Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Konur og atvinnuleysi ATVINNULEYSIÐ er á undan- haldi hér á landi, ef marka má tölur Vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins. í júlímánuði árið 1995 mældist atvinnuleysið 3,9% á landinu öllu, en í júlímán- uði 1996 mældist það 3,8%. Sama heimild sýnir þó að atvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu var 4,4% í júlímánuði 1995 en 4,6% í júlímán- uði 1996. Sérstaka athygli vekur hinn mikli munur sem er á at- vinnuleysistölum á milli kynja. Jfiínnig var atvinnuleysi karla á höfuðborgarsvæðinu 3,1% 1996 en atvinnuleysi kvenna 6,5%. Hinn 31. ágúst sl. voru á skrá Vinnum- iðlunar Reykjavíkurborgar 1.200 karlar og 1.753 konur. Þetta gefur tilefni til þess að velta aðeins fyr- ir sér hvað valdi og sér í lagi stöðu kvenna. Þensla skilar sér síðast til kvenna Skýringar á mismunandi stöðu kynjanna á vinnumarkaði eru sam- ofin samfélagsgerðinni og þeirri kynbundnu verkaskiptingu í efna- hags- og atvinnulífi sem einkennir iSnvædd samfélög. í þessum samfélögum er tilhneiging til þess að líta á konur sem varavinnuafl. Þetta leiðir hvarvetna til þess að þegar samdráttur á sér stað í at- vinnulífinu kemur það fyrst niður á konum. Reyndar er það einnig svo að þegar þensla er í þjóðfélag- inu skilar aukin atvinna sér síðast til kvenna. Annað sem einkennir efnahags- og atvinnulíf vestrænna þjóða er það að staða kvenna á vinnumark- Tdihium er lakari en karla og laun fyrir hefðbundin kvennastörf lægri. Það má því leiða að því lík- ur að vegna lágra launa í hefð- bundnum kvennastörfum sæki konur á atvinnuleysisbótum, ekki síst konur sem eiga ung böm, ekki fast í störf þar sem ráðstöfun- artekjur þeirra munu jafnvel minnka þegar tekið er tillit til kostnaðar við barna- gæslu, ferða til og frá vinnu o.fl. Þetta leiðir jafnframt til þess að konur sem hafa verið lengi heimavinnandi fá ekki þjálfun á vinnumarkaði og reynist erfitt að fá störf þegar aðstæður þeirra gera það nauð- synlegt. Atvinnuleysi mest meðal 20 til 39 ára kvenna Atvinnuleysisins - víða um land gætir í mun meiri mæli hjá konum en körlum. Utan Reykja- víkur er ástandið verst á Norður- landi vestra, þar sem atvinnuleysi hjá konum var um miðjan júlí 6,0% en aðeins 1,3% hjá körlum og á Suðurnesjum, þar sem atvinnu- leysið var 6,2% hjá konum og 1,4% hjá körlum. Þróunin virðist vera sú að at- vinnuleysi meðal ófaglærðra, ekki síst ófaglærðra kvenna, sé að auk- ast. Atvinnuleysisskrá Vinnumiðl- unar Reykjavíkurborgar staðfestir þetta, en VR-konur eru fjölmenn- asti hópurinn á skrá, alls 608 kon- ur, eða 35% (31.8.1996). Tæplega helmingur kvenna er búinn að vera á skrá skemur en tvo mán- uði, þ.e.a.s. 47%, en 36% teljast langtímaatvinnulausar, þ.e. hafa verið á skrá í 6 mánuði eða lengur. Það vekur athygli að tæplega z/3 (62%) allra kvenna á atvinnu- leysisskrá er á aldrinum 20 til 39 ára (31.8.1996). Samkvæmt upp- lýsingum frá Vinnumiðlun Reykja- víkurborgar eru mjög margar þeirra með ung börn á framfæri. Það eru staðreyndir sem ekki verð- ur litið framhjá, að mæður með ung börn eru ekki eftirsóttasti hópurinn á vinnu- markaðnum og að- stæður þeirra til að stunda atvinnu utan heimilis eru erfiðar á meðan börnum er ekki tryggð örugg dagvist. Reykjavík hefur sérstöðu Reykj avíkurborg hefur aðdráttarafl fyrir margra hluta sakir og má rekja ýmsar skýringar á hærra atvinnuleysi til þeirrar sérstöðu sem Reykjavík