Morgunblaðið - 24.09.1996, Side 16

Morgunblaðið - 24.09.1996, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Villeroy & Boch-verslun opnuð í Kringlunni HEILDVERSLUNIN Jóhann Ólafsson & Co. opnaði á laugar- dag nýja verslun með Villeroy & Boch vörur í Kringlunni. Versl- unin er 4 um 70 fermetra rými á annarri hæð, andspænis útibúi Pósts og síma. I versluninni er boðið upp á úrval af borðbúnaði, hnífapör- um, kristalsglösum, þ.á.m. elsta matarstellið frá Villeroy & Boch sem fyrirtækið setti á markað við stofnun árið 1748. Þá getur verslunin einnig tekið við sér pöntunum í aðrar vörur frá fyrir- tækinu. Villeroy & Boch-fyrir- tækið ákvað nýverið að breyta útliti og innréttingum verslana sinna um allan heim og er versl- unin í Kringlunni önnur í röðinni sem opnar með hinu nýja fyrir- komulagi. _ Jóhann Ólafsson & Co. hefur annast heildsöludreifingu á vör- um frá Villeroy & Boch undan- farin 50 ár. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á heildsöludreif- ingunni, en vonir eru bundnar við að nýja verslunin muni styðja við núverandi og væntanlega dreifingaraðila. A myndinni eru Fríða Björg Þórarinsdóttir, Margrét Marin- ósdóttir og Linda Björk Stefáns- dóttir, verslunarstjóri í nýju versluninni. Sölumaður óskast til að selja norrænt merki - tákn - sem er hand- unnin eftirlíking af „víkingaskipinu Oseberg" - beint til fyrirtækja og stofnana. Sími 00 47 22 11 54 55, símbréf 00 47 22 69 40 43. 4 Morgunverðarfundur miðvikudaginn 25. sepfember 1996 kl. 8.00 - 9.30, í Sunnusal Hótels Sögu RÍKID 0G EINKAAMLAR ■ ÓJÖFN SAMKEPPNI? Sífellt koma upp árekstrar milli fyrirtækja í eigu opinberra aðila og einkaaðila, Búa opinberu fyrirtækin við óeðlilega góð samkeppnisskilyrði eða passa þau ekki inn í nútíma markaðsþjóðfélag? Verða opinberu fyrirtækin einkavædd? Er hægt að láta alla sitja við sama borð? Framsögumenn: Valur Valsson, bankastjóri Islandsbanka Guðmundur Björnsson, aðstoðar póst- og símamálastjóri Jónas Fr. Jónsson, aðstoðarframkvstj. Verslunarráðs Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Umræður og fyrirspurnir Fundargjald er kr. 1.200 (morgunverður innifalinn). Fundurinn er opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrirfram í síma Verslunarráðsins, 588 6666 (kl. 8.00-16.00). VERSLUNARRAÐ ISLANDS Ný hverfisteypuvél vígð á 25 ára afmæli Borgarplasts Samruni við Sæplast ekki á dagskrá Morgunblaðið/Ásdís FINNUR Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra ræsir nýja hverfi- steypuvél Borgarplasts í 25 ára afmælishófi þess. STJÓRNARFORMAÐUR Borgar- plasts hf. sakar samkeppnisaðila fyrirtækisins um að ásælast vörur þess og fjölfalda þær lítt breyttar. Hann telur vænlegra að opna fyrir- tækið almenningi en að ræða sam- runa eða innlimun í önnur fyrirtæki. Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra ræsti eina af fimm stærstu hverfisteypuvélum í Evrópu í 25 ára afmælishófi Borgarplasts hf. á föstudag. Hófið var haldið í glæ- nýrri 900 fm viðbyggingu fyrirtæk- isins á Seltjarnarnesi og sóttu það rúmlega 600 manns. Með véibúnaðinum þrefaldast núverandi framleiðslugeta fyrir- tækisins og er honum m.a. ætlað að framleiða endurvinnanleg ker til útflutnings. Mun fyrirtækið leggja megináherslu á að selja kerin til kjöt- og matvælaframleiðenda í Evrópu. Borgarplast ákvað að minnast tímamótanna m.a. með þeim hætti að gefa grunnskólum heimabæja sinna, Seltjarnarness og Borgar- ness, tölvubúnaðinn Ritþjálfa, en hann er lítil fistölva með textaskjá, og nýtist sem kennslutæki í staf- setningu, tungumálanámi og reikn- ingi. Fékk hvor skóli tólf Ritþjálfa að gjöf frá Borgarplasti. Skotið á Sæplast í afmælishófinu fjallaði Margeir Daníelsson, stjórnarformaður fyrir- tækisins, á hispurslausan hátt um þá samkeppni er ríkir í hverfisteypu- framleiðslu hérlendis og duldist fáum, sem á hlýddu, að þar var fast skotið á Sæplast hf. á Dalvík, helsta samkeppnisaðila Borgarplasts. Hann greindi m.a. annars frá því að Borgarplast hefði árið 1989 kynnt nýja tegund fiskikera úr þöndu Poly- ethylene en enginn hefði haft áhuga og því hefði verkefnið verið lagt til hliðar. „í dag eru þetta kölluð endur- vinnanleg fískiker og frumkvöðlamir og uppfínningamennirnir orðnir allt aðrir.