Morgunblaðið - 26.09.1996, Page 25

Morgunblaðið - 26.09.1996, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 25 MYNPLIST Ingólfsstræti 8 MYNDVERK Hulda Hákon. Opið miðvikudaga til sunnudaga frá klukkan 14-18. Til 6. október. Aðgangur ókeypis. LÁGMYNDIN hefur fylgt Huldu Hákon frá fyrstu tíð og þótt hún hafi á stundum nálgast tvívíða flöt- inn er jafnan stutt í upphleypt form því hún hugsar mikið í fyrirferð yfirborðsins. í verkum hennar í list- húsinu Ingólfsstræti 8, örlar í grunnatriðum ekki á miklum breyt- ingum frá sýningu hennar í vestur- sal Kjarvalsstaða fyrir rúmum tveim árum sem þó er fjarri lagi að vera áfellisdómur. Blómaformin bláu eru hér komin aftur en nú prýða þau Igrundað hlutfeldi fyrirferðarmikla ramma, sem um- lykja texta og orðstef sem mikið eru notuð til að gefa hvunndeginum lit í margs konar mannlegum sam- skiptum. Þau fylgja t.d viða á bak- hlið miðanna sem vogir á almanna- færi erlendis skila frá sér við notk- un, og léttir brún margra, hvað svo sem tölurnar á framhliðinni opin- bera nú annars. Orðspekin er ákaflega almenns eðlis, ögrar á engan hátt og lyftir ei andanum á flug, telst þannig meinlaus skírskotun hvað innihald snertir en þó fullgildur liður í því myndræna ferli sem listakonan hef- ur valið sér. Jafn- framt er þetta mjög í anda margs sem getur að líta í núlist- um tímanna, er notkun stafa, orða, setninga og máls- greina hefur orðið meira og meira áberandi í sýningar- sölum listhúsa og safna. Leikurinn er ákaflega skreyti- kenndur og nálgast hugtakið „kitsch“, Morgunblaðið/Golli Hulda Hákon og eru ekki mörg ár síðan menn hófu það til vegs vestan hafs og var hér Jeff Koons einkum stór- tækur um glys og hnoð. Eldurinn er hér einnig, í einn stað sem skreyti á ramma en í annan í smækkuðu og fjöl- földuðu formi, en Hulda hefur gert 16 eintök af myndinni „Eldur“, sem eru akrýllitir á „hydrocal", eins og það heitir í skrá. Orðið fyrirfinnst ekki í bókum mínum, en mun sérheiti á efni. Þá er gamli sígildi skurðurinn, sem Hulda er þekktust fyrir kominn aftur í stærsta verki sýningarinnar, sem dregur til sín athygli líkt og segull. Samþjappaður fjöldi nafn- lausra hausa fyllir myndflötinn, lík- astur stefnulausri breiðfylkingu sem líður hjá í einskinsmannslandi, star- andi út í tómið og enginn veit hvað- an kom né hvert stefnir. Hverful veröid á skriði, ganghjól mannlegra samskipta, brotabrot nafnlauss múgs sem byggir þessa jörð en skynjar hvorki stað né tíma. Þetta allt persónugerir og speglar sýninguna sem minnir á eitthvað í biðstöðu frekar en að hún rífi í hugs- anaferli skoðandans. Bragi Ásgeirsson Jazz 96 JAZZHÁTÍÐIN RúRek 96; Fimmtudagur 26. september Kl. 17. Jómfrúin: Norður-suður kvartettinn. Frítt. Kl. 20.30. Norræna húsið: Tríó Wolfert Brederode. Kr. 1.000. Menningarstofnun: Bandaríkjanna. Einleikstónleikar Jon Webers. Frítt. Kl. 22. Hótel Saga: Kvartett Skúla Sverrissonar. Kr. 1.500. Kringlukráin: Frú Pálína og félag- ar. Frítt. Hótel Borg: Kvartett Ómars Axels- sonar. Frítt. Píanó: Hljómsveit Carls Möllers. Frítt. ------»~».----- Jónas leikur á Hvammstanga NÚ er að hefjast 6. starfsár Tónlist- arfélags Vestur-Húnvetninga, fyrstu tónleikarnir verða föstudag- inn 27. september kl. 21 í Félags- heimilinu á Hvammstanga. Þar leik- ur Jónas Ingimundarson á píanó verk eftir Schubert, Beethoven, Chopin o.fl. Þetta eru eins og áður segir fyrstu áskriftartónleikar félagsins í vetur, en annars eru tónleikar a.m.k. einu sinni í mánuði. LJÓSMYND eftir Björn. Björn sýnir ljósmyndir í Myndási BJÖRN Valdimarsson opnar sína fyrstu ljósmyndasýningu í Ljós- myndastöðinni Myndási, Laugarás- vegi 1, næstkomandi laugardag, 28. september. Björn býr á Siglufirði og hefur haft ljósmyndun sem áhugamál í nokkur ár. Á sýningunni eru lit- myndir sem flestar eru teknar á þessu ári og því síðasta í Siglufirði og næsta nágrenni. Sýningin verður opin virka daga kl. 10-18 og á laugardögum kl. 10-16 til 18. október. -----» »------- Ljósmyndasýn- ingí Kaffi 17 NÚ stendur yfir ljósmyndasýning Krissýjar á Kaffi 17, Laugavegi 91. Þetta er fyrsta einkasýning hennar en hún hefur tekið þátt í tveim sam- sýningum á Óháðu listahátíðinni ’92 og ’93. Á þessari sýningu eru listrænar Ijósmyndir frá tímabilinu ’88-’96, eins konar yfirlitssýning. Sýningunni lýkur 18. október. Páskaliljur 30 blóm kr. 399,- U fieimur l' .......... TILBO 30 túlípanar I X * i*<* i 30 krókusar blandaðir litir kr. 399,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.