Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 49 BRÉF TIL BLAÐSINS Propolis til bættrar heilsu og betra lífs Frá Ragnari Þjóðólfssyni: NÝVERIÐ hringdi kona í Þjóðar- sálina til að segja frá ótrúlegum bata tveggja krabbameinssjúkl- inga sem notað höfðu Propolis sér til heilsubótar. Þetta eru ekki einu tilfellin þar sem Propolis hefur reynst vel gegn vágesti þeim sem krabbamein er. Til eru mörg skjal- fest dæmi um slíkt frá Danmörku, meðal annars sjúkrasaga manns sem þjáðist af krabbameini í hálsi. Hann hafði tvívegis verið skor- inn og eftir seinni uppskurðinn varð læknir hans var við þykkildi undir tungurótinni sem hann áleit að nema þyrfti burt. Þar sem svo skammt var um liðið frá aðgerð- inni áleit læknirinn að betra væri að bíða þar til hann hefði jafnað sig nokkuð áður en hafist yrði handa á ný. Þann tíma notaði maðurinn til að tyggja Propolis að beiðni konu sinnar og það var eins og við manninn mælt að þeg- ar að næstu læknisskoðun kom fannst hvorki tangur né tetur af berinu í munni hans. Sjálfur þekki ég persónulega marga íslendinga sem notað hafa Propolis með góðum árangri í bar- áttunni við krabbamein. Sjúkling- ar með mein í blöðruhálskirtli hafa sagt mér að hætti þeir að taka sinn daglega skammt af Propolis blossi strax upp bólgur og eymsl. Aðrir nota efnið til að ná upp fyrri líkamshreysti að lokinni erfiðri geisla- eða lyfjameðferð. Kona sem þjáðist af þrálátum þvagfærasýkingum segir mér að eftir að hún hafði tekið Propolis í rúman mánuð hafi hún náð fullum bata og verði hún vör við einkenni nægi að taka nokkrum sinnum inn Propolis til að þau hverfi og ungur vinur minn segir mér að notkun efnisins hafi eytt öllum unglinga- bólum úr andliti hans. Ég get held- ur ekki látið hjá líða að nefna þau áhrif sem Propolis hefur á hvers kyns sveppasýkingu, þar á meðal Candida Albicans. Sveppirnir bók- staflega hverfa eins og dögg fyrir sólu. Enginn efi er að Propolis er heilsubætandi efni og margir sem ég hef bent á að nota það hafa haft samband við mig aftur til að þakka ábendinguna og segja hreint ótrúlegar sögur af bættri líðan sinni. Ég hef heyrt frá sjúkl- ingum með erfið magasár og ristil- bólgur, mæðrum með eyrnaveik börn, nýrnasjúklingum og fólki með erfiðar þvagfærasýkingar. Allir eru sammála um að Propolis hafi breytt lífi þeirra mjög til hins betra. Bæði ég og fjölskylda mín tökum daglega inn Propolis og aðrar afurðir býflugunnar og okk- ur verður sárasjaldan misdægurt. RAGNAR ÞJÓÐÓLFSSON, Arnartanga 17. HAUSTVERÐLISTINN ER KOMINN UM CRAM GÆÐIN ÞARF ENGINN AÐ EFAST OG VERÐIÐ HEFUR ALDREI VERIÐ HAGSTÆÐARA. ALLT AÐ 10.000 kr. VERÐLÆKKUN Á EINSTÖKUM GERÐUM GRAM KÆLISKÁPA. CRAM HF462 Áður 60.990 Nú > > 56.980 GRAM gerð: Ytri mál mm: B x D x H Rými lítr. kæl.+fr. Staðgr. kr. Kæliskápar án frystis: K-130 550 x601x 715 116 39.990 K-155TU 550 x601x 843 155 47.490 KS-200 550x601x1065 195 48.440 KS-240 550x601x1265 240 53.980 KS-180TU 595 x601x 843 168 49.990 KS-300E 595x601x1342 271 56.990 KS-350E 595x601x1542 323 63.980 KS-400E 595x601x1742 377 71.970 Kæliskápar meö frysti: KF-120 550 x601 x 715 94 + 14 41.990 KF-135TU 550 x601x 843 109 + 27 48.980 KF-184 550x601x1065 139 + 33 48.980 KF-232GT 550x601x1285 186+33 56.940 KF-263 550x601x1465 197 + 55 54.990 KF-245EG 595x601x1342 168+62 62.990 KF-355E 595 x601 x1742 272 + 62 69.990 KF-345E 595 x601 x1 742 190 +133 79.990 Frystiskápar: FS-100 550 x601x 715 77 39.990 FS-133 550 x601x 865 119 46.990 FS-1 75 550x601x1065 160 52.990 FS-150 595 x601 x 900 131 48.970 FS-250E 595x601x1342 224 59.990 FS-290E 595 x601 x1542 269 69.990 FS-340E 595x601x1742 314 78.990 Frystikistur: HF-234 800 x695x 850 234 42.980 HF-348 1100 x695x 850 348 48.980 HF-462 1400 x695x 850 462 56.980 HF-576 1 700 x695x 850 576 72.980 FB-203 800 x695x 850 202 45.980 FB-308 1100 x695x 850 307 52.990 (FB-gerðir hafa 75mm einangrun - orkusparandi) EURO og VISA raðgreiðslur án útborgunar. FRÍ HEIMSENDING - og við fjarlægjum gamla tækið án