vanta 400 lækna til starfa eins og nú, heldur 1.000. Auk góðra launa er fólki boðið ódýrt húsnæði og leikskólapláss og framhaldsmenntun þess auðvelduð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.