Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sérstæð sýning á listritun verður haldin á Flateyri í byrjun október. Listamaðurinn Torfí Jónsson sagði Jóhanni Hjálmarssyni frá því hvers vegna Flateyri varð fyrir valinu sem sýningarstaður og hvemig áhugi hans á þessari fomu listgrein kviknaði. Morgunblaðið/ Júlíus TORFI Jónsson með sýnishorn listritunar. TORFI Jónsson myndlistarmaður heldur 5.-6. október nk. sýningu á Flateyri og í tengslum við hana verða uppákomur, m.a. ljóðalestur og söngur. Á sýningunni verða sýn- ishorn af skriftletri, bæði leturgerð- ir skrifaðar, málaðar og frjáls for- mun út frá skriftinni. Að sögn Torfa er stuðst við letur- gerðir frá ýmsum tímum. Elsta gerðin er úr Biblíuhandriti (Codex Sinaiticus), svokallað Unsial letur skrifað um 350 eftir Krist og fannst bókfellið fyrir 160 árum í klaustri á Sinai-eyðimörkinni. Torfi hefur unnið með þetta letur og segir það ákaflega fallegt en handritið er á forngrísku og erfitt að lesa það af þeim sökum nema fyrir sérfræð- inga. Munkamir voru tregir til að láta blöðin af hendi nema eitt og eitt í einu. „Heiðarleiki og fegurðar- skyn skrifarans hafði mikil áhrif á mig,“ segir hann. Torfi stundaði nám í Listaháskól- anum í Hamborg í fimm ár. Að undangengnu námi í teikningu og grafík voru lokaverkefnin unnin í bókagerðar- og leturdeild. Loka- verkefnið var þátttaka í samsýn- ingu en þar sýndi hann 20 blöð með koparstungu. Torfi hefur hann- að margar bækur, síðast bækur um myndlistarmennina Hring Jóhann- esson og Tryggva Ólafsson. Bæk- umar komu út á vegum Hins ís- lenska bókmenntafélags og ASÍ. Um sýninguna á Flateyri segir Torfí að hún byggist upp á fijálsri notkun leturs frá mismunandi tím- um, frá Biblíuletri fram að deginum í dag. Torfi hefur kennt á mörgum námskeiðum og tekið þátt í nám- stefnum og opnum verkstæðum og verið víða með letursýningar. Hann hefur starfað með hópi manna sem nota leturform sem listræna tján- ingu. Þegar Torfí hefur unnið að vatnslitamyndum, sem hann er kunnur fyrir, hefur hann jafnframt fengist við leturgerðina og hefur þá verið um gagnkvæm áhrif að ræða milli þessara tveggja list- forma. „Þetta er ákaflega skemmti- legt form og ég hef heillast af þess- ari grein,“ segir Torfí. Meðal þeirra sem lagt hafa listritun lyrir sig er íslendingurinn Gunnlaugur Briem sem starfar í Bandaríkjúnum og er mikilvirkur leturhönnuður. Torfi er spurður að því hvers vegna sýnt sé á Flateyri. Hann lítur svo á að á Flateyri hafi menningar- líf löngum verið lífvænlegt, ekki síst í tónlistarflutningi. Einnig nefn- ir hann að hörmungaratburðirnir sem þar áttu sér stað séu ein ástæð- an. Allur ágóði af sýningunni og dagskránni rennur til Flateyringa. I augum Torfa Jónssonar er Flat- eyri fallegur staður. Fyrir nokkrum árum var sýning á vatnslitamynd- um frá Vestfjörðum eftir hann í Galleríi Borg. Mörg verkanna voru unnin á á Flateyri en þar hefur hann ávallt mætt einstakri vináttu og velvild. Þetta er í blóðinu Á sýningunni er verið að kynna tiltölulega nýja listgrein sem þó byggistá íslenskri hefð. „Þetta er í blóðinu," segir Torfí. „Afí minn, Helgi Jónsson á Stokkseyri, skrifaði mikið niður af vísum og orti sjálfur vísur.