Morgunblaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 11 Stjörnukokkarnir Jacqúes Bertrand og Emanuel Destrait frá Michelin veitingastaðnum Les Cédres í Lyon, starfa með matreiðslu- mönnum Perlunnar og Óðinsvéa. Fimmtudags-, föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld frá 3. til 20. október. Sérvalin Cótes du Rhóne vín frá M. Chapoutier verða á villibráðar- vínseðli okkar. Á hladborðinu verða m.a. eftirtaldir réttir. Ofnsteikt villigœs með portmnssósu Hreindýra „ Villiandarbringur að hcetti hússins Villigœsa „P Hreindýrabuff í gráðaostasósu Svartfuglsbr Heilsteiktur hreindýravöðiri kryddjurtun Rjúpusúpa Reyktar luru Hreindýrasmásteik „Flambé" Koníaksgraf Villigœsasmásteik með tittuberjasósu Birkisaltað l Reyktar endur með hrútaberjasósu Lambahrygi Heitreyktur svartfugl sveppafyllini Andalifrarkæfa með rúsinum og Norðlensk si eplum í scetu irini hcetti „Kristj Svartfugls „Paté" Lambasmás Marineraður hvalur í soja og engifer Villiandargalantin Villisveppir í smjörkcenum Heitreykt fjallableikja Appelsinulegin sjóbleikja Laxakótelettur með „Hollandaisesósu " Reyktur lax með piparrótarsósu Graflax með sinnepssósu Reyktur áll Ostar í úrvali Allt með tilheyrandi meðlceti Rétta aukil Þá munu þeir félagar Jacques og Emanuel galdra fram ýmsa forvitnilega oggómsæta rétti að hœtti Lyon búa, úr íslensku inllibráðinni. Bonne appetitl við Óðinstorg Borðapantanir t stma 552 5090 Borðapantanir í síma 562 0200 FRÉTTIR Arlegnr fundur Tourette-samtakaima á Norðurlöndum haldinn á Islandi í fyrsta sinn ÁRLEGUR fundur Tourette-sam- taka á Norðurlöndunum var í fyrsta sinn haldinn á íslandi um sl. helgi. Tourette Syndrome (TS) er algeng- asti ættgengi taugasjúkdómur í heimi. Helstu einkenni TS eru ósjálfráð hljóð og hreyfingar, áráttuhegðun og oft athyglisbrestur. Elísabet K. Magnúsdóttir, formaður Tourette-samtakanna á íslandi, seg- ir að fundurinn hafi verið afar árangursríkur. Norrænu-samtökin hafi m.a. ákveðið að efla samstarf sín á milli á sviði menntamála. Því til viðbótar hafi verið ákveðið að auka samvinnu við samtök utan Norðurlandanna. Elísabet lagði áherslu á mikilvægi norræna samstarfsins. „Ég get nefnt að íslensku samtökin voru upphaf- Borið hefur á „sniffi“ NOKKUÐ hefur verið um það að undanförnu að unglingar hafa ver- ið staðnir að því að þefa af hættu- legum efnum í von um að komast í vímu, aðallega gasi. Ómar Smári Armannsson segir ljóst að unglingarnir séu að bjóða heim hættu á andlegum og líkam- legum skaða með þessu athæfi, auk þess sem sprengju- og íkveikju- hætta myndist ef þeir eru að „sniffa" úr gaskútum innandyra. Hann bendir meðal annars á atvik sem varð við Elliðavatn fyrir nokkru, þar sem kofí með nokkrum ungmennum innandyra skemmdist mikið eftir gassprengingu. Dæmi um heilaskaða „Fyrir um tíu árum var algengt að ungmenni væru að anda að sér gufum úr límtúpum, leiðréttingar- lakki og gaskútum, en svo virðist vera sem unglingar á aldrinum 13-15 ára í dag hafi gleymt þeim alvarlegu afleiðingum sem „sniffið" hefur. Má meðal annars benda á alvarlegan heilaskaða sem ungling- ur varð fyrir eftir „sniff" í skóla í Breiðholti í því sambandi," segir Ómar Smári. Hann segir að foreldrar verði að vera á varðbergi gagnvart þessum vágesti, auk þess að gæta þess að lögboðinn útivistartími ungmenna sé virtur. ------» ♦ ♦------ Eldur á Ket- ilvöllum í Laugardal ELDUR kom upp í íbúðarhúsinu að Ketilvöllum í Laugardalshreppi um kvöldmatarleytið á mánudag. Talið er að kviknað hafi í út frá feiti í potti á eldavél. Þegar Slökkvilið Laugardals kom á vettvang, um tíu mínútum eftir að gert var viðvart, höfðu íbúar í húsinu þegar slökkt eldinn, sem náði ekki að breiðast út í önnur herbergi. Ólafur Jónasson slökkvi- liðsstjóri sagði í samtali við Morg- unblaðið að þeir hefðu brugðist hárrétt við með því að loka dyrum og gluggum eldhússins þannig að reykurinn kafnaði. Því hefði eftir- leikurinn verið auðveldur fyrir slökkviliðið. Að sögn Ólafs er allt ónýtt í eldhúsinu en þar sem húsið sé allt úr steini hafi eldurinn ekki náð að breiðast frekar út. Öldruð kona sem býr í húsinu var flutt á Sjúkrahús Suðurlands til skoðunar en þar fengust þær upplýsingar í gær að henni hefði ekki orðið meint af. Samstarf á sviði menntamála aukið lega stofnuð fyrir hvatningu frá Norðmönnum fyrir um fimm árum. Norðmenn hafa reyndar verið leið- andi í samstarfinu frá upphafi. Hin- ir hafa fylgt á eftir og núna er ver- ið að stofna síðustu samtökin á Norðurlöndunum í Finnlandi," sagði hún. Seinni daginn héldu Margrét Héð- insdóttir og Helga Siguijónsdóttir fyrirlestra, að sögn Bjargar Árna- dóttur, blaðafulltrúa. „Margrét tal- aði um reynslu sína af því að kenna nemendum með Tourette-einkenni í Tjarnarskóla. Nemendur með Tour- ette-einkenni hafa flykkst í skólann enda hefur þeim verið sinnt sérstak- lega vel og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Helga Sigutjóns- dóttir, námsráðgjafi í Menntaskólan- um í Kópavogi, tók svo við af Mar- gréti og talaði um kennslu nemenda á framhaldsskólastigi. Afar góður rómur var gerður að máli beggja fyrirlesaranna og augljóst að snert hafði verið við viðkvæmum streng," segir Björg. Sjálf fjallaði hún um reynslu foreldris í erindi sínu. Jónas G. Halldórsson, sálfræðingur, var fjórði íslenski fyrirlesarinn á fund- inum. Hann fjallaði um sértæka námserfiðleika barna og unglinga. Efst á baugi meðal félaga í nor- rænum Tourette-samtökum eru, að sögn Elísabetar og Bjargar, umræður um kosti og galla lyfjagjafar, trygg- ingalöggjöf hvers lands og afstöðu barnaverndaryfírvalda. Erlendar rannsóknir gefa til kynna að 5 af hverjum 1.000 einstaklingum hafí einhver einkenni Tourette. Hér á landi hafa 500 manns greinst með einkenni. Ofast eru þau greind í börn- um frá tveggja til níu ára. Sjaldgæft er að þau birtist eftir 15 ára aldur. Alls sóttu 26 norrænir fulltrúar fundinn um helgina. Norrænt þing Tourette-samtaka á Norðurlöndun- um fer væntanlega fram í Noregi árið 1998. í Perl UIDUDlI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.