Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR íslenskt silfur MYNDLIST Þjóöminjasafn I s I a n d s SILFURSMÍÐI - ÚR EIGU SAFNSINS Opið kl. 12-16 þriðjud., fímmtud., laugard. og sunnud til 30. septem- ber. Aðgangur kr. 200; sýningarskrá kr. 1.690. EIN þeirra sýninga sem var opnuð á Listahátíð í Reykjavík í júní sl. og hefur staðið síðan er sýning Þjóð- minjasafnsins á silfur- gripum í eigu þess. Þessi sýning hefur ef til vill ekki notið þeirr- ar athygli sem vert væri, en nú fer henni að ljúka og því síðustu forvöð að fjalla lítil- lega um hana. Saga íslenskrar silf- ursmíði er um margt forvitnileg og samhliða sýningunni hefur verið gefm út merkileg bók um þetta efni. Þar ber hæst ritgerð Þórs Magnússonar þjóð- minjavarðar um silfur á íslandi, sem og all- ítarlega upptalningu silfur- og gullsmiða hér á landi sem einhveijar heimildir eru til um. Sá hópur alþýðulista- manna sem lærðra reynist mun stærri en leikmenn kann að gruna að óreyndu, og er gaman að sjá slík- ar heimildarannsóknir skila sér með þessum hætti. Auk þessa eru í bók- inni vandaðar ljósmyndir af fjölda gripa, sem eru á sýningunni, sem gerir hana að verðmætri heimild um þetta svið íslenskra fomgripa. Uppsetning sýningarinnar er með þeim hætti að gripunum hefur verið komið fyrir í glerskápum þar sem áhorfendur geta í flestum tilvikum borið saman útlit, gæði og verklag skyldra muna en ef til vill frá ólíkum tímum. Þessi samþjöppun verður til þess að draga athygli að stflbrögð- um, eins og sjást t.d. í skáp B, þar sem kaleikar og patínur frá miðöld- um annars vegar og 18. og 19. öld hins vegar standa saman. Hér er að finna nokkra þekkta dýrgripi sem eru orðnir hluti af þjóð- ararfmum og hafa víða borist í eftir- myndum eða ljósmyndum, s.s. Þórs- hamars-krossinn frá 12. öld, kaleik- inn frá Ási í Holtum, og þann got- Morgunblaðið/Kristinn Silfurtarína frá 1838, smíðuð í Kaupmanna- höfn fyrir Eggert Jónsson á Ballará. neska frá 15. öld sem er kenndur við Grund í Eyjafirði. Hér er einnig hinn frægi silfursjóður frá Miðhús-' um hafður til sýnis, og nokkur fjöldi erlendra smíðisgripa sem hafa verið gerðir fyrir eða komist í eigu íslend- inga fyrr á öldum. Loks er ónefnt hið ríkulega og nær einstæða siifurvirki, sem hefur verið helsta djásn íslenskra kvenbún- inga, einkum á 19. öld. Hér getur að líta marga fegurstu gripi sem hægt er að hugsa sér af þessu tagi, bæði belti, hnappa, skúfhólka og koffur; það er vel ferðarinnar virði að skoða sýninguna eingöngu vegna þessara gripa. Einn skemmtileg- asti hluti sýningarinn- ar er síðan endurskap- aður vettvangur þeirr- ar listasmíði, sem hér getur að líta. Kristófér Pétursson (1887- 1977) var að líkindum einn hinn síðasti meðal þeirra alþýðulista- manna, sem fyllti flokk sjálflærðra silf- ursmiða. Verkstæði hans hefur verið end- urskapað á sýningunni með verkfærum, smíðaaðstöðu, skúff- um og hirslum, þannig að þetta vandasama starf verður sem lif- andi fyrir augum gesta. Þrátt fyrir ýmsa góða gripi verður ekki litið framhjá þeirri staðreynd, að íslenskur menningararfur í silfur- smíði er næsta fátæklegur sé borið saman við önnur lönd Evrópu á sama tíma. Orsök þessa er einföld, eins og Þór Magnússon bendir á í ritgerð sinni: „Smíðaefni í silfurgripi urðu þeir sem pöntuðu þá yfirleitt að leggja til sjálfir. Engin von var til þess að silfursmiðir gætu legið með dýran málm til að smíða úr. Voru því gaml- ir gripir oft bræddir upp í miklu magni. Gamlar skeiðar og staup, kvensilfur og kirkjusilfur, allt var þetta margsinnis brætt upp og smíð- að úr því aftur og aftur.“ Þannig fór eflaust margur dýr- gripurinn fyrir lítið, bræddur upp til að mæta þörfum nýrra tíma. Þeir gripir sem eru til staðar sýna því hugsanlega aðeins brot af því ríki- dæmi, sem var skapað á þessum vettvangi - en það brot er engu að síður vel heimsóknarinnar virði. Eiríkur Þorláksson Skemmtikvöld slagjverksmanna TROMMUTÓNAR L o f t k a s t a 1 i n n RúRek ’96 „Bítslag", slagverksveisla í Loft- kastalanum. Fram komu meðal ann- arra Tríó Péturs Östlunds, Gulla Briem dúettinn, Guðmundur Stein- grímsson, Þorsteinn Eiríksson, Skapti Ólafsson, Jóhann Björleifs- son, Ólafur Hólm, Einar Valur Schev- ing, Steingrímur Guðmundsson og Tala, Halli úr Botnleðju, Addi úr Stolíu, Halli Gulli, Bububandið og Þórhallur Skúlason. ÞAÐ VAR vel til fundið hjá að- standendum RúRek ’96 að halda sérstaka trommuveislu því þó lítið hafi verið um eiginlega tónlist í Loftkastalanum á miðvikudagskvöld var þeim mun meira gaman. Það var reyndar sérkennilegt