Morgunblaðið - 24.09.1996, Side 20

Morgunblaðið - 24.09.1996, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Tíu tonn af sprengi- efni í verksmiðju IRA London. Reuter. Endurtalning í Bosníu Kjör Izet- begovic staðfest Sar^jevo, Jusici. Reuter. ENDURTALNING í kosningunum í Bosníu staðfesti að Alja Izetbegovic, forseti Bosníu, hlaut flest atkvæði til forsætisráðsins, þótt mjótt væri á mununum á honum og Bosníu-Ser- banum Momcilo Krajisnik. Ekki er þó hægt að staðfesta úrslitin form- lega fyrr en farið hefur verið yfír þau enn einu sinni og ljóst er að ekki berast fleiri kærur. Er búist við að það verði ekki fyrr en um næstu helgi, að sögn Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu, sem hafði eftirlit með kosningunum. Virt eftirlitsstofnun, ICG, sagði á föstudag að atkvæðatölur í kosning- unum í Bosníu um síðustu helgi bentu til þess að kjörsóknin hefði verið um 103%. Stofnunin sagði að kjörsóknin á svæðum múslima, Serba og Króata hefði reynst svo mikil að hún gæti ekki staðist. „Einkum gætu músl- imarnir hafa verið duglegir við að setja falsaða kjörseðla í kjörkassana vegna þess að þeir vildu fyrir alla muni að Alija Izetbegovic bæri sigurorð af Momcilo Krajisnik". Talsmaður ÖSE sagði að ábend- ingar ICG yrðu teknar til rækilegrar athugunar. „Augljóslega hefur eitt- hvað brugðist einhvers staðar." Var það vegna fjölda dæma um villur í talningu sem ákveðið var að efna til endurtalningar. Samkvæmt henni hlaut Izet- begovic 731.024 atkvæði en Kraji- snik 690.130 atkvæði. Bosníu-Kró- atinn Kresimir Zubak hlaut 329.891 atkvæði til forsætisráðsins. Múslimar ögra Serbum Yfírvöld Bosníu-Serba gáfu hópi múslima í gær nokkurra tíma frest til að yfirgefa þorpið Jusici, sem þeir bjuggu í áður en Bosníustríðið braust út. Múslimarnir, um 100 tals- ins, voru vopnaðir og hugðust flytja aftur inn í hús sín, sem nú eru á yfírráðasvæði Bosníu-Serba. Talsmenn Qölþjóðaliðs IFOR sögðu að vissuiega kvæði Dayton- friðarsamkomulagið á um að flótta- menn hefðu rétt til þess að snúa til fyrri heimkynna, en þegar heimili þeirra væru á svæðum þar sem ástandið væri eldfímt, yrði að fara að öllu með gát og sýna þolinmæði. BRESKA lögreglan skaut írskan hryðjuverkamann í áhlaupi á nokkra felustaði liðsmanna írska lýðveldishersins (IRA) í gærmorg- un. Hald var lagt á um 10 tonn af sprengiefnum. Talið er að með að- gerðunum hafí verið komið í veg fyrir yfírvofandi sprengjutilræði af hálfu IRA í London. Lögreglan handtók fimm manns í áhlaupi sínu í dögun á felustaði í London og suðurhluta Englands. Auk um 10 tonna af sprengiefni, nokkurra tilbúinn sprengja og fjölda tækja til sprengjugerðar, lagði lög- reglan hald á þrjá Kalashníkov- rifla, tvær skammbyssur og tvo sendibíla. Sprengjurnar voru af þeirri gerð sem IRA er þekkt fyrir, þ.e. sprengjur sem faldar eru undir bíl- um. Sir Paul Condon, yfírmaður Lundúnalögreglunnar, sagði að komið hefði verið í veg fyrir stórtæk tilræði af hálfu IRA, sem ráðgerð hefðu verið fljótlega og hefðu getað kostað fjölda mannslífa, gífurlegt eignatjón og verulega röskun á margs konar starfsemi. Aðstoðarmaður Sir Pauls, David Veness, gaf til kynna, að IRA hefði ráðgert sprengjutilræði í London í gær, mánudag, eða í dag. Síðasta tilræði IRA var framið í Manchester í júní en þar slösuðust á þriðja hund- rað manns og eignatjón varð gífur- legt. í bílsprengjunni, sem þá var notuð, voru 1,5 tonn af sprengi- efni, eða einungis einn sjötti þess magns sem hald var lagt á í gær. Uppgötvun lögreglunnar gerir ennfremur að engu vonir um að IRA hafí verið um það bil að lýsa að nýju yfir TOpnahléi í deilunum um Norður írland. Írskir fjölmiðlar höfðu sagt undanfarið, að yfírlýsing þess efnis væri yfírvofandi. John Major forsætisráðherra sagði að afrakstur áhlaups lögreglunnar setti slíkar vangaveltur „í rétt sam- hengi“. „Það er útilokað að finna samsvörun í friðarhjali Sinn Fein og morðáætlunum IRA,“ sagði Major. