Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson. ÞEIR urðu að sætta sig við annað sætið í bikarkeppni Bridssam- bandsins þrátt fyrir hetjulega baráttu. Talið frá vinstri: Kristján Kristjánsson, forseti Bridssambandsins, en hann afhenti verðlaunin i mótslok, Guðmundur Sv. Hermannsson, Karl Sigurhjartarson, Ragnar Hermannsson, Björn Eysteinsson og Helgi Jóhannsson. Á myndina vantar Einar Jónsson, einn silfurverðlaunahafanna. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragna rsson Bridsdeild FEBK Spilaður var Mitchell tvímenn- ingur þriðjudaginn 17. september ’96. 22 pör mættu. Úrslit: NS-riðill Karl Adolfsson - Eggert Einarsson 262 Sæmundur Bjömss. - Böðvar Guðmundss.261 Jón Andrésson-ValdimarÞórðarson 236 AV-riðill Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 286 Eysteinn Einarsson - Sævar Magnússon 276 HelgaÁmundad.-HermannFinnbogas. 241 Meðalskor 216 Spilaður var Mitchel! tvímenn- ingur föstudaginn 20. september ’96 20 pör mættu. Úrslit: NS-riðill Rafn Kristjánsson - Oliver Kristófersson 281 Fróði Pálsson - Theódór Jóhannsson 250 Lárns Amórsson - Alfreð Kristjánsson 236 AV-riðilI Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 292 Hannes Alfonsson - Garðar Sigurðsson 271 Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 249 Meðalskor 216 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Mánudaginn 16. september ’96 spiluðu 19 pör með yfirsetu Mitch- ell. NS-riðill Guðbjörg Þórðard. — Jón J. Sigurðss. 250 Sæbjörg Jónasd. - Þorsteinn Erlingss. 246 Rafn Kristjánsson - Tryggvi Gíslason 243 AV-riðilI Fróði B. Pálsson - Theodór Jóhannss. 248 Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 243 Eyjólfur Halldórss. - Þórólfur Meyvantss. 235 Meðalskor 216 Fimmtudaginn 19. september spiluðu 18 pör Mitchell. NS-riðilI Elín Jónsdóttir - Lilja Guðnadóttir 269 Hjálmar Gíslas. - Haukur Guðmundss. 263 Eggert Einarsson - Karl Adólfsson 243 AV-riðill Þórólfur Meyvantss. - Eyjólfur Halldórss. 271 Jón J. Sigurðss. - Dvaíð Guðmundss. 263 Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 233 Meðalskor 216 Reykjavíkurvegi 72 Holtagörðum 220 Hafnarfjöröur v/Holtaveg 565 5560 104 Reykjavík 588 7499 Bamasamfellur einlitar og munstraðar Ádur.299,- "‘199.- Skeifunni 13 Norðurtanga3 108 Reykjavík 600 Akureyri 568 7499 462 6662 Boxer nærbuxur Fururekki (notaðar innréttingar) tilvalið í geymsluna o.fí. IDAG ÞESSAR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega til styrktar átakinu „Börnin heim“ og varð ágóðinn 5.000 krónur. Þær heita frá vinstri talið Anna, Þóra, Eva og Bryndís. SKAK Umsjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp í opna flokknum á minningarmót- inu um Donner í Amster- dam í ágúst. Danski al- þjóðameistarinn Bjarke Kristensen (2.420) var með hvítt, en Stefan Van Blitt- erswijk (2.320), Hollandi, hafði svart. 27. —Hxc3! 28. Bxc3 - Dg4+ 29. Hg3 — Re2+ og hvítur gafst upp. Eftir 30. SVARTUR leikur og vinnur Dxe2 - Dxe2 31. Hd8+ - He8 32. Hxe8+ — Dxe8 33. Hxh3 — De2 er svarta stað- an gjörunnin. Farsi , f>icískuLu<5 útktjá. dtílumcU ybharut l hoqCK.. Uér 'inni drekhx cdlir úr sama, cla.Llirujm.~ VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Hvers eiga Garðbæingar að gjalda? KONA úr Garðabæ hringdi: Við Garðbæingar bú- um við það öryggisleysi að fá enga læknisþjón- ustu eftir miðnætti. Sjúklingur getur þurft á lækni að halda án þess að vera í bráðri lífshættu sérlega ung böm og eldra fólk. Hvert eigum við að ieita er búum í Garðabæ? Tapað/fundiö Seðlaveski tapaðist SVART karlmannsveski með öllum skilríkjum og greiðslukorti tapaðist að- faranótt sunnudagsins einhversstaðar frá miðbæ inn að Fossvogs- hverfi. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 553-6914. Koparlugt hvarf VIÐ Meðalfellsvatn er sumarbústaður sem heit- ir Hlíð. í hliði þar hékk gömul koparlugt sem hvarf nýlega og óskar eigandinn eindregið eftir því að henni verði skilað við fyrsta tækifæri. Geti einhver gefið upplýs- ingar er hann vinsam- lega beðinn að hringja í síma 551-4811. Gæludýr Týndur högni FJÖGURRA mánaða gamall högni hvarf frá Langagerði 29 si. fimmtudag. Hann er bröndóttur á baki og skotti með hvítan maga og fætur og blesu í höfði. Hann bar svarta ól. Geti einhver gefið upplýs- ingar um hann vinsam- lega hringið í síma 581-4970 eða 897-2906. Týndur högni GRÁBRÖNDÓTTUR högni hvítur á bringu með hvíta fætur tapaðist frá Löngumýri í Garðabæ sl. föstudags- kvöld. Hann var ómerkt- ur en með tattóverað númer í eyra. Geti ein- hver gefið upplýsingar um hann er óskað eftir þeim í síma 565-6541. COSPER EFTIR 20 mínútur get ég borgað þér 200 þúsund krónumar sem ég skulda þér. Víkveiji skrifar... VÍKVERJI er fullur iðrunar yfir því að hafa notað orðið „spen- dýraflóra". Hann veit auðvitað að orðið „flóra“ nær aðeins yfir lífver- ur í jurtaríkinu, og átti því að nota orðið „fána“ í áðurnefndum pistli, því að hann er gamall MR-ingur. xxx EIGI alls fyrir löngu var um þessi orð fjallað í hinum ágæta þætti Gísla Jónssonar menntaskólakennara á Akureyri, „Islenzkt mál“. Þar sagði m.a.: „Hörður Kristinsson náttúrufr. hef- ur í bréfum til blaðanna mælt gegn misnotkun orðsins flóra, og hreint ekki að ástæðulausu. Þórir Haralds- son menntaskólakennari og bjarn- dýrafræðingur hafði áður beðið mig að gera þetta, og þó að Hörður hafi að nokkru tekið af mér ómak- ið, fellst ég á rök Þóris, að ekki falli tré við fyrsta högg. Mér til hægri verka bið ég nú það góða fólk á Mbl. sem kemur íslensku máli til skila að endurprenta hluta af 717. þætti (6/11 ’93), að nokkru slitinn úr samhengi og eilítið breytt- an (von er að Þóri blöskri þegar hér í blaðinu var talað um „fjölskrúðuga fuglaflóru"): Þá er það fyrirbæri nefnt flos í latínu sem blóm heitir á tungu okkar. FIos er karlkyns í lat., eign- arf. floris, fleirt. flores. Mörg orð eru samstofna því, og verður hér látið við nema að nefna sjálfa blóm- gyðju þeirra Rómverja er Flora hét. Svo kom, að þetta orð barst um víðan völl tungnanna og tók að merkja jurtaríki, gróðurríki. Stefán kennari (skólameistari) samdi grundvallarrit og heitir Flóra íslands. í dansk- og ensk- íslenskum orðabókum finn ég ekki annað en flora þýði gróðurríki á tilteknum stað eða tíma.“ xxx OG ÁFRAM heldur Gísli: „Dýra- ríkið hefur sumstaðar fengið nafnið fána (fauna), og er það að rekja til eins af guðum Rómveija. Sá hét Faunus. Orðið fána heyrist sjaldan eða sést með Islendingum. En af hverju er ég að þessu? Jú, ég heyrði um daginn að það væri fjölbreytt „skemmtanaflóra" í Reykjavík, og ég hef heyrt um ýmsar aðrar „flórur" af ólíklegasta tagi, og svo langt gekk að maður nokkur talaði um fjölbreytta „dýra- flóru“. Og þá finnst mér að rugling- ur í náttúrunnar ríki sé kominn yfir mörkin. Vafalaust hefur ein- hver heyrt nefnda *mannaflóru. Flóra (Flora) er kvenheiti bæði hérlendis og erlendis, til mikilla muna eldra með sumum útlendum þjóðum. Gömlum konum í minni sveit mislíkaði, þegar það var tekið upp, og minnti þær á fjósverk, enda óvanai' að sjá konur á borð við Floru MacDonald eða Floru Robson, rétt eins og sveitungi okkar Þorsteinn Þraslaugarson „kenndi ekki hvað fogli“ dúfan var í Ufsakirkju, af því að hann var „óvanur að sjá heilagan anda“.“ xxx LOKS langar Víkveija til að minnast á þær framkvæmdir, sem undanfarið hafa verið í vinnslu á Bústaðavegi á móts við verzlunar- húsið Grímsbæ. Hann varð mjög hrifinn af breikkun götunnar, því stöðugar tafir hafa verið af bílum, sem ekið er vestur götuna og hafa ætlað að beygja inn á stæðið við verzlunina. En svo gerðist það á þriðjudag, að framkvæmdaaðilar hófu að gera eyju á miðja götuna og þrengdu þar með allt aftur og eru nú, að því er Víkveija sýnist, allar ummbætur fyrir bí. Skrítið er hvernig menn geta misskilið gerðir gatnamálayfirvalda. Að einhveijum skyldi detta í hug að verið væri að betrumbæta umferðina á þessum stað?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.