Morgunblaðið - 24.09.1996, Page 39

Morgunblaðið - 24.09.1996, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 39 FRÉTTIR St. Jósefs- spítali 7 0 ára ST. JÓSEFSSPÍTALI í Hafnarfirði. ST. JÓSEFSSPÍTALI í Hafnar- firði hélt upp á 70 ára afmæli sitt 5. september sl. í tilefni af- j mælisins var opnuð sýning er I sýnir sögu spítalans í Smiðjunni, Byggðasafni Hafnarfjarðar, og I er hún opin daglega milli kl. 13 og 17 í september. Þá er fyrir- huguð ráðstefna um heilbrigðis- mál í Hafnarfirði í október í til- efni afmælisins. Haldið var upp á afmælið í sal spítalans. Ræður voru fluttar, hljómlist og söngur ómaði og spítalanum voru færðar gjafir. ■ Starfsmannaráð hafði daginn I áður afhent stjórn vígða kapellu í spítalanum sem það hafði út- ' búið. Þá var afhjúpuð stytta af heilagri Maríu sem áður stóð í bakgarði spítalans en hafði nú verið færð og staðsett fyrir fram- an göngudeild andspænis spítal- anum. Þann 7. september var síðan opið hús þar sem bæjarbúum var kynnt starfsemi spítalans. Fjöldi fólks kom og skoðaði húsakynni og tæki. Flestir fengu einnig blóðþrýstings- og blóðsykurs- mælingu sem hjúkrunarfræðing- ar önnuðust. Að kvöldi var starfs- fólkinu boðið til afmælisfagnað- ar. Fyrir eitt hundrað árum komu hingað til Iands systur af reglu heilags Jósefs til starfa á meðal erlendra sjómanna á Austfjörð- um. Þær voru fjórar til að byrja með en fljótlega bættust fleiri i hópinn og aðrir staðir nutu starfskrafta þeirra. Snemma stofnuðu þær spítala í höfúð- staðnum Reykjavík. í Hafnarfirði var enginn spít- ali starfræktur en mikil þörf fyr- ir slíka stofnun. Árið 1921 keypti kaþólska kirkjan jörðina Jófríð- arstaði og var ákveðið að þar skyldi reistur spítali sem Jósefs- systur tækju að sér að reka. Þremur árum síðar var hafist handa við byggingu spítalans sem Guðjón Samúelsson, þáver- andi húsameistari ríkisins, hafði teiknað. Sjúkrahúsið var byggt á ótrúlega skömmum tíma og 5. september 1926 var það vígt við mikla athöfn. Andi mannúðar sveif yfir allri starfsemi spítalans þar sem syst- urnar störfuðu af mikilli fórnfýsi og gengu í öll störf á spítalanum. Þær ráku spítalann allt til ársins 1987 er Hafnarfjarðarbær og ríkissjóður tóku við rekstri hans. Þótt nýir eigendur tækju við spít- alanum og tekist hafi verið á um rekstur hans í gegnum árin hefur stefna systranna, rekstur í anda mannúðar, ávallt einkennt spítal- ann. Og á sjötiu ára ferli hefur St. Jósefsspítali þjónað Hafnfirð- ingum og öðrum landsmönnum af alúð, segir í fréttatilkynningu frá spítalanum. ■ VINÁTTUFÉLAG íslands og Kanada heldur fund í Norræna húsinu miðvikudagskvöldið 25. september kl. 20.30 sem tengist Kanada og Grænlandi. Einar Bragi rithöfundur les úr þýðingum sínum á bókmenntum grænlenskra inúíta og Sigfús Jónsson, land- fræðingur og leiðsögumaður í Kanada, fjallar um Nýfundnaland og Labrador. Einnig verða tónlistar- atriði. Vináttufélag íslands og Kan- anda og Grænlensk-íslenska félag- ið, Kalak, standa að fundinum. Fundurinn er opin og aðgangur ókeypis. ■ HJÁLPARSVEIT skáta í Hafnarfirði verður með kynning- arfund í kvöld, þriðjudaginn 24. september, á starfi sveitarinnar í máli og myndum. Á fundinum gefst fólki kostur á að sækja um inn: göngu í nýliðaflokk sveitarinnar. í vetur verða m.a. námskeið í skyndi- hjálp, fjallamennsku, þyrlunotkun, notkun áttavita o.fl. Fundurinn verður haldinn í húsnæði sveitarinn- ar að Hraunbrún 57, Hafnarfirði, og hefst kl. 20.30. Allir þeir sem áhuga hafa á að starfa með sveit- inni og hafa náð 17 ára aldri eru velkomnir. Dagbók lögreglunnar í Reykjavík Engar líkamsmeið- ingar um helgina ENGIN líkamsmeiðing var til- kynnt til lögreglu um helgina, en það telst til tíðinda. Þrátt fyrir flölgun á tilkynntum meiðingum til lögreglu