Morgunblaðið - 24.09.1996, Síða 33

Morgunblaðið - 24.09.1996, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 33 GUÐNI MAGNÚSSON + Guðni Magnús- son fæddist í Narfakoti í Innri Njarðvíkum 21. nóvember 1904. Hann lést í Sjúkra- húsi Suðurnesja hinn 15. september siðastliðinn. For- eldrar hans voru Magnús Pálsson útvegsbóndi og kona hans, Stein- unn Ólafsdóttir. Systkini hans voru Kristinn Jóel, f. I 25.2.1893, d. 28.12. 1981; Sigurbjörn, f. 4.1. 1898, d. 22.2. 1918; og Árnheiður, f. 2.9. 1900, d. 18.10. 1993. Fyrri kona Guðna var Jóna Jónsdóttir, f. 18.12. 1904, d. 18.7. 1939. Börn þeirra: 1) Vignir, f. 30.8. 1931. Maki Guðríður Árnadóttir. Börn hennar frá fyrra hjónabandi: Árni Jakob og Guðný. 2) Jón Birgir, f. 14.7. 1939. Maki Harpa Þorvaldsdóttir. Börn: Jóna Björk, Sóley, Börkur, Ösp og Burkni. Eftirlifandi kona Guðna er Hansína Kristjáns- dóttir, f. 8.5.1911. Börn þeirra: 3) Eiríkur, f. 3.4. 1945. Maki Þorgerður Guðfinnsdóttir. Börn: Guðfinnur, Guðni Magn- ús, Hanna Rún og Oddný Lára. 4) Steinunn, f. 4.6. 1949. Maki Neville Young frá Notting- ham, Englandi. Börn: Hannes Pétur og Tómas Viktor. 5) Árnheiður Stefanía, f. 3.12. 1951. Maki Jónas H. Jónsson. Börn: Guðni Hörðdal, Jón Hörðdal og Samúel Ilörðdal. 6) Ellert Eiríksson (sljúp- sonur Guðna,sonur Hansínu frá fyrra hjónabandi), f. 1.5. 1938. Maki Guð- björg Sigurðar- dóttir. Börn hans frá fyrra hjóna- bandi: Eiríkur, Jó- hannes og Elva. Börn hennar: Sig- urður, Una og Páll. Mestan hluta sinnar starfsævi stundaði Guðni málarastörf í Keflavík. Hann tók og virkan þátt í félags- og fræðslumálum svo sem á vett- vangi iðnaðarmanna, bindind- ismanna, samvinnuhreyfingar og sveitarsljórnar auk Rótarý og Málfundafélagsins Faxa, en hann var einn af stofnendum þess. Hlaut hann margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín. Varð t.d. heiðursfélagi í Iðn- aðarmannafélagi Suðurnesja og Málarameistarafélagi Reykjavíkur. í Rótarý hlaut hann Paul Harris-orðuna og árið 1982 var hann sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að félagsmálum. Hann safnaði ýmsum fróðleik um sögu Suð- urnesja og skrifaði margar greinar, einkum í Faxa. Eftir hann liggur og bókin Iðnaðar- mannatal Suðurnesja. Útför Guðna fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst atliöfnin klukkan 14. Ung var ég þegar ég kom fyrst inn á heimili Guðna og Hönnu með Eiríki syni þeirra. Dálítið óörugg og kvíðin leit ég á húsbóndann, þennan háa, virðulega, þögula | mann. En kvíðinn var fljótur að | víkja og fljótt fannst mér ég eiga heima í þessari stóru fjölskyldu. Hann Guðni sagði aldrei mikið og hafði aldrei hátt en ekki hafði ég þekkt hann lengi þegar ég gerði mér grein fyrir að þarna fór traust- ur maður. Hann varð einn af hom- steinunum í lífl mínu, bjarg sem gott var að halla sér að. Handtakið var þétt og faðmlagið hlýtt og við vissum það öll að ef eitthvað bját- i aði á var óhætt að leita til hans. | Það var alltaf gott að koma á Suður- götuna til Hönnu og Guðna og ógleymanleg eru öll jólaboðin þar sem stórfjölskyldan safnaðist sam- an. Síðustu árin var Guðni farinn að kröftum en alltaf tók hann á móti okkur með hlýja brosinu sínu, þegar við komum í heimsókn. Hann hefur nú fengið langþráða hvíld. Ég vil þakka tengdaföður mínum fyrir samfylgdina og bið Guð að styrkja jj Hönnu á þessum erfiðu dögum. Þorgerður Guðfinnsdóttir. Hann afi er dáinn, við kveðjum hann með söknuði en