Morgunblaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Flugstöð Leifs Eiríkssonar Sex hópar vald- ir í lokað útboð SEX hönnunarhópar hafa verið valdir til þátttöku í lokuðu útboði fyrir verkfræðihönnun vegna fyrir- hugaðrar stækkunar á Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ellefu hönnunar- hópar sóttu um þátttöku í útboðinu. Þeir sem valdir voru eru Almenna verkfræðistofan hf., Fjarhitun hf. og Rafhönnun hf., sem mynda einn hóp. Verkfræðistofa Sigurðar Thor- oddsen hf. er annar hópur og í þeim þriðja eru Verkfræðistofan Línu- hönnun hf., Verkfræðistofa Guð- mundar og Kristjáns hf. og Verk- fræðistofan Afl og Orka ehf. í fjórða hópnum eru Ramböll, Hannemann & Höjlund a/s, Verk- fræðiþjónusta Magnúsar Bjarna- sonar, Rafteikning hf., Forsjá hf. og Strendingur hf. í fimmta hópn- um er British Aerospace Consult- ancy Services og í sjötta hópnum eru Lahmeyer International GmbH, Flughafen Frankfurt/Main AG Airconsult, Verkfræðistofa Erlends Birgissonar, Lagnatækni hf. og El- tækni. Auglýst innan EES Forvalið var auglýst á evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt reglu- gerð um innkaup ríkisins og lögum um skipan opinberra ftamkvæmda. í frétt frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að við val á hönnunar- verktaka hafí verið tekið mið af almennri reynslu og þeirri sérþekk- ingu sem nauðsynleg er til þess að geta leyst verkefnið vel af hendi. Metin hafi verið reynsla af öðrum sambærilegum verkum, aðstæðum og fjárhagsstyrk fyrirtækjanna. Víðiteigur - Mosfellsbæ 82 fm gott raðhús. Áhv. ca 5 millj. byggingarsjóður. Parket. Góðar innréttingar. Verð 8,5 millj. Upplýsingar hjá Valhúsum, fasteignasölu, sími 565 1122 eða í síma 565 3503 (Sverrir). Til sölu í Hafnarfirði Miðvangur 16: Mjög falleg og vönduð 97 fm 3ja-4ra herb. íb. á 1. hæð. Parket. Suðursvalir. Góð lán. Miðvangur 41: 57 fm falleg 2ja herb. íb. á 3. hæð í lyftu- húsi. Ekkert áhv. Laus strax. Verð 5 millj. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764. mrnrn Glæsileg eign á góðum stað: Steinhús ein hæð - stór bílskúr Vel byggt og vel með farið um 160 fm. Getur verið 6-7 herb. (búð. Góður bíl- skúr, rúmir 40 fm. Stór ræktuö lóð. Húslð stendur á einum besta útsýnisstað i Norðurbænum I Hafnarfirði. Skipti möguleg. Á Álftanesi óskast einbýlishús eða raðhús um 160 fm auk bílskúrs. Traustur fjársterkur kaup- andi. Bakkar - Fossvogur - Garðabær Raðhús með innb. bílskúr, ekki stórt, óskast fyrir traustan kaupanda. Rétt eign verður staðgreidd. • • • Fjöldi fjársterkra kaupenda. Margskonar eignaskipti. Viðskiptunum fylgir ráðgjöf og traustar upplýsingar. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 552 1370 Ódýr og góð fyrirtæki 1. Myndbandaleiga (fjölmennu hverfi. Yfir 2000 myndbönd. Fæst á ótrúlega góðu verði ef samið er strax. Hafið samband. 2. Sérstakur söluturn, mikil issala. Mikil samlokusala sem hann framleiðir sjálfur. Mikiö af eigln tækjum, mikil framlegð. Góð staðsetning. Þekktur söluturn. 3. Dagsöluturn á Laugaveginum. Glæsilegur söluturn með eðalvörur. Laus strax af sérsfökum ástaaðum. Góð fyrirvinna í skemmtilegu umhverfi. 4. Gæludýraverslun á heitasta verslunarstað borgarinnar. Eigin innflutningur. Skemmtlleg lifandi vinna. Selst á ótrúlega lágu verði ef samiö er strax. 5. Lftil en vel tækjum búin blikksmiðja til sölu. Er þekkt og vel staðsett. Laus strax. Mikil vinna framundan I þessari grein. 6. Og rúsinan í pylsuendanum. Söluturn við einn stærsta unglingaskóla landsins og verið að byggja annan jafn stóran við hliðina. Ótrúlegir möguleikar, mikll samlokusala. (búðablokkir á bak við. Mikil velta. Verð aðeins 5 milljónir. Upplýslngar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASAIAN SUÐURVERI SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Morgunblaðið/RAX STARFSMENN Hellu- og varmalagna hf. leggja 4.000 fermetra af hellum og steypa 3.000 fermetra af gangstéttum í nýju Súðavík. Nýja Súðavík byggð upp Kraftur hefur verið í uppbyggingu nýrrar Súðavíkur í sumar. Fjöldi einstaklinga er að flytja af snjóflóðasvæðinu og sveitarfé- lagið hefur unnið að gatnagerð