Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Heilbrigði og allsnægtir frá Setbergi Fyrir eina rödd og fleiri SETBERG gaf út í fyrra bók ítölsku skáldkon- unnar Susönnu Tamaro, Lát hjartað ráða för, en sú bók hefur notið mik- illa vinsælda og verið meðal metsölubóka í 50 löndum. Nú gefur Set- berg út fyrir jólin nýja bók eftir Tamaro, Fyrir eina rödd, — sögur úr samfélagi allsnægta, dagbækur, samtöl og eintöl. Bókin er þýdd úr frummáli af Ólafi Gísla- syni. Lækningamáttur lík- Susanna amans er bók um heii- Tamaro brigt líf, jafnvægi lík- ama og sálar, hvernig styrkja má líkamann með skynsamlegu matar- æði, vítamínum og hreyfmgu. Höf- undur bókarinnar, Andrew Weil, er læknir, en var upphaflega grasa- fræðingur. Þýðandi er Þorsteinn Njálsson læknir. Brúðkaupið okkar heitir bók eftir séra Karl Sigurbjörns- son og er henni ætlað að halda til haga ýmsu sem tengist brúðkaups- degi. Einnig eru í bók- inni tilvitnanir um ást- ina og hjónabandið. Nú er ég orðin mamma er bók sem íjallar um líkama og sál konunnar eftir fæðingu barns, um fyrstu mjólk- urgjöfina, svefn, eðli- lega þyngd, kynlíf eftir fæðingu barns, geð- rænar sveiflur og margt fleira. Guðrún Björg Sigurbjömsdóttir yfir- ljósmóðir annast útgáfu bókarinnar. Ný skáldsaga eftir metsöluhöfund- inn bandaríska, Danielle Steel, nefn- ist Þegar mest á reynir í .þýðingu Skúla Jenssonar. Setberg gefur að venju út margar bækur fyrir börn, m.a. litprentaða hljóðbók, Dýrin okk- ar, um dýrin í sveitinni. SÝNING á verkum Mapplethorpes virðist ekki hafa farið fyrir brjóstið á Bretum. Bretar sáttir við Mapplethorpe London. Reuter. SÝNING, sem búist var við að yrði ein hin umdeildasta á árinu í Bret- landi, hófst fyrir helgi í London. Um er að ræða yfirlitssýningu á verkum ljósmyndarans Roberts Mapplet- horpe en myndir hans hafa oftlega verið úthrópaðar sem klám. Gestir á sýningunni í Hayward-galleríinu vom þó ekki á því að verkin væm klámfengin, heldur sönn listaverk. Á sýningunni, sem er hin stærsta sem sett hefur verið upp á verkum Mapplethorpes, kennir ýmissa grasa. Hanga myndir hans af hommum sem haldnir eru kvala- og sjálfskvalalosta innan um myndir af kvikmynda- stjörnum á borð til Arnold Schwarz- enegger. Mapplethorpe lést úr al- næmi árið 1989. Við inngang gallerísins er skilti þar sem viðkvæmt fóik er varað við að fara á sýninguna auk þess sem þar segir að hún sé ekki við hæfi barna. Ein mynd á sýningunni var tekin niður vegna tilmæla barnaverndar- samtaka, sem töldu hana höfða um of til barnaníðinga og hefur sú ákvörðun verið harðlega gagnrýnd. Myndin sem tekin var niður er af stúlkunni Rosie sem var aðeins þriggja ára er hún var tekin. Rosie er nú orðin 22 ára og sagði við blaða- menn að henni fyndist lætin út af myndinni hreint fáránleg. Ljósmynd- in væri falleg og sýndi sakleysi æsk- unnar, væri ekki klámfenginn á nokkurn hátt. Undir þetta tóku ýms- ir listgagnrýnendur og kváðust þeir telja að ekki hefði nokkur maður talið neitt athugavert við myndina hefði safnstjórnin ekki tekið hana niður. Sýningin stendur í tvo mánuði og er búist við því að ailt að 100.000 manns muni sækja hana. Fyrstu dagana mynduðust langar biðraðir við sýningarsalinn og var ekki að sjá að fólki ofbyði list Mappelthorpes, líkt og gerðist í heimalandi hans, Bandaríkjunum. Tékkar heiðra minningu Mahlers TÉKKAR leggja nú allt kapp á að heiðra minningu tónskáldsins Gustavs Mahler og minna í leiðinni á að hann var fæddur í Bæheimi. Sjálfur sagðist Mahler í þrígang hafa misst heimili sitt, sem bæ- heimskur maður í Austurríki, sem Austurríkismaður í Þýskalandi og sem gyðingur um heim allan. „Ég er hvarvetna