vitum að hann var saddur lífdaga enda tæplega 92 ára. Afi var sá sem við ólumst upp við að vert væri að taka okkur til fyrirmyndar, hann var jafnlynd- i ur, hæglátur, vinnusamur, orðhepp- a inn og reglusamur. Við kynntumst J honum öll, hvert á sinn máta, heima hjá þeim ömmu og afa og eins unnu Björk og Börkur með honum enda lærðu þau málaraiðnina sem er svo vinsæl í fjölskyldunni. Börkur minn- ist kaffitímanna uppi á lager þegar Jón Páll fletti „léttu“ tímaritunum meðan hans alvörugefni afi Ias í gömlum Faxa. Björk minnist þess er afi fann að við hana að penslarn- I ir hennar eyddust á ská, hún átti j að snúa þeim á víxl til að nýta þá til fulls; nýtnin var afa í blóð borin. Það var alltaf gott að koma á Suðurgötuna, maður var alltaf vel- kominn og afi tók i höndina á okk- ur með sinni stóru, hlýju hendi, um leið og hann faðmaði okkur og kyssti. Góðar minningar eru tengd- ar samverustundum á Suðurgöt- unni þegar ijölskyldan kom saman þar um jól og fannst okkur mikið til koma þegar afi spilaði á píanóið. Afi mætti alltaf í allar veislur sem hann var boðaður til og eins barna- afmæli og fannst okkur systkinun- um skrýtið þegar aðrir voru að dást að því að langaafinn mætti í afmæli barna okkar, okkur fannst það svo sjálfsagt, við þekktum ekk- ert annað en að afi væri alltaf til taks og á meðan hann vann fulla vinnu og sinnti félagsmálum fund- um við aldrei fyrir því að hann væri upptekinn og hefði ekki tíma fyrir okkur. Burkni er í Þýskalandi og getur ekki kvatt afa með okkur í dag, en sendir ömmu og fölskyldunni sínar bestu kveðjur um leið og hann þakk- ar afa fyrir allt. Elsku amma, missir þinn er mik- ill, en þú ert sterk sem fyrr og veist að afi er kominn á góðan stað og þökkum við honum samfylgdina. Björk, Sóley, Börkur, Ösp, Burkni og fjölskyldur. Kær frændi hefur kvatt. Hann kvaddi þennan heim hljóðlega en hann var einmitt hljóðlátur maður og traustur. Þú vissir hvar þú hafð- ir þennan mann, það geta allir sem þekktu hann tekið undir, en það er ekki grafskrift sem hver og einn verðskuldar. Guðni föðurbróðir minn var gæfumaður þrátt fyrir að hafa upplifað þá sorg að missa fyrri konu sína frá tveim ungum sonum, öðrum nýfæddum. Ég minnist þess frá barnæsku minni þegar Jóna heitin dó, þá var mikil sorg og sökn- uður á æskuheimili mínu á Urðar- stígnum í Hafnarfírði. Þegar ég svo kom á Suðurgötuna í Keflavík fannst mér ég sjá sorgina sem hafði haft svo mikil áhrif. Ég sá hana inni í stofu. Þar var stór silfurskjöld- ur á svörtu flaueli hangandi uppi á vegg og stór mynd af Jónu þar hjá. Það birti svo aftur í lífí frænda míns þegar hann kynntist seinni konu sinni, henni Hönnu, en hún var ekkja með einn son. Hanna var sannkölluð guðsgjöf fyrir frænda minn, alltaf hress, alltaf kát og saman eignuðust þau þijú böm, einn son og tvær dætur. Oll eru þau systkin samheldin eins og alsystkin væru enda var áreiðanlega ekki gert upp á milli þeirra. Guðni tók saman pistil um ævi og uppruna foreldra sinna sem hann kallaði „Hjónin í Garðbæ". Við ætt- ingjarnir eigum honum þakkir að gjalda fyrir þetta framtak sitt. Að- allega held ég að unga fólkinu í dag sé það holl lesning að vita hvernig ævikjör forfeðranna vom þó ekki fjær í tíma en þetta. Þá þekktust ekki atvinnuleysisbætur og styrkir. Afí fór á vertíð eins og svo margir þurftu að gera. Hann fór t.d. sam- fellt í 20 sumur austur á Borgar- fjörð. Guðni var yngstur fjögurra systkina, en