Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 47
h
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 47
»
P
»
I
p
FRÉTTIR
Tónlistarhöll verði
reist í Kópavogi
Morgunblaðið/Þorkell
FRÁ afhendingu hjartagæslutækjanna. F.v.: Árni Kristinsson,
Gísli J. Eyland, Jón Júlíusson, Unnur Sigtryggsdóttir, Sigurður
Helgason, Ingólfur Victorsson, Rúrik Kristjánsson, Steingrímur
Jónasson, Þórður Harðarson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Jóhannes
Proppe og Jón Þór Jóhannsson.
Hjartagæslutæki afhent
Landspítalanum
Á FUNDI bæjarstjórnar Kópavogs
á þriðjudag lögðu bæjarfulltrúar
Alþýðuflokksins, Kristján Guð-
mundsson og Guðmundur Odds-
son, fram eftirfarandi tillögu um
byggingu tónlistarhallar í Kópa-
vogi.
„Bæjarstjórn Kópavogs sam-
þykkir að leita samninga við ríkis-
valdið og félag áhugafólks um
byggingu tónlistarhúss, um að
byggja sérhannaða tónlistarhöll í
Kópavogi sem m.a. fullnægði þörf-
um Sinfóníuhljómsveitar Islands."
Greinargerð
Laugardaginn 21. september sl.
birtist viðtal í Lesbók Morgun-
blaðsins við Gunnar Birgisson,
formann bæjarráðs í Kópavogi. Þar
tilkynnir formaðurinn um bygg-
ingu á sérhönnuðum tónlistarsal í
Kópavogi, án vitundar bæjarstjórn-
ar Kópavogs, sem hefja á byggingu
á næsta vor.
Gunnar Birgisson telur lítinn
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá Helgu Siguijóns-
dóttur, bæjarfulltrúa í Kópavogi:
„í Morgunblaðinu sl. laugardag
var frétt þess efnis, að ákveðið
hefði verið að reisa sérhannað tón-
listarhús í Kópavogi. í Lesbók var
fréttinni fylgt eftir með heilsíðuvið-
tali á baksíðu við Gunnar Birgis-
son, bæjarfulltrúa. í leiðara blaðs-
ins daginn eftir er enn fjallað uin
málið í sama dúr og áður, þ.e.a.s.
að búið sé að afgreiða málið á
eðlilegan hátt í stjórnkerfi bæjar-
ins. Þetta er ekki sannleikanum
samkvæmt. Hvorki bæjarstjórn né
bæjarráð hafa tekið ákvörðun í
þessu máli. Málefni menningar-
miðstöðvarinnar hafa ekki verið til
umræðu í stjórnkerfi bæjarins um
langa hríð. Mér og fleiri bæjarfull-
trúum kom því þessi fréttaflutn-
ingur á óvart, en hann hlýtur að
vera runninn undan rifjum bæjar:
fulltrúans, sem viðtalið var við. í
umræðum um málið í bæjarstjórn,
þriðjudaginn 24. september, kom
það líka á daginn. Meira að segja
bæjarstjóri, sem hefur verið í sum-
arleyfi, kom af fjöllum.
Frágangur á byggingar-
svæðum og öryggi barna
Frá því í maí í vor hef ég reynt
að vekja athygli á þeim hættum,
sem börnum, og raunar fullorðnum
líka, stafar af slæmum frágangi á
byggingarsvæðum víða í bænum.
Formlegt erindi var lagt fram í
bæjarráði með bréfi dags. 20.