aðkomumaður og hvergi velkominn." Mahler hefur oft verið sagður Vínarbúi eða Þjóðveiji. Hann var hins vegar fæddur árið 1860 í smá- þorpi þar sem nú er Tékkland. Ka- liste heitir það og er 90 km suðaust- ur af Prag. Þar voru í sumar haldn- ir veglegir tónleikar til að heiðra minningu Mahlers, efnt var til sér- staks Mahler-dags, og í fjórar vikur buðu útvarp og sjónvarp upp á ýmsa dagskrárliði tengda tónskáldinu. Á meðal þeirra sem lögðu leið sína til Kaliste var barnabarn Mahlers, Marina Mahler en hún er eini afkom- andi hans sem er á lífi. Hún hefur helgað líf sitt því að halda minningu afans á lofti og ferðast um heiminn þveran og endilangan með það að markmiði. Þá komu til samkomunn- ar ýmis fyrirmenni úr stjórnmálum og tónlistarlífí. Leikin voru verk á borð við aðra sinfóníu skáldsins og rauðar rósir gróðursettar fyrir utan barnaskóla þorpsins með vísan til 4. þáttar verksins,„Rosehen Rot“. Þá má nefna söng mezzosópransins Dagmar Peckova„Lieder eines fa- hrenden Gesellen", Adagietto úr fimmtu sinfóníunni. Vonast skipu- leggjendur hátíðarinnar til að hún verði að árlegum viðburði, þar sem áhersla verði lögð á að gera Kaliste að tákni mannlegs, þjóðlegs og menningarlegs umburðarlyndis. Ekki er að efa að Mahler hefði fallið vel sá sómi sem Tékkar sýna minningu hans, því hann kvaðst alla tíð hafa verið undir miklum áhrifum tékkneskrar tónlistar sem hann heyrði í bernsku. Þýskur orgelleikari í Hallgrímskirkju ÞÝSKI orgelleikarinn Heinrich Walther mun í kvöld kl. 20.30 leika Sinfóníu í d-moll eftir César Franck á orgelið í Hallgrímskirkju. Sin- fónían var upphaflega samin fyrir hljómsveit en Heinrich Walther umritaði hana fyrir hljóðfæri sitt. Auk sin- fóníunnar verða á efnis- skrá Sónata nr. 3 op. 65 eftir Felix Mend- elsohn og þáttur úr Fúgulistinni eftir Jó- hann Sebastian Bach. César Franck var eitt helsta tónskáld Frakka á síðustu öld. Hann var organleikari og kennari en sinnti tónsmíðum eldsnemma á morgnana. Sinfónísk tónlist átti mjög undir högg að sækja í Frakklandi á hans dögum því áhugi manna beind- ist einkum að óperulistinni. César Franck var orðinn hálf sjötugur þeg- ar hann samdi fyrstu og einu sinfó- níu sína. Hún er samin undir sterkum þýskum áhrifum; form verksins og meðferð stefjanna er í anda Beetho- vens en hljómaveröldin er fengin frá Wagner. Heinrich Walther lauk námi í or- gelleik við Tónlistarháskólann í Frei- burg. Hann stundaði framhaldsnám í Toulo- use í Frakklandi og Dallas í Bandaríkjunum. Árið 1986 vann hann til verðlauna í keppni org- anista í San Antonio í Texas og ári síðar í al- þjóðlegu Pachelbell- keppninni í Núrnberg. Að loknu námi hefur Heinrich Walther starf- að sem organisti í Svartaskógi og kennt jafnframt við Tónlist- arháskólann í Freiburg. Hann hefur gefið út hljómdiska með verkum eftir samtímahöfunda en einnig sin- fóníuna eftir César Franck sem hann leikur á tónleikunum í Hallgríms- kirkju á fimmtudagskvöld. Fyrir tónleikana mun Gunnsteinn Olafsson fjalla um sinfóníu Césars Franck í hátíðarsal Tónskóla þjóð- kirkjunnar að Sölvhólsgötu 13, 2. hæð klukkan 16-18. Öllum er heim- ill aðgangur. Heinrich Walther mun síðan bjóða íslenskum organleikurum til sameiginlegs fundar í Digranes- kirkju föstudaginn 27. september kl. 10 fyrir hádegi. Þar verður margs- konar orgeltónlist leikin og tekin til umræðu. Heinrich Walther Nú er rétti tíminn til að spara og taka slátur. Á sláturmarkaði GOÐA, Kirkjusandi v/Laugamesveg, færðu Borgarnesslátur og Búðardalsslátur og einnig nýtt kjöt og innmat á góðu verði. Sláturmarkaður GOÐA er opinn mánudaga til föstudaga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.