Morgunblaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR I’M in love with your fish, mr. Pálsson . . . Nýr framhaldsskóli í einkaeigu stofnaður í Reykjavík Hægt verði að ljúka stúdentsprófi á 2 árum STOFNAÐUR hefur verið nýr framhaldsskóli í Reykjavík og nefnist hann Hraðbraut. Skólinn hefur enn ekki tekið til starfa, og hvort og hvenær það verður fer eftir undirtektum á kynningar- fundi sem haldinn verður í Odda í Háskóla íslands á laugardaginn. 6-8 vikna sumarfrí og mikil heimavinna Það er Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri Hraðlestrarskólans, sem hefur forgöngu um stofnun nýja skólans. Nám til stúdents- prófs á Hraðbraut á að taka tvö ár, eða helmingi styttri tíma en í venjulegum framhaldsskólum. Sumarfrí verður aðeins 6-8 vikur í skólanum og heimavinna mikil. Kennslustundir á viku verða jafn margar og í öðrum framhaldsskól- um. Ólafur segir að þótt námstími í heild verði styttri en venja er verði að öllu leyti farið eftir náms- skrá menntamálaráðuneytis og ekki slakað á neinum kröfum. Umsóknir um skólavist verða metnar á grundvelli einkunna úr grunnskóla. Ljóst er að skólagjöld verða í nýja skólanum, en Ólafur segir að upphæð þeirra fari eftir því hversu mikinn stuðning skól- inn fái frá menntamálaráðuneyt- inu. Hann vonast til þess að fyrir- tæki muni styrkja efnilega en efnalitla nemendur til náms í skól- anum. Skýrist um áramót Ólafur hefur kynnt Birni Bjarna- syni menntamálaráðherra hug- myndir sínar. Björn segir að engin afstaða verði tekin til málsins fyrr en reglugerð um framkvæmd nýrra framhaldsskólalaga verði til- búin, en stefnt er að því að það verði um áramót. Gæslan fær vatnslitamynd frá danska sjóhemum LANDHELGISGÆSLUNNI var afhent gjöf frá danska sjóhern- um á laugardaginn í tilefni af 70 ára afmæli Landhelgisgæsl- unnar í sumar. Axel Fiedler, flotaforingi í danska sjóhernum, sem var staddur hér á landi í tengslum við siglingu Friðriks krónprins Danmerkur með eftirlitsskipinu Vædderen, afhenti Hafsteini Hafsteinssyni, forstjóra Land- helgisgæslunnar, afmælisgjöf- ina. Hún er vatnslitamynd af eftirlitsskipinu Triton við strendur Grænlands. Að sögn Hafsteins koma dönsku eftirlitsskipin reglulega við hér við Iand þegar þau eru að störfum á svæðinu í kringum Grænland og Færeyjar. Þá eru oft haldnar sameiginlegar björgunaræfingar og segir hann samstarfið við Dani í alla staði gott. Morgunblaðið/Þorkell AXEL Fiedler, flotaforingi í danska sjóhernum, lengst til hægri, afhendir Hafsteini Hafsteinssyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, vatnslitamynd af eftirlitsskipinu Triton við Grænlandsstrendur. Á milli þeirra stendur Kai Raseh Larsen, skipherra á Vædderen. Varðveisla náttúruauðlinda Sjálfbær nýt- ing tryggð með einkaeign Julian Morris VIÐ viljum nú helst kalla þetta mark- aðshyggju- eða fijálshyggjustofnun, vilj- um ekki láta bendla okkur allt of mikið við ýmis hefð- bundin stefnumál hægri- manna í félagsmálum eins og t.d. áherslu á lög og reglu,“ segir Morris. „Við erum mjög upptekin af því að auka frelsi í samskipt- um manna, viljum að ein- staklingar fái aukið frelsi til að semja sin í milli. Við höfum séð að mikill árangur hefur náðst í að draga úr ríkisafskiptum af lífi fólks, einkum má benda á að afskiptin af verðlagsmálum hafa minnkað. Fyrsta plaggið sem IEA sendi frá sér var reyndar um verðlagsmálin og þar var lagt til að verðlagshömlur yrðu afnumdar. Svo fór að lokum að þessi stefna varð ofan á. Á sjöunda og áttunda áratugn- um barðist IEA fyrir einkavæð- ingu í atvinnulífinu en stjórnir Verkamannaflokksins og Ihalds- flokksins þjóðnýttu heilar greinar sem voru því reknar með afskap- lega óhagkvæmum hætti. Skrif- finnskan var ailsráðandi, beitt var miklum niðurgreiðslum og skatt- greiðendur urðu því oft að bera þungar byrðar vegna þjóðnýting- arinnar. Einkavæðing hefur skilað stórbættum rekstri