Morgunblaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ragnhildur Gísla Gísladóttir var fædd á Króki í Selárdal 3. desem- ber 1904. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 23. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gísli Arnason bóndi í Króki og kona hans Ragnhild- - ur Jensdóttir. Ragn- hildur var eitt 13 barna þeirra hjóna og náðu tíu þeirra fullorðinsaldri, auk Ragnhildar. Þau eru: 1) Jens, f. 15. júlí 1891,_ bóndi í Selár- dal. 2) Jóhann Árni, f. 24. nóv- ember 1892, sjómaður. 3) Þor- valdur Jón, f. 13. nóvember 1894, bóndi á Hóli i Bakkadal. 4) Sigríður Ólafía, f. 25. apríl 1896, húsfreyja á Hóli í Bakkad- al. 5) Ragnheiður, f. 30 júní 1897, húsfreyja á Melstað og síðar á Bíldudal. 6) Jónfríður, f. 11. október 1901, húsfreyja á Hrafnabjörgum, Hrafnseyri og síðast í Reykjavík. 7) Katrín, f. 7. maí 1903, húsfreyja á Bíldu- dal og síðast í Reykjavík. 8) Einar Bogi, f. 3. september 1906, bóndi á Fífustöðum. 9) Jón Guðbjartur, f. 25. ágúst 1910, síðast fulltrúi á skattstofunni í Reykjavík. Systkinin eru öll lát- in nema Katrín. Það verður aldrei með vissu vitað hver auðna það er óráðnum og _ Tóhörðnuðum unglingi að kynnast sér eldra fólki sem hvetur hann og örvar, trúir á getu hans og vill frama hans og velgengni í hví- vetna. Þannig voru fyrstu kynni mín við þau hjón Ragnhildi G. Gísia- dóttur og Ólaf Þ. Kristjánsson. Síð- an eru liðin nákvæmlega 65 ár; þau giftu sig 7. september árið 1931 og settust að í íbúð á Suðurgötu hér í Hafnarfirði; ég var 16 ára nemandi í Flensborg. Ólafur kenndi mannkynssögu í tímakennslu þann síðasta vetur minn í skólanum og ef til vill hefur sú námsgrein aukið á kynni okkar, hún var jafnan ein af eftirlætisgreinum mínum í skóla og Ólafur átti eftir að semja ^ kennslubækur í greininni. En alit um það, ég var frá upphafi aufúsu- gestur á heimili þeirra hjóna og alltaf tekið með sömu hlýju af umhyggjusamri og ræktarlegri hús- móður. Þannig var það þau 50 ár sem þau Ólafur nutu samvista og á sömu lund var viðmótið þegar ég heimsótti Ragnhildi að áliðnum ævidegi á Sóivangi. Ragnhildur var jafnan hlý í ávarpi og umhyggjusöm um hag samferðafólks. Þau hjónin voru bæði Vestfirð- ingar, hún fædd og uppalin í Selár- dal í Amarfirði, af merku bænda- fólki og sjósóknurum komin í marga ættliði, hann elstur hinna kunnu Kirkjubólssystkina í Bjarnardal í - Önundarfirði. Önfírski sveinninn fór um tvítugsaldur til sjóróðra í Sel- árdal og kynntist þar ungri heima- sætu í Króki. Þau voru bæði hrein- ræktaðir Vestfirðingar og síðan ég kynntist þeim hefur mér þótt vænt um Vestfirðinga. Þau reistu sér hús við Tjarnar- braut 11 á fyrstu búskaparárum sínum, ásamt Hallsteini Hinrikssyni og konu hans, og þar bjuggu þau allan sinn búskap nema nokkur ár sem Ólafur var skólastjóri í Flens- borg, þá bjuggu þau í skólahúsinu. - - Þau átti barnaláni að fagna, eign- uðust þijú börn og munu afkomend- ur þeirra vera orðnir hálfur fjórði tugur. Atvikin höguðu því svo að ég bjó í næsta nágrenni við þau á Tjarnar- brautinni fyrstu búskaparár þeirra þar og kynntist því náið heimilis- háttum þeirra og lífsafkomu. Þetta • - var á kreppuárunum, kennaralaun- in lág ekki síður en nú og því þurfti Hinn 7. septem- ber 1931 giftist Ragnhildur Ólafi Þ. Kristjánssyni, kennara, síðar skólasljóra Flens- borgarskólans, f. 26. ágúst 1903, d. 3. ágúst 1981. Þau bjuggu sér heimili í Hafnarfirði og áttu þar heima allt til æviloka. Þau eignuðst þijú börn, Ásthildi, f. 3. febr- úar 1933, Kristján Bersa, f. 2. janúar 1938, og Ingileifu Steinunni, f. 11. desember 1939. Ásthildur giftist Herði Zóp- haníassyni, fyrrum skólastjóra í Hafnarfirði, 26. desember 1953. Þeirra börn eru: 1) Ólafur Þórður, sljórnmálafræðingur í Reykjavík, f. 12. desember 1951. 