Morgunblaðið - 24.09.1996, Page 52

Morgunblaðið - 24.09.1996, Page 52
RoC WGMARKS Off'WM ENCJNIlMEtN MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVtK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Leikfang í vanskilum kom af stað ~sprengjuleit í Leifsstöð MIKILL viðbúnaður var í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli þegar ræst- ingafólk tilkynnti lögreglu að það hefði séð plastpoka liggja á gólfi í farþegasal flugstöðvarinnar um kl. 20.30 í gærkvöldi. Talið var í fyrstu að í pokanum gæti verið sprengja. Engir farþegar voru í salnum þegar pokinn fannst. Sprengjusér- fræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir til. Flugstöðinni var ^Jokað meðan sérfræðingar athug- uðu með tækjabúnaði hvað í pok- anum leyndist. í ljós kom að í pok- anum var rafdrifið leikfang sem óheppinn farþegi virðist hafa gleymt. Morgunblaðið/Muggur Spáð hærri vöxtum fram yfir samninga og fjárlagagerð vegna aðgerða Seðlabanka Viðskiptahallinn á árinu sjö til tíu milljarðar SEÐLABANKI íslands tilkynnti í gær tvíþættar aðgerðir til að stuðla að stöðugleika í verðlagsmálum og sporna við þenslu í þjóðfélaginu. Samkvæmt innflutningstölum fyrir tímabilið frá janúar til ágúst jókst innflutningur til landsins um 13-14% að raungildi á þessum tíma og skv. heimildum Morgunblaðsins .benda nýjustu upplýsingar til að viðskiptahallinn verði sjö til tíu milljarðar á árinu. Því er spáð að aðgerðir Seðlabankans muni valda hærri vöxtum fram yfir gerð kjara- samninga og samþykkt fjárlaga, en þá geti þeir lækkað aftur. Aðgerðir stjórnar Seðlabankans eru tvíþættar. „í því skyni að stuðla áfram að lágri verðbólgu hefur bankastjórn Seðlabankans ákveðið að hækka vexti Seðlabankans í við- skiptum við innlánsstofnanir og ávöxtun í tilboðum bankans í ríkis- víxla á Verðbréfaþingi íslands um 0,4%. Jafnframt hefur verið ákveðið að hækka lausafjárhlutfall innláns- stofnana úr 10% í 12% frá 1. októ- ber n.k.,“ segir í tilkynningu Seðla- bankans í gær. „Þetta mun hafa í för með sér vaxtahækkun, bæði á markaðinum og hjá bönkum. Aðgerðirnar bein- ast að bönkunum, sérstaklega til þess að bankar og sparisjóðir hækki útlánsvexti sína. Ég geri ráð fyrir því að innlánsstofnanir muni bregð- ast við núna um næstu mánaða- mót,“ segir Valur Valsson, banka- stjóri íslandsbanka. Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbankans, telur að ákvörðun Seðlabankans um hækkun vaxta hljóti að leiða til hækkunar á vöxtum skammtíma- lána banka og sparisjóða. Taismenn annarra banka segja að skoðað verði á næstu dögum hvort breyt- ingar verði gerðar á vöxtum um næstu mánaðamót. Vaxtalækkun eftir raunsæja samninga og hallalaus fjárlög „Mér sýnist líklegt að vextir verði tiltölulega háir á næstu vikum og mánuðum en þegar kjarasamningar eru frá og sú óvissa sem tengist þeim og fjárlagagerðin hefur jafn- framt verið samþykkt, þá tel ég að á þeim grunni geti skapast skilyrði fyrir vaxtalækkun á ný, enda eru vextir hér tiltölulega háir í saman- burði við það sem gerist annars staðar," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. „Ég tel eðlilegt að Seðlabankinn hamli gegn þenslu þegar sjáanlegt er að viðskiptahallinn er að aukast, rétt eins og við sömu skilyrði er eðlilegt að ríkissjóður sé rekinn í jafnvægi. Þetta er mjög í hátt við