undanfarin ár, að þessu ári þó undanskildu, hefur dregið verulega úr alvarleika áverkanna. Likamsmeiðingar eru oftast afleiðingar slagsmála ölv- aðs fólks sem þekkist eða rysk- inga þeirra á millum. Oftast eiga þessa meiðingar sér stað í heima- húsum eða á veitingastöðunum. Tilkynnt var um 12 innbrot og 17 þjófnaði, auk 20 eignarspjalla. Þá var tilkynnt um þrjá bruna, tvo minniháttar og einn meirihátt- ar. Afskipti voru höfð af 49 manns vegna ölvunarháttsemi á al- mannafæri og þurfti að vista 39 í fangageymslunum yfir helgina. Tólf ökumenn, sem stöðvaðir voru, eru grunaðir um ölvunar- akstur. Umferðaróhöppin halda áfram, en um helgina var tilkynnt um tæplega 40 slík til lögreglu. Þar af urðu meiðsli á fólki í fimm tilvikum. Kvartað var 38 sinnum vegna hávaða og ónæðis frá ölv- uðu fullorðnu fólki, oftast vegna hávaða innan dyra. Enga ungl- inga undir 16 ára aldri var að finna í miðborginni um helgina. í innbrotum helgarinnar var m.a. farið inn í bifreiðir við Fiski- slóð og við Ánanaust. Þá var brot- ist á skrifstofu við Síðumúla, bak- arí við Hringbraut, íbúð við Rauð- arárstíg, bílskúr við Víðihlíð, bif- reiðaverkstæði við Funahöfða, verslun við Hafnarstræti, fyrir- tæki við Hverfisgötu, skóla við Keilugranda og í skúra við Lauga- veg. I fyrirtækinu við Hverfisgötu var m.a. stolið tölvum, hugbúnaði og öðru þvi er lýtur að gerð kvik- myndar þannig að tjónið þar er mun meira en ella. Fimm menn voru handteknir eftir innbrotið í Hafnarstræti. Um miðnætti á laugardag brutust sex unglingar inn í kjallara við Laugaveg og stálu þaðan fjórum bjórkössum. Tveir unglinganna náðust og voru færðir á lögreglustöð. Ökumaður var fluttur á slysa- deild eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Amgrímsgötu og Guðbrandsgötu á föstudagsmorgun. Síðdegis á laugardag fóru ökumaður og far- þegi á slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða á Kringlumýrar- braut við Miklubraut. Ekið var yfir fót á stúlku í Pósthússtræti aðfaranótt sunnudajgs. Hún var flutt á slysadeild. A sunnudags- kvöld voru ökumaður og farþegi fiuttir á slysadeild eftir að hafa ekið á ljósastaur við Ármúla. Um hádegi á laugardag kom upp eldur í færibandi í Áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi þegar reimar þess ofhitnuðu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og hlaust lítið tjón af. Snemma á sunnu- dagsmorgun var tilkynnt um reyk frá barnaheimili við Suðurhóla. Þar urðu miklar skemmdir af völd- um elds. Grunur er um að kveikt hafi verið í húsinu. Á sunnudags- kvöld brann yfir straumbreytir fyrir gólfþvottavél í verslun við Holtagarða. Talsverður reykur myndaðist, en enginn eldur. Á sunnudagskvöld var tilkynnt um að átta ljósker af fjórtán hefðu verið brotin við þyrlubjörgunar- pallinn austan Borgarspítalans. Skemmdarverk gefa ærið oft til- efni til að efast um andlegt heil- brigði þeirra, sem að þeim standa, en sá eða þeir sem að þessu skemmdarverki stóðu þurfa alvar- lega að athuga sinn gang. Lögreglumenn lögðu hald á hassbút eftir afskipti af fólki við Laugaveg á föstudagskvöld. Þá fundust tvö gr af amfetamíni á ökumanni, sem stöðvaður var í Vesturbergi á laugardagsmorgun. í framhaldi af því var gerð hús- leit í húsi við Miklubraut. Þar fannst hassblandað tóbak, 80 töfl- ur af meintu amfetamíni, hasspíp- ur, kannabisfræ og fleira. Tveir drengir voru handteknir aðfaranótt laugardags eftir að hafa unnið skemmdir á fjórum bifreiðum við Ásvallagötu. Um helgina var handtekinn maður. Á bíl hans var óskráð númer. í fórum hans fundust á annað hundrað bílnúmeraplötur, sem teknar höfðu verið úr gámi. Lögreglan er nú að skoða hvernig framkvæmd framhalds- skólaskemmtana hefur gengið fyrir sig, þ.e. hvort skilyrði leyfa fyrir slíkum skemmtunum hafi verið