2) Sigrún Ágústa, kennari í Reykjavík, f. 21. desember 1952. 3) Tryggvi járnabinding- amaður og bæjarfulltrúi í Hafn- arfirði, f. 30. júní 1954. 4) Ragn- hildur Gísla, húsmóðir í Hafn- arfirði, f. 13. október 1955. 5) Elín Soffía, matreiðslumaður í Hafnarfirði, f. 7. mars 1958. 6) Kristín Bessa, húsmóðir í Garðabæ, f. 24. júli 1963. 7) Guðrún, skrifstofumaður í Hafnarfirði, f. 27. júlí 1966. Barnabörn þeirra Ásthildar og að gæta hófsemi og grandvarleiks í daglegu lífi. ekki skorti á það hjá húsmóðurinni þótt gestrisni væri á gamla, þjóðlega vísu og hjálpsemi eins sjálfsögð og daglegt brauð. Börnin þrjú voru fædd á árunum 1933-1939 og á þeim árum var ekki spurt hvað móðirin starfaði, hennar hiutskipti var ótvírætt að gæta bús og barna; vera húsmóðir og húsfreyja. Ragnhildur rækti það hlutverk með glöðu jafnaðargeði, hógværð og hlýju sem einkenndi fas hennar og framgöngu. Ólafur Þ. varð með tímanum mikill félagsmálagarpur og raunar landskunnur af afskiptum sínum og þátttöku í margs konar starf- semi. Ragnhildur rækti heimilis- störfín af kostgæfni og væntum- þykju. Ekki svo að skilja að hún fylgdist ekki með störfum manns síns, hún stóð við hlið hans í bind- indismálum og þátttöku í flokksfé- lögum af heilum hug en hún gekk ekki fram fyrir skjöldu, heimilið var hennar vettvangur. Samt hélt hún fast á sínu og hafði ákveðnar skoð- anir. Hún hafði ríkan metnað fyrir bónda sinn og börn og gladdist af velgengni þeirra. Fátt hygg ég að hafi glatt hana meira en þegar son- urinn, Kristján Bersi, varð skóla- meistari í Flensborg eftir föður sinn. Heimili þeirra hjóna á Tjarnar- brautinni var friðsælt og traust; bæði voru þau hjálpsöm og greið- vikin og gestrisni var sjálfsögð og eðlislæg. Þau létu sér bæði annt um náungann og húsfreyja ekki síður. Ragnhildur Gísladóttir var trúuð kona og hafði fyrir satt gömul sann- indi, trúnað og alþýðuvisku sem var arfleifð í firðinum og dalnum fyrir vestan þegar hún var að alast upp. Hún ólst upp í stórri fjölskyldu og frændgarði, systkinin voru þrettán og af þeim komust tíu til fullorðins- ára. Það er mikil reynsla og lær- dómur að blanda geði við svona stóran hóp, í glaðværð og and- streymi, láta vísur og kviðlingana ganga munn frá munni, syngja saman og hlýða á arfsagnir og ævintýri úr stórbrotnu byggðarlagi. Þessum arfi sínum var hún trú alia ævi, eins og barnatrúnni, þótt bóndi hennar væri fjölmenntaður skóla- stjóri og börnin gengju á margvís- lega skóla. Hún var ætíð hin trausta og trúa alþýðukona úr Selárdal í Arnarfirði. Harðar eru 18 talsins, þar af 17 á lífi. Krislján Bersi kvæntist Sigríði Bjarnadóttur frá Hvestu í Arn- arfirði 15. ágúst 1964. Þeirra börn eru: 1) Freydís, myndlist- armaður í Hafnarfirði, f. 16. febr- úar 1965. 2) Ólafur Þórður, jáma- bindingamaður í Reykjavík, f. 19. janúar 1966. 