Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 47
h MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 47 » P » I p FRÉTTIR Tónlistarhöll verði reist í Kópavogi Morgunblaðið/Þorkell FRÁ afhendingu hjartagæslutækjanna. F.v.: Árni Kristinsson, Gísli J. Eyland, Jón Júlíusson, Unnur Sigtryggsdóttir, Sigurður Helgason, Ingólfur Victorsson, Rúrik Kristjánsson, Steingrímur Jónasson, Þórður Harðarson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Jóhannes Proppe og Jón Þór Jóhannsson. Hjartagæslutæki afhent Landspítalanum Á FUNDI bæjarstjórnar Kópavogs á þriðjudag lögðu bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins, Kristján Guð- mundsson og Guðmundur Odds- son, fram eftirfarandi tillögu um byggingu tónlistarhallar í Kópa- vogi. „Bæjarstjórn Kópavogs sam- þykkir að leita samninga við ríkis- valdið og félag áhugafólks um byggingu tónlistarhúss, um að byggja sérhannaða tónlistarhöll í Kópavogi sem m.a. fullnægði þörf- um Sinfóníuhljómsveitar Islands." Greinargerð Laugardaginn 21. september sl. birtist viðtal í Lesbók Morgun- blaðsins við Gunnar Birgisson, formann bæjarráðs í Kópavogi. Þar tilkynnir formaðurinn um bygg- ingu á sérhönnuðum tónlistarsal í Kópavogi, án vitundar bæjarstjórn- ar Kópavogs, sem hefja á byggingu á næsta vor. Gunnar Birgisson telur lítinn MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Helgu Siguijóns- dóttur, bæjarfulltrúa í Kópavogi: „í Morgunblaðinu sl. laugardag var frétt þess efnis, að ákveðið hefði verið að reisa sérhannað tón- listarhús í Kópavogi. í Lesbók var fréttinni fylgt eftir með heilsíðuvið- tali á baksíðu við Gunnar Birgis- son, bæjarfulltrúa. í leiðara blaðs- ins daginn eftir er enn fjallað uin málið í sama dúr og áður, þ.e.a.s. að búið sé að afgreiða málið á eðlilegan hátt í stjórnkerfi bæjar- ins. Þetta er ekki sannleikanum samkvæmt. Hvorki bæjarstjórn né bæjarráð hafa tekið ákvörðun í þessu máli. Málefni menningar- miðstöðvarinnar hafa ekki verið til umræðu í stjórnkerfi bæjarins um langa hríð. Mér og fleiri bæjarfull- trúum kom því þessi fréttaflutn- ingur á óvart, en hann hlýtur að vera runninn undan rifjum bæjar: fulltrúans, sem viðtalið var við. í umræðum um málið í bæjarstjórn, þriðjudaginn 24. september, kom það líka á daginn. Meira að segja bæjarstjóri, sem hefur verið í sum- arleyfi, kom af fjöllum. Frágangur á byggingar- svæðum og öryggi barna Frá því í maí í vor hef ég reynt að vekja athygli á þeim hættum, sem börnum, og raunar fullorðnum líka, stafar af slæmum frágangi á byggingarsvæðum víða í bænum. Formlegt erindi var lagt fram í bæjarráði með bréfi dags. 20. maí. I bréfinu eru tilgreindir nokkr- ir staðir, þar sem hættan er mikil og óskað úrbóta. Að tveimur mán- uðum liðnum hefur ekkert gerst í málinu og þá tek ég það upp aft- ur. Málið er þá rætt lítillega í bæjarstjórn. Enn líða mánuðir og ekkert gerist. Nýtt bréf er sent Sérstaða fámennra skóla skoðuð HAGSMUNIR skóla í fámennum byggðarlögum er baráttumál Sam- taka fámennra skóla, sem heldur ársþing í Stórutjarnarskóla dagana 27. og 