maí. I bréfinu eru tilgreindir nokkr-
ir staðir, þar sem hættan er mikil
og óskað úrbóta. Að tveimur mán-
uðum liðnum hefur ekkert gerst í
málinu og þá tek ég það upp aft-
ur. Málið er þá rætt lítillega í
bæjarstjórn. Enn líða mánuðir og
ekkert gerist. Nýtt bréf er sent
Sérstaða
fámennra
skóla skoðuð
HAGSMUNIR skóla í fámennum
byggðarlögum er baráttumál Sam-
taka fámennra skóla, sem heldur
ársþing í Stórutjarnarskóla dagana
27. og 28. september. Aðalumfjöll-
unarefni þingsins verða mál sem
tengjast þeim breytingum, sem
verða á starfsumhverfi skólanna við
vanda fyrir Kópavog að fjármagna
þennan 300 manna tónlistarsal
sem áætlað er að kosti 250-300
milljónir króna. Fyrst það er auð-
velt fyrir bæjarsjóð Kópavogs að
fjármagna umræddan tónlistarsal
upp á 300 milljónir þrátt fyrir’
bága fjárhagsstöðu bæjarins telja
undirritaðir alveg sjálfsagt að
hugsa ögn stærra en formaðurinn
gerir og leggja því til að byggð
verði alhliða tónlistarhöll hér í
Kópavogi. Nú er það alkunna að
ríkið hefur ekki treyst sér til að
ráðast í þá framkvæmd hingað til
en í samstarfi við bæjarsjóð Kópa-
vogs og áhugamannasamtök um
byggingu tónlistarhúss, ætti slíkt
að verða auðvelt. Þessi höll yrði
musteri tónlistar á íslandi og með
staðsetningu hennar í miðbæ
Kópavogs verður Kópavogur
Mekka tónlistar á íslandi. Slíkt
yrði ómetanlegt, bæði fyrir Kópa-
vog og ekki síður fyrir allt tónlist-
arlíf í landinu.
bæjarráði, dags. 12. september,
þar sem ég kveðst fara með málið
fyrir æðra stjórnvald, verði ekkert
athafst. Á bæjarstjórnarfundinum
í gær, 24. sept. var ekki boðuð
nein stefnubreyting í málinu og
ekki útlit fyrir að gildandi lögum
um þennan málaflokk verði fram-
fyigt.
Bókun í bæjarstjórn
Ég átel vinnubrögðin við kynn-
ingu í fjölmiðlum á fyrirhugaðri
menningarmiðstöð í Kópavogi um
sl. helgi. Samkvæmt henni er svo
að sjá sem búið sé að samþykkja
bygginguna — form hennar og
fyrirkomulag — og finna fé til
framkvæmdanna. Um langt skeið
hefur ekkert heyrst frá byggingar-
nefnd menningarmiðstöðvarinnar
og nær engu fé var úthlutað til
hennar í íjárhagsáætlun yfirstand-
andi árs. Þess vegna hlutu bæjar-
fulltrúar að halda að málinu hefði
verið slegið á frest. Nú á hins veg-
ar að ráðast í stórframkvæmdir
strax á næsta ári. í ljósi afleitrar
fjárhagsstöðu bæjarins hlýtur það
að stappa nærri fífldirfsku og bera
vott um ábyrgðarlausa fjármála-
stjórn að lofa bæjarbúum svo
kostnaðarsömum framkvæmdum
sem bygging hússins er.
En þetta er í raun aukaatriði.
Ég fæ ekki betur séð en að hér
sé vísvitandi beitt aðferð, sem sam-
ræmist tæplega lýðræðislegum
vinnubrögðum. Úr þvl að málið var
kynnt í fjölmiðlum með þeim hætti,
sem raun ber vitni, og án undan-
genginna umræðna í bæjarstjórn,
var í raun verið að þagga fyrirfram
niður alla gagnrýni.
Andmæli mín snúast um vinnu-
brögð, þau snúast rétt minnihluta
í lýðræðisskipulagi til að koma
sjónarmiðum sínum á framfæri.
að flytjast til sveitarfélaganna. Þau
mál verða skoðuð frá sjónarhóli
fámennra skóla. Einnig verður
greint frá rannsóknum sem tengj-
ast starfi fámennra skóla. Loks
verður aðalfundur samtakanna
haldinn á þinginu og ný stjórn kos-
in.
Samtök fámennra skóla voru
stofnuð árið 1988 af fólki, sem var
áhugasamt um að standa vörð um
þessa skólagerð og taldi þörf á slík-
um þrýstihópi. Á ársþing samtak-
anna er allt áhugafólk um skóla-
starf í fámennari byggðalögum boð-
ið velkomið, kennarar, foreldrar,
LANDSSAMTÖK hjartasjúkl-
inga hafa nýlega gefið stóran
hlut í hjartagæslutækjum, sem
samanstanda af sex tölvum, en
þær hafa það hlutverk að fylgj-
ast með hjartasjúklingum sem
hafa verið æðavíkkaðir (blásnir).