hefur. Á undanförnum árum hefur Ijöldi fólks flust til höfuðborgar- innar þegar harðnað hefur á daln- um heima fyrir og atvinna minnk- að. Fólk eygir frekar von um lausnir sökum margbreytileika at- vinnulífsins, sem úti á landi er mun fábreyttara. Ef Iitið er til fólksflutninga innanlands á síð- asta ári fluttust rúmlega 1.000 fleiri einstaklingar til Reykjavíkur en frá borginni, en undanfarin þrjú ár hefur meira jafnvægis gætt hvað þetta varðar. Á hinn bóginn fluttust tæplega 1.000 fleiri frá Reykjavík til útlanda í fyrra en þeir sem til borgarinnar fluttu frá útlöndum. Félagsleg þjónusta er aðgengi- legri en víða annars staðar á land- inu og réttur til félagslegrar að- stoðar ótvíræður. Að einhveiju leyti má leita skýringa á aukningu á skráðu atvinnuleysi í hertum reglum Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, þegar um er að ræða fjárhagsaðstoð til at- vinnulauss en vinnufærs fólks. Rúmt ár er síðan Félagsmálastofn- un tók upp þá reglu að styrkþegar skrái sig reglulega á atvinnuleysis- skrá. Almennt er það svo að menn eru mun betur upplýstir um rétt sinn til bóta í dag en áður og veigra sér síður við að skrá sig atvinnu- lausa þegar þeir missa vinnuna. Að nokkru má leita skýringa í minna fjármagni til atvinnuátaks- Unnið er að úttekt á atvinnuleysi í Reykja- vík, segir Kristín A. Arnadóttir, þar sem sérstaklega er skoðuð samsetning hóps hinna atvinnulausu. verkefna en áður, einkum ef miðað er við árið 1994, en þá var miklu kostað til við að búa til tímabund- in störf sem léttu á atvinnuleysis- skránni í nokkra mánuði. Veitum nýjum hugmyndum brautargengi Reykjavíkurborg hefur að undanfömu farið inn á nýjar braut- ir til þess að takast á við atvinnu- vanda kvenna, styrkja konur, auka þekkingu þeirra og fæmi til starfa, fjölga störfum hér í höfuðborginni og treysta þau sem fyrir em. Sér- staklega vil ég geta um verkefni sem Atvinnu- og ferðamálastofa Reykjavíkurborgar, í samvinnu við félagsmálaráðuneytið og Nýsköp- unar- og framleiðnideild Iðntækni- stofnunar, er að hleypa af stokkun- um fýrir reykvískar athafnakonur sem em í stjómunarstörfum, stunda eigin rekstur eða ætla í atvinnurekstur í Reykjavík. Þátt- takendur munu næstu tvö árin til- einka sér ný vinnubrögð í rekstri og stjórnun fyrirtækja og fá tæki- færi til þess að veita eigin við- skiptahugmyndum brautargengi. Þess er vænst að þetta verkefni muni bæði leiða til nýsköpunar og ijölgunar starfa í borginni og treysta þau sem fyrir em. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á úttekt á atvinnuleysi í Reykjavík, þar sem áhersla hefur verið lögð á að skoða samsetningu hóps atvinnulausra. Jafnframt verður reynt að leggja mat á full- yrðingar sem heyrst hafa um að ákveðnir hópar atvinnulausra séu í raun lítt eða ekki tiltækir fyrir atvinnulífið og eigi jafnvel að fá annars konar bætur en atvinnu- leysisbætur. Tilgangurinn með út- tektinni er að fá sem réttasta mynd af raunveruleikanum, svo unnt sé að setja raunhæf markmið í atvinnusköpun á vegum Reykja- víkurborgar. Stefna Reykjavíkurlistans og áherslur á bætt skóla- og dag- vistarmál er mikilvægur liður í að bæta aðstöðu kvenna og eykur möguleika þeirra á að taka þátt í atvinnulífinu til jafns við karla. í þessum efnum hefur verið lyft Grettistaki nú þegar, biðlistar á leikskóla heyra vonandi sögunni til áður en langt um líður og mark- visst er unnið að samfelldum skóladegi. Atvinnuleysistölur vitna