faðir minn elstur. Bróð- ir þeirra, Sigurbjörn, drukknaði tví- tugur að aldrei þegar vélbátur sem afi átti hlut í fórst og var það mesti harmleikur fjölskyldunnar eins og Guðni orðaði það í áðurnefndum pistli. Systir þeirra bræðra, hún Adda, var stoð og stytta foreldra sinna meðan þeir lifðu. Hún gifti sig um fimmtugt eins og reyndar nafna mín og móðursystir gerðu en þær áttu heima í Njarðvíkunum. Ég á mynd af þessum frænkum mínum í rósóttum kjólum þar sem þær standa í blómstrandi túni geisl- andi af hamingju og þetta tengist minningunni um Guðna frænda, því þá voru þau Hanna nýgift og sunnu- dagsferðir fjölskyldu minnar voru gjarnan til þeirra. Alltaf þegar ég hitti Guðna mætti mér slík hlýja og mér fannst alltaf að ég væri svo sérstök í huga hans, eins og hann var líka í mínum huga og þannig minnist ég hans með þakklæti. Ég og fjölskylda mín sendum Hönnu og börnum þeirra öllum og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Blessuð sé minning frænda míns. Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr, en hinn látni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna, þeir eru himnamir honum yfír. (Hannes Pét.) Þórdís Kristinsdóttir. brjóturinn óbifanlegi, sem baráttu- öldurnar brotnuðu á. Þrátt fyrir mikil umsvif, bæði í félagsmálum og ævistarfi, var Guðni hógvær, dulur og hlédrægur að eðlisfari, svo undarlegt sem það kann að virðast. En hæfileikar hans til líkama og sálar urðu þess eigi að síður valdandi, að til hans var horft, til hans leitað og honum treyst öðrum fremur þegar mikils þurfti við. Og það sýndi sig jafnan að hann reyndist traustsins verður og vandanum vaxinn. Guðrii Magnússon var drengur góður í þess orðs bestu og fegurstu merkingu. Og „þar sem góðir menn fara, þar eru Guðs vegir“. Eftirlifandi eiginkonu Guðna, Hansínu Kristjánsdóttur, börnum og öðrum ástvinum, sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur, fel þau öll og framtíð þeirra góðum Guði og bið þess, að þau megi huggun hljóta og hugarstyrk, er þau lauga sig í ljósi þeirra björtu og hjart- fólgnu minninga, sem ástvinur þeirra eftirlætur þeim. Björn Jónsson, Akranesi. Gamall og góður samtíðarmaður er genginn. Eg hitti Guðna fyrst upp úr 1940 þegar ég var um það bil að hætta sjómennsku og ákvað að gerast lærlingar í málaraiðn að ráði bróður míns Jóhanns sem taldi mig ekki efni í sjómann. Um það leyti störfuðu þeir Guðni og Jón Páll Friðmundsson málara- meistari saman og höfðu gert frá 1930 og gerðu lengi eftir það. Ég gerðist nemi hjá Jóni Páli og það leiddi til þess að ég kynntist Guðna betur en ella hefði orðið. Mér varð fljótlega ljóst hvílíkur mannkostamaður Guðni var og datt í hug orðafar sem notað var fyrir vestan „hann er eins og klettur úr hafínu". Guðni var hógvær, góður í um- gengni, tilsögugóður, reglumaður, góðum gáfum gættur og þrekmaður mikill að hverju sem hann gekk. Lítil saga sannar dugnað Guðna. Þegar þeir félagarnir voru að mála sjúkrahúsið lenti næsti nemi á eftir mér, Jóhann R. Benedikts- son, í því að lakka stórt loft með penslum á móti Guðna og segist hann aldrei hafa lent í erfiðari keppni. Jóhann var um 25 árum Ólíklegt þykir mér að margar ef nokkrar góðtemplarastúkur hér á okkar landi hafí átt styrkari for- ystusveit en Stúkan Vík nr. 262 í Keflavík á blómaskeiði sínu. Síst er ofmælt, þótt staðhæft sé, að þar hafi verið valinn öndvegismaður í hveiju rúmi. Nú eru þeir flestir horfnir yfír móðuna