Morgunblaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 551 6500 Sími *3SS Sími PT551 6500 LAUGAVEG94 FRUMSYNING: SUNSET PARK LIÐIÐ Sýnd kl. 5, 9 og 11. MARGFALDUR NORNAKLÍKAN Sýnd kl. 11. B. i. 16ára. 0jSíS.SSYd2N Frumsýnd á moryun Sparisjóðsstjóri kvaddur ► KVEÐJUHÓF var haldið í Vagninum 20. september síðstliðinn til heiðurs fráfar- andi sparisjóðsstjóra, Ægi Hafberg, og konu hans, Margréti Thorarensen. Hófið var í boði Sparisjóðs Önundarfjarðar og var starfsmönnum og stjórn sparisjóðsins ásamt mökum boðið. Ægir hefur starfað í 17 ár sem spari- sjóðsstjóri og þakkaði Eiríkur Finnur Greipsson, núverandi sparisjóðssljóri, Ægi fyrir vel unnin störf. Honum voru færðar ýmsar kveðjugjafir af þessu tilefni og þar á meðal listaverk eftir Dýrfinnu Torfadótt- ur gullsmið. Morgunblaðið/Egill Egilsson ÆGIR Hafberg fékk ýmsar kveðjugjafir í hófinu. 5 6VQ69T ÞAU SKIPTU UM LÍFSSTÍL Jóhannes Long og Ása Finnsdöttir TISKA SKAMMVINN SAMBÖND unga íóikíð og ástin viðtal við Ingíbjórgu Hjartardóttur STJ0RNUSPA Það er erfitt að vera svalur Þegar pabbi þinn er Guffi Sýndkl.5. ÍSLENSKTTAL HX iiinnimi>mnnnninir niiððiun. imruððiDU Sýnd kl. 7 og 11.05. B. i. 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. b.í. 16. S4MBIOBH V4MBIOIH; CÍCBCC wm mbi i vji 0^-0 SNORRABRAUT 37, SÍMI 552 5211 OG 551 1384 NETFANG: http://www.islandia. is/sambioin FYRIRBÆRIÐ Sýnd kl 4.40, 6.55, 9.10 og 11. Hringavitleysa KVIKMYNPIR Rcgnboginn HÆPIЄTHE GREAT WHITE HYPE“ ★ Leikstjóri: Reginald Hudlin. Aðal- hlutverk: Samuel L. Jackson, Dam- on Wayans, Jeff Goldblum, Peter Berg, Cheech Marin. 20th Century Fox. 1996. FJÖLMIÐLASIRKUSINN og bak- tjaldamakkið i kringum heimsmeist- arakeppnina i hnefaleikum í Banda- ríkjunum er skotmark þessarar vondu háðsádeilu með Samuel L. Jackson í aðaihlutverki. Hann er skrautlega klæddur áróðursmeistari og umboðs- maður heimsmeistarans í þungavigt, sem Damon Wayans leikur. Jackson er farinn að tapa peningum og til að rífa upp áhugann á hnefaleikum, sem hefur dottið niður af því svert- ingjar eru sífellt að kýla svertingja, grefur hann upp hvítan boxara og etur gegn sinum eigin manni. Peter Berg leikur hvíta boxarann en bæði hann og Wayans eru eins lausir við að geta leikið hnefaleika- menn í þungavigt og hægt er að hugsa sér. Er val þeirra í hlutverk boxara sem keppa um heimsmeist- aratitilinn næstum eini raunverulegi brandari myndarinnar. Þeir eiga ekkert erindi í hringinn, þótt það sé í hringavitleysu eins og þessari. Háðsádeilan sekkur oní virkilega ófyndinn farsa þegar iíða tekur á myndina þar sem hver einasta per- sóna að umboðsmanninum Jackson meðtöldum er gersamlega óþolandi skrípafígúra. Ef þessi mynd átti að lýsa á gamansaman hátt og með stingandi ádeilubroddi sölumennsk- unni i kringum íþróttaviðburð eins og hnefaleikakeppni hefur það alger- lega mistekist. Sæmilega skemmti- legir leikarar eins og Cheech Marin og sérstaklega Jeff Goldblum eru í vita glórulausum hiutverkum svo- sem eins og Berg og Wayans í hlut- verkum boxara. Goldblumkarakter- inn er hugsjónamaður sem deilir á skrumið í byrjun en tekur allt í einu þátt í sukkinu af öllu afli. Umbreyt- ingin á eflaust að virka fyndin en er óskiljanleg eins og margt annað í myndinni. Eina virkilega gaman- atriðið er þegar Wayans liggur og horfir á uppáhaldsmyndina sína, „Dolemite", skelfilegustu svertingja- mynd áttunda áratugarins og hefur yndi af. En kannski er það of mikil krafa að myndin sé skiljanleg. Hún er skrípaverk um skrípaleik. Það er eins og kvikmyndagerðarmennirnir hafi byrjað á því að taka myndina og þegar því var lokið hafi þeir skrif- að niður handritið. Allt er á afturfót- unum hér og aðdáendur Samuel L. Jacksons ganga hnípnir á dyr. Eins og í hnefaleikunum er allt falt fyrir peninga. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.