Morgunblaðið - 24.09.1996, Page 13

Morgunblaðið - 24.09.1996, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 13 Eldsvoði í miðbæ Akureyrar á sunnudagsmorgun Skemmtistaðurinn 1929 stórskemmdist í eldi AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján SIGURÐUR Sigurðsson starfsmaður skemmtistaðarins 1929 var að tína sótsvartar vínflöskurnar af barnum en ljóst er að þessi mjöður verður ekki drukkinn. Slökkviliðsmenn rufu þakið á húsinu, en stórt og mikið háaloft er yfir húsinu. „Ég vildi opna þakið og hleypa út brunagasi áður en til sprengingar kæmi,“ sagði Tómas Búi. Rannsóknarlögreglan á Akureyri kannar eldsupptök og sagði Gunnar Jóhannesson að þau væru ókunn, en rannsókn stæði yfir. I fljótu bragði virðist þó sem eldur hafi ekki kviknað út frá rafmagni. Kór Tónlistarskólans Jólaóratóría Bachs meðal verkefna NÝJA BÍÓ, við Ráðhústorgið í miðbæ Akureyrar, stórskemmdist í eldi snemma á sunnudagsmorgun. Síðustu ár hefur verið rekinn skemmtistaður í húsinu, 1929, en hann dregur nafn sitt af bygging- arári hússins. Um áratugaskeið var þama annað af tveimur kvikmynda- húsum bæjarins. Þá urðu skemmdir í Levi’s búðinni sem er í sömu húsa- lengju, en búið var að pakka niður öllum vörum verslunarinnar. Mála þarf húsnæðið áður en nýjar vörur verða teknar inn. Einnig urðu nokkrar reykskemmdir á Kaffi Torginu sem er á hæðinni fyrir ofan Levi’s búðina. Þar þarf einnig að mála að nýju og hreinsa innan- stokksmuni og rafmagnstæki fyrir- tækisins. Aðrar verslanir í húsaröð- inni sluppu án skemmda. Tilkynnt var um eld til Slökkvi- liðsins á Akureyri laust efir kl. 8 á sunnudag en þá skömmu áður höfðu starfsmenn í hreinsunardeild heyrt mikinn dynk innan dyra og jafn- framt sáu þeir eld skjótast úr um hurðarfalsinn á aðaldyrum hússins. Starfsfólk 1929 hafði verið að störf- um í húsinu fram á morgun, eða fram undir kl. fimm. Mikill dökkur reykur Tómas Búi Böðvarsson sagði að þegar tilkynnt var um atburðinn hafi eldur staðið út úr skýli yfir neyðarútgangi bak við húsið. „Þeg- ar við komum að er töluverður eld- ur í skýlinu en við voru fljótir að slökkva hann og fóru reykkafarar þá inn í húsið,“ sagði Tómas Búi en reykkafarar voru að sögn hissa á hversu lítill hiti var innandyra. „Það var afskaplega dökkur reykur inni í húsinu og erfitt að sjá nokk- uð. Það var lítill eldur inni í hús- inu, en mikill og svartur reykur.“ Eldur var í kringum senuna og þá var nokkur eldur í millilofti, í pan- el, reiðingi og hefilspóni. „Þegar við komum var greinilegt að eldur- inn hafði kraumað lengi í húsinu, hann hafði brennt innan úr því öllu.“ KÓR Tónlistarskólans á Akureyri er að hefja vetrarstarfið um þessar mundir. Æft er einu sinni í viku, á miðvikudagskvöldum frá kl. 18 til 20 á sal Tónlistarskólans við Hafnarstræti 81, 4. hæð. Fyrsta verkefni vetrarins verður Jólaóratóría Cachs sem verður flutt með einsöngvurum, kór og hljóm- sveit skömmu fyrir jól. Kórinn samanstendur af nem- endum og kennurum tónlistarskól- ans ásamt öðru áhugasömu söng- fólki. Áhugasamir nýliðar eru boðnir velkomnir til starfa og hvattir til að mæta á næstu æfingar, en nán- ari upplýsingar gefur stjórnandi kórsins, Michael Jón Clarke, heima eða í tónlistarskólanum. £F* Stjórntækniskóli Islands Höfdabakka 9 Sími 567 1466 MARKAÐSFRÆÐI Stjorntækmskoii islands^ll gefur þér kost á beinskeyttu 250 stunda námi í markaðs- fræðum. Náminu er ætlað að koma til móts við sívaxandi kröfur atvinnulífsins um hæfari starfskrafta. Námið er ætlað fólki, sem vill bæta við sig þekkingu og fá innsýn í heim markaðsf ræðan na. Markmið námsins er meðal annars að þátttakendur tileinki sér markaðshugsun í íslensku viðskipta- og athafnalífi og nái þannig betri árangri. Námið er í formi fyrirlestra og verkefnavinnu og tekin eru próf í einstökum greinum. Kennarar eru allir háskólamenntaðir og eiga að baki góða reynslu við kennslu og í viðskiptalífinu. Námsgreinar: Markaðsfræði. Stjórnun og sjálfstyrking. Sölustjórnun og sölutækni. Auglýsingar. Vöruþróun. Töivunotkun í áætlanagerð. Vörustjómun. Viðskiptasiðferði. „Ég mæli með náminu fyrir alla þá, er starfa við markaðs- og sölustörf. Ég hef verið í sölu- mennsku í 6 ár og námskeiðið hefur nýst mér vel í starfi. Fjölbreytt og áhugavert námskeið." Elísabet Ólafsdóttir, Eggert Kristjánsson hf. Starfsmenntun. Fjárfesting til framtíðar. Sími 567 1466. Opið til kl. 22.00. - kjarni málsins! mar|<aðs. Solu-, upplýsinga-, skipulags-, og/ eða framleiðslumálum sinna fyrirtækja." Hendricus Bjarnason, Skýrr Barnakór Glerárkirkju Æfingar hafnar UNDANFARNA vetur hefur verið starfandi barnakór í Glerárkirkju á Akureyri. Hlutverk kórsins er að taka mánaðarlega þátt í fjölskylduguðs- þjónustum í kirkjunni auk þess sem kórinn hefur heimsótt elliheimili og sjúkrahús um jólin. Þá hefur barna- kórinn sungið á aðventukvöldum og á tónleikum með Kór Glerárkirkju, Starf Barnakórs Glerárkirkju verður með líku sniði í vetur og verð- ur fyrsta æfingin á morgun, mið- vikudaginn 25. september kl. 15.30 í Glerárkirkju og eru öll áhugasöm börn velkomin. Kórstjóri Barnakórs Glerárárkirkju er Jóhann Baldvins- son organisti. U0gg- og gólfflísa flísaverzlun Nýbýlavegi30 rkópavogi • $(mi 554 6800 ■ Verö frá 39300 kr. 'Innifalið: Fluý, ýisting ogflugvallarskattar. Helgardvöl í heimsborg fyrir líkama og sál Listasöfn, leikhús og lífsins lystisemdir Boston | Haföu samband viö söluskrifstofur okkar, umboösmenn, ferða- skrifstofurnar eða söludeild Flugleiða í síma SO SOÍOO (svarað mánud. - föstud. kl. 8-19 og á laugard. kl. 8 -16). FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi á mann í tvíbýli í 3 daga í nóvember*.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.