Morgunblaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 41 BREF TIL BLAÐSINS Kópavogskirkja Vetrarstarf Kópavogskirkju Frá sr. Ægi Fr. Sigurgeirssyni: VETRARSTARF Kársnessóknar í Kópavogi er hafið og verður það fjölbreytt og líflegt í vetur eins og undanfarin ár. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu þáttum þess: Guðsþjónustur Guðsþjónustur eru í Kópavogs- kirkju alla sunnudaga og að jafnaði kl. 11.00. Kór kirkjunnar syngur við guðsþjónusturnar en stjórnandi hans og organisti er Örn Falkner. Alla miðvikudaga eru kyrrðar- og bænastundir í kirkjunni kl. 17.30. Þar er lögð áhersla á helgi, kyrrð og fyrirbæn. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkju- varðar í síma 554 1898 kl. 11.30- 17.00, þriðjudaga til föstudaga. Barna- og unglingastarf Barnastarf Kársnessóknar er í Safnaðarheimilinu Borgum á sunnudögum kl. 11.00 og eru for- eldrar hvattir til þátttöku með börn- um sínum. Þegar jólin nálgast verð- ur m.a. boðið upp á jólaföndur. Börnin í barnastarfinu taka þátt í fjölskylduguðsþjónustum í Kópa- vogskirkju sem eru mánaðarlega yfir veturinn. Þar syngja þau og setja sinn skemmtilega svip á guðs- þjónusturnar. Börn úr skólakór Kársness taka einnig þátt í fjöl- skylduguðsþjónustunum en stjórn- andi þeirra er Þórunn Björnsdóttir kórstjóri. Umsjón með barnastarfí hafa Vilborg Ólafsdóttir og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir en undirleik annast Edda Borg. í vetur verður boðið upp á sér- stakt starf fyrir börn á aldrinum 8-9 ára. í fyrra var í fyrsta skipti boðið upp á slíkt starf í sókninni og mæltist það afar vel fyrir. Sam- verur 8-9 ára barna verða í Safnað- arheimilinu Borgum á miðvikudög- um kl. 16.00-17.30. Umsjón: Vil- borg Ólafsdóttir og Óskar Óskars- son. Hlúum að börnum heims -framtíðin er þeirra FRAMLAG ÞITT ER MIKILS VIRÐI <-7lT hjálparstofnun r=Jr= # KIRKJUNNAR - með þinni hjálp Undanfarin ár hefur verið mjög góð þátttaka í starfi 10-12 ára (TTT) krakka og vona ég að svo verði áfram. Samverur þeirra verða í safnaðarheimilinu Borgum á mið- vikudögum kl. 17.30-19.00. Um- sjón: Olöf Gerður Sigfúsdóttir og Oskar Óskarsson. Æskulýðsfélag Samvera æskulýðsfélagsins verð- ur á sunnudögum kl. 20.00 í Safn- aðarheimilinu Borgum. Þar eins og í bamastarfinu verður lögð áhersla á fjölbreytt, þroskandi og lifandi starf. Umsjón með æskulýðsfélag- inu hafa þau Óskar Óskarsson og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir. Mömmumorgnar Á þriðjudögum kl. 10.00-12.00 koma mæður saman í Borgum með börn sín og eiga notalega stund sam- an yfír kaffíbolla. Öðru hvetju koma gestir í heimsókn, flytja erindi eða miðla fróðleik á annan hátt. Þrátt fyrir að nafnið mömmumorgnar höfði fremur til mæðra en feðra eru þeir að sjálfsögðu velkomnir. Um- sjón: Vilborg Olafsdóttir. Starf með eldri borgurum Eins og undanfarin ár verður starf með eldri borgurum í Safnaðarheim- ilinu Borgum á fímmtudögum kl. 14.00-16.00. Boðið er upp á akstur