Morgunblaðið - 24.09.1996, Side 2

Morgunblaðið - 24.09.1996, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell Elliðaárnar enn undir smásjá fisksjúkdómafræðinga Kýlaveiki greindist í gönguseiðum í vor KÝLAVEIKI kom upp í gönguseið- um í keri við Elliðaárnar í vor og fannst einnig í tveimur hoplöxum á leið til hafs. Vísindamenn eru því undrandi á því að kýlaveikin hafi ekki komið upp í göngufiski í sumar. Gísli Jónsson fisksjúkdómafræð- ingur á Keldum telur það samspil heppni og fleiri þátta, en ekki sé trúlegt að laxastofn Elliðaánna hafi komið sér upp ónæmi á svo skömm- um tíma. Samkvæmt reynslu Skota og Norðmanna taki það laxastofna a.m.k. 3-5 ár að koma sér upp ein- hvers konar vörn við veikinni. Gísli sagði að ytri aðstæður í Ell- iðaánum hefðu um tíma í sumar verið ósköp svipaðar og í fyrra er kýlaveikin færðist í aukana. „Við erum afar undrandi að veikin hafi ekki skotið upp kollinum og ég geri ráð fyrir að það sé heppni og það að aðstæður hafa þróast þannig að veikin hefur ekki greinst." Að sögn Gísla hefur í sumar verið strangt eftirlit frá upphafí og vand- lega fylgst með laxi, bæði í ánni og afla veiðimanna. Tveir sjúkir laxar náðust úr ánni í byrjun maí er hop- lax var tekinn og hugsanlegt er að tekist hafi að hreinsa árnar að því marki að smit tók sig ekki upp í göngufiski. „Úr þessu er ekki líklegt að veikin komi upp á þessu ári, en næsti prófsteinn verður er við kreist: um klaklaxa úr ánni í nóvember. í fyrra reyndust 14 af 110 klaklöxum vera sýktir, eða um 8% prósent, sem var svipað hlutfall og kom fram í afla um sumarið miðað við heildar- gönguna samkvæmt teljaranum," segir Gísli. Kýlaveikin í gönguseiðum Kýlaveikin reyndist vera fyrir hendi í ánum í maí. Auk tveggja hoplaxa sem áður var getið, kom veikin upp í öðru tveggja kera þar sem geymd voru gönguseiði sem fyrirhugað var að sleppa í árnar. Samtals voru seiðin um 4.000 og er veikin greindist var þeim öllum fargað. Aðgerðir þær sem hafist var handa við í fyrra til að halda kýla- veikinni sem best í skefjum halda áfram í haust. Dregið verður á hylji neðan Árbæjarstíflu og laxi fargað, en náttúrulegt klak þar fyrir ofan látið óáreitt. Eyðilegging í Hólakoti BÖRNIN á nágrannaleikskólan- um Suðurborg guðuðu á glugga barnaheimilisins Hólakots í gær til að virða fyrir sér hinar miklu skemmdir sem urðu í eldi á sunnudag. RLR telur að kveikt hafi verið í húsinu og sást þar til mannaferða áður en eldur kom upp. Elínborg Þorláksdótt- ir, annar tveggja leikskóla- stjóra, kveðst telja húsið ónýtt að útveggjum undanskildum, en ætlunin er að endurbyggja það. „Bruninn hefur mikil áhrif á starfsemina hjá okkur. A Hóla- koti eru 23-24 börn á aldrinum þriggja til sex ára, og við þurft- um að hafa samband við for- eldra þeirra og óska eftir að þeir héldu börnunum henna mánudag og þriðjudag. f sam- vinnu við stjórn Dagvistar barna erum við að leita úrræða og munum trúlega byija með dagskrá fyrir börnin í sal, sem er hér innan veggja Suðurborg- ar, á morgun,“ segir hún. Stal á ann- að hundr- að núm- eraplötum SEXTÁN ára réttindalaus öku- maður var handtekinn um helg- ina eftir að lögreglan uppgötv- aði að hann ók um með fölsk skráningarnúmer. í fórum pilts- ins fundust á annað hundrað bílnúmeraplötur sem hann hafði tekið ófijálsri hendi. Ökumaðurinn viðurkenndi að hafa stolið plötunum úr gámi á svæði endurvinnslufyrirtækis- ins Hringrásar í Sundahöfn. Hann játaði að hafa tekið fleiri plötur og við leit í bílskúr á heimili hans fundust 114 núm- eraplötur til viðbótar, þannig að telja má að sögn lögreglu að hann hafi verið birgur fyrir lífstíð af bílnúmerum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur Bifreiðaskoðun íslands í áranna rás sent notað- ar númeraplötur eða af afskráð- um bifreiðum til endurvinnslu og hafa plöturnar verið geymd- ar í gámi í Sundahöfn áður en þær fá nýjan tilgang í nýrri mynd. Bifreiðin sem númeraþjófur- inn ók er í eigu bróður hans og leikur grunur á að pilturinn hafí tekið hana án leyfis. Piltur- inn kvaðst hafa sett fölsk núm- er á til að geta ekið um á óskoð- uðum bíl og ekki hafi annar tilgangur og verri legið að baki. • • Oruggur skáksigur á Kanada Jerevan. Morgunblaðið. ÍSLENSKU skákmennirnir á Ólympíuskákmótinu í Jerevan voru fljótir að ná sér eftir hinn slæma skell gegn Bandaríkj- unum