3) Jóhanna, f. 19. janúar 1966, d. 14. janúar 1973. 4) Bjami Kristófer, líffræðingur í Reykjavík, f. 3. desember 1971. Krislján Bersi og Sigríður eiga tvö bamaböm. Ingileif Steinunn giftist Einari Viðar lögmanni í Reykjavík 14. júlí 1962. Þeirra böm eru: 1) Bima Viðar, fóstra í Reykjavík, f. 4. nóvember 1962. 2) Gunnar Viðar lögfræðingur, f. 12. ágúst 1964. 3) Margrét Viðar lögfræðingur, f. 26. maí 1967. Einar lést 5. apríl 1984. Síðari maður Ingileifar Steinunnar er Gunnar Finnbogason, starfsmað- ur í fjármálaráðuneytinu. Ragnhildur fermdist í Selár- dalskirkju og fór síðan í héraðs- skólann á Núpi. Ung að ámm lagði hún leið sína til Hafnar- fjarðar og fór þar í vist hjá hjón- unum Ástríði Jensdóttur, móður- systur sinni, og Davíð Krisljáns- syni bæjarfulltrúa. Ragnhildur starfaði mikið að bindindismál- um, var í stúkunni Daníelsher og gegndi ýmsum trúnaðarstörf- um á vegum góðtemplararegl- unnar. Hún starfaði einnig að slysavarnamálum og var í Kven- félagi Alþýðuflokksins í Hafnar- firði. Útför Ragnhildar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju i dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ragnhildur dvaldi síðustu ár ævi sinnar á Sólvangi og leið þar vel. Hún var líkamlega sæmilega hress þótt minni og glöggskyggni vildi bila. Hún var komin á tíunda ára- tuginn svo að við því mátti búast. Þegar ég nú kveð Ragnhildi G. Gíslasdóttur að leiðarlokum og hug- leiði hin löngu og góðu kynni er mér efst í huga þakklæti til tilver- unnar fyrir að hafa veitt mér þá umbun að eiga samleið með svo trúrri og heilsteyptri manneskju. Það er sönn og sérstök gjöf lífsins. Stefán Júliusson. Réttlætistilfinningin var henni í blóð borin, heiðríkjan ríkti í huga hennar, kærieikurinn bjó í hjartanu. Og hjálpsemin var fylgikona henn- ar. Þannig var tengdamóðir mín, Ragnhildur Gísla Gísladóttir, sem við kveðjum frá Hafnaríjarðar- kirkju í dag. Mér er minnisstætt, þegar ég, ungur maður um tvítugt, kom á heimili þeirra Ragnhildar og Ólafs, tengdaforeldra minna. Þau tóku mér opnum örmum með vinsemd og alúð, einlægni og umhyggju - með velviid og vináttu sem aldrei bar skugga á. Fljótlega varð heimili þeirra einn- ig heimili mitt. Og þannig varð það allan þann tíma sem við áttum eft- ir að eiga saman. Heimili þeirra var í vitund okkar Ásthildar, barna okkar og barnabarna, athvarf og skjól, sem veitti í senn gleði og öryggistilfínningu. Hugur þeirra og hjartalag var með þeim hætti, að hjá þeim vorum við öll alltaf „heima“. Ragnhiidur Gísia var trúuð kona og trúði á líf eftir dauða. Hennar guð var ekki harður, strangur og refsigjarn. Hann var guð kærleika, skilnings og miskunnar, guð fyrir- gefningar og friðar. Hennar guð var hjálpsamur, vakandi og vernd- andi - veitandi hjálp og huggun í hverri þraut. Það var þessi guð, sem setti mark sitt á orð hennar og gerðir. Margt sporið átti hún til vina og kunningja, til að gleðja þá og stytta þeim stundir. Ljóðelsk var Ragn- hildur með afbrigðum og ljóð og þulur voru ætíð tiltæk á tungú hennar. Þess nutu börn hennar og barnabörn í ríkum mæli. Og var það ósjaldan, að samferðafólk henn- ar á félagsmálavettvangi og annars staðar naut upplestrar hennar á ljóðum sem henni voru kær eða ofarlega í huga. Það voru líka vís- urnar og kvæðin, sem urðu það veganesti sem entist