Tölvubúnaðurinn er tengdur
við sjúklingana og skráir í sífellu
hjartaslátt og blóðþrýsing. Þau
skilaboð eru send í móðurtölvu
þar sem læknir eða hjúkrunar-
fræðingur getur fylgst með líðan
nokkurra sjúklinga í einu. Þegar
sjúklingurinn er farinn að hafa
fótavist er hann áfram tengdur
við tækin, þannig að stöðugt má
fylgjast með líðan hans, hvort
sveitarstjórnamenn, skólastjórn-
endur og aðrir þeir, er áhuga kunna
að hafa.
Fyrri þingdaginn verða kennara-
menntun og þarfir fámennra skóla
í brennidepli. Leitað verður m.a.
svara við spurningunni, hvort þörf
sé á annars konar kennaramenntun
til undirbúnings starfs við skóla í
strjálbýli, en þarf til kennslu í fjöl-
mennum skólum. Inn í þessa um-
ræðu kemur t.d. hinn nýtilkomni
möguleiki á fjarnámi við Kennara-
háskólann.
Seinni þingdaginn, laugardaginn
28. september, mun sjónum verða
beint að rannsóknum sem tengjast
starfi fámennra skóla. Að sögn Ól-
afs Arngrímssonar, skólastjóra
Stórutjarnarskóla, gestgjafa þings-
ins, stendur til að skoða niðurstöður
nýrra rannsókna á þessu sviði í ljósi
samfélagslegs hlutverks skóla í
hveiju byggðarlagi og umræðunnar
um flutninginn á skólunum yfir til
sveitarfélaganna.
Kostnaður á hvern nemanda er
hærri í fámennum skólum en fjöl-
mennum. Markmið þingsins, og
starf samtakanna almennt, segir
Ólafur ekki sízt vera að benda á
samfélagslegt mikilvægi skóla; að
fá fólk til að skoða skólana út frá
öðrum sjónarhornum en hinu
rekstrarlega eingöngu.
sem hann er rúmfastur eða á
rölti um ganga sjúkrahússins.
Milli 40 og 50 sjúklingar bíða
nú eftir æðavíkkun en í hverri
viku eru framkvæmdar sex til sjö
aðgerðir. Það færist í vöxt að
sjúklingar sem koma á Landspít-
alann með brjóstverki sem benda
til hjai’taveiki séu nú þræddir og
æðavíkkaðir í sömu atrennu. Þeir
sem bíða nú eftir kransæðaað-
gerðum eru um 30 talsins.
Formleg afhending á áður-
nefndum tækjum, sem gjöf frá
Landssamtökum hjartasjúklinga,
fór fram með viðhöfn á Landspít-
alanum föstudaginn 20. septem-
ber sl.
Minningarmót
um Birnu Þórð-
ardóttur
NÝLEGA var haldið í Keilu í Mjódd
Minningarmót Birnu Þórðardóttur.
Var þetta í sjötta sinn sem mótið
var haldið.
Sigurvegari mótsins varð Ásdís
Steingrímsdóttir en hún sigraði Ól-
afíu Sigurbergsdóttur í úrslitum um
fyrsta sætið. í þriðja sæti varð
Theódóra Ólafsdóttir, í fjórða sæti
Sigurlaug Jakobsdóttir og í því
fimmta varð Anna Kristín Óladóttir.
Sendiherra
Kúbu flyt-
ur erindi
MARIN Mora, sendiherra Kúbu á
Islandi, ræðir um þann vanda sem
Kúba er að kljást við um þessar
mundir í kvöld, fimmtudagskvöld,
í sal Félags bókagerðarmanna,
Hverfisgötu 21. Allir velkomnir.
Sendiherrann verður með stutt
erindi, sem verður túlkað, og svarar
fyrirspurnum. VIK, Vináttufélag
Islands og Kúbu stendur að fund-
inum.