á hinn bóginn um að nauðsynlegt er að taka skipulag vinnumarkaðarins og launastefnuna í landinu til rót- tækrar endurskoðunar. Höfundur er aðstoðarkona borgarstjóra. Kristín A. Árnadóttir ÞÓTT stjórnarskrá íslenska lýð- ^J.disins kveði á um trúarbragða- frelsi landsmanna kveður hún einnig á um sérstöðu Þjóðkirkj- unnar, sem einnar af stofnunum ríkisins. Mörgum finnst þetta mót- sögn og kannski hefur það hvarfl- að að höfundum stjórnarskrárinn- ar líka, því að þar er einnig ákvæði að finna á þá leið, að komi til aðskilnaðar ríkis og kirkju verði að fara fram um það sérstök þjóð- aratkvæðagreiðsla. Um þetta hafa ekki farið fram miklar umræður hér á landi um áratugaskeið, en ástandið innan kirkjunnar á síð- ustu mánuðum og misserum hefur þó blásið aðskilnaðarmönnum byr h&s1 Nýlega rakst ég á grein eftir Gary Backer, sem hlaut hagfræði- verðlaun Nóbels 1992. Birtist hún í Business Week 15. janúar síðast- liðinn. Þar sem hans rök fyrir frjálsri samkeppni trúarbragða eru dálítið óvenjuleg hér á landi taldi ég ómaksins vert að snara henni á íslenskt mál og koma fyrir sjón- ir áhugamanna um málefni Þjóð- kirkjunnar. Fer grein Backers hér á eftir: „Vaxandi áhrif trúarlegra öfga- mnnna á hægri kanti stjórnmál- anna valda mörgum í Bandaríkj- unum áhyggjum og kvíða. En ég held að það sé engin ástæða til þess að hafa áhyggjur — svo lengi sem trúarbrögð verða að keppa sín á milli um fylgismenn og eng- in trúarbrögð njóta sérstakra hlunninda frá ríkisvaldinu. í sam- keppnisumhverfi geta endurfædd- ir kristnir menn, rétt- trúnaðargyðingar, bókstafstrúarmúslimir og aðrir slíkir hópar því aðeins aflað sér fylgjenda að þeir mæti andlegum og siðferði- legum þörfum fólks betur en hinar gamal- grónu trúarstofnanir. Flestir eru þeirrar trú- ar að einstaklingar geti sjálfir ráðið lífi sínu og lífsstíl, eins þótt þeir hafi búið við erfíðar aðstæður í upp- vexti. Fólk væntir þess að trúarboðskapurinn leggi áherslu á að ein- staklingurinn verði sjálfur að bera ábyrgð á eigin breytni. Ástæða þess að gamalgrónu trúarstofnan- irnar eru að missa áhangendur sína til bókstafstrúarflokka (fundamentalists), sem aðhyllast hefðbundnari boðskap, er fyrst og fremst sú, að þær hafa horfið frá þeirri kenningu að manneskjan beri ábyrgð á eigin breytni og stýri sjálf lífi sínu. Bókstafstrúarmenn hafa líka skipað sér í fremstu vígl- ínu gegn upplausn fjölskyldunnar, gegn virðingarleysi fyrir yfirvöld- unum og gegn þeirri flóðbylgju kláms, sem hellist yfir samfélögin. Sumar þjóðir, og Bandaríkin þar á meðal, hafa opinn „markað“ fyrir trúarbrögðin. Mismunandi söfnuðir og sértrúarflokkar keppa um hylli almennings með framboði á mismunandi leiðsögn og öðrum aðferðum. Samkeppni er ekki síður holl fyrir trúarbrögð- in en sölu á vöruteg- undum, því að hún neyðir mismunandi trúarhópa til þess að svara betur þörfum safnaðarfólks en ger- ast mundi, ef þau hefðu einokunar- aðstöðu. Þegar fyrir 200 árum vakti Adam Smith athygli á þýð- ingu samkeppninnar fyrir trúarbrögðin í einum kafla rits síns, Auðlegð þjóðanna. Þessi kafli hefur þó fallið í skuggann fyrir öðru efni ritsins. Þar Ieiddi hann að því margvísleg rök að enska þjóðkirkjan væri orðin fáskiptin um andlegar þarfir Breta vegna forréttindastöðu sinnar í skjóli rík- isvaldsins. Eina leiðin til þess að binda endi á leti og kæruleysi kirkjuleiðtoganna, sagði Smith, væri sú að afnema þessi forrétt- indi kirkjunnar og láta hana