og aukinni hagkvæmni, bættri þjónustu og að sjálfsögðu minni útgjöldum skattgreiðenda. IEA hefur á síðari árum breikk- að starfssviðið, þar er nú fjallað um umhverfismál, heilbrigðis- stefnu og menntun. Ég vinn að umhverfismálunum þar sem lögð er áhersla á að finna önnur ráð gegn mengun en ströng lög og reglugerðir. Við höfum mikinn áhuga á því að einkaeignarréttinum sé beitt til að vernda umhverfið og höfum kannað hvernig „eignarréttur" á fílum og nashyrningum getur valdið því að dýrategundin haldi velli vegna þess að samfélagið á staðnum, fólkið sem best þekkir til aðstæðna, fær með einkaeign á nýtingarréttinum hvatningu til að ganga ekki of nærri stofninum. Þegar ríkisvaldið fer með eign- arréttinn á tegundinni líta þeir sem búa næst dýrunum oft á tilvist þeirra sem kostnaðar- auka vegna þess að þau traðka stundum á ökrunum og valda ýmsu öðru tjóni. Fái grannar dýranna hins vegar réttinn til að hagnast á þeim, t.d. með því að fá einkaleyfi á að selja auðugum Vestur- landabúum veiðileyfi, verður hvatningin til að varðveita lág- marksstærð stofnanna langtum meiri en ella. Við höfum gefið út tvö rit um þessi efni. Annað var um jarðnæði og baráttu gegn eyðingu þess. Landfræðingar og embættismenn Sameinuðu þjóðanna hafa hneigst til þess að líta svo á að eyðingin stafaði af fátækt. Ég kannaði ýmsar vísbendingar sem benda til þess að raunverulega ástæðan væri miklu fremur að fólk á tilteknu svæði fær ekki leng- ur að stjórna eigin lífi. Strax og það fær traustan eignarrétt á jarð- næði sínu aukast mjög líkurnar á því að fólkið fari að kaupa sér það sem þarf til að bæta jarðveginn, fjárfesta í framtíðinni. Ovissan um ► Efnahagsmálastofnunin (IEA) í London tók til starfa árið 1955 og var markmið henn- ar frá upphafi að sfuðla að auknu frelsi í efnahags- og at- vinnulífi. Er Margaret Thatcher tók við stjórnartaumunum í Bretlandi 1979 varð vegur IEA meiri en verið hafði enda frjáls- hyggju og einkavæðingu þá mjög hampað. Julian Morris er 27 ára gam- all, menntaður í hagfræði og er forstöðumaður umhverfis- sviðs hjá IEA. Morris er meðal fyrirlesara á ráðstefnu á sviði umhverfisréttar um mengun sjávar sem Islandsdeild sam- taka evrópskra laganema (ELSA) heldur þessa dagana í Reykjavík. Hann flutti einnig erindi á fundi Heimdallar, fé- lags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á mánudag. eignarréttinn dró úr áhuganum á að ijárfesta og þess vegna var allt látið drabbast niður. Við gáfum einnig nýlega út rit um auðlindir sjávarins, þar er fjall- að um eignarrétt á auðlindunum. Því er lýst hvernig japanskir fiski- menn sem stunda strandveiðar fara mun betur með auðlindina en t.d. evrópskir sjómenn en Evrópu- sambandið hefur yfirumsjón með stjórnun á megninu af veiðum hinna síðarnefndu. Við höfum einnig velt fyrir okkur hvalveiðum. Oheftar hval- veiðar voru stundaðar í heiminum fram á fjórða áratuginn og eina leiðin til að eignast hval var að drepa hann. Síðan hafa menn beitt ýmsum aðferðum til að draga úr sókn í stofnana, gerðir hafa verið alþjóðasamning- ar og stofnað alþjóðlegt hvalveiði- ráð. Hefðbundnum hvalveiðiþjóð- um finnst núna að andstæðingar hvalveiða séu búnir að leggja ráð- ið undir sig. Sjálfur myndi ég ekki leggja til að menn fengju að drepa hvali að vild en ég vildi að komið yrði á eignarrétti á hvölum, að einstakl- ingar eða fyrirtæki gætu með viss- um hætti „átt“ sína eigin hvali. Það er til tækni sem hægt væri að nota til að kortleggja hvaiafjöl- skyldur með DNA-könnunum og jafnvel koma fyrir merkjum á hveiju einstöku dýri þegar um væri að ræða sjaldgæfar hvalateg- undir. Sá sem hefði þannig ráð- stöfunarrétt yfir hvalafjölskyldu gæti t.d. drepið eitt af dýrunum en látið hin lifa til að tryggja við- komuna. Það væri óskynsamlegt að drepa öll dýrin.“ Koma þyrfti á eignarrétti á hvölum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.