Morgunblaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 37
ATVINNUAUGl YSINGAR
Barnapössun
Kona óskast til að gæta tveggja barna á
morgnana í Hafnarfirði.
Upplýsingar í síma 565 4206 e.h.
Verkamenn -
byggingarvinna
Verkamenn óskast nú þegar í byggingar-
vinnu. Upplýsingar í símum 555 4844,
892 8244 og 892 8144.
Fjarðarmót hf.,
Bæjarhrauni 8, Hafnarfirði.
Sölumaður
Innflutningsfyrirtæki - heildsala/smásala
með verkfæri og fleiri vörur óskar eftir að
ráða sem fyrst sölu/afgreiðslumann. Starfið
felst m.a. í afgreiðslu í verslun, heimsóknum
til viðskiptavina, símasölu, móttöku og af-
greiðslu vara o.fl.
Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 5.
október merktar: S-15306".
Aðstoðarvarðstjóri
Starf aðstoðarvarðstjóra í lögreglunni á
Snæfellsnesi, með starfsstöð í Stykkishólmi,
er laust til umsóknar. Umsækjendur skulu
hafa lokið námi við Lögregluskóla ríkisins.
Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 1996 og
skal skila umsóknum til sýslumannsins í
Stykkishólmi, Aðalgötu 7, Stykkishólmi.
Nánari upplýsingar veitir yfirlögregluþjónn,
Eðvarð Árnason, í síma 438 1008.
Stykkishólmi, 1. október 1996.
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi,
Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu,
ÓlafurK. Ólafsson.
Hjólaskóflumaður
Vanur hjólaskóflumaður óskast til vinnu nú
þegar. Einnig vantar beltagröfumann.
Upplýsingar í símum 852 1137 og 565 3140.
Klæðning ehf.
Nóatún í Seljahverfi
vantar vanan mann í kjötafgreiðslu o.fl.
Reglusemi og stundvísi áskilin.
Umsóknum sé komið á afgreiðslu Mbl.
merktum: „Nóatún - Seljahverfi" fyrir föstu-
dag 4. október.
ISLANDSBANKI
Útibússtjóri
íslandsbanki hf. ieitar að útibús-
stjóra við eitt útibúa bankans á
höfuðborgarsvæðinu.
Hlutverk útibússtjóra er að hafa
yfirumsjón með rekstri útibússins,
markaðssókn þess, arðsemi, áhættu-
stjórn og öðru er snertir reksturinn.
Starfið felur þannig í sér mikil sam-
skipti við viðskipavini og samstarfs-
fólk.
Umsækjandi þarf að hafa góða
skipulagshæfileika, vera mjög mann-
blendinn að eðlisfari og eiga gott með
að umgangast fólk. Hann þarf auk
þess að hafa góða menntun og/eða
fjölbreytta starfsreynslu.
Boðið er upp á úrvals vinnuaðstöðu,
fræðslu á sviði fjármálaþjónustu og
góðan starfsanda hjá traustum
vinnuveitanda.
Útibú íslandsbanka eru aðgreind
sem rekstrareiningar og stjórnað
samkvæmt valddreifðu skipulagi.
Hér er því um ábyrgðarmikið og
áhugavert starf að ræða fyrir
duglegan markaðsmann.
Nánari upplýsingar veitir Ragnar
0nundarson, framkvæmdarstjóri í
síma 560-8000.
Umsóknir berist Guðmundi Eiríks-
syni, Starfsmannaþjónustu íslands-
banka hf. Kirkjusandi, 155 Reykja-
vík, fyrir 12. okt. n.k.
R AO AUGL YSINGAR
A TVINNUHUSNÆÐI
Skrifstofuhúsnæði til sölu
Lögmannsstofu minni hefur verið falið að
selja skrifstofuhúsnæði, alls 262 fm, á 2. hæð
á fjölsóttum stað á Seltjarnarnesi. Húsnæðið
er allt í útleigu og gefur af sér góðar leigu-
tekjur. Upplýsingar gefur Páll Bergsson,
Austurstræti 17, Reykjavík, s. 552 6688.