henni best. Þegar flest úr umhverfi hennar var grafið í djúp gleymskunnar, þá lifðu samt ljóðin, sálmarnir og þulurnar á vörum hennar. Ragnhildur unni landi sínu og þjóð, drakk í sig fegurð fjalla og dala. Hafíð heillaði hana og ógn brimsins varð að víkja fyrir seið- andi fegurð þess og tungutaki. Þannig var hún tengdamóðir mín. Þeir sem umgengust hana urðu betri menn eftir en áður. Á kveðjustund kvikna margar dýrmætar minningar tengdar þess- ari góðu konu og þakklæti fyllir rúm og tíma. Þökk flyt ég öllu því góða fólki sem annaðist hana á Sólvangi fyrir fágæta umönnun og nærgætni í hennar garð. Hafðu þökk fyrir allt, Ragnhildur mín. Guð blessi þig og þá vegferð, sem þú leggur nú upp í. Vertu sæl. Hörður Zóphaníasson. Amma í Flensborg er dáin. Hún fékk hægt andlát á Sólvangi, göm- ul kona, og hefur vafalaust orðið hvíldinni fegin. Við sitjum eftir, systkinin sjö, og minningar hrann- ast upp. Við kölluðum hana ömmu í Flens- borg, af því að hún bjó í skólanum þar sem afi var skólastjóri mestan þann tíma sem við vorum að alast upp. Raunar höfðu tvö elstu systk- inin búið fyrstu æviárin hjá afa og ömmu á Tjarnarbraut 11, meðan faðir okkar var enn í skóla, en þeg- ar fjölskyldan flutti afturtil Hafnar- Qarðar haustið 1960 eftir sex ára dvöl úti á landi, voru afí og amma flutt í Flensborg. Strax eftir komu okkar til Hafn- arfjarðar varð samgangurinn við afa og ömmu mikill. Sum okkar komu daglega við hjá þeim í Flens- borg á leiðinni heim úr skólanum. Þar söfnuðust líka allir saman á þvottadögum og við fengum að hjálpa til við að rulla þvottinn - og á haustin unnu allir saman að slát- urgerðinni. Á hvetju ári fengum við að skreyta jólatréð með afa og allt- af dvöldu þau hjá okkur á aðfanga- dagskvöld. Á jóladag var ævinlega jólaboð hjá ömmu þar sem böm og barnabörn - og síðar barnabarna- börn - komu saman. Það var ekki ónýtt fyrir litlar píslir að fá að hlaupa um ganga og stiga í Flens- borg - og stelast kannski til að skoða beinagrindina í stofu XII. Alltaf var svo heita súkkulaðið hennar ömmu jafngott þegar búið var að spila púkk við afa. Bolludagurinn var sérstakur. Við systkinin vöknuðum klukkan sjö og drifum okkur upp í Flensborg. Þar var ævinlega búið að taka útidyrnar úr lás, en amma og afi lágu enn í rúmi sínu og þóttust sofa. Þegar búið var að „bolla“ með tilheyrandi hamagangi kom í ljós að nægar voru bollurnar i eldhúsinu fyrir marga svanga munna. Á sumardag- inn fyrsta fengum við sumargjafír. Oftar en ekki hafði amma prjónað eitthvað _ nýtt, sokka, vettlinga, peysur. Árum saman gengum við í lopapeysum sem hún pijónaði - þessum líka fínu og hlýju peysum. Og svo heklaði hún og saumaði út. Samt eru það kannski hinar mörgu heimsóknir til afa og ömmu í hvunndeginum sem eru okkur minnisstæðastar. Alltaf hafði hún nægan tíma til að gefa okkur að drekka og ósjaldan bakaði hún pönnukökur, brá flatkökum á elda- vélarhelluna eða steikti kleinur. Ekki vorum við há í loftinu þegar við fengum að hjálpa til við að snúa kleinunum. Og raunar hafði amma alltaf lag á að telja okkur trú um að við værum henni mikilvægir aðstoðarmenn við allskonar verk, þó stundum hafí litlir fingur áreið- anlega bara þvælst fyrir. Þegar barnabarnabömin voru komin taldi hún líka sjálfsagt að mæta með bakstur á tyllidögum - pönnukökur með sykri frá langömmu eða „löngu" vom ómissandi í öllum bamaafmælum. Amma hafði líka alltaf tíma til þess að tala við okkur. Hún kunni ógrynni af vísum, þulum og bama- gælum sem hún raulaði eða söng. Hún sagði okkur sögur sem oftar en ekki höfðu boðskap eða lærdóm að geyma. Hún sagði okkur líka sögur frá því er hún var ung í Sel- árdal, frá böllunum sem stóðu fram undir morgun og hversu gaman henni þótti að dansa. Og af marg- víslegu tilefni hafði hún yfír okkur setninguna - með vestfirskum framburði: Ekki bardi ég þig í bak- ið eins og þú bardir mig! Amma var sérstaklega geðgóð, oftast hýr og glettin og lagði gott til mála. Hún kenndi okkur marías og rommí og skellihló meðan á spilamennskunni stóð - og gætti þess raunar að litlar sálir töpuðu ekki of oft. Amma var trúuð kona og kunni mikið af bænum og sálmum. Hún trúði á Guð og kærleikann. Aldrei heyrðum við hana hallmæla nokkr- um manni og raunar álasaði hún okkur ef okkur varð á að tala illa um einhvern og tók þegar upp vörn fyrir þann er á var hallað. Hún grét yfír ótíðindum utan úr heimi, stríði eða náttúruhamförum, og bað fyrir þeim sem illa urðu úti. Amma hafði ekki bara tíma fyrir okkur, hún virtist hafa tíma fyrir alla. Hún starfaði í stúkunni, hún taldi ekki eftir sér að „sníkja“ fyrir Slysavarnafélagið eins og hún kail- aði það, hún safnaði undirskriftum til að mótmæla þegar til stóð að mjókka Lækinn verulega vegna gatnagerðar. Og framyfír áttrætt var hún á eilífum þeytingi á milli sjúkrahúsa og elliheimila til þess að heimsækja jafnt skylda sem óskylda - alltaf gangandi og í strætó. Frá 1972 bjuggu afi og amma á Tjarnarbrautinni við hliðina á for- eldrum okkar. Ekki minnkaði sam- gangurinn við það og yngri systkin- in minnast þess sérstaklega að þeg- ar þau voru veik kom amma ævin- lega yfir til að stytta þeim stundir. Eftir að afí dó 1981 bjó amma í áratug á Tjarnarbrautinni, lengst af ein, en hafði mikinn stuðning af foreldrum okkar í næsta húsi. Eitt okkar systkinanna bjó reyndar með fjölskyldu sína hjá henni 1988-90. Amma saknaði afa mjög, enda hafði hjónaband þeirra verið afar ástríkt, þó þau væru afskap- lega ólík. Hún sagði reyndar oft að það hefði verið honum líkt að fara á undan sér - hann hefði allt- af verið að flýta sér og aldrei mátt vera að því að bíða. Síðustu árin dvaldi amma á Sól- vangi. Henni leið oftast vel, en missti smám saman tengsl við ver- öldina, hætti að þekkja fólkið sitt og fór lítt úr húsi - þó hún kæmi raunar í jólaboðið alla tíð. Alltaf var gott að koma til hennar, halda í höndina og fara með vísur fyrir hana, hlusta á hana fara með kveð- skap, eða syngja með henni. Starfs- fólkið á Sólvangi reyndist henni afar vel og fyrir það skal þakkað hér. Margir eru heppnir með afa sinn og ömmu. Við systkinin teljum samt að við höfum verið óvenju heppin með afa og ömmu í Flensborg. Biessuð sé minning þeirra. Ásthildarbörn. • Fleirí minningargreinar um Ragnhildi Gíslu Gísladóttur bíða birtingar ogmunu birtast í blað- inu næstu daga. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Scnda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-I miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ckki stuttnefni undir greinunum. RAGNHILDUR GÍSLA GÍSLADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.