Morgunblaðið - 24.09.1996, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.09.1996, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Framkvæmdir við nýja 750 milljóna fiskimjölsverksmiðju á Akranesi ganga vel Afköstin aukast um helming Unnið er að stækkun fískimjölsverksmiðju Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi og eru framkvæmdimar vel á veg komnar. Afköst munu stóraukast og gæði afurðanna batna. Jón Gunnlaugsson ræddi við Harald Sturlaugsson framkvæmdastjóra. HINAR miklu byggingarfram- kvæmdir, sem nú er unnið að við fiskimjölsverksmiðju Haraldar Böð- varssonar hf. á Akranesi, eru langt komar og byggingin farin að taka á sig mynd svo um munar. Fram- kvæmdir hafa staðið frá vormánuð- um og allar tímaáætlanir staðist. Gert er ráð fyrir að þeim ljúki í jan- úar 1997 en um þær mundir eru 60 ár liðin frá því verksmiðjan var reist. Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri HB hf., segir að um nokkurt skeið hafði verið kannað hvemig standa bæri að hugsanlegum breytingum á gömlu verksmiðjunni og hvaða valkostir væru í boði. Hann segir viðhaldskostnað verksmiðjunnar hafa verið orðinn of mikinn, einkum vegna aldurs hennar og eins hafí ver- ið óviðunandi að bræðslulykt hafí oft legið yfír bænum þegar framleiðsla var í gangi og gerði fólki lífíð leitt. „Þá var það ekki síður vilji okkar að geta aukið afkastagetu verksmiðj- unnar,“ segir Haraldur. „Við hófum athuganir á valkostum fyrir alvöru um sl. áramót og í framhaldi af þeim var ákveðið að hefjast handa við framkvæmdir sem eru í tjórum meg- inatriðum. í fyrsta lagi er skipt úr háhitaþurrkun í lághitaþurrkun sem gerir verksmiðjuna nánast mengun- arlausa, í öðru lagi á að auka fram- leiðslugetuna úr 550 tonnum á sólar- hring í um 1000 tonn, í þriðja lagi ‘áðstefna um bætta samkeppnisstöðu Islands Hver er staða íslands í alþjóðlegri samkeppni? Hvað eru nájgrannaþjóðir að gera? Hvert stefnum við? Er nóg að gert? Atvinnulífið a 21. öldinni. Lítil og meðalstór fyrirtæki. ^Einkavæðing. Einföldun laga og reglugerða. Stuðningskerfi atvinnulífsins. Áhættufjármagn. Upplýsingatækni. Rannsóknir. Þróun. Menntun. Verðmætasköpun. Atvinna. Ný tækifæri. Ráðstefna á Scandic Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 26. september kl. 9:00-16:00 Fyrirlesarar Frá Bretlandi Frá OECD Frá Kanada Frá Danmörku Frá Noregi Frá íslandi Fundarstjórar JL' i Dr. R.C. Dobbie, framkvæmdastjóri samkeppnis- hæfnisdeildar forsætisráðuneytisins Hans Peter Cassmann, framkvæmdastjóri iðnaðarsviðs OECD Jerry Beausoleil, framkvæmdastjóri stefnumörkunardeildar iðnaðarráðuneytisins Christian Motzfeldt, forstöðumaður efnahagsdeildar iðnaðarráðuneytisins Tor Hernæs, forstöðumaður stefnumótunardeildar iðnaðar- og orkumálaráðuneytisins Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra Davíð Scneving Thorsteinsson, formaður nefndar um lítil og meðalstór fyrirtæki og samkeppnishæfni atvinnulífsins Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur ASÍ Vigdís Wangchao Bóasson, MBA, viðskiptaráðgjafi Páll Kr. Pálsson, forstjóri Sólar Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar HÍ Skráning er hjá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, sími 560 9420. Aðgangseyrir kr. 8.500 - nádegisverður innifalinn. íQíSVi FyrTrlestrar erlendra gesta á ensku, en jafnóðum snúið á íslensku. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti / Fjánnálaráðuncytið Nefiid um li'tíl og meðalstór íyrirtæki og .samlceppni.shæfiii atvinnulílsins. VERKSMIÐJUSVÆÐIÐ eins og það leit út áður en framkvæmdirnar byrjuðu. er verið koma fyrir hráefnistönkum með geymslurými fyrir um 3000 tonn sem síðar verður aukið í 5500 tonn og í fjórða lagi er verið að setja upp fjóra mjöltanka sem eiga að geta tekið um 4000 tonn af mjöli. Mjöltankar 32 metrar á hæð Nú þegar framkvæmdir eru komn- ar vel á veg er ljóst hve gríðarmiklar breytingar hafa orðið á verksmiðju- svæðinu. Mest áberandi eru hinir nýju mjöltankar sem verið er að reisa, en hver um sig er 8 metrar í þver- mál og 32 metrar á hæð og ofan á þá kemur síðan færibandahús og verður lyfta upp í það. Tankarnir