miklu. En minningin um dáðrík hugsjónastörf þeirra lifír og þau heillaspor, sem þeir mörkuðu fram á strönd tímans munu verða mörgum vegvísir til gifturíkrar æviferðar. Einn þessara traustu liðsmanna í templarasveit var Guðni Magnús- son málarameistari í Keflavík, sem í dag er kvaddur að lokinni nær- fellt aldarlangri æviför. Guðni var sérstæður maður á margan hátt og þeim ógleymanleg- ur, sem eitthvað kynntust honum. Hann var ljúfur í viðmóti, hýr og hlýr í góðra vina hópi, fyndinn og skemmtilegur og gat verið einstak- lega orðheppinn og orðhagur, þegar því var að skipta. Félagsmál lét hann mikið til sín taka og alls stað- ar þar sem hann lagðist á sveifina var hann meðal þeirra, sem örugg- ast og best var að treysta. Hann var bæði spakvitur og gjörhugull, ráðsnjall og réttsýnn, enda þóttu tillögur hans og hugmyndir oft og tíðum gulls ígildi til eftirbreytni. Sama má um hann segja á vett- vangi starfsins. Þar var hann margra manna maki. Ekki verður ofsögum af því sagt, að Stúkan Vík hafi átt hauk í horni þar sem Guðni var annars vegar. Þótt aðrir virtust e.t.v. eins virkir, jafnvel virkari í bindindisstarfinu en hann, þá var hann eigi að síður alltaf hinn trausti bakhjarl, brim- Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR IIÖTEL LOFTLEIBIH yngri og vildi standa sig enda fræg- ur fyrir dugnað og góðan árangur í íþróttum gegnum tíðina. En það var fleira sem Guðna var til lista lagt en að vera góður og duglegur fagmaður, hann kom víða við í félagsmálum og einnig hafði hann mikil afskipti af bæjarmálum. Þar má nefna Kaupfélag Suður- nesja, stúkuna Vík, Rótarýklúbb Keflavíkur, Málfundafélagið Faxa og Iðnaðarmannafélag Suðurnesja, en hann var einn af stofnendum þess og formaður í 9 ár. Guðni sat mörg iðnþing fyrir Iðnaðarmanna- félag Suðurnesja, bæði þegar hann var formaður og einnig síðar, enda var áhugi hans slíkur að hann var sjálfsagður í þetta hlutverk og var gerður að heiðursfélaga 1964. Guðni safnaði efni í Iðnaðar- mannatal Suðumesja, hefur skrifað margar greinar í blöð, einkum Faxa, og safnað fróðleik um sögu Suðurnesja. Keflavíkurverktarkar vom stofn- aðir 1957. Nú starfa fjögur hlutafé- lög undir þessu nafni út á við en em samt sjálfstæð hvert í sínu lagi og heita Byggingaverktakar Kefla- víkur, Járn og pípul.verktakar Keflavíkur, Rafmagnsverktakar Keflavíkur og Málaraverktakar Keflavíkur. Guðni var með í að stofna Mál- araverktaka og formaður stjórnar í 21 ár eftir stofnun og þar af leið- andi einnig í stjórn Keflavíkurverk- taka. Þama skilaði Guðni góðu starfi og sannaði einu sinni enn að sama var að hveiju hann kom, honum lánaðist að stjóma vel og starfa með öðrum svo öllum líkaði. Við sem störfuðum með honum á þessu tímabili, bæði hjá Keflavík- urverktökum og eins félagar hans í Málaraverktökum þökkum fyrir langt og gott samstarf sem aldrei bar skugga á. Ég vil persónulega þakka for-r sjóninni fyrir að hafa fengið að verða samferða Guðna um svo langt skeið. Guðni á góða fjölskyldu, sem aðrir gera skil, en ég vil minna hana á að slíkan höfðingja er óþarfí að gráta, hann er eins og klettur úr hafínu og minningin um hann mun lifa, þótt hann hnigi til foldar. Þorbergur Friðriksson. Islenshur efniviður Islenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. Bi S. HELGAS0N HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGl 48 • SÍMl 557 6677

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.