það sem gerist hjá öðrum þjóðum með opið hagkerfi við samskonar aðstæður. Það má svo gera ráð fyrir að vextir muni síga aftur í sömu átt og í nágrannalöndunum þegar ljóst verður að fjárlög verða afgreidd í jafnvægi og gerðir hafa verið raunsæir kjarasamningar," segir Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra. ■ Stigið á bremsur/26 íslenzka sjávarútvegssýningin tókst afburðavel Samherji keypti sjö Fyrsta síldin troll á 70 milljónir fýETAGERÐIN Ingólfur seldi sjö troll í einu til skipa Samherja og DFFU í Þýzkalandi á íslenzku sjáv- arútvegssýningunni sem lauk nú um helgina. Auk þess seldi neta- gerðin tvö pör af toghlerum og nemur andvirði sölusamningsins um 70 milljónum króna. Trollin eru frá írsku netagerðinni Swan Net, sem er samstarfsaðili Ingólfs hér á landi, en hlerarnir eru frá danska fyrirtækinu Perfect sem einnig starfar með Ingólfi. Trollin eru hönnuð í samvmnu Birkis Agn- arssonar, framkvæmdastjóra Ing- ólfs, og Þorsteins Vilhelmssonar, eins eigenda Samhetja og eru að hluta til sett upp í Vestmannaeyjum. Ymis önnur fyrirtæki gerðu sölusamninga á sýningunni sem þótti takast afburðavel. Aðsókn var meiri en nokkru sinni áður og urðu sýningargestir alls um 14.700 þrátt fyrir að sýningardögum hefði verið fækkað um einn frá síðustu sýningu fyrir þremur árum. Fjöldi sýningargesta nú er rúmlega 20% meiri en þá. ■ Selt fyrir 70 milljónir/18 BÖRKUR NK kom með fyrstu síldina að landi á þessari vertíð, 120 tonn af vænni síld sem veidd var í Berufjarðarál og skipað var upp í Neskaupstað í gær. Síldin úr þessari löndun verður flökuð, söltuð og fryst - allt til manneldis. Að löndun lokinni hélt Börkur aftur á miðin. A síðasta ári barst fyrsta síldin að landi þann 25. september. Rör í Járnblendið VERIÐ var að flytja risavaxið stálrör um Akranes á dögunum. Rörið, sem vegur 12-14 tonn, er hluti af hreinsibúnaði Járn- blendiverksmiðjunnar á Grund- artanga sem verið er að end- urnýja. Skipta á um rör sem liggur frá einum ofni verksmiðj- unnar yfir í reykhreinsivirkið og er framleiðslan stöðvuð í þrjá daga á meðan. Stálsmiðjan annast verkið. Ljósmæð- ur ávísi á „pilluna“ ÓLAFUR Ólafsson landlæknir tel- ur vel koma til greina að ljósmæð- ur ávísi á getnaðarvamapillur, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hann segir að verið sé að skoða allar hliðar þessa máls hjá land- læknisembættinu. Þessari breyt- ingu verði hins vegar ekki hrint í framkvæmd nema með lagabreyt- ingu. Asta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir í nýútkomnu Tímariti hjúkrunar- fræðinga að æskilegt sé af hag- kvæmnisástæðum að veita hjúkr- unarfræðingum takmarkað leyfi til lyfjaávísana. Hún bendir á að hjúkrunarfræðingar í mörgum öðr- um löndum hafi leyfi til að gefa út lyfjaávísanir þegar um sé að ræða endurnýjun á getnaðar- varnapillum og fleiri lyfjum. Landlæknir segir að skoða beri þessa tillögu Ástu Möller. „Ég hef lagt til að ljósmæðrum verði heim- ilað að ávísa getnaðarvarnatöflum. Við erum að skoða það. Það þarf lagabreytingu til að hrinda slíkri breytingu í framkvæmd, en ef af þessu verður þarf að setja um þetta strangar reglur, m.a. um að við- komandi kona sé einkennalaus og ekkert bendi til fylgikvilla," sagði Ólafur. ■ Hjúkrunarfræðingar/4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.