Morgunblaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 15
Skiptum lokið í þrotabúi K. Jónssonar og Co.
397 millj. upp í kröfur
SKIPTUM er lokið í þrotabúi niður-
suðuverksmiðju K. Jónssonar og Co.
en fyrirtækið varð gjaldþrota í mars
árið 1993 eftir mikinn taprekstur
árið á undan auk þess sem yfir fyrir-
tækinu vofðu fjárkröfur vegna van-
goldinna tolla vegna rækju sem seld
var til ríkja Evrópusambandsins.
Málaferli sem risu í kjölfar gjald-
þrotsins töfðu skiptalok.
Lýstar kröfur í þrotabúið voru
206 talsins, samtals að upphæð
tæplega 438 milljónir króna. For-
gangskröfur námu tæpum 13 millj-
ónum króna, lýst var 32 veðkröfum
að upphæð um 306 milljónir og al-
mennar kröfur voru að upphæð um
118 milljónir króna.
87,3% af forgangskröfum
greidd
Til greiðslu upp í forgangskröfur
fengust tæpar 11,3 milljónir eða um
87,3% af lýstum kröfum. Strýta hf.
átti hæsta boð í verksmiðjuhús K.
Jónssonar, 103 milljónir króna og
þá keypti félagið einnig vörubirgðir,
hráefni, vörur í vinnslu, umbúðir og
birgðir sem og viðskiptakröfur fyrir
samtals 283 milljónir króna. Upp í
veðkröfur greiddust því 386 milljónir
króna, en veðkröfum í búið var ekki
öllum lýst. Alls greiddust rúmlega
397 milljónir króna upp í kröfur.
Skiptastjóri í þrotabúi K. Jóns-
sonar var Olafur Birgir Árnason hrl.
Mikil slátursala
eftir rólega byijun
SLÁTURSALA er komin í fullan
gang hjá Sláturhúsi Kaupfélags
Eyfirðinga á Akureyri, en hún fór
hægt af stað í byrjun sláturtíðar.
Oli Valdimarsson sláturhús-
stjóri sagði að gott veður í septem-
ber hefði gert að verkum að salan
hefði farið seint af stað. „Fólk var
enn í beijamó og um annað að
hugsa í góða veðrinu, það var
ekki fyrr en fór að rigna svolítið
að hauststemmning gerði vart við
sig,“ sagði Oli.
Upp á síðkastið hefur salan
verið mikil, einkum í kringum
helgar. „Það hefur verið svo mikil
sala að við höfum ekki undan að
verka sviðin,“ sagði hann, en
starfsfólkið nær að verka um eitt
þúsund hausa á dag. „Það dugar
ekki miðað við söluna þessa síð-
ustu daga, en við höfðum komið
okkur upp dálitlum lager áður en
slátursala hófst sem við göngum
á,“ sagði Óli.
Ársteinn hf.
Lítið
fékkst upp
í kröfur
SKIPTUM er lokið á þrota-
búið Ársteins hf. í Ólafsfirði,
en fyrirtækið sá um verkefni
tengd gerð jarðganga í Ólafs-
fjarðarmúla.
Lýstar almennar kröfur í
þrotabú Ársteins hf. námu
rúmum 28,6 milljónum króna
en alls fengust um 263 þús-
und krónur upp í kröfur, eða
0,9156%.
- kjarni málsins!
Lömbin væn
Lömbin koma helst til væn af
fjalli að mati þeirra sem ekki vilja
feitt kjöt, enda sumarið hagstætt
norðan heiða. Meðal fallþungi
dilka það sem af er sláturtíð er
um 16 kíló sem er nokkuð svipað
og var á liðnu ári. Að jafnaði koma
vænstu lömbin úr Svarfaðardal og
Ólafsfirði að sögn sláturhússtjóra.
Morgunblaðið/Hermína Gunnþórsdóttir
Nýr flygill
NÝR flygill var tekinn í notk-
un við Tónlistarskóla Dalvíkur
nýlega.
Flygillinn er af gerðinni
KAWAI. Nýja hljóðfærið kost-
aði eina milljón og tvö hundr-
uð og fimmtíu þúsund krónur,
en eldri flygill tónlistarskól-
ans var tekinn upp í kaupin.
A myndinni er Sigríður
Katrín að spila á nýja flygilinn
í Tónlistarskóla Dalvíkur.
/-----------\
Topptilboð
Vivaldi kvenskór
Verð: 2.495verð: 2.695
Ath.: Klassískir spariskór Ath.: Úr leðri með
fínum gúmmísólum
Póstsendum samdægurs
'Tbppskórinn Toppskórinn
• Veltusundi við Ingólfstorg • Austurstræti 20
• Sími 552 1212. • Sími 552 2727.
V J
Hvernig gæludýr
mundir þú fá þér
ef þú ynnir rúmlega
44 milljónir I
Víkingalottóinu?
V I K I ISf G A
L#YT w
Til mikils að vinna!
Alla miðvikudagafyrirki 16.00.