“ Margeir fjallaði einnig um fram- leiðslu fyrirtækisins á hverfimótuð- um endurvinnanlegum plastvöru- brettum og sagði að ekki væri vitað til þess að sú tækni, sem þar var beitt til að ná upp burði í þeim, hefði verið notuð áður. „Borgar- plast hefur aldrei sótt um einka- leyfi á framleiðsluvörum sínum og kemur varla til greina að gera slíkt. Nokkuð hefur borið á því í seinni tíð að aðrir framleiðendur eru byij- aðir að ásælast vörur fyrirtækisins og byijaðir að ljölfalda þær lítið breyttar." Stundum verður að berjast í Morgunblaðinu hefur komið fram að framkvæmdastjóri Sæ- plasts vill kanna samstarfsmögu- leika og jafnvel samruna við Borg- arplast. í ræðu Margeirs var það sérstaklega tekið fram vegna blaða- viðtala við framkvæmdastjóra Sæ- plasts að hugur hluthafa Borgar- plasts stæði um þessar mundir ekki til samruna við önnur fyrirtæki eða að láta innlima sig. „Vænlegra er talið að opna fyrirtækið almenningi sé brýn þörf á slíku eða ef eigendum þess dytti í hug að opna utibú, í Austurlöndum íjær eða Ástralíu. Samkeppnin hér innan lands á þeim markaði, sem Borgarplast starfar hefur farið sívaxandi og er það af hinu góða, sé hún háð á heilbrigðum grundvelli. Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að menn hafi gleymt sér í hita leiksins og er það verra. Borgarplast mun sem fyrr hafa í heiðri heilræði Hræreks kon- ungs í kvæði Davíðs Stefánssonar er þar segir: Þeir, sem stríði vilja veijast, verða stundum fyrst að beijast," sagði Margeir. Fjórði áfangi í sölu húsnæðisbréfa Tilboði Kaupþings og Kaupþings Norð- urlands tekið HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins hefur ákveðið að ganga að tilboði verðbréfafyrirtækjanna Kaup- þings hf. og Kaupþings Norður- lands hf. um sölu á húsnæðisbréf- um á síðasta fjórðungi þessa árs, en samtals er áætlað að selja hús- næðisbréf fyrir einn milljarð króna í þessu útboði. Samanlögð sala húsnæðisbréfa á árinu mun þá nema fimm milljörðum króna. Með tilboðinu ábyrgjast verð- bréfafyrirtækin sölu á húsnæðis- bréfum til 42 ára fyrir að minnsta kosti 500 milljónir króna og sölu á húsnæðisbréfum til 24 ára fyrir að minnsta kosti 200 milljónir. Ávöxtunarkrafan á fyrrnefndu bréfunum er 0,08 prósentustigum undir meðaltali kaupávöxtunar- kröfu annarra verðbréfafyrirtækja í húsbréf við opnun viðskipta hvern dag og á síðarnefndu bréfunum er ávöxtunarkrafan 0,02 prósentu- stigum lægri. Guðrún Eggertsdóttir, hjá Hús- næðisstofnun ríkisins, sagði að það hefðu ráðið mestu um að tilboði Kaupþings hf. og Kaupþings Norðurlands hf. var tekið hversu mikil sala var tryggð i húsnæðis- Húsnæðisbréf Byggingarsjóðs verkamanna árið 1996 Meðalávöxtunarkrafa (%) og kaupverð með söluþóknun bréfum til 42 ára. Að öðru leyti hefðu tilboð verðbréfafyrirtækj- anna í sölu húsnæðisbréfanna ver- ið svipuð. Lækkanir vegna uggs um hærri vexti London. Reuter. TALSVERÐAR lækkanir urðu á helztu hlutabréfa- og gjald- eyrismörkuðum Evrópu í gær vegna áhrifa frá Wall Street og uggs um að aðhald í útlán- um verði ákveðið á mikilvæg- um fundi um mótun stefnunnar í peningamálum í Bandaríkjun- um. í New York lækkaði Dow Jones kauphallavísitalan um 50 punkta á nokkrum fyrstu mínútunum eftir opnun. Fjár- festar óttast neikvæð áhrif vaxtahækkunar í efnahags- málum og minni hagnað 1997. Staðan í Wall Street hafði lag- azt nokkuð við lokun markaða í Evrópu. Við lokun í London hafði verð helztu hlutabréfa lækkað um 1,12% í 3919.7 punkta, en viðskipti voru tiltölulega lítil. Á föstudag hafði FTSE 100 vísi- talan lækkað um 10 punkta eftir að hafa komizt hæst í 3994.1 um daginn og munaði litlu að hún færi yfir 4000 punkta. í Frankfurt lækkaði verð þýzkra hlutabréfa um tæplega 1%. DAX lækkaði um 19.06 punkta í 2627.04. í París urðu einnig lækkanir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.