Morgunblaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRIDS U m s j 6 n Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Reykjavíkur MIÐVIKUDAGINN 25. september var spilaður einskvölds Monrad Barómeter með þátttöku 44 para. Spilaðar voru 7 umferðir með 4 spilum á milli para. Meðalskor var 0 og efstu pör voru: Helgi Sigurðsson - Sigurður B. Þorsteinsson +158 Hermann Lárusson - Olafur Lárusson +124 Ragnar Hermannsson - Einar Jónsson +88 Jakob Kristinsson - Eiríkur Hjaltason + 70 Friðrik Egilsson - Snorri Steinsson + 69 Matthías G. Þorvaldsson - Aðalsteinn Jörg. +68 Næstkomandi miðvikudaga verða spilaðir 4 einskvölds Mitchell tvímenningar og Monrad Barómet- er til skiptis. Minnt er á að 4 bestu kvöldin af 5 í hvorri keppni gilda til sérstakra heildarverðlauna. B.R. mun hefja bikarkeppni í tvímenningskeppnunum bráðlega. Mun hún fara þannig fram að pör verða dregin á móti hvort öðru og það par sem fær hærra skor það kvöld kemst áfram í næstu umferð. Bridsfélag Breiðfirðinga Fimmtudaginn 26. september var spilaður einskvölds tölvureiknaður Howell tvímenningur með forgefn- um spilum. Meðalskor var 165 og efstu pör voru: Júlíus Siguijónsson - Tryggvi Ingason 193 AlbertÞorsteinsson-KristóferMagnússon 192 EinarJónsson-HlynurMagnússon 186 Ingibjörg Halldórsd. - Sigvaldi Þorsteinsson 172 Fimmtudaginn 3. október byijar 3ja kvölda Haust-Barómeter og er tilvalið fyrir spilara að taka þátt í fyrsta Barómeter ársins. Síðan byrj- ar Aðalsveitakeppni félagsins 24. október og verður hún spiluð með forgefnum spilum og jafnframt reiknaður út Butler með frammi- stöðu paranna. * :iríum[ih > T £ f-l N A T t (■> M At iillréfe' Stærðir: 70-85 A og B skál 4, Buxur: 38-44 Litur: Koniak IvmFiíi Laugavegi 26, sími 551 3300* Kringlunni, s.ími 553 3600. Bókaútgefendur Skilafrestur vegna kynningar og auglýsinga í Bókatíðindum 1996 rennur út 14. október nk. Ritinu verður sem fyrr dreift á öll heimili á íslandi. Allar upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda, Suðurlandsbraut 4A; sími 553-8020 Skilafrestur vegna tilnefninga til íslensku bókmennta- verðlaunanna 1996 rennur út 30. október nk. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Aðalbláber eða aðalber? SVEINN Rúnar Hauksson skrifaði skemmtilega grein um bláber í Morgunblaðið um helgina. Þó virðist vera um misskilning að ræða hjá honum þegar hann tal- ar um að aðalbláberin verði alveg svört þegar þau þroskast vel. Hið rétta er að það eru svokölluð aðal- ber sem eru svört og glans- andi, ekki ólík krækibeij- um að lit og áferð, á bragð- ið minna þau á bláber, en eru miklu sætari og betri. Aðalberin vaxa óvíða og hreint ekki allir sem þekkja þau, en þau er helst að finna fyrir norðan. Halla Soffía Jónasdóttir Dalvík. Dýrt að búa í Sviss VIÐTAL Guðrúnar Guð- laugsdóttur við Baldur El- íasson í Sviss í Morgun- blaðinu 8. september sl. vakti athygli mína. Þó eru atriði í greininni sem mér finnst ástæða til að gera athugasemdir við. Baldur segir m.a.: „Laun í Sviss eru talsvert hærri en hér. Dóttir mín, sem er leik- skólakennari fær ...“ o.s.frv. Baldur er vissulega heppinn með sitt starf og það er rétt að fóstrulaun dóttur hans eru mun hærri hér en fóstrulaun á ís- landi. En hann minnist ekki á hversu dýrt er að leigja íbúð hér, hversu háir skattamir eru né á dýra heijsugæslu. í Sviss er líka fátækt fólk og margar fjölskyldur þurfa að fara mjög spar- lega með. Mér finnst ekki rétt að bera saman launin án þess að taka tillit til þess hversu dýrt er að lifa í hveiju landi fyrir sig. Ingrid Cesa, Sviss. Af hverju lækkuðu tryggingarnar? KÆRU FÍB-félagar. Gleymum ekki hveijir það voru sem komu trygginga- lækkuninni af stað. Kyss- um ekki á vöndinn, styðj- um heldur áfram FÍB. Anna Guðlaug Jóhannsdóttir, Sognstúni 4, Dalvík. Tapað/fundið Frakki tapaðist DRAPPLITAÐUR ryk- frakki með brúnum kraga tapaðist á Jómfrúnni, smurbrauðsstofu í Lækjar- götu, síðdegis sl. laugar- dag. Hafi einhver fundið frakkann er hann beðinn að skila henni aftur á sama stað. Kápa tapaðist DÖKKBLÁ víð ullar/tere- lynkápa tapaðist úr húsi Stangveiðifélagsins, Flata- hrauni 29, Hafnarfirði, föstudaginn 20. september sl. í vasa kápunnar var rósótt slæða. Önnur kápa var