Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ^ Morgunblaðið/Kristján Attundi liðsmaðurinn HANDKNATTLEIKSLIÐ KA hefur lengi státað af því að eiga einn öflugasta heimavöll landsins. í hvoru liði eru 7 leikmenn inni á vellinum í einu og má segja að stuðningsmenn KA hafi virkað sem 8. liðsmaðurinn hverju sinni. Til að undirstrika mikilvægi stuðningsmanna sinna hefur KA hafið sölu á bolum, sem merktir eru eins og keppnistreyjur KA- manna. Bolirnir eru með sömu auglýsingar og eru á keppni- streyjum leikmanna en þeir eru allir merktir númer 8 á bakinu. Það leikur því enginn leikmaður KA í keppnistreyju númer 8 í vetur. Á myndinni eru nokkrir hressir stuðningsmenn í KA-bolum núm- er 8. F.v. Eiður Eiðsson, Leifur Jónsson, Gunnlaugur Eiðsson, Júlíus Jónsson og Olafur Öm Ólafsson. Starfsemi Foldu komin í fullan gang eftir endurskipulagningu Nýir eigendur bjart- sýnir á framtíðina STARFSEMI Foldu hf. á Akureyri er komin í fullan gang á ný, eftir endurskipulagningu og eigenda- skipti fyrr í sumar. Stærstu hlut- hafarnir, Regin, hf. Framkvæmda- sjóður Akureyrar, Jöklar hf. og Burðarás hf., sem áttu vel yfir 90% hlutafjár í Foldu, seldu hlut sinn til hlutafélaganna Vopna hf. og Dropans hf. Vopni hf. er í eigu sömu aðila og eiga Sjóklæðagerð Islands hf. en Dropinn er í eigu þriggja starfsmanna Foldu. Einn þeirra er Hermann Sigur- steinsson, sem tekið hefur við starfi framkvæmdastjóra fyrirtæk- isins. Hann segir að starfsemin hafi farið mjög vel af stað og þar á bæ ríki bjartsýni um framtíð fyrirtækisins. Hjá Foldu starfa nú um 65 manns en starfsmenn voru um 75 fyrir endurskipulagninguna. Hermann gerir ráð fyrir að starfs- fólki eigi eftir að fækka eitthvað á næstunni en hann vonast til að þeim fjölgi aftur áður en langt um líður. Tímabilið október/nóvember og fram í febrúar hefur reynst fyrirtækinu erfitt síðustu ár og starfsemin verið í lágmarki. Framleitt fyrir Sj óklæðagerðina „Það verður áfram niðursveifla á þessu tímabili en við munum mæta henni með vinnu fyrir Sjó- klæðagerðina. Við erum nú þegar að sauma kuldagalla og munum til viðbótar fara í ýmsa aðra fram- ieiðslu fyrir Sjóklæðagerðina, til að mæta þessum daufu mánuð- um,“ segir Hermann. í vélasal Foldu, þar sem starfa 10 manns, hefur verið unnið á vóktum allan sólarhringinn alla daga vikunnar en í öðrum deildum hefur verið unnin dagvinna. Her- mann segir að markaðsmálin er- lendis séu á svipuðu róli og á síð- asta ári en fyrirtækið selur alls kyns ullarvörur, m.a. peysur, teppi og jakka. Helstu markaðir fyrir- tækisins eru í Skandinavíu, Þýska- landi og Japan. Starfs- leikninám í Lundar- skóla STARFSLEIKNINÁM, sem er nám sem kennarar og stjóm- endur einstakra skóla stunda á starfstíma þeirra, var sett í Lundarskóla á Akureyri í vik- unn. Námið miðar að því að efla starfshæfni þátttakenda, styrkja samstarf þeirra og bæta starf viðkomandi skóla. Námið er unnið í samstarfi viðkomandi skóla, sveitarfé- lags og Kennaraháskóla Is- lands, en endurmenntunar- deild þess síðastnefnda'veitir ráðgjöf og stuðning við skipu- lag og framkvæmd námsins. Starfsleikninámið byggist á hugmynd um að þátttakendur nýti sér samstarfsheildina til náms og breytingastarfs með því að vinna saman að ný- breytni á ákveðnu afmörkuðu sviði á námstímabilinu. Jafn- framt er lögð áhersla á ein- staklingsbundin verkefni sem krefjast sjálfstæðra vinnu- bragða. Námið nær yfír eitt skólaár. Grímsey. Morgunblaðið. í GRIMSEY eru þrír smábænd- ur og var fé þeirra á sumar- beit uppi á eyju. Þar er nóg að bíta fyrir ferfætlinga svo Fé vænt af „fjalli“ Morgunblaðið/Hólmfríður féð kom vænt af „fjalli“ þegar rekið var saman á dögunum. Um 130 Qár eru í eyjunni og var það rekið saman í rétt í túnfætinum hjá Þorláki odd- vita og Huldu konu hans. Skemmtu menn sér konung- lega, ungir sem aldnir. Breyttar aðferðir skila árangri hjá Fiskeldi Eyjafjarðar Héraðsráð Eyjafjarðar Oánægja vegna sjáv- arútvegs- skóla SÞ „HÉRAÐSRÁÐ Eyjafjarðar lýsir yfir undrun og óánægju vegna nið- urstöðu starfshóps sem falið var að kanna leiðir til að stofna