keppa á jafnréttisgrundvelli við hinar nýju trúarhreyfingar. Thomas Jefferson og aðrir þeir sem stóðu að stofnun Bandaríkj- anna skildu mætavel að hinni nýju þjóð væri það fyrir bestu að ríki og kirkja væru aðskilin. Fyrsta stjórnarskrárbótin (amendment) lýsir því yfir, að „þingið skuli eng- in lög setja um skipulag eða stofn- un trúarbragða og ekki heldur hindra frjálsa iðkun þeirra". Ein röksemdin fyrir að skilnaði ríkis og kirkju er sú, að með því móti eru trúarhópar þvingaðir til að standa sig í samkeppni um safnað- armeðlimi. Lawrence Iannoccone við Santa Clara-háskólann prófaði Smith- Jefferson kenninguna með athug- un á trúrækni fólks meðal mótmæ- lendaþjóða Evrópu og Norður- Ameríku. Hann komst að þeirri niðurstöðu að trúin — mæld sem fjöldi reglulegra kirkjugesta og styrkur trúarskoðana — hafði meiri þýðingu fyrir fólk í samfé- lögum, þar sem kirkjur kepptu sín á milli en í löndum með þjóð- kirkju. Til dæmis hefur aðeins lítið Ástandið innan kirkj- unnar undanfarið, segir Ólafur Hannibalsson, ýtir undir umræðu um aðskilnað ríkis og kirkju. brot Norðurlandaþjóðanna áhuga á trúmálum, aðallega vegna þess að lútherska kirkjan er þar í for- réttindastöðu og er að mestu fjár- mögnuð af ríkisvaldinu (þótt að- skilnaður ríkis og kirkju sé hafinn í Svíþjóð). Hins vegar standa trú- arbrögðin með miklum blóma í Bandaríkjunum, af því að mismun- andi söfnuðir og trúflokkar verða þar að keppa grimmilega um fylgj- endur. Kaþólska kirkjan hefur verið að missa öfluga einokunaraðstöðu sína í S-Ameríku og bókstafstrú- arflokkar mótmælenda eru í örum vexti í staðinn, vegna þess að of margir prestar hafa skipað pólit- ískum markmiðum í fyrirrúm og látið andlegar þarfir safnaða sinna mæta afgangi. Fyrir seinni heimsstyrjöldina studdi Japansstjórn shintoisma fjárhagslega og gerði honum hærra undir höfði en öðrum trúar- brögðum. Þessi forréttindastaða shintoismans var afnumin eftir stríðið og nú dafna hundruð safn- aða í Japan. Þessir trúarhópar hafa uppfyllt andlegar þarfir, sem shintoisminn virðist hafa verið ófær um að veita. Ekkert dæmi úr samtímanum sýnir betur aðdráttarafl trúar- bragða í samkeppni, en það sem er að gerast í fyrrverandi kommúnistaríkjum A-Evrópu og Sovétríkjunum. í nærri 75 ár reyndu yfirvöld Sovétríkjanna að draga úr andstöðu við kommún- ismann með því að loka kirkjum og fangelsa kirkjuleiðtoga. í reynd komu þau á einokun veraldar- hyggju. En síðan kommúnisminn hrundi hafa trúarbrögðin blómg- ast og dafnað. Aðspurðir segjast 22%o Rússa hafa verið guðleys- ingjar, en hafi nú tekið trú á guð. Yfir 6.000 rússneskar rétttrúnað- arkirkjur og klaustur hafa endur- reist fyrri starfsemi og fjöldi ann- arra trúarhópa leitar ákaft nýrra fylgismánna. Þessi dæmi sýna að bæði frjáls- lyndir trúarhjópar og þeir sem strangari eru eflast við þörfina á því að keppa um fylgismenn á jafn- réttisgrundvelli. Heilbrigð sam- keppni gerir kröfur um opinn markað trúarskoðana, þar sem enginn trúflokkur nýtur verndar eða forréttinda af hálfu ríkisvalds- ins.“ Svo mörg eru þau orð nóbels- hagfræðingsins og raunar engu við þau að bæta öðru en því, að umræður um samskipti ríkis og kirkju hér á landi mættu gjarnan hefjast á annað og „æðra plan“, eins og nóbelsskáldið okkar óskaði eftir forðum daga af líku tilefni. Höfundur cr blaðamaður. Trúarbrög’ðin dafna líka á frjálsum markaði Ólafur Hannibalsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.