skilin eftir. Erfidrykkja var í húsinu þegar þetta gerðist. Kannist einhver við þessa kápu er hann beðinn að hringja í síma 554-1023. Lyklakippa tapaðist KIPPA með sjö lyklum tapaðist nýlega. Einn lykil- hausinn er grænn og annar gulur. Finnandi er vinsam- lega beðinn að hringja í síma 553-4853. Úr tapaðist LÍTIÐ gyllt barnaúr með hvítri skífu og brúnni ól tapaðist á leiðinni úr Laug- ardalslaug upp í strætis- vagn, leið fimm, og þaðan úr vagninum og niður Holtaveg að Langholts- vegi, sl. föstudag. A skífu úrsins var mynd af Mikka mús. Hafi einhver fundið úrið er hann beðinn að hringja í síma 581-4931. Gæludýr Bimbó er týndur BIMBÓ er grár með hvítt trýni og dökkt hringja- munstur á hliðum tapaðist frá Breiðholti 15. þ.m. Hann var ólarlaus, ómerkt- ur og ógeltur. Hafi einhver orðið hans var er hann beðinn að hringja í síma 557-3603 eftir kl. 18. Keyrt á kött HJÓN urðu vitni að því að ekið var á grábröndóttan kött með hvíta bringu og rauða hálsól fyrir framan sjoppuna í Garðabæ við Hafnarljarðarveg. Hafi einhver tapað ketti má hann hafa samband í síma 555-4111. Hildur. Týndur köttur GRÁBRÖNDÓTTUR kött- ur, sem gegnir nafninu Orgill, með hvíta bringu og loppur tapaðist frá Garðhúsum 20. september sl. Hafi einhver orðið ferða hans var er hann beðinn að hringja í síma 554-2888 eða 562-6901. Með morgunkaffinu COSPER ÉG ætla að vinna heima í nokkra daga. Ast er.. að taka heyrnatólin af meðan hún talar viðþig. TM Reg. U.S. Pat. Off. — «11 rights roserved (c) 1996 Los Angetes Timas Syndcato ÞETTA er ekki „Réttarhöldin í Nurnberg" sem þú sagðist ætla að bjóða mér á, fíflið þitt. Víkveiji skrifar... FREGNIR af stóriðjufram- kvæmdum hér á landi og áformum erlendra stórfyrirtækja í þá veru hafa oftar en ekki á undan- förnum árum reynst blaðamönnum sýnd veiði en ekki gefin. Þannig hafa fjölmiðlar hvað eftir annað birt fréttir í þá veru að samningar um byggingu nýs álvers á Keilis- nesi, sem Atlantsál myndi reisa, væru um það bil að takast. Frétta- flutningur þessi hófst fyrir alvöru í iðnaðarráðherratíð Jóns Sigurðs- sonar og hefur haldið áfram reglu- lega allar götur síðan, þótt vissu- lega hafi dregið úr honum á undan- förnum misserum. Enn hafa Atl- antsálfyrirtækin Alumax, Hoogov- ens og Gránges ekki kveðið upp úr um það, hvort af byggingu slíks álvers verður. xxx VÍ þótti mönnum sem það tæki alls ekki svo langan tíma, a.m.k. ekki á mælikvarða Atlants- álhópsins, fyrir Alusuisse og ÍSAL að ákveða stækkun álversins í Straumsvík, sem á að vera lokið eftir rúmt ár. Raunar má segja að enn frekari undrun hafi vakið, hversu skamman tíma það virðist hafa tekið íslensk stjórnvöld og bandaríska fyrirtækið Columbia Ventures Corporation að fara lang- leiðina með að ljúka samningum um byggingu 60 þúsund tonna ál- vers á Grundartanga, en nú eru taldar yfirgnæfandi líkur á að þeim samningum verði lokið innan tíðar og fram hefur komið hér í Morgun- blaðinu, að framkvæmdir ættu að geta hafist á Grundartanga í byij- un næsta árs. xxx YÍKVERJI er ekki alls kostar sáttur við þá leynd sem jafn- an hvílir yfir samningagerð ís- lenskra stjórnvalda við erlend stór- iðjufyrirtæki. Bæði fyrirtækin sjálf og íslensk stjórnvöld virðast ávallt leggja höfuðkapp á að halda því leyndu, sem skiptir höfuðmáli við samningagerð um stóriðju, en það er að sjálfsögðu samningar um raforkuverð til fyrirtækjanna. Er það ekki í hæsta máta eðlilegt, að eigendur raforkunnar, íslendingar, fái a.m.k. upplýsingar í grófum dráttum um innihald samninga? Er það ásættanlegt að þeir sem semja sín á milli um orkusölu og orkukaup, gefi til kynna að aðilar telji raforkusamning viðunandi, og síðan ekki söguna meir? Víkveiji hallast að því að þetta sé og hafi um langt árabil verið óþarfa við- kvæmni hjá stjórnvöldum og þeim fyrirtækjum sem við hefur verið samið, og gerir í rauninni lítið annað en gefa grunsemdum í þá veru að íslendingar hafi verið að semja af sér, byr undir báða vængi. Það eru í æ ríkara mæli gerðar kröfur til stjórnvalda, um að þau veiti upplýsingar um það sem þau eru að sernja um, fyrir hönd lands og þjóðar og því er þessi leynd fyrir margt löngu orðin hallærisleg tímaskekkja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.