“ Hópurinn sem Torfi er hluti af er alþjóðlegur. Auk Evrópufólks er í honum fólk frá Ástralíu og Japan og fleiri stöðum. Hópurinn hefur undanfarin ár hist í Belgíu að sumri til og hefur það verið örvandi fyrir listsköpunina. Á næsta ári verður þingað í Istanbul. Torfi er nýkominn frá Noregi þar sem honum var boð- ið að sýna. Er litið á leturskrift sem list- grein? „Já, hún er austurlensk að upp- runa en hefur þróast í Evrópu og er nú alls staðar viðurkennd." Torfi ítrekar að Bandaríkjamenn séu framarlega í greininni og nefn- ir aftur nafn Gunnlaugs Briem í San Francisco. Hingað hafa komið listamenn eins og Julian Waters, sem er í fremstu röð, og haldið hér námskeið og sýnt í Galleríi Greip. Þá hefur Katharina Pieper, meist- aranemi hins virta þýska listritara Werners Schneiders, komið hingað í sömu erindagjörðum. Englend- ingar eru líka góðir að hans mati, hjá þeim er greinin hefð. Einn sá fremsti meðal þeirra er Donald Jackson, skrifari drottningar. Hann var leiðbeinandi á námskeiði sem Torfi sótti, kenndi aðferðir við gyllingu og að skrifa með álfta- fjöðrum. Torfi segir ómetanlegt að hitta þessa menn. Hann minnir á að let- urgerð sé afsprengi listritunar, for- vitni hans hafi verið vakin þegar hann vann við að velja letur í bæk- ur. Löngunin til að skyggnast frek- ar inn í leyndardóma listritunar vaknaði og eins jókst skilningur hans á þeirri gífurlegu vinnu sem felst í að skapa nýjar leturgerðir og samræma form stafanna. Letur- gerðirnar hafa ætíð endurspeglað tíðarandann. „Ekkert eða fátt. er nátengdara manninum en leturgerðin," að dómi Torfa Jónssonar. Letur og maður erueitt Islenskur eldur „ÞÓREY gætir íslensks elds“ er yfírskrift gi'einar um sýningu Þór- eyjar Sigþórsdóttir „Láppstift och lava“ sem hún setti upp á listadög- um á Álandseyjum í lok ágúst og hlaut lofsamlega dóma. Þar sýndi Þórey einleikinn „Skilaboð til Dimmu“ eftir Elísabetu Jökulsdótt- ur á sænsku, auk þess sem hún sýndi myndband með upplestri ljóða eftir þijár ungar skáldkonur en það var sýnt með sænskum texta. Þórey og Hilmar Oddsson leik- stýrðu „Skilaboð til Dimmu“ en Ylva Heljerud þýddi textann á sænsku. í Aland segir að leikur Þóreyjar neisti, hún reyni að fá áhorfendur til að taka þátt í þeirri innri baráttu sem persónan eigi í. Þá sýni hún fram á að himnan sem aðskilji raunveruleikann og hið ímyndaða sé á stundum býsna þunn, svo þunn að tilfinning geti borist frá öðru yfir í hitt. Verður leikdómara tíðrætt um „hinn ís- lenska eld“ og hendir á lofti fullyrð- ingu um að íslenskar konur séu oft á tíðum villtari en kynsystur þeirra á Álandseyjum. „Þetta er gefandi „smásýning" með textum frá þeim hluta Norðurlanda sem býr enp yfir hinu villta og styrk,“ segir leik-, dómari blaðsins, sem hrífst bæði af einleiknum og ljóðunum, sem hann segir fara að einhveiju leyti fyrir ofan garð og neðan hjá sænskumælandi áhorfendum þar sem þeir verði að horfa á textann og geti ekki notið myndbands Krist- ínar Bogadóttur sem skyldi vegna þess. Ljóðin sem flutt eru á því eru eftir Lindu Vilhjálmsdóttur, Gerði Kristnýju og Kristínu Ómarsdóttur. Leikdómari Nya Aland er ekki síður hrifinn, segir sýninguna frá- j bæra leið til að vekja áhuga á leik- húsi og hinu skrifaða orði. Þórey sé sannfærandi Dimma, sviðssetn- ingin einföld en skili hlutverki sínu vel. Hins vegar sé hljómur „mynd- bandsljóða" kaldur og formfastur, þó að þau séu „flutt á íslensku, máli sem streymir fram eins og heitt og mjúkt fljót með iðum hér og þar.“ SEVERIN CAFE CAPRICE kaffivélin sýður vatnið jýrir uppáhellingu. Hefur hlotið ótal viðurkenningar Lagar 8 stóra bolla eða 12 litla. Vapotronic suðukerfi. Innbyggð snúrugeymsla. 1400 W. Sér rofi fyrir hitaplötu. Dropastoppari. Yfirhitavörn. Glæsileg nútímahönnun - engri lík. Tllboðsverð nú aðeins kr. 9.975 stgr. REYKJAVÍKURSVÆÐI: Byggt og búiö, Rafha, Suðuriandsbraut, H.G. Guöjónsson, Suðurveri, Húsasmiðjan, Skútuvogi, Glóey, Ármúla 19, Rafbúðin, Álfaskeiði 31, Hafnarf., Miðvangur, Hafnarfirði. SUÐURNES: Staðafell hf., Keflavík, Samkaup, Keflavík, Rafborg, Grindavík. VESTURLAND: Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi, Trésmiðjan jjj Akur, Akranesi, Kf. Borgftrðinga, Borgamesi, Blómsturvellir, Hellissandi, Versl. Hamar, Grundarfirði, Versl. E. <D