Sjávar- útvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi, en þar er gert ráð fyrir að skólinn skuli vera í Reykjavík," segir í ályktun frá Héraðsráði Eyjafjarðar. Ráðið telur margt mæla með því að skólinn verði staðsettur á Akur- eyri í nánum tengslum við Háskól- ann á Akureyri þar sem rekin sé sjávarútvegsdeild með tveimur brautum, sjávarútvegsbraut og matvælaframleiðslubraut. Treystir ráðið því að stjórnvöld standi við ályktun Alþingis frá 1992 um að háskólinn verði efldur og þar verði öflug miðstöð rannsókna- og fræðastarfsemi á sviði sjávarút- vegs. Uppbyggingin nái ekki fram að ganga með atfylgi heimamanna einna, til verði að koma öflugur stuðningur ríkisvaldsins. ----♦-------- Um 30 þúsund lúðuseiði lifðu myndbreytinguna Lúðurnar hrygna nú að mestu leyti allt árið BETRI árangur náðist í sumar í framleiðlu lúðuseiða hjá Fiskeldi Eyjafjarðar og er Ólafur Halldórs- son framkvæmdastjóri vongóður um að menn séu að ná tökum á seiðaframleiðslunni. Fyrstu seiðin voru framleidd í stöð félagsins á Hjalteyri sumarið 1990, en síðan hefur ekki tekist að framleiða veru- legan fjölda seiða fyrr en nú í sum- ar. Helsti þröskuldurinn í fram- leiðslunni til þessa hefur verið fyrsta fóðrun lúðulirfa eftir að kvið- pokastigi lýkur. Hrygningu stjórnað með birtu „Þessi árangur kemur í kjölfar breytinga á aðferðum," segir Ólaf- ur. Fjögurra ára þróunarverkefni sem Fiskeldi Eyjafjarðar stóð að í samstarfí við Hafrannsóknarstofn- unina í Bergen og Háskólann í Gautaborg og lauk um síðustu ára- mót er, að sögn Ólafs, ein af ástæð- um þess að góður árangur náðist í sumar. „í þessu verkefni náðum við að breyta hfygningartíma lúðunnar og stjórna honum. Nú er hrygning- arstofn okkar þrískiptur, en hrygn- ingu er stjórnað með birtu. Hrygn- ing á sér nú stað að mestu leyti árið um kring, sem þýðir að við höfum hrogn og síðan lirfur til að vinna með í rannsóknum á fóðrun lirfa. Fram til ársins 1994 hrygndi fiskur aðeins einu sinni á ári og þar af leiðandi var hægt að stunda fóð- urrannsóknir 2-3 mánuði á ári í staðinn fyrir allt árið eins og nú er.“ Nefndi Ólafur að félagið hefði einnig átt mjög gott samstarf við Lýsi hf. og framkvæmdastjóra þess, Baldur Hjaltason, og Guðmund G. Haraldsson hjá Raunvísindastofnun HÍ. „Með þessum aðilum höfum við undanfarin ár unnið að því að bæta framleiðslu á lifandi fóðri, sem not- að er við fóðrun lirfa, en helsti þröskuldurinn í seiðaframleiðslu er að búa til fóður með réttri næring- arsamsetningu," segir Ólafur. Ólafur segir ánægjulegt að sjá árangur eftir nær þrotlaust rann- óknar- og þróunarstarf í 6-8 ár, en fyrirtækið var stofnað 1987. „Við teljum að við höfum stigið stórt skref fram á við, en vitum að enn á eftir að bæta margt og lagfæra. Fóðrun nýrra lirfuhópa hefst aftur í október og á næstu mánuðum og allt næsta ár munum við vinna að frekari endurbótum við seiðafram- leiðsluna. Um 30 þúsund seiði lifðu Um 30 þúsund lúðuseiði lifðu myndbreytinguna í seiðaeldisstöð- inni á Hjalteyri og 10-15 þúsund seiði hafa þegar verið flutt í eldis- stöð fyrirtækisins í Þorlákshöfn. „Markmið okkar er að auka fram- leiðslu lúðuseiða mikið frá því sem nú er,“ segir Ólafur. „Verð á ferskri lúðu er mjög hátt á mörkuðum og með auknum árangri í seiðafram- leiðslu teljum við ástæðu til ákveð- innar bjartsýni á að arðvænlegt lúðueldi verði stundað á íslandi í framtíðinni.“ Vatnsleysi í Hrísey Dælunni slakað neð- ar í holuna VATNSSKORTUR gerði vart við sig í Hrísey í lok liðinnar viku og um helgina, en í gær var dæla í borholu eyjarinnar látin síga niður um 4 metra og fékkst þá nægt vatn. Gunnar Jónsson sveitarstjóri í Hrísey sagði að langvarandi þurrk- ar í ágúst og september sem og snjóleysi í fyrravetur hefðu gert að verkum að ekki safnaðist nægt vatn í brunna eyjarskeggja. Engin teljandi vandræði sköpuðust af vatnsskortinum, sundlauginni var þó lokað tímabundið og þá var vatnið sem notað er í frystihúsinu sparað dálítið. „Þeir létu dæluna síga töluvert neðar í holuna og þá kom strax nægt vatn,“ sagði Gunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.