setja orðið mikinn svip á Akranes, ekki síður en sementstankarnir í næsta nágrenni. Sérstakur losunar- búnaður verður settur upp í tönkun- um, þannig að hægt verður að setja mjölið beint á stóra flutningabíla eða blása því beint um borð í skip og mun þá nánast öll sekkjun mjöls leggjast af. Fullkominn mengunarbúnaður Stálgrind hins nýja vélahúss er komin upp og klæðningu hennar að mestu lokið. Þessi bygging er röskir 800 m2 að grunnfleti og um 11500 m3 að stærð. Vegghæð frá gólfi til lofts er 13,5 m. I húsinu verða tveir lághitaþurrkofnar með framleiðslu- getu fyrir allt að 1000 tonna hráefni á sólarhring ásamt miklum öðrum búnaði. Að sögn Haraldar munu úr 1000 tonn af hráefni fást um 200 tonn af hágæðamjöli. Byggingarframkvæmdum við hús- ið er að ljúka þessa dagana og mun þá uppsetning tækja hefjast og standa fram í janúar. „Við höfum lagt mikla áherslu á að sá mengun- arbúnaður, sem settur er upp, verði sá fullkomnasti sem völ er á og munu bæjarbúar á Akranesi vonandi verða lítt varir við að verksmiðjan sé í starfrækslu nema þeir spyijist fyrir um það, sjá skipin koma fulllestuð að landi eða sjái smá gufuvott stíga úr reykháfunum,“ segir Haraldur. Nýir hráefnisgeymar Þriðji stóri verkþátturinn er svo bygging tveggja 1500 tonna hráefn- isgeyma og verður byggingu þeirra lokið á þessu ári. Fyrirhugað er að þriðji geymirinn verði byggður síðar og einnig sérgerður beinatankur sem getur tekið bein og afskurð úr vinnslusölum frystihússins svo og af skipunum. „Við gerum ráð fyrir að þegar byggingu tankanna lýkur verði aðstaða til að geyma í verksmiðjunni um 6500 tonn af hráefni eða sem svarar tæplega viku vinnslugetu," segir Haraldur. Samfara byggingu tankanna og vélahússins hefur verið nauðsynlegt að fara í ýmsar aðrar framkvæmdir eins og t.d. að færa rafmagnsspennistöð og stækka hana, byggja stálgrindarhús til að losa úr mjöltönkunum, koma fyrir nýrri fráveitulögn fyrir kælivatn og sjókælivatnslögn, byggja hús fyrir soðkjarnatæki, stækka stjórnstöð og þá er einnig verið að byggja starfs- mannahús, þar sem er hreinlætisað- staða og aðstaða til fataskipta fyrir starfsmenn. AIls verða byggðir um 20.000 rúmmetrar af húsum og tönk- um samfara þessum breytingum og segir Haraldur að áætlaður kostnað- ur við framkvæmdirnar verði um 750 milljónir króna. Norðmenn með gömul tengsl Það er ráðgjafafyrirtækið Hönnun og ráðgjöf hf. á Egilsstöðum sem annaðist frumhönnun þessa verks, en það fyrirtæki hafði góða reynslu af byggingu á fískimjölsverksmiðjum, bæði á Fáskrúðsfirði og Eskifirði. Eftir að leitað hafði verið tilboða í smíði og uppsetningu þurrkofna var ákveðið að taka tilboði norsks fyrir- tækis. „Það er skemmtileg tilviljun," segir Haraldur, „að upphafsmaður þessa norska fyrirtækis var sam- starfsmaður Haraldar Böðvarssonar á fyrstu áratugum þessarar aldar og einn þeirra sem var hluthafí í Haraldi Böðvarssyni & Co á fyrstu árum fyrir- tækisins." Samstarfsaðili þessa norska fyrirtækis á íslandi er Héðinn Smiðja hf. í Reykjavík. Undirstöður mjöltankanna sem er mikil fram- kvæmd og flókin og að hluta til unn- in undir sjávarmáli önnuðust Tré- smiðjan Kjölur hf. og Steypustöð Þorgeirs og Helga hf. á Akranesi. Tankarnir sjálfír eru smíðaðir hjá Héðni hf. og sjá þeir um uppsetningu þeirra. Það sama á við um vélahúsið, það kemur tilsniðið frá Englandi og er sett upp af starfsmönnum Héðins hf. Vinnu við undirstöður hússins annaðist Trésmiðjan Kjölur hf. Allt gengið samkvæmt áætlun Eins og fram hefur komið hafa framkvæmdir gengið vel og nánast eftir áætlun og hafa engin vand- kvæði orðið enn, sem koma í veg fyrir að tímaáætlanir standist. Har- aldur Sturlaugsson segir að með þessum framkvæmdum og endurbót- um verði betri nýting á loðnukvóta skipanna, en afkastageta skipanna hefur oft ekki verið nýtt sem skyldi. Þá á verksmiðjan að geta skilað verð- meiri afurðum ásamt auknum af- köstum og allt þetta ætti að geta stuðlað að því að greiða niður fjár- festingarkostnaðinn af framkvæmd- inni á ásættanlegum tíma. I í I I I I í I M c ( i i í i A fí < A I I ( ( (

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.