Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson KVENPENINGURINN hefur tekið völdin á Hólum. Af ellefu útlendingum sem stunduðu nám við skólann í fyrra og sjást hér á myndinni var aðeins einn piltur. Þrjár stúlkur á hvem pilt í Bændaskólanum á Hólum SÚ VAR tíðin að piltar einokuðu bændaskóla landsins en nú er með sanni hægt að segja að enn eitt karlavígið sé fallið. Á Bændaskól- anum á Hólum ber svo við að stúlkur eru í miklum meirihluta nemenda. Af 29 nemendum eru 22 stúikur en aðeins sjö piltar. Skýringanna er að leita í auk- inni áherslu á hestamennsku og sagði Víkingur Gunnarsson, kennari á Hólum, þessa þróun mjög í samræmi við það sem ger- ist erlendis. Þar séu stúlkur í miklum meirihluta þeirra sem stunda hestamennsku. Sagði hann þetta mjög svipað kynjahlutfall og verið hefði í hópi umsækjenda. Sem kunnugt er sóttu mun fleiri um en fengu vist í skólanum. Alls stunda tíu erlendir nem- endur nám við skólann í vetur sem er einum færra en var í fyrra. Þá voru tíu stúlkur í þeim hópi en aðeins einn piltur en nú koma eingöngu stúlkur að utan. Full- yrti Víkingur að karlpeningur staðarins hefði alls enga hönd í bagga með þessari þróun enda taldi hann víst að konur staðarins myndu grípa í taumana ef eitt- hvað slíkt væri í gangi. Þetta væri bara svona. Fegursti garðurinn á Flateyri verðlaunaður Flateyri - Nýverið veitti um- hverfisnefnd ísafjarðarbæjar verð- laun fyrir smekklegustu garðana.. Tilnefndir voru garðar á Þingeyri, Suðureyri, Flateyri og ísafirði. Á Flateyri var valinn garður Unu Friðriksdóttur, en hennar garður stejidur við Brimnesveg. í samtali við Morgunblaðið sagði Una að erfitt hefði verið að halda þessum garði við vegna öldurótsins sem gengi yfir götuna þegar stórviðri geisuðu. Undirlag garðsins væri eingöngu sjávar- grýti, lítið væri um gróðurmold. Samt hefði það tekist vonum framar að viðhalda garðinum í sprettu. Henni þætti þó tíðarfarið þessa dagana hið undarlegasta því að hún hefði ekki undan við að slá garðinn vegna góðrar gras- sprettu. Við Brimnesveg hefði Una búið í 53 ár og hún kysi hvergi annars staðar að búa vegna útsýnisins út Önundarfjörðinn jafnt sólardaga sem aðra daga. Morgunblaðið/Egill Egilsson VERÐLAUNAGARÐURINN á Flateyri. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson HELGI Daníelsson við myndir sínar á sýningu sinni á Akranesi. Tilraunaboranir Hitaveitu Blönduóss lofa góðu 7 5 gráða heitt vatn fundið á Reykjum VIÐ borun á tilraunaholu hjá Hita- veitu Blönduóss á Reykjum í Torfalækjarhreppi komu menn nýlega niður á öfluga vatnsæð sem getur gefið um 50 sekúndulítra af 75 gráða heitu vatni miðað við 50 metra niðurdrátt, að sögn Gests Þórarinssonar hitaveitustjóra. Tilraunaholan var boruð um 300 metra suðvestur af því svæði þar sem hitaveitan hefur verið með vatnsöflun síðustu tvo áratugi. Orkustofnun hefur unnið að rann- sóknum á svæðinu undanfarið og sáu Jarðboranir um að bora hol- una. „Við teljum okkur vera búna að finna hvar á að bora í næstu borun til þess að ná í 90 stiga heitt vatn en það kostar að við þurfum að bora 100-150 metrum sunnar,“ segir Gestur. Varavatnsafl loks fundið Hann segir þennan fund mikinn feng fyrir hitaveituna. „Við höfum lengi verið að reyna að finna vara- vatnsafl fyrir Blönduós og nú er það loks fundið. Við þurfum ekki að hugsa út í frekari boranir að svo komnu, nema því aðeins að við förum að stækka markaðs- svæði veitunnar,“ segir hann. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort holan verður virkjuð í haust en hún stendur til- búin til dælingar og er þegar búið að fóðra hana niður á 130 metra dýpi. Að sögn hitaveitustjórans mun aflið sem fæst úr henni verða svipað og fengist hefur af svæðinu öllu til þessa. Hann gerir ráð fyrir að virkjuð muni holan kosta um tíu milljónir króna. Hann segist búast við að málið verði tekið fyr- ir á fundi veitustjórnar í næstu viku og þaðan fari það fyrir bæjar- stjórn. Helgi Dan. sýnir ljós- myndir Rannsóknarstofnun Jónasar Kristjánssonar formlega opnuð Akranesi - Helgi Daníelsson hefur opnað sýningu í listahorn- inu á skrifstofu ferðamálafull- trúa Akranesbæjar við Akra- torg á Ijósmyndum sem hann hefur tekið á undanförnum árum á knattspyrnuleikjum Akurnesinga. Sýningin er opin á skrifstofutíma til 15. október. Myndirnar eru flestar af stuðningsfólki liðsins og hann tileinkar hinum geysifjölmenna stuðningsmannahóp sem fylgir liði Skagamanna í leikina þessa sýningu. Helgi hefur um áratugaskeið verið áhugaljósmyndari og hef- ur víða komið við í efnisvali sínu. Hann hélt einkasýningu á mynd- um sínum í tilefni af 50 ára af- mæli Akranesbæjar sumarið 1992 o g sýndi þar einkum mynd- ir úr bæjarlífinu á Akranesi. Hveragerði - Rannsóknarstofnun Jónasar Kristjánssonar, læknis, var formlega opnuð á Heilsustofn- un NLFÍ í Hveragerði, föstudaginn 20. september. Þann dag voru lið- in 126 ár frá fæðingu Jónasar sem var frumkvöðull á sviði náttúru- lækninga, en hann hafði mikinn áhuga á því að koma upp aðstöðu fyrir lærða og leika sem vildu kynna sér náttúrulækningastefn- una. Gamall draumur í tilefni af 40 ára afmæli Heilsu- stofnunarinnar síðastliðið ár kom síðan fram hugmynd um fræði- mannsíbúð í Hveragerði og með henni yrði þessi gamli draumur Jónasar látinn rætast. Markmiðið með stofnuninni er 'að efla alla rannsóknarstarfsemi innan HNLFÍ og þá einkum þeirri Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir DÆTUR Jónasar Kristjánssonar læknis, Guðbjörg Jónasdóttir Birkis og Ásta Jónasdóttir, voru við opnunina ásamt Jónasi Kristjánssyni, ritstjóra, Gunnlaugi Jónssyni, forseta NLFÍ, og Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFI. sem tengist hugmyndafræði Jónasar Kristjánssonar. Tveggja til þriggja mánaða dvöl í fræðimannsíbúð Styrkþegum stendur til boða dvöl í sérstaklega útbúinni íbúð í 2 til 3 mánuði í senn. Auk þess fær styrkþegi frítt fæði á meðan á dvöl stendur og styrk til útgáfu, þess efnis sem hann vinnur í Heilsustofnun. Stjórn Rannsóknarstofnunar Jónasar Kristjánssonar skipa; dr. med Þórður Harðarson, prófessor, dr. Jónas Bjarnason, efnaverk- fræðingur, dr. Sigríður Halldórs- dóttir, forstöðumaður heilbrigðis- nefndar Háskólans á Akureyri, Gísli Páll Pálsson, framkvæmda- stjóri Dvalarheimilisins Áss og dr. med Sigurður Thorlacius, trygg-’ ingayfirlæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.