Erindi um um-
hverfismál
í VERKFRÆÐIDEILD Háskóla
íslands verða á næstu vikum flutt
10 erindi um umhverfismál. Til
þeirra er stofnað fyrir nemendur í
deildinni en aðgangur er öllum
frjáls, eins og þeim sem ekki eru
nemendur í Háskólanum. Erindin
verða flutt á mánudögum kl. 17 í
stofu 158 í húsi verkfræðideildar
að Hjarðarhaga 2-6. Þau eru ráð-
gerð svo sem hér segir:
30. september: Unnsteinn Stef-
ánsson, prófessor emeritus: Hafið
sem umhverfi, 7. október: Aðalheið-
ur Jóhannsdóttir lögfræðingur,
framkvæmdastjóri Náttúruverndar-
áðs: Náttúruvemd í framkvæmd,
14. október: Magnús Jóhannesson
verkfræðingur, ráðuneytisstjóri 1
umhverfisráðuneytis: Sjálfbær þró-
un, 21. október: Arnþór Garðarsson ,
prófessor, formaður Náttúruvemd- j
aráðs: Um náttúru íslands og nátt- ,
úruvernd, 28. október: Ingvi Þor-
steinsson MS, Rannsóknastofnun •
landbúnaðarins: Gróður og jarðveg- I
seyðing á íslandi og endurheimt \
landgæða, 4. nóvember: Júlíus Sól- <
nes, prófessor í byggingaverkfræði,
fyrrverandi umhverfísráðherra:
Gróðurhúsaáhrif og skuldbindingar
Islands í því tilliti, 11. nóvember:
Þorleifur Einarsson, prófessor í
jarðfræði: Umhverfisáhrif manií-
virkjagerðar, 18. nóvember: Jakob
Björnsson verkfræðingur, orku-
málastjóri: Orkumál og umhverfi,
25. nóvember: Einar B. Pálsson,
prófessor emeritus: Matsatriði í
umhverfismálum.
Umsjón með námskeiðinu hefur
Trausti Valsson.
Bong með út-
gáfusamning í
Evrópu og Asíu
SAMNINGAR hafa tekist á milli
hljómplötuútgáfunnar Spors ehf. og
Dance Pool, sem er nýtt útgáfufyrir-
tæki í eigu Sony Music Entertain-
ment, um útgáfu síðarnefnda fyrir-
tækisins á verkum hljómsveitarinnar
Bong.
Samningurinn tekur til Evrópu að
frátöldu Englandi, auk Mið- og Suð-
ur-Ameríku. Spor hefur jafnframt
gert samning við Polygram-hljóm-
plötuútgáfuna um dreifingu á tón-
smíðum Bong í Asíu að undanskildu
Japan og við Pro DJ Music fyrir
Ástralíu og Nýja Sjáland.
Samkvæmt upplýsingum frá fyrjr-
tækinu er verið að semja um útgáfu
í öðrum löndum og miðar þeirri vinnu
vel.
Nýtt lag í næstu viku
f næstu viku kemur fyrsta smá-
skífan sem Dance Pool gefur út með
Bong á markaðinn og geymir hún
lagið „Do You Remember". Bong er
skipuð Eyþóri Arnalds og Móeiði
Júníusdóttur og munu þau dveljast
á næstunni í Lundúnum við upptökur
á lögum til þess að fullgera nýja plötu
í fullri lengd, ásamt því að undirbúa
útgáfu á öðru lagi.
------♦ » ♦-----
■ FYRIRHUGUÐU afmælismóti
og hófí vegna 50 ára afmælis
Ungmennafélags Bessastaða-
hrepps sunnudaginn 29. september
er frestað vegna ófyrirsjáanlegra
orsaka.
------♦.♦.♦-----
LEIÐRÉTT
ísland - Töfrandi land
í frétt Morgunblaðsins í gær um
bóksölulista var sagt að bókin ís-
land - Töfrandi land væri útgefin
af Erni og Orlygi. Hið rétta er að
Snerruútgáfan gaf bókina út. Beð-
ist er velvirðingar á mistökunum.
Rangt föðurnafn
Rangt var farið með föðurnafn -
Þorgeirs Baldurssonar forstjóra
Odda í frétt um Helgarpóstinn í
blaðinu I gær. Velvirðingar er beð-
ist á mistökunum.
Athugasemd vegna tón-
listarhúss í Kópavogi
SIGURVEGARAR Minningarmóts Birnu Þórðardóttur ásamt Helga
G. Ingimundarsyni, eftirlifandi eiginmanni Birnu Þórðardóttur.