28. september. Aðalumfjöll- unarefni þingsins verða mál sem tengjast þeim breytingum, sem verða á starfsumhverfi skólanna við vanda fyrir Kópavog að fjármagna þennan 300 manna tónlistarsal sem áætlað er að kosti 250-300 milljónir króna. Fyrst það er auð- velt fyrir bæjarsjóð Kópavogs að fjármagna umræddan tónlistarsal upp á 300 milljónir þrátt fyrir’ bága fjárhagsstöðu bæjarins telja undirritaðir alveg sjálfsagt að hugsa ögn stærra en formaðurinn gerir og leggja því til að byggð verði alhliða tónlistarhöll hér í Kópavogi. Nú er það alkunna að ríkið hefur ekki treyst sér til að ráðast í þá framkvæmd hingað til en í samstarfi við bæjarsjóð Kópa- vogs og áhugamannasamtök um byggingu tónlistarhúss, ætti slíkt að verða auðvelt. Þessi höll yrði musteri tónlistar á íslandi og með staðsetningu hennar í miðbæ Kópavogs verður Kópavogur Mekka tónlistar á íslandi. Slíkt yrði ómetanlegt, bæði fyrir Kópa- vog og ekki síður fyrir allt tónlist- arlíf í landinu. bæjarráði, dags. 12. september, þar sem ég kveðst fara með málið fyrir æðra stjórnvald, verði ekkert athafst. Á bæjarstjórnarfundinum í gær, 24. sept. var ekki boðuð nein stefnubreyting í málinu og ekki útlit fyrir að gildandi lögum um þennan málaflokk verði fram- fyigt. Bókun í bæjarstjórn Ég átel vinnubrögðin við kynn- ingu í fjölmiðlum á fyrirhugaðri menningarmiðstöð í Kópavogi um sl. helgi. Samkvæmt henni er svo að sjá sem búið sé að samþykkja bygginguna — form hennar og fyrirkomulag — og finna fé til framkvæmdanna. Um langt skeið hefur ekkert heyrst frá byggingar- nefnd menningarmiðstöðvarinnar og nær engu fé var úthlutað til hennar í íjárhagsáætlun yfirstand- andi árs. Þess vegna hlutu bæjar- fulltrúar að halda að málinu hefði verið slegið á frest. Nú á hins veg- ar að ráðast í stórframkvæmdir strax á næsta ári. í ljósi afleitrar fjárhagsstöðu bæjarins hlýtur það að stappa nærri fífldirfsku og bera vott um ábyrgðarlausa fjármála- stjórn að lofa bæjarbúum svo kostnaðarsömum framkvæmdum sem bygging hússins er. En þetta er í raun aukaatriði. Ég fæ ekki betur séð en að hér sé vísvitandi beitt aðferð, sem sam- ræmist tæplega lýðræðislegum vinnubrögðum. Úr þvl að málið var kynnt í fjölmiðlum með þeim hætti, sem raun ber vitni, og án undan- genginna umræðna í bæjarstjórn, var í raun verið að þagga fyrirfram niður alla gagnrýni. Andmæli mín snúast um vinnu- brögð, þau snúast rétt minnihluta í lýðræðisskipulagi til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. að flytjast til sveitarfélaganna. Þau mál verða skoðuð frá sjónarhóli fámennra skóla. Einnig verður greint frá rannsóknum sem tengj- ast starfi fámennra skóla. Loks verður aðalfundur samtakanna haldinn á þinginu og ný stjórn kos- in. Samtök fámennra skóla voru stofnuð árið 1988 af fólki, sem var áhugasamt um að standa vörð um þessa skólagerð og taldi þörf á slík- um þrýstihópi. Á ársþing samtak- anna er allt áhugafólk um skóla- starf í fámennari byggðalögum boð- ið velkomið, kennarar, foreldrar, LANDSSAMTÖK hjartasjúkl- inga hafa nýlega gefið stóran hlut í