og frá- gangi svæða. Helgi Bjamason athugaði stöðu mála. UNNIÐ hefur verið á öllum sviðum við uppbyggingu nýrrar Súðavíkur í sumar. A vegum sveitarfélagsins hefur verið unnið við gatnagerð og byggingu skólahúsnæðis og ein- staklingar hafa verið að byggja sér hús eða flytja úr gömlu Súðavík. Hátt í hundrað menn voru að störf- um á byggingarsvæðinu þegar mest var í sumar, að mati Ágústs Kr. Björnssonar sveitarstjóra. Framkvæmdir á vegum sveitar- félagsins eru langt komnar. Fyrir löngu er lokið undirbyggingu allra gatna og malbikun í öllu nýja þorp- inu. Nú er verið að vinna við gang- stéttir og bílastæði og við frágang opinna svæða. Þá er verið að ganga frá umhverfi viðbyggingar við grunnskólann og sambyggðan nýj- an grunnskóla. „Þetta hefur geng- ið vonum frarnar," segir Agúst sveitarstjóri. Vel af sér vikið Búið er að taka grunn að 51 íbúð. Til samanburðar má geta þess að talið er að um 60 íbúðir hafí verið í gamla þorpinu. „Ég vona að fyrir jól verði hafín vinna við 55 íbúðir og flutt inn í 37. Það fer reyndar eftir veðráttunni í haust," segir Ágúst. Þetta þýðir að búa þarf í yfir 20 íbúðum í gamla þorpinu í vetur. Telur sveit- arstjórinn að flutningi þorpsins verði nánast lokið næsta haust. „Framkvæmdir hafa ekki getað gengið hraðar. Þær komust seint af stað þar sem það lá ekki fyrir fyrr en í apríl hvemig Ofanflóða- sjóður tæki á málum. Margir þorðu því ekki að nota síðasta vetur til undirbúnings og svo þegar allir fóru af stað í vor þá var ekki hægt að komast að hjá arkitekt- um,“ segir Ágúst. Telur hann það vel af sér vikið að vinna skuli haf- in við þetta margar íbúðir. Segir hann réttlætanlegt að fólk, sem er í miðri framkvæmd við að flytja sig í nýtt hverfi þegar veturinn skellur á, fái að búa í sínum gömlu húsum, það sé annað en að flytja nýtt fólk í þessi hús. Bendir hann á að síðasta vetur hafi verið búið í flestum heilu húsunum í gömlu Súðavík. Segist Ágúst hafa traust á þeim vinnureglum sem mótaðar hafi verið um rýmingu húsa. Ekki búmannlegt Hreppsnefnd Súðavíkur hefur ekki mótað stefnu um notkun heilla húsa á snjóflóðasvæðinu. Ágúst segir að nýting þeirra sé háð sam- þykki umhverfisráðuneytis og muni hreppsnefndin gera tillögu þar að lútandi. „Sumt þarf að rífa en það er ekki búmannlegt að bijóta niður stærstu steinhúsin," segir Ágúst. Nokkur eftirspum hefur verið eftir þeim fyrir sumar- hús og segist Ágúst ekki telja það óskynsamlega nýtingu húsa á þessu svæði. Ofanflóðasjóður hefur greitt eig- endum þeirra húsa sem skemmd- ust eða eyðilögðust í snjóflóðunum svokallaðar mismunarbætur og hefur þar með eignast grunnana og lóðarréttindi. Agúst segir að eftir sé að ganga frá samningi við einn húseigandann. Að því búnu verði gengið í það að hreinsa svæð- ið og því eigi að ljúka í vetur. Félag íslenskra landslagsarki- tekta hefur ákveðið að gefa sveit- arfélaginu skipulag að minningar- reit á þessu svæði. Nú stendur yfir samkeppni um hönnun svæðis- ins og verður gengið frá því næsta sumar með tilliti til uppsetningar minningarreitsins, að sögn sveitar- stjórans. Ofviða sveitarsjóði 10% hlutur Súðavíkurhrepps í uppkaupum húsa á snjóflóðasvæð- inu í gömlu Súðavík nemur 53 milljónum kr. Hreppurinn samdi við húseigendur að greiða þeim sinn hlut í árslok. Ágúst segir það gjörsamlega ofviða hreppnum að greiða þessar upphæðir. Bendir hann á að árlegar tekjur sveitar- sjóðs séu 32-35 milljónir kr. Hann segist hafa látið gera langtíma- áætlun með ýmsum forsendum og hún sýni að hreppurinn ráði ekki einu sinni við 3% kostnaðarhlut- deild í uppkaupunum. Bindur hann vonir við að þessu verði breytt við boðaða endurskoð- un laga í haust. Ljóst er að hafa þarf hraðar hendur ef breyta á lögum því 53 milljónirnar falla á hreppinn fýrir áramót. Næg vinna hefur verið í Súða- vík. Hins vegar segir Ágúst sveit- arstjóri að mikil spenna sé í loft- inu. Allir íbúarnir séu uppteknir við að koma sér þaki yfir höfuðið og í það fari öll orka þeirra og fritími. Segist hann vona að næsta sumar eða haust geti lífið í þorpinu farið að komast í eðlilegt horf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.