Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 25 MYNPLIST Ingólfsstræti 8 MYNDVERK Hulda Hákon. Opið miðvikudaga til sunnudaga frá klukkan 14-18. Til 6. október. Aðgangur ókeypis. LÁGMYNDIN hefur fylgt Huldu Hákon frá fyrstu tíð og þótt hún hafi á stundum nálgast tvívíða flöt- inn er jafnan stutt í upphleypt form því hún hugsar mikið í fyrirferð yfirborðsins. í verkum hennar í list- húsinu Ingólfsstræti 8, örlar í grunnatriðum ekki á miklum breyt- ingum frá sýningu hennar í vestur- sal Kjarvalsstaða fyrir rúmum tveim árum sem þó er fjarri lagi að vera áfellisdómur. Blómaformin bláu eru hér komin aftur en nú prýða þau Igrundað hlutfeldi fyrirferðarmikla ramma, sem um- lykja texta og orðstef sem mikið eru notuð til að gefa hvunndeginum lit í margs konar mannlegum sam- skiptum. Þau fylgja t.d viða á bak- hlið miðanna sem vogir á almanna- færi erlendis skila frá sér við notk- un, og léttir brún margra, hvað svo sem tölurnar á framhliðinni opin- bera nú annars. Orðspekin er ákaflega almenns eðlis, ögrar á engan hátt og lyftir ei andanum á flug, telst þannig meinlaus skírskotun hvað innihald snertir en þó fullgildur liður í því myndræna ferli sem listakonan hef- ur valið sér. Jafn- framt er þetta mjög í anda margs sem getur að líta í núlist- um tímanna, er notkun stafa, orða, setninga og máls- greina hefur orðið meira og meira áberandi í sýningar- sölum listhúsa og safna. Leikurinn er ákaflega skreyti- kenndur og nálgast hugtakið „kitsch“, Morgunblaðið/Golli Hulda Hákon og eru ekki mörg ár síðan menn hófu það til vegs vestan hafs og var hér Jeff Koons einkum stór- tækur um glys og hnoð. Eldurinn er hér einnig, í einn stað sem skreyti á ramma en í annan í smækkuðu og fjöl- földuðu formi, en Hulda hefur gert 16 eintök af myndinni „Eldur“, sem eru akrýllitir á „hydrocal", eins og það heitir í skrá. Orðið fyrirfinnst ekki í bókum mínum, en mun sérheiti á efni. Þá er gamli sígildi skurðurinn, sem Hulda er þekktust fyrir kominn aftur í stærsta verki sýningarinnar, sem dregur til sín athygli líkt og segull. Samþjappaður fjöldi nafn- lausra hausa fyllir myndflötinn, lík- astur stefnulausri breiðfylkingu sem líður hjá í einskinsmannslandi, star- andi út í tómið og enginn veit hvað- an kom né hvert stefnir. Hverful veröid á skriði, ganghjól mannlegra samskipta, brotabrot nafnlauss múgs sem byggir þessa jörð en skynjar hvorki stað né tíma. Þetta allt persónugerir og speglar sýninguna sem minnir á eitthvað í biðstöðu frekar en að hún rífi í hugs- anaferli skoðandans. Bragi Ásgeirsson Jazz 96 JAZZHÁTÍÐIN RúRek 96; Fimmtudagur 26. september Kl. 17. Jómfrúin: Norður-suður kvartettinn. Frítt. Kl. 20.30. Norræna húsið: Tríó Wolfert Brederode. Kr. 1.000. Menningarstofnun: Bandaríkjanna. Einleikstónleikar Jon Webers. Frítt. Kl. 22. Hótel Saga: Kvartett Skúla Sverrissonar. Kr. 1.500. Kringlukráin: Frú Pálína og félag- ar. Frítt. Hótel Borg: Kvartett Ómars Axels- sonar. Frítt. Píanó: Hljómsveit Carls Möllers. Frítt. ------»~».----- Jónas leikur á Hvammstanga NÚ er að hefjast 6. starfsár Tónlist- arfélags Vestur-Húnvetninga, fyrstu tónleikarnir verða föstudag- inn 27. september kl. 21 í Félags- heimilinu á Hvammstanga. Þar leik- ur Jónas Ingimundarson á píanó verk eftir Schubert, Beethoven, Chopin o.fl. Þetta eru eins og áður segir fyrstu áskriftartónleikar félagsins í vetur, en annars eru tónleikar a.m.k. einu sinni í mánuði. LJÓSMYND eftir Björn. Björn sýnir ljósmyndir í Myndási BJÖRN Valdimarsson opnar sína fyrstu ljósmyndasýningu í Ljós- myndastöðinni Myndási, Laugarás- vegi 1, næstkomandi laugardag, 28. september. Björn býr á Siglufirði og hefur haft ljósmyndun sem áhugamál í nokkur ár. Á sýningunni eru lit- myndir sem flestar eru teknar á þessu ári og því síðasta í Siglufirði og næsta nágrenni. Sýningin verður opin virka daga kl. 10-18 og á laugardögum kl. 10-16 til 18. október. -----» »------- Ljósmyndasýn- ingí Kaffi 17 NÚ stendur yfir ljósmyndasýning Krissýjar á Kaffi 17, Laugavegi 91. Þetta er fyrsta einkasýning hennar en hún hefur tekið þátt í tveim sam- sýningum á Óháðu listahátíðinni ’92 og ’93. Á þessari sýningu eru listrænar Ijósmyndir frá tímabilinu ’88-’96, eins konar yfirlitssýning. Sýningunni lýkur 18. október. Páskaliljur 30 blóm kr. 399,- U fieimur l' .......... TILBO 30 túlípanar I X * i*<* i 30 krókusar blandaðir litir kr. 399,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.