hjartagæslutækjum, sem samanstanda af sex tölvum, en þær hafa það hlutverk að fylgj- ast með hjartasjúklingum sem hafa verið æðavíkkaðir (blásnir). Tölvubúnaðurinn er tengdur við sjúklingana og skráir í sífellu hjartaslátt og blóðþrýsing. Þau skilaboð eru send í móðurtölvu þar sem læknir eða hjúkrunar- fræðingur getur fylgst með líðan nokkurra sjúklinga í einu. Þegar sjúklingurinn er farinn að hafa fótavist er hann áfram tengdur við tækin, þannig að stöðugt má fylgjast með líðan hans, hvort sveitarstjórnamenn, skólastjórn- endur og aðrir þeir, er áhuga kunna að hafa. Fyrri þingdaginn verða kennara- menntun og þarfir fámennra skóla í brennidepli. Leitað verður m.a. svara við spurningunni, hvort þörf sé á annars konar kennaramenntun til undirbúnings starfs við skóla í strjálbýli, en þarf til kennslu í fjöl- mennum skólum. Inn í þessa um- ræðu kemur t.d. hinn nýtilkomni möguleiki á fjarnámi við Kennara- háskólann. Seinni þingdaginn, laugardaginn 28. september, mun sjónum verða beint að rannsóknum sem tengjast starfi fámennra skóla. Að sögn Ól- afs Arngrímssonar, skólastjóra Stórutjarnarskóla, gestgjafa þings- ins, stendur til að skoða niðurstöður nýrra rannsókna á þessu sviði í ljósi samfélagslegs hlutverks skóla í hveiju byggðarlagi og umræðunnar um flutninginn á skólunum yfir til sveitarfélaganna. Kostnaður á hvern nemanda er hærri í fámennum skólum en fjöl- mennum. Markmið þingsins, og starf samtakanna almennt, segir Ólafur ekki sízt vera að benda á samfélagslegt mikilvægi skóla; að fá fólk til að skoða skólana út frá öðrum sjónarhornum en hinu rekstrarlega eingöngu. sem hann er rúmfastur eða á rölti um ganga sjúkrahússins. Milli 40 og 50 sjúklingar bíða nú eftir æðavíkkun en í hverri viku eru framkvæmdar sex til sjö aðgerðir. Það færist í vöxt að sjúklingar sem koma á Landspít- alann með brjóstverki sem benda til hjai’taveiki séu nú þræddir og æðavíkkaðir í sömu atrennu. Þeir sem bíða nú eftir kransæðaað- gerðum eru um 30 talsins. Formleg afhending á áður- nefndum tækjum, sem gjöf frá Landssamtökum hjartasjúklinga, fór fram með viðhöfn á Landspít- alanum föstudaginn 20. septem- ber sl. Minningarmót um Birnu Þórð- ardóttur NÝLEGA var haldið í Keilu í Mjódd Minningarmót Birnu Þórðardóttur. Var þetta í sjötta sinn sem mótið var haldið. Sigurvegari mótsins varð Ásdís Steingrímsdóttir en hún sigraði Ól- afíu Sigurbergsdóttur í úrslitum um fyrsta sætið. í þriðja sæti varð Theódóra Ólafsdóttir, í fjórða sæti Sigurlaug Jakobsdóttir og í því fimmta varð Anna Kristín Óladóttir. Sendiherra Kúbu flyt- ur erindi MARIN Mora, sendiherra Kúbu á Islandi, ræðir um þann vanda sem Kúba er að kljást við um þessar mundir í kvöld, fimmtudagskvöld, í sal Félags bókagerðarmanna, Hverfisgötu 21. Allir velkomnir. Sendiherrann verður með stutt erindi, sem verður túlkað, og svarar fyrirspurnum. VIK, Vináttufélag Islands og Kúbu stendur að fund- inum. Erindi um um- hverfismál í VERKFRÆÐIDEILD Háskóla íslands verða á næstu vikum flutt 10 erindi um umhverfismál. Til þeirra er stofnað fyrir nemendur