að sitja og hlusta á trommur sem hljóðfæri fyr- ir fætur en ekki heila. Upphaf „Bítslags” var sláttur á frumstæðar trumbur og segja má að komið hafi verið víða við, allt frá frumskógatrommum í tölvuvædda techno-tóna, með viðkomu í flest þar á milli. Djasstónlist og ýmis afbrigði hennar voru áberandi, þannig flutti tríó Gulla Briem fönkbræðing, skil- getið afkvæmi djassins, og fór á kostum, ekki síst þegar fjórir fimmtu Mezzoforte voru komnir á sviðið og léku af fingrum fram af krafti og spilagleði. Bráðskemmtilegur skammtur sem hefði mátt vera stærri. Rokkbræðurnir Halli og Addi, úr hafnfirsku eðalsveitunum Botnleðju og Stolíu, voru og bráðskemmtilegir, kraftmikir og hæfiiega villtir. Gam- an er að bera saman spilastíl þeirra bræðra, Halli óagaður innfallamaður en Addi aftur á móti þrauthugsaður og nákvæmur. Einn af hápunktum kvöldsins var að sjá þá saman á sviði Guðmund Steingrímsson, Þorstein Eiríksson, Steina Krupa, og Skapta Ólafsson, samtals 205 ára. Þeir Steini og Skapti kunnu greinilega vel við sig frammi fyrir áheyrendum sem fögn- uðu þeim og vel. Guðmundur Stein- grímsson var tónlistarstjóri og stjórnaði eins og herforingi á milli þess sem hann sýndi hvernig á að spila kraftmikinn djass. Ekki er gott að segja hveijum datt í hug að fá Þórhall Skúlason til að fremja techno, en vissulega var það skemmtilegt innlegg; Þór- hallur er í fremstu röð þeirra tónlist- armanna hér á landi sem beita fyrir sig tölvum í elektrónískum minimal- isma. Hans framlag var bráðgott og taktvisst, en hálfvandræðalegt fram- lag bassa og slagverksleikara sem ekki féllu inn í með neinu móti. Gaman hefði líka verið að fá að heyra eitthvað frá fimum jungle- manni eða drum ’n’ bass, þar sem takturinn er kominn yfír 160 slög á mínútu. Næst á dagskrá var enn trommuleikaratríó og svo kom rúsín- an í pylsuendanum, Tríó Péturs Öst- lunds. Þeir félagar hafa haft í nógu að snúast á þessari útvarpshátíð djassunnenda en hljómuðu ferskir, sérstaklega í Túnisnótt, þá komnir vel í gang. Árni Matthíasson Kardemommubærinn á ný UM HELGINA hefjast á ný sýn- ingar á Kardemommubænum. Kardemommubærinn var frum- sýndur í fimmta sinn í Þjóðleik- húsinu á liðnu leikári og sýndur alls 67 sinnum fyrir fullu húsi. Fyrirhugað er að sýna verkið eitthvað fram eftir hausti en sýningafjöldi er takmarkaður. Fyrsta sýning á Kardemommu- bænum er sunnudaginn 29. sept- ember. Hulda Valtýsdóttir þýddi leik- verkið og Kristján frá Djúpalæk söngtextana. Lcikmynd annast Finnur Arnar Arnarsson, Guð- rún Auðunsdóttir búninga og Katrín Þorvaldsdóttir dýra- gervi. Búningar og leikmynd eru byggð á hugmyndum Thorbjörns Egners. Um lýsingu sér Björn Bergsteinn Guðmundsson, um dansa þær Agens Kristjónsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir, hljóðstjórn Sveinn Kjartansson en tónlistar- og hljómsveitar- stjórn er í höndum Jóhanns G. Jóhannssonar. Leikstjóri Karde- mommubæjarins er Kolbrún Halldórsdóttir. Dagskrá Norrænna músíkdaga 96 fímmtudaginn 26. september er eftirfarandi; Norræna húsið kl. 12.30. Snorri Vigfús Birgisson, píanó, Þórhallur Birgisson, fíðla, Steef van Osterhout, slagverk. Listasafn íslands kl. 21. Trio Nordica / Áshildur Haralds- dóttir, flauta. Villimaiinleg veisla í DAG eru 200 ár liðin frá því gam- ansagan, Jakob forlagasinni og meistari hans, eftir franska rithöf- undinn Denis Diderot kom fyrst á prent en þá voru tólf ár liðin frá því höfundurinn varð bráðkvaddur yfír gómsætum eftirrétti á heimili sínu í París. Bókin kemur út hjá Máli og menningu í haust í þýðingu Friðriks Rafnssonar Diderot lifði það þó að fá viðbrögð við sögunni. Hann las upp drög að henni fyrir vini sína í París haustið 1771 og birti hana síðan á árunum 1778 til 1780 sem framhaldssögu í tímaritinu Corréspondance litlérnire, riti sem var ritstýrt af Grimm, vini Diderots, og gefíð út handskrifað í tuttugu eintökum og dreift til tignar- manna í Evrópu, einkum í þýsku furstadæmunum. Þar lásu skáldjöfr- ar á borð við Schiller og Goethe söguna sér til mikillar skemmtunar. Þeir áttu sinn þátt í því að hún glataðist ekki því á þessum tíma var loft svo lævi blandið í Frakklandi að hættulegt var að birta djarfa sögu þar, auk þess sem prentarar voru undir ströngu eftirliti. Fræg eru orð Goethes um söguna þegar hann í bréfi til vinar síns þakk- aði guði fyrir að hafa enn heilsu til að „háma í sig slík veisluföng í einu lagi á sex klukkustundum“ og kall- aði söguna „villimannlega veislu, unaðslega veislu’*.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.