í sjöttu umferð og unnu öruggan sigur á Kanada í sjö- undu umferð. Þröstur Þórhallsson hafði betur gegn Lawrence Day, Hannes Hlífar sigraði Yan Tep- litsky, Helgi Ölafsson vann Livshits, en Margeir Pétursson og Kevin Spraggett skildu jafn- ir. Úrslitin urðu því 3Vi - Vi. ■ Snögg umskipti/11 Esjuskaflinn ekki horfínn ENN er að finna skafl þann í Esju sem þar hefur verið um áratuga skeið, að sögn Reynis Eyjólfssonar lyfjafræðings og áhugamanns um náttúrufræði, en fyrir skömmu héldu menn sem skoðað höfðu fjallið því fram að hann væri horfinn. Reynir gekk upp á fjallið á laugardag og segir skaflinn minni en nokkru sinni frá því að hann hóf að fylgjast með honum fyrir aldarfjórðungi, en þó sjáist hann vel, jafnvel með berum augum úr talsverðri fjar- lægð. Ekki horfið í 32 ár „Páll Bergþórsson veður- fræðingur segir að skaflinn hafi ekki horfið alveg síðan 1964 og hann hefur verið til staðar síðan ég hóf að fylgjast með honum fyrir 25 árum. I raun er um tvo skafla að ræða og er sá nyrðri stærri, eða um 30 metrar á lengd og 17 metrar á breidd þar sem hann er breið- astur. Sá syðri er um 15 metrar á lengd og 7 metrar á breidd, sem er miklu minna en vant er, sem bendir ótvírætt að mínu mati til hlýnandi veðurfars,“ segir Reynir. Skaflinn eða skaflarnir eru í svo kölluðu Gunnlaugsskarði, hvilft í fjallinu, en þaðan rennur Kollafjarðaráin niður með Kistufelli. I þessari hvilft safn- ast fýrir mikill snjór að vetrar- lagi. Reynir kveðst telja það óskiljanlegt með öllu að menn sem voru að svipast um eftir skaflinum hafi ekki séð hann, og telur helst þoku um að kenna eða öðrum ástæðum ókunnum. „Skaflinn, jafn lítill og hann er i dag, sést greinilega með berum augum frá Reykjavík, þar sem á annað borð sést inn í Gunnlaugsskarðið, og meira að segja frá Hafnarfirði þar sem ég bý, eða í 25 kilómetra fjarlægð, sést hann vel. Ég ótt- ast að skaflinn fari alls ekki í haust, enda farið að kólna.“ Breytt notkun Safnahúsinss samþykkt í ríkisstjórn Þjóðmenningarhús við Hverfisgötu árið 2000 RÍKISSTJÓRNIN hefur, að tillögu menntamálaráðherra, ákveðið að Safnahúsið við Hverfisgötu í Reykja- vík verði þjóðmenningarhús í fram- tíðinni. Ólafur Davíðsson, ráðuneyt- isstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að gert sé ráð fyrir að þjóðmenning- arhúsið hýsi fastar og tímabundnar sýningar frá helstu söfnum. Þjóð- menningarhús heyrir undir forsætis- ráðuneytið. Ólafur tók fram að hugmyndin væri að annars vegar hefðu helstu söfn, t.d. Þjóðminjasafn, Listasafn og Ámastofnun, fasta aðstöðu til að kynna sýnishom muna í þjóð- menningarhúsinu. Hins vegar myndi þriggja manna hússtjórn þjóðmenn- ingarhússins taka ákvörðun um stærri tímabundnar sýningar. Hann sagði að ákvörðun um breytta starfsemi í húsinu væri tekin með góðum fyrirvara svo hægt yrði að finna núverandi starfsemi aðra aðstöðu. Nú er í Safnahúsinu lestrar- salur, afgreiðsla og eldri skjöl Þjóð- skjalasafns íslands. Auk þess eru enn geymd þar varaeintök bóka í eigu Landsbókasafnsins. Miðað er við að ný starfsemi geti tekið við í húsinu árið 2000. Þriggja manna hússtjórn Salome Þorkelsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, veitir þriggja manna hússtjórn forystu. Aðrir nefndarmenn eru Jóhannes Nordal, FORSÆTISNEFND Alþingis ákvað á fundi í gær að Jónshús skuli áfram vera miðstöð félags- og menningar- starfs íslendinga í Kaupmannahöfn. Þá var Karli M. Kristjánssyni, fulltrúa Alþingis í stjórn Jónshúss, falið að gera tillögur um breytingar á rekstri þess en jafnframt lögð áhersla á gott samstarf við Islend- fyrrverandi Seðlabankastjóri, og Ól- afur Ásgeirsson, þjóðskjalavörður. Hússtjórnin hefur fengið Guðmund Magnússon, forstöðumann upplýs- ingasviðs Þjóðskjalasafns, til að hafa umsjón með undirbúningsstarfinu. Á mánudag, 23. september, voru 90 ár liðin frá því Hannes Hafstein, ráðherra íslands, lagði hornstein að Safnahúsinu við Hverfisgötu. ingafélögin í Kaupmannahöfn. Á fundi forsætisnefndar var húsregl- um breytt þannig að sendiherra Is- lands í Kaupmannahöfn er ekki leng- ur sjálfkrafa formaður hússtjórnar. Á næstunni mun forsætisnefnd skipa nýja þriggja manna stjórn þar sem formaður núverandi stjórnar hefur sagt upp störfum. Jónshús áfram miðstöð félagsstarfs Islendinga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.