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjómmálaarms IRA, sagðist gera ráð fyrir því að vopna- og sprengju- búrið, sem lögreglan fann, tilheyri IRA. Frakklandsferð páfa tókst betur en búist var við Fjallaði ekki um viðkvæm deilumál París. Reuter. HEIMSÓKN Jóhannesar Páls II páfa til Frakklands lauk á sunnudagskvöld og þótti hún takast mun betur en búist hafði verið við. Um 200.000 manns sóttu messu páfa á sunnudag, tvöfalt fleiri en ráðamenn kirkjunnar höfðu gert ráð fyrir en aðeins fáeinar þúsundir tóku þátt í mótmælagöngum ýmissa hópa í París. Páfí forðaðist að flalla um viðkvæm deilumál á borð við getnaðarvarn- ir í ræðum sínum og hrósuðu fjölmiðlar honum fyrir varkárnina. Ferðin var farin í tilefni þess að minnst er 1.500 ára sögu kristninnar sem ríkistrúar í landinu en talið er að Clovis, konungur Franka, hafi láti skírast árið 496 þótt margir efíst um sannleiksgildi þeirra frásagna. Þess má geta að páfí notaði ekki virðingarheitið „Elsta dótt- ir kirkjunnar" í ferð sinni að þessu sinni en fyrir það var hann gagnrýndur árið 1980 í fyrstu heimsókn sinni til landsins. Ríki og kirkja voru aðskilin með lögum árið 1905 en mikill meirihluti Frakka segist þó vera kaþólskur. Kirkjusókn er lítil og fáir taka tillit til margra umdeildra skoðana páfans sem er m.a. mjög andvígur notkun getnaðarvarna. „Andstæðingar ferðarinnar efldu samheldni hinna trúuðu með því að ráðast á Hinn heilaga föður,“ sagði íhaldsblaðið Le Figaro í gær. „Heimsóknin gekk miklu betur en okkur hafði órað fyrir,“ sagði talsmaður bisk- uparáðsins í Frakklandi, Bernard Lagoutte. Hann vísaði því á bug að ákveðið hefði verið að sníða ræður páfa í ferðinni sérstaklega að aðstæðum í Frakklandi en viður- kenndi þó að menn hefðu gætt þess að nota ekki „hættuleg“ orð. Þótt páfí væri þreyttur eftir erfíða dagskrá vakti það athygli að hann virtist mun hraustari en hann hefur verið undanfama mánuði. Reuter KAÞÓLSK nunna heldur á krossi sem á stendur „Eitt hjarta" við messu sem Jóhannes Páll II páfi hélt i Reims á sunnudag. Forsætisráðherra um ESB-aðild Ekki neikvæður, en aðild ekki nauðsynleg DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagðist í svari við spumingu sænsks blaðamanns á blaða- mannafundi þeirra Görans Pers- son, forsætisráðherra Svíþjóðar, í gær, ekki vera neikvæður í garð Evrópusambandsins. Aðild að því væri hins vegar ekki nauðsynleg fyrir Island. Sænski blaðamaðurinn spurði hvers vegna forsætisráðherra ís- land væri svo neikvæður í garð hugsanlegrar aðildar ísland að ESB. Davið svaraði: „Ég er ekki neikvæður í garð ESB. Þú hefur hins vegar rétt fyrir þér um að ég sé ekki að aðild að sambandinu sé nauðsynleg fyrir ísland. Við höfum EES-samninginn, sem færir okkur aðild að 70-80% Evrópusam- bandsins. Síðan er það spumingin um þau áhrif, sem við fengjum með aðild. Við höfum áhrif í gegn- um EES, en fengjum dálítið meiri ***,gr. EVROPA^ áhrif ef við ættum aðild að ESB.“ Missir áhrifa yfir sjávarútvegi gegn litlum áhrifum í ESB Davíð benti á að sjávarútvegur- inn væri afar mikilvægur fyrir lífs- kjör á íslandi. „Við myndum missa áhrif okkar á sjávarútveginn, á móti því að fá lítil áhrif í ESB. Það er mín skoðun, og ég tel að meirihluti íslenzkra stjórnmála- manna sé mér sammála, að það sé ekki nauðsynlegt fyrir okkur, að minnsta kosti ekki á þessum tíma, að sækja um aðild að ESB,“ sagði forsætisráðherra. Clarke rýfur „vopna- hlé“ í Evrópudeilum íhaldsmanna London. The Daily Telegraph. ÁTÖKIN innan breska íhaldsflokks- ins hafa magnast á ný eftir að Kenn- eth Clarke fjármálaráðherra lýsti því yfír að það væri „fáránlegt“ ef Bretar útilokuðu þátttöku í hinum peninga- lega samruna