aukakosnaðar. /FOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Frá Katrínu Jónsdóttur: UNDANFARIÐ hefur mikið verið skrifað um einelti og það er mér gleðiefni. Það er einmitt það sem þarf til þess að ná til þeirra barna sem fyrir þessu verða. Það er stað- reynd að fórnarlömbin skammast sín mikið fyrir að vera lögð í ein- elti og eru þess vegna ekki líkleg til þess að leita sér hjálpar. Þeim finsnt það jafnvel vera svartur blettur á lífi sínu og ekki bætir mikil minnimáttarkennd ástandið. Auk þess hafa mörg hver lítið sem ekkert sjálfstraust og verða jafn- vel þunglynd eftir því sem sem félagsleg staða þeirra í skólanum versnar. Sjálf var ég lögð í einelti sem barn og skrifa því af reynslu. Það eru mörg ár síðan og nú er það mér hugleikið að koma þeim krökkum til hjálpar sem eru að lenda í þessu núna. Öli viljum við að börnunum okk- ar líði vel í skólanum, en það er Einelti varðar okkur öll einelti í öllum grunnskólum. Til þess að tryggja velferð barna okk- ar ber öllum aðilum, þ.e. kennur- um, foreldrum, gerendum og fórn- arlömbum að betjast gegn þessu. Ég er þeirrar skoðunar að nógu mikil umræða geti komið fórn- arlömbum til hjálpar. Þá myndu þau gera sér grein fyrir hversu margir eru í sömu sporum og þau, að þau eru ekki ein í heiminum. Æskilegt væri að þau hittu aðra krakka sem eru í sömu aðstöðu og gæti það átt sér stað í sérstök- um hópum. Með þessum rituðu orðum geri ég mér grein fyrir að erfitt gæti reynst að fá fórnarlömbin til að taka þátt í slíkri hópumræðu, en með því að gefast upp strax vær- um við að bregðast börnunum okkar. En það eru ekki bara fórn- arlömbin sem þurfa hjálp, gerend- urnir líka. Þeir vita ekki hvað þetta hefur alvarleg áhrif á fórn- arlömbin og þurfa þess vegna hjálp til þess að gera sér grein fyrir því. Best væri ef foreldrar ræddu um einelti við börnin sín, hvað það er og hvaða afleiðingar það hefur. Ég hvet alla til þess að vera á varðbergi og grípa í taumana ef þá grunar að um einelti sé að ræða. KATRÍN JÓNSDÓTTIR, Sólvallagötu 32A, Reykjavík. Hvers á að gjalda? Frá Ásmundi U. Guðmundssyni: ÞAÐ er óskemmtilegur sá einiiti áróður þeirra sem skrifuðu í Morg- unblaðið 13. sept. 1996 í dálkinn „Bréf til blaðsins" um dráp á ref norður í Svarfaðardal í kringum 7. sama mánaðar og fóru mikinn í skrifum sínum. Greinilegt er að enginn af þessu vandlætingarfulla liði hefur séð ref drepa lömb að vori, því síður séð grenlægjuna kenna yrðlingunum aðferðina er líða tekur á sumar. Verður þá oft fullorðið fé fórnarlömbin, kind- arsnoppan mölbrotin og tuggin, oft upp að augum, í flestum tilvikum ein maðkaveita eða klofið (júgur og aftasti hluti kviða og endaþarm- ur eða eistun ef um hrút er að ræða kolgrafin maðkaveita). Slíkt fé var hér áður fyrr umsvifalaust skorið á háls á staðnum, var þá vasahnífu'rinn góður. í mínum huga eru refur og minkur réttdræpir hvar sem til þeirra næst, gildir einu hvaða aðferð er þá notuð. Þó tekur steininn úr er formaður Dýravernd- unarfélags Reykjavíkur, Sigríður Ásgeirsdóttir, setur rifu á annað augað en hefur hitt lokað og fer að kæra hjónin sem um ræðir og börnin með fyrir drápið á refnum. Þeirri kæru frú Sigríði væri nær að opna hitt augað líka og fara að huga að öllum þeim smáhólfum af- mörkuðum með rafmagnsgirðingum sem æpa á ferðamanninn fram með mestöllu vegakerfí þessa lands svo rótnöguðu að flag er og oftast ekk- 5 ert vatn. Þessi hólf höfðu að geyma hross sem eigruðu stefnulaust um í leit að stráum sem ekki voru tii. Þetta er verra en þó einn refur væri hábundinn og drepinn á eftir. í lokin: í DV 17. sept. 1996 skrif- aði Dagfari pistil til vamar svarf- dælsku fjölskyldunni. Dagfari á þakkir skildar fyrir. ÁSMUNDUR U. GUÐMUNDSSON, Suðurgötu 124, Akranesi. 11 vou Laugavegi 51 s. 551 8840 Ath. The Shoe Pantanir óskast eA+* Nýjar vetrarvörur Tilboð: Ullarjakkar 4.900 Úlpur 4.900 Prakkar 4.900 Stakir jakkar 3.900 Gallabuxur 8.900 Flauelsbuxur 8.900 Skyrtur 8.900 Kuldaskór Tilboö 6.990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.