Skúli Pálsson, hrl.,
Austurstræfi 17, Reykjavík.
Utboð
Laugardalsvöllur,
stækkun Baldurshaga
Knattspyrnusamband íslands óskar eftir til-
boðum í að stækka æfingaaðstöðu frjáls-
íþróttamanna undir stúku við Laugardals-
völl. Helstu magntölur:
Múrþrot veggja 30 m2
Fjarlægja timþurgólf og gólflögn 190 m2
Timburveggur 30 m2
Málning 2.150 m2
Að auki ýmsar múrviðgerðir og múrbrot.
Gögn verða afhent hjá Knattspyrnusambandi
fslands á skrifstofutíma frá hádegi miðviku-
daginn 2. október 1996. Tilboð verða opnuð
á sama stað þriðjudaginn 8. október 1996.
Verkafólk Rangárvallasýsiu
Aðalfundur Rangæings verður haldinn í
Verkalýðshúsinu á Hellu fimmtudaginn 17.
október 1996 nk. kl. 20.30.
Stjórnin.
Aðalfundur Landverndar
verður haldinn laugardaginn 2. nóvember
1996 í umhverfisfræðslusetri samtakanna í
Alviðru, Ölfushreppi.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Umhverfisfræðsla -
kynning á starfseminni í Alviðru.
Nánari upplýsingar verða sendartil aðildar-
félaga' Landvernd.
auglýsingar
TIL SOLU
Til sölu er Daihatsu
Rocky EL,
árg. '91. Mjög góður bíll. Uppl.
í síma 567 0097 eða 89 66797.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Orð lífsins,
Grensásvegi 8
Lækningasamkoma í kvöld
kl. 20. Jódís Konráðsdóttir préd-
ikar og biður fyrir sjúkum.
Allir hjartanlega velkomnir!
□ Glitnir 5996100219 I Fjhst.
□ Helgafell 5996100219 VI 2
Frl.
SAMBAND (SLENZKRA
7/ KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Háaleitisbraut 58-60
Samkoma í kvöld kl. 20.30 í
Kristniboðssalnum.
Ræðumaður: Sr. Sigfús Ingva-
son. Benedikt Arnkelsson flytur
ferðaþátt frá Eþíópíu.
Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan
Filadelfía
Lofgjörð, bæn og biblíulestur
i kvöld kl. 20.00. Ræðumaður
Hafliði Kristinsson.
Allir velkomnir.
I.O.O.F. 9 = 178102872 = 9.0.
I.O.O.F. 7= 178100219=R.Kv.
REGLA MUSTERISRIDDARA
RMHekla
2.10. - SÚR - 20 - HS - 20,20
- VS - 20,30 - K
FERÐAFÉLAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
4.-6. okt. Landmannalaug-
ar- Jökulgil.
Gist í Laugum. Hið litfagra Jök-
ulgil skoðað á laugardeginum.
Ekið og gengið.
4. -6. okt. Landmannalaug-
ar - Jökulgil - Hrafntinnu-
sker
Gist í Laugum og Hrafntinnu-
skeri. Gönguferðir.
5. -6. okt. Þórsmörk í haust-
litum. Ein besta helgin til að
skoða haustlitina í Þórsmörk.
Uppl. og farm. á skrifst., Mörk-
inni 6. Ath. að fjölskylduafsláttur
í helgarferðum er hálft gjald fyr-
ir 7-15 ára og frítt fyrir yngri en
7 ára.
Munið árbókarferðina á laugar-
daginn kl. 9.00 með Ágústi
Guðmundssyni, jarðfræðingi,
höfundi bókarinnar „Ofan
Hreppafjalla". Dagskrá nánar
auglýst síðar. Fyrsta mynda-
kvöld vetrarins er miðvikudags-
kvöldið 9. október í Mörkinni.
Ferðafélag islands.