Evrópu (EMU) frá upp- hafí og myndu þess í stað bíða og sjá hvemig mál þróuðust. „Það væri versta hugsanlega niðurstaðan ef Bretar myndu líkt og venjulega ekki geta gert upp hug sinn og gerast loks aðilar á síðari stigum,“ sagði Clarke. Sæmilegur friður hefur ríkt í íhaldsflokknum síðustu mánuði enda Ijóst að John Major forsætisráðherra verður að boða til kosninga ekki síðar en í maí á næsta ári. Gera jafnt Evr- ópusinnar sem Evrópuandstæðingar sér grein fyrir að harðvítug innan- flokksátök myndu tryggja að flokkur- inn biði ósigur í kosningunum. Nú telja hins vegar sumir fréttaskýrendur að „borgarastyijöld" sé í uppsiglingu vegna yfírlýsinga Clarkes Áður hafði Clarke lýst efasemdum um að EMU-áformin yrðu að veru- leika. Samkomulag evrópskra fjár- málaráðherra í Dublin um helgina, um aðgerðir til að stuðla að stöðug- leika í ríkisfjármálum, þykir hins vegar hafa aukið líkurnar á að sú verði þrátt fyrir allt raunin. Sagði Clarke í samtali við BBC á sunnudag að hann teldi nú líklegt að sameigin- legur gjaldmiðill liti dagsins ljós á næstu þremur til fjórum árum. Þingmaðurinn John Redwood sak- aði Clarke um að rjúfa samstöðu innan stjómarinnar og að samkomu- lag væri um að halda öllum mögu- leikum opnum. Þá sagði Tebbit lá- varður að hugsanlega kynni að vera skynsamlegt að skipta um fjármála- ráðherra í ríkisstjóminni. í síðustu viku gáfu sex fyrrum áhrifamenn í íhaldsflokknum, lá- varðarnir Carrington, Howe og Whitelaw auk Leon Brittan, Douglas Hurd og Edward Heath, út sameigin- lega yfírlýsingu þar sem þeir segja það stríða gegn þjóðarhagsmunum Breta að útiloka þátttöku í EMU. Útilokar ekki sam- starf PADDY Ashdown, leiðtogi Fijálslyndra demókrata í Bret- landi, útilokaði í gær ekki sam- starf við Verkamannaflokkinn að loknum þingkosningum á næsta ári, þótt hann segðist telja slíkt ólíklegt. Vera kann að flokkurinn verði í oddaaðp- stöðu að kosningunum loknum. Hart barist á Sri Lanka STJ ÓRN ARHERINN á Sri Lanka drap eða særði yfír 200 tamílska skæruliða í mestu átökum sem orðið hafa á milli þessara tveggja fylkinga í rúm- an mánuð. Réðist stjórnarher- inn að vígi skæruliðanna á norðurhluta eyjarinnar, sem veittu harða mótspyrnu. Strokupiltur fundinn FRÆGASTI strokupiltur Bret- lands sneri aftur til síns heima í gær en ekkert hafði þá spurst til hans í tæpa viku. Það var þýska Iögreglan sem stöðvaði Peter Kerry, 15 ára, þar sem hann hjólaði eftir hraðbraut þar í landi, og sendi hann heim er í ljós kom um hvern var að ræða. Á síðasta ári tók Kerry vegabréf og greiðslukort föður síns traustataki og hélt til Malasíu. Israelum líkt við risaeðlur EGYPSKUR embættismaður lét hafa eftir sér í gær að ísra- elskir stjórnmálamenn væru líkastir „risaeðlum" þegar þeir ræddu ástand mála í Mið-Aust- urlöndum. Það var aðstoðarut- anríkisráðherra Egyptalands, Fathi el-Shazli, sem lét þessi orð falla í tilefni viðtals sem Der Spiegel átti við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Israels. Sakar Vest- urlönd um samsæri BANDARÍSK yfirvöld óskuðu í gær skýringa á ásökunum Alex- anders Lúkasjenkó, forseta Hvíta-Rússlands, um að starfs- menn vestrænna sendiráða reyndu að draga úr stöðugleika í landi hans. I sjónvarpsávarpi á sunnudagskvöld sakaði Lúk- asjenkó sendiherra Atlantshafs- bandalagsríkja um að reyna að koma í veg fyrir að ný stjómar- skrá landsins sem borin verður undir þjóðaratkvæði í nóvem- ber, verði samþykkt. Skemmdar- verk djöfia- dýrkenda DJÖFLADÝRKENDUR veltu um koll 155 legsteinum í kirkjugarðinum í Norderhov, norð-vestur af Ósló um helgina. Þá máluðu þeir einnig tákn djöfulsins á miðaldakirkjuna í Ringerike. Talið er að ástæða skemmdarverkanna sé sú að um helgina voru haustjafndæg- ur, sem djöfladýrkendur telja hátíðisdag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.