Morgunblaðið - 24.09.1996, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 17
Islandsbanki kaupir
AlphaServer tölvur
ÍSLANDSBANKI hefur gert
samning við Digital á íslandi ehf.
um kaup á nýjum AlphaServer
tölvum. Samningurinn felur í sér
uppfærslu á tveimur af móður-
tölvum bankans auk einnar nýrr-
ar.
AIIs verða sjö AlphaServer tölv-
ur í þjónustu bankans á næstunni
og segir Karl Wernersson, fram-
kvæindastjóri Digital á Islandi, að
ráðist hafi verið í kaupin vegna
stóraukinnar tölvuvinnslu hjá
bankanum. „Með nýju AlphaSer-
ver vélunum verður hægt að sinna
mun fleiri viðskiptavinum samtím-
is og svartími ætti að styttast þar
sem afköstin fimmfaldast."
Eftir uppfærsluna verður aðal-
tölva bankans AlphaServer 8400
með tveim gjörvum og 512MB
vinnsluminni og segir Karl að
þetta sé afkastamesta tölva lands-
ins. Á meðfylgjandi mynd sjást
Karl Wernersson og Haukur
Oddsson, forstöðumaður tölvu-
deildar Islandsbanka, handsala
samninginn.
Fólk
Breytingar
hjá IS um
áramót
• HÖSKULDUR Ásgeirsson,
framkvæmdastjóri Iceland Sea-
food Ltd. í Evrópu, mun í árs-
byijun 1997 taka við starfi fram-
kvæmdastjóra
markaðs- og
sölusviðs hjá
Islenskum
sjávarafurð-
um hf. Hann
mun bera
ábyrgð á sölu-
og markaðs-
málum á öllum
mörkuðum ÍS.
A undanförnum
árum hefur Sæmundur Guð-
mundsson aðstoðarforstjóri ÍS,
einnig stýrt markaðs- og sölu-
sviði Islenskrar sjávarafurða.
Vegna mikillar aukningar á um-
svifum ÍS, m.a í fjarlægum
heimshlutum, þykir nú ástæða til
að styrkja yfirstjórn fyrirtækisins
og jafnframt að efla markaðs-
þáttinn enn frekar. Frá l.janúar
1997 mun Sæmundur alfarið
helga sig starfi aðstoðarforstjóra
og mun hann starfa náið með
Benedikt Sveinssyni, forstjóra
ÍS, að daglegri stjórnun og eftir-
liti með rekstri, segir í frétt frá
fyrirtækinu.
Höskuldur Ásgeirsson er fædd-
ur árið 1952. Hann útskrifaðist
sem fiskitæknir frá Fiskvinnslu-
skólanum árið 1976 og lauk prófi
í viðskiptafræði frá Háskóla Is-
lands árið 1983. Höskuldur
stundaði framhaldsnám við
Heneley Business School í Eng-
landi og lauk þaðan mastersprófi
í rekstrarhagfræði (MBA) árið
1989, með sérstakri áherslu á
markaðsfræði. Hann var for-
stöðumaður söluskrifstofu Ice-
land Seafood Ltd. í Boulogne-
sur-Mer í Frakklandi á árunum
1987 til 1992. Frá því í desember
1992 hefur Höskuldur verið
framkvæmdastjóri Ice'.and Sea-
food Ltd. með aðsetur í Hessle
í Englandi, en jafnframt ábyrgur
fyrir svæðisskrifstofu í Þýska-
landi og Frakklandi. Höskuldur
er kvæntur EIsu Þórisdóttur
förðunarmeistara og eiga þau
þijú börn.
Stóll með stíl!
Staflanlegur stóll fyrir
hótel, skóla, ráðstefnusali
og samkomuhús.
Staðgreiðsluverð:
9.800 kr.
108 Reykjavík, sími 553 2035
- kjarni málsins!
Hagnaður Fiat minni
Mílanó. Reuter.
FIAT hefur skýrt frá því að
hagnaður á fyrri árshelmingi hafi
minnkað um 28% og gerir ráð fyr-
ir að hagnaður á árinu í heild verði
minni en í fyrra.
Hagnaður Fiats fyrir skatta á
fyrri árshelmingi minnkaði í 1.547
billjónir líra eða 67 milljarða króna,
en að frádregnum aukagróða 1995
minnkaði hagnaðurinn fyrir skatta
1996 um aðeins 12,6%.
Hagnaðurinn varð minni vegna
mikilla fjárfestinga í nýjum gerð-
um bifreiða og dráttarvéla, lægðar
á ítölskum bílamarkaði, sem ekki
sér fyrir endann á, og sterkari
stöðu lírunnar. Hækkun lírunnar
olli 450 milljarða líra rýrnun á
hagnaði.
Fiat býst við aukagróða á síðari
árshelmingi. í ráði er að selja 40%
hlutabréfa í New Holland drátta-
véla- og landbúnaðarvélafyrirtæk-
inu eða önnur fyrirtæki óviðkom-
andi kjarna starfseminnar.
Bílasala Fiats jókst um 6,4% í
1.226 milljónir vegna markaðssetn-
ingar Bravo/Brava línunnar í lok
síðasta árs. Hlutdeild á Evrópu-
markaði jókst í 11,9% úr 11,5%.
Fundur um samkeppm
einkaaðila og ríkis
VERSLUNARRAÐ Islands efnir til
morgunverðarfundar á morgun,
miðvikudaginn 25. september, í
Sunnusal Hótels Sögu þar sem fjall-
að verður um grundvallarspurningar
varðandi stöðu hins almenna at-
vinnu- og viðskiptarekstrar í landinu
í samkeppni við hið opinbera.
Fram kemur í frétt að í þessu
samhengi sé ótal spurningum
ósvarað varðandi nánustu framtíð,
beina samkeppnisstöðu einkarekst-
urs og opinbers reksturs, hvað hið
opinbera ætlast fyrir og hvaða
kröfur, tillögur og aðgerðir samtök
atvinnu- og viðskiptalífsins hafi
uppi.
Á fundi Verslunarráðsins verða
þessi mál reifuð af þeim Vali Vals-
syni, bankastjóra íslandsbanka hf.,
Guðmundi Björnssyni, aðstoðar
póst- og símamálastjóra, Jónasi Fr.
Jónssyni, aðstoðarframkvæmda-
stjóra VI, og Finni Ingólfssyni, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra.
Fundurinn á miðvikudaginn
stendur frá kl. 8.00 til 9.30. Hann
er opinn, en nauðsynlegt er að til-
kynna þátttöku fyrirfram til skrif-
stofu Verslunarráðsins.
ER BÓKHALDSKERFIÐ OF HÆGVIRKT?
Þú færð betri svörun ó
CONCORDE
með
t a
AlphaServer
Digital á íslandi
Vatnagardar 14-104 Reykjavík
Sími 533-5050 - Fax 533-5060