í deildinni en aðgangur er öllum frjáls, eins og þeim sem ekki eru nemendur í Háskólanum. Erindin verða flutt á mánudögum kl. 17 í stofu 158 í húsi verkfræðideildar að Hjarðarhaga 2-6. Þau eru ráð- gerð svo sem hér segir: 30. september: Unnsteinn Stef- ánsson, prófessor emeritus: Hafið sem umhverfi, 7. október: Aðalheið- ur Jóhannsdóttir lögfræðingur, framkvæmdastjóri Náttúruverndar- áðs: Náttúruvemd í framkvæmd, 14. október: Magnús Jóhannesson verkfræðingur, ráðuneytisstjóri 1 umhverfisráðuneytis: Sjálfbær þró- un, 21. október: Arnþór Garðarsson , prófessor, formaður Náttúruvemd- j aráðs: Um náttúru íslands og nátt- , úruvernd, 28. október: Ingvi Þor- steinsson MS, Rannsóknastofnun • landbúnaðarins: Gróður og jarðveg- I seyðing á íslandi og endurheimt \ landgæða, 4. nóvember: Júlíus Sól- < nes, prófessor í byggingaverkfræði, fyrrverandi umhverfísráðherra: Gróðurhúsaáhrif og skuldbindingar Islands í því tilliti, 11. nóvember: Þorleifur Einarsson, prófessor í jarðfræði: Umhverfisáhrif manií- virkjagerðar, 18. nóvember: Jakob Björnsson verkfræðingur, orku- málastjóri: Orkumál og umhverfi, 25. nóvember: Einar B. Pálsson, prófessor emeritus: Matsatriði í umhverfismálum. Umsjón með námskeiðinu hefur Trausti Valsson. Bong með út- gáfusamning í Evrópu og Asíu SAMNINGAR hafa tekist á milli hljómplötuútgáfunnar Spors ehf. og Dance Pool, sem er nýtt útgáfufyrir- tæki í eigu Sony Music Entertain- ment, um útgáfu síðarnefnda fyrir- tækisins á verkum hljómsveitarinnar Bong. Samningurinn tekur til Evrópu að frátöldu Englandi, auk Mið- og Suð- ur-Ameríku. Spor hefur jafnframt gert samning við Polygram-hljóm- plötuútgáfuna um dreifingu á tón- smíðum Bong í Asíu að undanskildu Japan og við Pro DJ Music fyrir Ástralíu og Nýja Sjáland. Samkvæmt upplýsingum frá fyrjr- tækinu er verið að semja um útgáfu í öðrum löndum og miðar þeirri vinnu vel. Nýtt lag í næstu viku f næstu viku kemur fyrsta smá- skífan sem Dance Pool gefur út með Bong á markaðinn og geymir hún lagið „Do You Remember". Bong er skipuð Eyþóri Arnalds og Móeiði Júníusdóttur og munu þau dveljast á næstunni í Lundúnum við upptökur á lögum til þess að fullgera nýja plötu í fullri lengd, ásamt því að undirbúa útgáfu á öðru lagi. ------♦ » ♦----- ■ FYRIRHUGUÐU afmælismóti og hófí vegna 50 ára afmælis Ungmennafélags Bessastaða- hrepps sunnudaginn 29. september er frestað vegna ófyrirsjáanlegra orsaka. ------♦.♦.♦----- LEIÐRÉTT ísland - Töfrandi land í frétt Morgunblaðsins í gær um bóksölulista var sagt að bókin ís- land - Töfrandi land væri útgefin af Erni og Orlygi. Hið rétta er að Snerruútgáfan gaf bókina út. Beð- ist er velvirðingar á mistökunum. Rangt föðurnafn Rangt var farið með föðurnafn - Þorgeirs Baldurssonar forstjóra Odda í frétt um Helgarpóstinn í blaðinu I gær. Velvirðingar er beð- ist á mistökunum. Athugasemd vegna tón- listarhúss í Kópavogi SIGURVEGARAR Minningarmóts Birnu Þórðardóttur ásamt Helga G. Ingimundarsyni, eftirlifandi eiginmanni Birnu Þórðardóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.