Stefánssonar, Búðardal. VESTFIRÐIR: Kf. Króksfjarðar, Króksfjarðamesi, Skandi hf., Tálknafiröi, Kf. Dýrfirðinga, £ Þingeyri, Laufið, Bolungarvík, Húsgangaloftið ísafirði, Straumur hf., isafirði, Kf. Steingrimsfjarðar, Hólmavík. xq NORÐURLAND: Kf. Hrútfirðinga, Borðeyri, Kf. V-Húnvetinga, Hvammstanga, Kf. Húnvetninga, Blönduósi, Kf. O Skagfirðinga, Sauðárkróki, KEA, Akureyri, og útibú á Norðurlandi, Kf. Þingeyinga, Húsavík, Kf. Langnesinga, Þórshöfn. AUSTURLAND: Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði, Kf. Héraðsbúa, Seyðisfirði, Kf. Héraðsbúa, Egilsstöðum, ^ Rafalda, Neskaupstað, Kf. Héraðsbúa, Reyðarfirði, Kf. Fáskrúðsfjarðar, Kf. A-Skaftfellinga, Djúpavogi, Kf. A-Skaftfelinga, Höfn. SUÐURLAND: Kf. Ámesinga, Vik, Kf. Rangæinga, Hvolsvelli, Kf. Rangæinga, Ruðalæk, Versl. Mosfell, Hellu, Reynistaður, Vestmannaeyjum, Kf. Ámesinga, Selfossi. Ei nar Farestveit&Cohf. Borgartúni 28, símar 562-2901 og 562-2900. Islenskir verkfræðingar BÆKUR Æviskrár VERKFRÆÐINGATAL Ritstjóm og samantekt ættfræði- texta: Þorsteinn Jónsson. Samantekt menntunar- og starfsferils: Sigvaldi Júlíusson og Benedikt Jónsson. Þjóðsaga EHF 1996,1. og II. bindi, 1050 bls. ÞETTA er í fjórða sinn sem Verkfræðingatal hefur verið gefíð út. Fyrst kom það út 1956 og voru þá æviskrár 270. Þriðja út- gáfa kom út 1981 með 962 ævi- skrám. Nú fímmtán árum síðar eru bindin orðin tvö og allmyndar- leg bæði tvö. Því miður er ekki tilgreint hversu æviskrárnar eru margar nú, en þeim hefur bersýni- lega fjölgað verulega. Nokkur mælikvarði má þessi \ BIODROGA snyrtivörur fjölgun verkfræðinga vera um verklegar framkvæmdir og framfarir. Mætti hug- leiða sitt af hveiju í því sambandi. Þá ber allur frágangur og vinnsla ritsins vitni um aukinn metnað, meiri kröfur um smekkvísi og fagleg vinnubrögð. í stórum dráttum eru æviskrárnar sjálf- ar með svipuðu sniði og áður. Mér virðast þær þó betur sam- ræmdar og skipulegar frá þeim gengið. 1 upphafi rits er ágæt ritgerð um menntun íslenskra verkfræð- inga eftir Sveinbjörn Björnsson. Hún er endurprentuð úr síðustu útgáfu. Þá er frá því skýrt að frú Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti íslands, var kjörin heiðurs- félagi VFÍ árið 1992 og á eftir fara æviskrár verkfræðinga. Þær eru með þeim hætti að á eftir nafni fer fæðingardagur, ár, staður og starfsheiti. Þá er gerð grein fyrir foreldrum á sama hátt, svo og föður- og móðurforeldrum. Þar næst er greint frá námsferli, starfsferli, félags- og trúnaðar- störfum og viðurkenningum sem viðkomandi hefur hlotið. Þá er greint frá maka og foreldrum hans með sama hætti, svo og börnum þeirra ogj mökum. Ritstörf verkfræðingsins eru ekki tilgreind, enj þeim hefur verið safn- i að og verða tiítæk í; tölvutæku formi. Á undan hveijum; æviskrárbókstaf fer stutt ritgerð eftir álíka marga höfunda. Er í þessum þrjátíu rit- gerðum fjallað umi íjöldamörg efni einsj og ætla má. Það er* stórfróðleg lesning og mikil bókarbót. Kostur fínnst mér hversu ætt-; færsla er mikil í þessum æviskrám. Ekki hafa þó allir verið sáttir við það og hafa beðist undan ætt- færslum. Ekki get ég neitað því að ég sakna þess að ekki skuli greint frá ritstörfum manna. Þau eru óneitanlega verulegur þáttur í lífsstarfi margra. Þetta nýja verkfræðingatal er hið glæsilegasta rit, sem lýsir gró- skumikilli og þróttmikilli starfs- stétt og forráðamenn félagsins hafa auðsjáanlega mikinn metnaðj fyrir hönd stéttar sinnar. Mikill aragrúi mynda er hér & blaðsíðum, að sjálfsögðu af lang-j flestum þeim sem æviskrár eiga og til náðist, en einnig er nokkuð af öðrum myndum, einkum a£ mannvirkjum, gömlum og nýjum. Sigurjón Björnsson Þorsteinn Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.