til og frá heimili. Umsjón: Margrét Sigtryggsdóttir. Vinafélag Kópavogskirkju var stofnað á liðnum vetri og starfaði af krafti. Félagið gengst m.a. fyrir opnu húsi í Safnaðarheimliinu Borg- um annan mánudag hvers mánaðar. Vegna framkvæmda sem standa yfir í kirkjunni og ráðgert er að ljúki skömmu fyrir jól má búast við að guðsþjónustur og kyrrðar- og bæna- stundir falli öðru hverju niður á framkvæmdatímanum. ÆGIR FR. SIGURGEIRSSON, sóknarprestur. Samsæri gegn mér? Frá Þórdísi Björnsdóttur: SÍFELLT færist ég nær grafarbakk- anum. Ekki er nóg með að ellefan sé hálfpartinn lögst í dvala heldur er vagn nr. 111 jafnframt tekinn að fara hamförum, umbreytast í of- urvaxinn og ógn- vekjandi orm sem ekki er samræðu- hæft í og varla líft vegna háværs ískurs sem nístir gegnum merg og bein. Já, fyrr má nú rota en dauð- Þórdís rota. Hvar endar Björnsdóttir þetta allt saman? Hamskiptin hófust daginn eftir að ég birti mína síðustu grein. Óttast ég því samsæri gegn mér og veit hreint ekki hvers ég á að vænta í komandi framtíð - ef ég á mér þá framtíð! Gjarnan mætti taka fram á strætó- skiltum hvenær síðasti vagn leggur af stað, líkt og áður var gert. Auk þess þætti mér tilvalið að tekin væri upp sú nýbreytni að leiðartafla hvers vagns væri sett upp innan hans. Slíkt væri gagnlegt undir ýmsum kring- umstæðum. ÞÓRDÍS BJÖRNSDÓTTIR, píslarvottur, Brekkuseli 25, Reykjavík. BIODROGA snyrtivörur z^iella Bankastræti 3, sími 551 3635. $ JtÞ' Digital á íslandi Vatnagarðar 14-104 Reykjavík Sími 533-5050 - Fax 533-5060 Vissir þú.,. I I að til eru yfir 14 viðurkenndar miðilstegundir á meðal Iræfileikamanna og kvenna í dag í veröldinni til að ná sambandi við fiamliðna og aðra heima, s.s djúpsvefrimiðlar, segulbandsmiðlar, skyggnimiðlar, ljósmyndamiðlar, spákonur, lækningamiðlar, ummyndunarmiðlar og líkanningamiðlar? □ að í Sálarrannsóknarskólanum er kennt einu sinni í viku (eitt kvöld í viku eða eitt laugardagssíðdegi í viku) allt um spíritisma, h'feftir dauðann og hvemig miðlar starfa, sem og allar rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessum afar mcrkilegu fyrirbærum og þær skýrðar út í máli og myndum og námsefhi fýrir nemendum, og það fyrir hófleg skólagjöld? Síðosti bekkur ársins byrjará morgun. Hringdu ogfáðu allar upplýsingar um skólann og skemmtilega námið í honum nú á haustönninni. Svarað er í sima skólans alla daga vikunnar frákl. 14:00 úl 19:00. Sálarrannsóknarskólinn - mest spennandi skólinn í bænum - Vegmúla 2, sími 561 9015 og 588 6050. Vió aó hæfu fólki... .sem hefur áhuga á aó ná forskoti á vinnumarkaóinum Skrifstofutækni Bókhaldstækni Tölvunám £ Tölvuskóli Reykiavíkur Borgartúni 28, sími: 561 6699, fax: 561 6696 ÍTAISKIR DAGRR Miðvikudag - fimmtudag - föstudag - laugardag 20% staðgreiðsluafsláttur 1 5% afsláttur af kortum Q €f þú vilt QÓðon fc góöon fcttnað benellon Laugavegi 97, sími 552 2555 £ i’l ATIIWniMÉMBBMHBBai

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.