haldin og hvort þær vonir, sem bundnar höfðu verið við jafn- ingjafræðsluna, gætu skilað sér þangað með einhverjum hætti. Samstarf lögreglu, ökumanna, foreldra og barna við upphaf skólagöngu yngstu nemendanna virðist hafa skilað góðum ár- angri, a.m.k. hefur ekki verið til- kynnt um slys á barni á þeim aldri á leið í eða frá skóla á tímabilinu. Það er von lögreglu að fólk haldi vöku sinni og haldi áfram að fara varlega þar sem vænta má skóla- barna á ferð í skammdeginu. Full- trúar lögreglunnar á Suðvestur- landi koma saman í Kópavogi í dag (þriðjudag). Þeir munu m.a. ræða næstu sameiginlegu verk- efni í umferðaröryggismálum svæðisins. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að vera vakandi fýrir hugsanlegri misnotkun barna og unglinga á kveikjaragasi, en þrjú ungmenni voru staðin að því að þefa af því fyrir helgina. Afleið- ingar slíkrar neyslu geta orðið mjög alvarlegar. Á laugardagskvöld var tilkynnt um að níu manns hefðu villst í þoku á Esjunni. Tveir menn komu niður þremur tímum seinna, en 7 voru aðstoðaðir niður síðasta spöl- inn af björgunarsveitarfólki. Þá var fólkið orðið þreytt og slæpt. ATVINNIIA UGL YSINGA R SJÚKRAHÚS R.EYKJ AVÍ K U R Hjúkrunarfræðingar Heila- og taugaskurðlækningadeild og háls-, nef- og eyrnadeild A-5 Hjúkrunarfræðingar óskast á heila- og tauga- skurðlækningadeild og háls-, nef- og eyrna- deild í Fossvogi. Vinnuhlutfall eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veita Bjarnveig Pálsdóttir deildarstjóri í síma 525 1065 og Margrét Tómasdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 525 1306. Deild A-6 Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga á lyf- lækningadeild A-6. Vinnuhlutfall og vaktafyr- irkomulag eftir samkomulagi. Deildin er almenn lyflækningadeild með áherslu á hjúkrun sjúklinga með: Innkirtla- og efnaskiptasjúkdóma. Lungnasjúkdóma. Meitingarfærasjúkdóma. Nýrnasjúkdóma. Spennandi uppbyggingarstarf á deildinni er framundan í vetur. Nánari upplýsingar veita Guðrún Halldórs- dóttir deildarstjóri í síma 525 1635 og Mar- grét Björnsdóttir hjúkrunarframkvæmda- stjóri í síma 525 1555. Barnadeild Lausar eru tvær stöður hjúkrunarfræðinga á barnadeild. Vinnuhlutfall eftir samkomulagi. Ýmsir vaktamöguleikar koma til greina, m.a. fastar kvöldvaktir. Unnið er 3ju hverja helgi. Aðlögun er einstaklingshæfð og fer eftir reynslu og þekkingu viðkomandi hjúkrunar- fræðings. Á deildinni eru 26 rúm og þar fer fram blönd- uð starfsemi, bæði hand- og lyflæknishjúkrun. Allar nánari upplýsingar veita Auður Ragn- arsdóttir deildarstjóri í síma 525 1566 og Margrét Björnsdóttir hjúkrunarframkvæmda- stjóri í síma 525 1555. Hjúkrunardeild fyrir aldraða 1 -A Hjúkrunarfræðingar óskast á hjúkrunardeild fyrir aldraða á Landakoti. Vinnuhlutfall og vaktafyrirkomulag eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veita Bryndís Gestsdóttir deildarstjóri í síma 525 1912 og Anna Birna Jensdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 525 1888. Öldrunarlækningadeild 2-A Hjúkrunarfræðingur óskast á öldrunarlækn- ingadeild á Landakoti á kvöld- og helgarvakt- ir. Vinnuhlutfall og vaktafyrirkomulag eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veita Guðbjörg Jóna Her- mannsdóttir deildarstjóri í síma 525 1917 og Anna Birna Jensdóttir hjúkrunarfram- kvæmdastjóri í síma 525 1888. Læknaritarar Læknaritari óskast á röntgendeild í Fossvogi í fullt eða hlutastarf. Æskilegt er að viðkom- andi hafi löggildingu sem læknaritari. Læknaritari óskast á rannsóknadeild í Foss- vogi í fullt starf. Æskilegt er að viðkomandi hafi löggildinu sem læknaritari. Nánari upplýsingar veitir Margrét Helgadóttir, fulltrúi starfsmannaþjónustu, í síma 525 1949.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.